Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 gátur, lesa og hekla og misstir þú mikið við það. Þú barst þig þó alltaf vel, eins og þín var von og vísa. Þú varst mikill dugnaðarforkur, vannst mikið um ævina og varst al- laf að vinna eitthvað í höndunum. Nutum við góðs af og munum við minnast þín í hvert sinn sem við tökum fram sparisængurverin frá þér með milliverkunum sem þú heklaðir. Nú hefur þú kvatt þennan heim og hitt afa aftur eftir langan aðskilnað. Hvíl í friði, elsku Ásta amma. Er fast á fótskör þína vor faðir krjúpum nú, og engu ætlum týna þess orðs er biður þú. Gef oss þinn styrk að standa æ, stöðugt þér við mund, uns leitar þinna landa vort líf á hinstu stund. Hvað guð þú værir góður ef gæfir oss þann mátt að hver sinn biðji bróður að bæta þjóða sátt, og anda þínum beita svo aukist hvert það lið sem alltaf er að leita að alheims vopna frið. Ef alheims verður friður og öllum vopnum eytt, þá mundi myndast liður sem mörgu gæti breytt, er allra götu greiðir, og gagnleg hugsun skýrð svo opnist ljósar leiðir að lífsins friðar dýrð. (Marteinn Lúter Einarsson.) Þínar ömmustelpur, Sigrún, Maren Ásta og Hjördís Halla. Við spjölluðum oft mikið saman þegar ég kom í heimsókn á Hjúkr- unarheimilið. Þegar heimilismenn lögðu sig eftir matinn sat Ásta í stólnum sínum á ganginum. Hann var þannig staðsettur að flestir tóku eftir henni og ýmsir tóku hana tali, sem var henni mikils virði, því hún var ræðin og hafði frá mörgu að segja, enda hafði hún lifað tím- ana tvenna. Ég tók upp viðtal við hana sem birtist í Skaftfellingi 2005 þar sagði hún mér frá því þegar hún var skorin upp við botnlanga- bólgu á eldhúsborðinu í Sandfelli 15 ára gömul og hún fékk lífhimnu- bólgu upp úr því. Hún var mjög hætt komin, enda erfitt þá með samgöngur í Skaftafellssýslum og það var langur biðtími eftir lækn- um. En hún náði sér og átti marga góða daga. Seinna viðtalið sem ég tók við hana birtist í Skaftfellingi sem nú er nýkominn út. Ég var bú- in að hlakka til að lesa það fyrir hana, og hafði heftið með mér á Hjúkrunarheimilið daginn eftir að það kom til Hornafjarðar, en það var of seint, Ásta lést næsta dag. Ég hafði auðvitað lesið þetta allt fyrir hana, eftir að ég fullvann það, en það var gert á meðan hún var enn bara 94 ára og vel ern. Hún sagði mér frá árunum sem hún bjó í Öræfum hjá Önnu systur sinni og sr. Eiríki Helgasyni, sem höfðu tek- ið hana að sér þegar móðir þeirra systra dó úr spænsku veikinni 1918. Lífsskilyrðin voru svo gjörólík öllu sem við þekkjum nú, aðstæðurnar buðu upp á einangrun og einmana- leika, sem oft hefur verið erfitt við að fást. En þessar tilfinningar eru líka til staðar þar sem samgöngur eru góðar og allt virðist geta verið í góðu lagi. Það var mikils virði fyrir mig að vera í návist þessarar lífs- reyndu konu og kynnast hugar- heimi hennar. Innilegar þakkir, Ásta, þú sem sagðir mér að einhver mesta breyting sem þú hefðir upp- lifað, væri að flytja frá Sandfelli í Nesin, nú ert þú flutt á enn betri stað. Kristín Gísladóttir. hve sér þætti þýskan einstaklega fagurt tungumál og fór með nokkrar ljóðlínur því til staðfest- ingar. Ég sagðist vera samála því og bera sterkar tilfinningar til þýskunnar. Eitt mikilvægasta verkfærið í lífi Elínar ömmu var kímnigáfan. Þannig braut hún upp hversdags- leikann með bröndurum og léttum sögum sem kölluðu fram bros og hlátur fólks á öllum aldri. Sér- staklega man ég eftir því þegar amma kenndi okkur frænda mín- um Geir hvað kímnigáfa væri í raun. Hún útskýrði eins og henni var einni lagið hvernig best væri farið með fyndnar skrítlur og hvernig hægt væri að flækja hina einföldustu hluti á svo dásamleg- an hátt. Eitt af því sem einkenndi ömmu var einstök gjafmildi. Það leyndi sér ekki hve gott henni þótti að gleðja þá sem að garði bar. Á seinasta afmæli mínu gaf amma mín mér styttu af fugli og frumsamið ljóð með. Þegar ég þakkaði henni gjöfina, minnti hún mig sérstaklega á að þó að líkami fuglsins væri úr steini, væri hann engu að síður tákn þess frelsis sem fælist í því að geta flogið. Þessum orðum ömmu laust svo skyndilega niður í huga mér þeg- ar ég sat hjá henni síðasta daginn í lífi hennar og ljóst var orðið að hverju stefndi. Ég dreif mig í skyndi heim til að sækja stein- fuglinn og frétti þegar ég kom til baka að skömmu áður hefði stór hópur smáfugla sést flögra um fyrir utan gluggann hennar. Ég lagði steinfuglinn á borðið við hliðina á rúmi ömmu og í sömu andrá yfirgaf hún þennan heim. Fuglar himinsins höfðu sótt hana og loksins gat hún flogið burt frjáls. Blessuð sé minning ömmu minnar. Ragnar Jónsson. Það er ólýsanlega erfið tilfinn- ing að kveðja þig, elsku amma. Ég hef reynt dágóða stund að finna orð sem lýsa þessari tilfinn- ingu en ég held að þau fyrirfinnist ekki, að minnsta kosti ekki í þess- um heimi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú kvaddir. Ég fann fyrir einhverju sérstaklega góðu þá stundina, einhverju góðu sem blandaðist tregafullri sorg og var mér huggun harmi gegn. Himinn- inn var svo fallegur með litlu fugl- unum sem dönsuðu fyrir þig þetta síðdegi. Mér fannst líka gott að geta leikið fyrir þig lagið fagra „Nóttin var sú ágæt ein“ þó að hljómgæðin í símanum mínum væru ekki samboðin þínum fágaða tónlistarsmekk. Ég vona líka að þú munir alltaf hinstu orðin sem ég hvíslaði að þér áður en þú kvaddir. Undanfarna daga hef ég minnst þess sem þú sagðir mér svo oft: Að innst inni værir þú bara lítil stúlka. Þannig upplifði ég þig svo- lítið, sem skemmtilega litla stúlku sem vildi vera svo góð. Svo voru það allir fallegu hlutirnir sem þú sagðir við mig í hvert skipti sem við hittumst. Þeir skipta mig miklu máli og ég mun alltaf geyma þá með mér. Ég er svo stolt af því að vera nafna þín og svo ánægð með það þegar fólk segir að ég líkist þér. Ég man þegar ég var lítil og þú kenndir mér á píanó. Þú varst einstaklega góður og þolinmóður kennari. Ég man líka eftir því þegar stóri bróðir var að gæta mín með vin- um sínum og ég varð svolítið hrædd við fjörið í þeim. Þá hringdi ég í þig og sagðist vera ein heima. Örskömmu síðar stóðst þú í dyragættinni með bros á vör og uppáhalds góðgætið mitt í hendi. Foreldrar mínir hafa líkast til orðið hissa á þessum óvænta liðsauka sem bæst hafði við lið barnfóstra þegar þeir komu heim. Þegar ég kom seinast í heim- sókn til þín á Grensásveginn sát- um við saman, borðuðum vínar- brauð og hlógum hjartanlega að lífinu og skemmtilegum tilbrigð- um þess. Við höfðum spennandi áform á prjónunum enda var þér lagið að horfa alltaf fram á veg. Ég bið þann sem öllu ræður að vaka yfir fallegu stúlkunni henni Elínu Dungal. Elín Helga Jónsdóttir. ✝ Valgerður JónaAndrésdóttir fæddist á Búðarhamri, Eyrarbakka, 26. októ- ber 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnafirði 20. desember 2010. Foreldrar hennar voru Katrín Magn- úsdóttir, f. 3. júní 1900, d. 1. nóvember 1989, og Andrés Jóns- son, kaupmaður á Eyrarbakka, f. 15. maí 1885, d. 31. mars 1929. Seinni maður Katr- ínar var Jón Helgason, f. 24. mars 1902, d. 24. febrúar 1959. Bróðir Valgerðar var Magnús Truman Andrésson, f. 11. apríl 1921, d. 15. fyrstu árin, var í sveit á Arnarfelli í Þingvallasveit hjá ömmu sinni og móðurbróður. Valgerður hóf ung störf hjá Verslun Ásgeirs G. Gunn- laugssonar og Co., sem stofnuð var árið 1907 og var til húsa að Austur- stræti 1. Verslun Ásgeirs G. Gunn- laugssonar var ein af stærri versl- unum í Reykjavík með vefnaðarvörur og fatnað fyrir konur og karla. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum Gunnlaugi sem var sonur Ásgeirs. Þar vann hún í nokk- ur ár eða þar til að hún stofnaði sína eigin verslun á horni Garðastrætis og Vesturgötu, sem hún starfrækti í átta ár. Eftir lát Ásgeirs keyptu þau Gunnlaugur verslunina, sem þau fluttu síðar í Stórholt 1. Þegar Gunnlaugur lést hélt Valgerður áfram með starfsemina. Árið 1998 keypti hún húsnæði í Skipholti 9 og rak verslunina þar til 2005, þá orðin 85 ára gömul. Valgerður verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. júní 2006, kvæntur Jensínu Þóru Guð- mundsdóttur, f. 9. nóv- ember 1925, d. 20. maí 2007. Börn þeirra eru Katrín Arndís, Unnur, Þórhildur og Andrés. Valgerður giftist 9. ágúst 1947 Gunnlaugi Ásgeirssyni, f. 31. júlí 1909, d. 26. desember 1975. Foreldrar hans voru Ásgeir G. Gunn- laugsson, f. 7. nóv- ember 1879, d. 29. mars 1956, og Ingunn Ólafsdóttir, f. 10. maí 1881, d. 29. desember 1960. Valgerði og Gunn- laugi varð ekki barna auðið. Valgerður ólst upp á Eyrarbakka Mig langar að minnast elskulegu frænku minnar sem var stór þáttur í lífi mínu. Valgerður eða Lula eins og hún var alltaf kölluð, var systir pabba og þar sem henni var ekki barna auði voru ég og systkini mín henni mjög kær. Mín fyrstu kynni af atvinnu voru þegar ég var 17 ára gömul í verslun sem Lula frænka rak og átti ásamt manni sínum. Við áttum mjög skemmtilegar stundir í verslunar- bransanum og minn fyrsti kaffisopi var einmitt í litla bakherbergi versl- unarinnar. Ég vann í tvö ár í búðinni hennar en eftir það þá kom ég og hjálpaði til á álagstímum. Lula var mér og börnunum mínum mjög kær enda var hún ákaflega barngóð og mjög örlát á gjafir til þeirra. Okkur eru öllum mjög minnisstæð öll fallegu náttfötin og sængurfötin sem við fengum iðulega í afmælisgjafir og jólagjafir frá henni. Það var alltaf gaman að koma í kaffiboðin til hennar sem voru á hátíðisdögum, og var gest- risni hennar alveg með ólíkindum. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem ég átti með þér og minni fjölskyldu, ég mun geyma þær djúpt í mínu hjarta. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þórhildur Magnúsdóttir. Hinn 20. desember sl. þegar dagur er hvað stystur á Íslandi kvaddi föð- ursystir mín Valgerður Jóna Andrés- dóttir, af fjölskyldunni kölluð Lula, þennan heim. Hún kveið ekki þessum degi því hún hafði talað um þá „dýrð- arstund“. Þessi tími ársins var henni líka alltaf kær, því hún var mikið fyrir að hafa skraut og ljós í kringum sig. Lula var há og grönn með dökkt fal- legt hár, stór augu og dökkar auga- brúnir, ávallt vel klædd. Hún var fal- leg og glæsileg kona og virðuleg í allri framgöngu. Hún var skapstór að eðl- isfari og fylgdist vel með öllum þjóð- málum. Hún hafði sterka réttlætis- kennd og var heiðarleg og hreinskiptin í samskiptum við aðra. Lula var dugnaðarforkur, vaknaði snemma og var gjarnan búin að vinna í garðinum eða baka vöfflur áður en hún mætti í verslunina sína, þar sem hún stóð allan daginn. Lulu varð sjaldan misdægurt enda mátti hún ekki vera að því, því hún hafði skyld- um að gegna við viðskiptavinina sem og vinina sem litu inn í kaffisopa. Þetta var hennar líf. Lula var mikill fagurkeri og list- unnandi, hún málaði og bar heimili hennar þess merki og var einstaklega glæsilegt. Hún þótti sérstaklega gest- risin og kaffiboðin hennar voru eft- irminnileg, en hún naut þess að bjóða frændfólki og vinum inn á heimili sitt. Hún eignaðist ekki börn en ást henn- ar og þrá að umgangast börn kom fram í viðmóti gagnvart okkur bróð- urbörnunum og afkomendum okkar. Það var ekki aðeins að hún gæfi okkur jólagjafir heldur einnig börnum okk- ar og barnabörnum og ekki bara um jól heldur líka þegar eitthvað bar við í fjölskyldunni svo sem skírnir, ferm- ingar og giftingar. Alltaf var Lula frænka hluti af lífi okkar. Seinni árin, ef hún var eitthvað leið, var nóg að segja henni frá prakkarastrikum eða skemmtilegum gullkornum frá barnabörnum okkar systkina þá tók hún gleði sína á ný og hló mikið. Öll þekktu þau Lulu frænku og heim- sóttu hana oft. Lula og amma Katrín voru ávallt mjög samrýndar og eftir að Gulli lést var amma mikið hjá henni. Lula tók þá bílpróf 57 ára og keyrði eins og herforingi án stóráfalla fram til 85 ára aldurs um sama leyti og hún hætti að vinna. Árið 2007 var farið að halla undan fæti og bera á Alzheimers-ein- kennum og gat hún því ekki búið ein lengur. Flutti hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði sama ár. Hún var ekki alveg sátt fyrsta árið, en áttaði sig á að þetta var besti kosturinn úr því sem komið var. Hún hélt íbúð sinni á Skúlagötu og heimsótti sitt gamla heimili af og til. Þar var haldið upp á níræðisafmælið hennar 26. október 2009, og kom fjölskyldan saman og átti með henni notalega stund. Kæra Lula, á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svona góða frænku sem sýndi mér og fjölskyldu minni ást og umhyggju alla tíð. Unnur Magnúsdóttir. Valgerður föðursystir mín er mér ávallt hugstæð frá bernsku. Hún og Gunnlaugur maðurinn hennar voru í mínum augum áberandi myndarleg hjón. Þau voru mjög hlýleg við okkur systkinin og þótti okkur alltaf gaman að koma til þeirra þegar við vorum lít- il. Valgerður og Gunnlaugur eignuð- ust ekki börn sjálf og voru þetta því ánægjustundir á báða bóga. Einnig voru þau alltaf mjög rausnarleg við okkur systkinin, gáfu okkur fallegar gjafir á jólum og var alltaf ákveðin spenna yfir því. Valgerður rak verslun til margra ára og var venjan að koma við hjá Val- gerði í heimsóknir í búðina. Ekki gafst tóm til að heimsækja hana á öðr- um tímum því hún var svo bundin við búðarreksturinn frá morgni til kvölds auk þess að annast aldraða móður sína, ömmu, um langt skeið. Þær voru alla tíð mjög nánar og góðar vinkon- ur, þær bjuggu saman eftir að Val- gerður varð ekkja. Á hátíðum, páskum og hvítasunnu bauð Valgerður sínum nánustu ætt- ingjunum til veislu þegar tóm mynd- aðist, það voru ánægjustundir. Mér er minnisstætt hvað hún vildi hafa allt á hreinu hvað varðaði viðskipti sín við heildsala, banka og viðskiptavini sína. Ég hafði það á tilfinningunni að hún gæti ekki lokið hverjum vinnudegi án þess að allt slíkt væri frágengið og klárt, annars liði henni ekki vel. Alltaf var gaman að heyra hennar skoðanir á ýmsu sem gekk á í sam- félaginu þá stundina. Hún var ör og ákveðin og vildi að margt mætti betur fara en hlutirnir oft þróuðust. Dæmi um ákveðni hennar er, þegar hún missti eiginmann sinn Gunnlaug Ás- geirsson, að hún dreif sig í að taka ökupróf þá 57 ára. Hún vildi vera sjálfstæð og sem minnst upp á aðra komin. Þetta veitti henni þægindi að komast í vinnuna úr Garðabæ, þar sem hún bjó lengst af, til Reykjavíkur þar sem hún rak verslunina. Auk þess hvað það létti henni ýmis erindi varð- andi verslunina. Hún nýtti sér einnig óspart bílinn um helgar til að ferðast á ýmsa staði með vinkonum sínum m.a. á æskuslóðirnar Eyrarbakka og Þing- velli. Annað lítið dæmi um ákveðni hennar. Ég var eitt skiptið með henni í einhverjum erindum og hún var við stýrið. Mér var brugðið hversu snögg hún var að láta flautuna dynja á bíln- um fyrir framan ef hann var að hangsa þegar kom grænt umferðar- ljós. Hennar skoðun var að fólk ætti að vera með hugann við það sem það væri að gera á hverjum tíma. Valgerður var þannig persóna að hversu lítið sem þú aðstoðaðir hana með þá var hún alltaf mjög þakklát og var erfitt að komast hjá því að hún léti eitthvað af hendi rakna. Hún fylgdist alla tíð mjög vel með börnunum í fjöl- skyldunni. Áhugi hennar á því hvern- ig börnin í fjölskyldunni spreyttu sig í menntun og starfi var henni mikið metnaðarmál. Valgerður sýndi öllum mikinn áhuga og hlýju. Hún var glæsileg og dugleg, alveg í sérflokki. Ég og fjölskylda mín munum minnast Valgerðar af mikilli hlýju. Blessuð sé minning hennar. Andrés Magnússon og Guðrún Brynjólfsdóttir. Valgerður Jóna Andrésdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍNUS G. JÓHANNESSON, Bólstaðarhlíð 40, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. desember. Útför verður auglýst síðar. Kolbrún Edda Júlínusdóttir, Davíð Karlsson, Klemenz Ragnar Júlínusson, Halldóra Hauksdóttir, Erling Þór Júlínusson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.