Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Ástríður Odd-bergsdóttir (Ásta) fæddist á Vesturgötu 18 í Reykjavík 21. jan- úar 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði 22. desember 2010. Ásta var dóttir hjónanna Oddbergs Oddssonar, sem var fæddur í Hvammi í Kjós 10.6. 1858, d. 12.7. 1916, og Hall- dóru Jónsdóttur, sem fædd var á Búrfelli í Hálsasveit 28.9. 1883, d. 21.11. 1918. Oddbergur var umsjónarmaður í Mýrarhúsaskóla og Halldóra var í vinnumennsku. Hálfsystkini Ástu samfeðra voru Guðmundur, Anna Elín og Þorbjörg Guðdís og sam- mæðra var Hólmfríður Anna. Faðir Ástu lést þegar hún var um eins og hálfs árs og missti hún móður sína úr spænsku veikinni fjögurra ára gömul. Ólst Ásta því upp hjá hálf- systur sinni, Önnu Elínu, og manni hennar, séra Eiríki Helgasyni. Fluttist hún með þeim að Sandfelli í Ásthildi og Martein Lúther og eru barnabörnin ellefu og barna- barnabörnin fjögur. Hrollaugur, giftur Sigríði Elísu Jónsdóttur, á tvö börn, Oddnýju Jóhönnu og Hlyn Sturlu og eru barnabörnin þrjú. Ei- ríkur heitinn, var giftur Jónu Sig- urbjörgu Sigurðardóttur en þau skildu, eignaðist fjögur börn, Haf- dísi, móðir, Halldóra Stefánsdóttir, Kristbjörgu, Ástu Huld og Írisi Sif og eru barnabörnin tíu. Anna Elín, var gift Sæmundi Harðarsyni en þau skildu, maki í dag Árni Sverr- isson, á þrjú börn, Sigrúnu, Maren Ástu og Hjördísi Höllu og eru barnabörnin þrjú. Ásta vann ýmis störf um ævina, var mikill dugnaðarforkur og vinnusöm alla tíð. Hún sinnti bú- störfum í Ási þar til árið 1962 er þau hjónin fluttu í Brautarholt á Höfn í Hornafirði, vegna heilsubrests Mar- teins. Eftir það starfaði hún við fisk- vinnslu þar til hún lét af störfum um sjötugt. Eftir lát Marteins, árið 1986, fluttist Ásta að Silfurbraut 6 og bjó þar uns hún flutti á Dval- arheimilið Skjólgarð árið 2000. Ásta var virkur félagi í Kvenfélaginu Vöku til margra ára. Hún var ætíð mikil hannyrðakona og stundaði hannyrðir allt þar til hún fór að missa sjón fyrir um ári. Útför Ástu fer fram frá Hafn- arkirkju í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Öræfum, sem þá var prestssetur. Uppeld- issystkini (systrabörn) Ástu voru Ingibjörg (sem lést 12 ára göm- ul), Helgi (látinn), Oddbergur, Kristín og Ingibjörg (yngri). Árið 1931 þegar Ásta var sextán ára gömul fékk Eiríkur brauð í Bjarnanesi í Nesjum í Hornafirði og fluttist fjölskyldan þangað. Ásta fór í Kvennaskól- ann á Staðarfelli í Dölum veturinn 1934-1935. Hún giftist manni sínum, Marteini Lúth- er Einarssyni frá Meðalfelli í Nesj- um, f. 6.10. 1910, d. 26.3. 1986, 7. september 1937. Byggðu þau nýbýl- ið Ás út úr landi Bjarnaness, fluttu þangað árið 1938 og bjuggu þar í rúm 20 ár. Hjónin eignuðust fjögur börn, Ásdísi, f. 14.6. 1938, Hrollaug, f. 1.12. 1942, Eirík, f. 2.12. 1943, d. 9.2. 2007, og Önnu Elínu, f. 12.3. 1953. Niðjar Ástu eru alls 48. Ásdís, gift Gísla Eymundi Hermannssyni, á fjögur börn, Jóhönnu Sigríði, Olgu, – – – Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. – – – (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma mín. Mig langar að minnast þín með nokkrum orð- um, þó ég eigi þau ekki nógu mögn- uð til að lýsa þér rétt. Ég minnist þess þvílíkur dugnað- arforkur þú varst og að gefast upp var ekki þinn stíll. Margt sem þú upplifðir hefði bugað margan stór- an og sterkan manninn og sannaðir þú að ekki þarf stærðina til. Þú mótaðist strax fjögurra ára þegar móðir þín lést. Móðurmissirinn var þér erfiður og oft sagðir þú við mín- ar stelpur, sem ólust upp með þig sér við hlið: „Verið góðar við mömmu ykkar, þið vitið ekki hvern- ig það er að eiga enga.“ Útlitið var ekki gott hjá þér og Fríðu systur þinni, orðnar munaðarlausar á unga aldri. Fríða fór í fóstur í Nýjabæ á Seltjarnarnesi en kom síðar til þín í Ás og lést þar fyrir aldur fram. Úr þínum málum rættist þegar Anna Elín systir þín og Eiríkur tóku þig að sér og fluttust austur í Sandfell. Í þá daga var þetta mikið ferðalag fyrir lítið barn en austur fórstu með Skaftfellingi sem flutti farþega og vistir í Öræfin. Minnist ég frásagna þinna af vondum veðrum í Öræfum og þá sérstaklega sögunnar af því þegar kýrin sem þú varst að sækja fauk á hliðina í einu slíku. Fjölskyldan flutti svo austur í Nes en í Sandfelli stendur eftir reyniviðarhrísla sem gróðursett var árið 1923. Vitjum við hennar og minnumst þín þegar við keyrum um Öræfasveit. Hefur hún staðið af sér mörg óveðrin eins og þú mamma mín. Þið pabbi kynntust svo og bjugguð ykkur heimili í Ási með Dísu nýfædda. Þar fæddumst við hin systkinin og árin liðu við bras og basl. Pabbi var alla tíð sjúkling- ur svo búskapurinn mæddi mikið á þér. Þið nutuð þess þó að eiga hjálpsama nágranna sem léttu und- ir. Þó að á engan sé hallað var Nonni, sem fylgdi fjölskyldunni úr Öræfum, ævinlega mikil hjálpar- hella og vil ég þakka fyrir það hér. Þegar fjölskyldan flutti í Brautar- holt byrjaðir þú strax í frystihúsinu og stóðst vaktina þar til þú hættir að vinna úti. Oft var þétt skipað í litla húsinu á hólnum, börnin, tengdabörnin og barnabörnin, sem sum hver fæddust þar. Alltaf var nóg rými fyrir alla og vel var tekið á móti vinum. Eftir að pabbi lést nutum við daglega góðra samvista við þig. Þú varst oftast með í ferða- lögum fjölskyldunnar á Norður- brautinni og hafðir gaman af helg- unum í sumarbústaðnum í Laxárdal í Lóni. Ég veit að stelpurnar mínar eiga margar góðar minningar frá þessum tíma með Ástu ömmu. Eftir að við fluttumst frá Höfn vorum við í símasambandi, helst á hverju kvöldi (mömmutími), sem ég sakna nú mikið. Þú hafðir mjög gaman af allri handavinnu og nú seinni árin áttuð þið heklunálin góða samleið. Þú varst ótrúlega heilsuhraust til síðasta dags, miðað við ýmsar hremmingar á lífsleið- inni. Þú fékkst góða umönnun hjá starfsfólkinu á HSSA og flyt ég því kærar þakkir fyrir. Elsku mamma mín. Ég veit að pabbi, Eiríkur og hitt fólkið þitt hefur tekið vel á móti þér. Hjartans þakkir fyrir allt og megi góður Guð blessa minningu þína. Þín, Anna Elín. Elsku Ásta amma. Þú ert búin að vera svo stór hluti af tilveru okkar frá fæðingu og kveðjum við þig því með miklum söknuði. Þú hefur þó átt langa og farsæla ævi og þökkum við góðum Guði fyrir það. Lífið var þó ekki alltaf dans á rósum fyrir þig og minnumst við sögunnar sem þú sagðir okkur svo oft um það þegar þú varst 15 ára í Sandfelli og botnlanginn í þér sprakk. Þú varst skorin upp á eldhúsborðinu eftir að hafa beðið í nokkra daga eftir lækn- inum þar sem samgöngur í þá daga voru ekki upp á marga fiska. Þú varst nær dauða en lífi og var kraftaverk að þú skyldir lifa þetta af. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til þín, elsku amma. Jólin í Brautó hjá ykkur afa Marteini, og síðar á Silf- urbrautinni eftir að afi dó, eru sér- staklega eftirminnileg. Skjóta þær minningar alltaf upp kollinum á þessum árstíma með tilheyrandi söknuði. Það var svo hátíðlegt að koma til ykkar eftir messuna á að- fangadag í jólalambalærið sem var alveg einstaklega gott. Sumarbú- staðaferðirnar í Lónið eru einnig eftirminnilegar, fjölskyldan fór í bústaðinn og amma Ásta kom alltaf með. Þú varst líka allaf dugleg að koma til Reykjavíkur til okkar eftir að við fluttum í bæinn, hvort sem verið var að skíra, útskrifa eða halda jól. Það eru ekki mörg ár síð- an þú hættir að treysta þér í þessi ferðalög en það var um svipað leyti og þú hættir að sjá almennilega og þá fyrst fannst okkur þú vera að reskjast. Þá áttir þú erfiðara með að fara út að ganga, ráða kross- Ástríður Oddbergsdóttir ✝ Elín JónsdóttirDungal fæddist 20. ágúst 1928. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 15. des- ember 2010. Elín var dóttir hjónanna Jóns Pálssonar Dungal garðyrkjubónda og Elísabetar Ágústu Jónsdóttur hús- freyju. Elín var elst þriggja systk- ina. Bróðir hennar var Jón Birgir Dungal bifvéla- virki sem er látinn. Eftirlifandi systir er Elísabet Ásta Dungal, fyrrv. gjaldkeri hjá Héraðsdómi. Eiginmaður Elínar var Þor- valdur Ágústsson aðalféhirðir. Þau skildu. Börn: 1) Jón Þor- valdsson framkvæmdastjóri, kvæntur Vallý Helgu Ragn- arsdóttur hjúkrunarfræðingi. Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún starfaði lengst af sem læknaritari hjá Rannsókn- arstofu Háskólans, Sjúkrahúsinu á Húsavík, Grensásdeild Land- spítalans og á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, þar sem hún annaðist einnig kvöldvökur og skemmtanir fyrir gesti stofn- unarinnar. Einnig gegndi Elín ritarastörfum hjá Tollstjóra- embættinu, Ferðaskrifstofu Ís- lands og á lögfræðistofum. Tónlistin var ætíð ríkur þátt- ur í lífi Elínar. Hún annaðist undirleik hjá einsöngvurum og við listdansskóla auk þess að sinna píanókennslu. Jafnframt söng hún með Þjóðleik- húskórnum og Pólífónkórnum. Elín var hagmælt vel og liggja eftir hana mörg falleg kvæði. Útför Elínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 29. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Börn: Helga Lilja Jónsdóttir, Jenný Guðrún Jónsdóttir, Þorvaldur Birgir Jónsson, Elín Helga Jónsdóttir, Ragnar Jónsson og uppeldissonurinn Ingi Fjalar Magn- ússon. 2) Steinunn Kristín Þorvalds- dóttir, textahöf- undur og þýðandi, gift Finni Geirs- syni forstjóra. Börn: Elísabet Þórðardóttir, Kári Finnsson og Geir Finnsson. 3) Hilmar Ágúst Hilmarsson framkvæmdastjóri, maki: Guðfinna M. Sævarsdóttir flugmaður. Faðir Hilmars Ágústs er Hilmar Kristjánsson athafnamaður. Barnabarnabörn Elínar eru þrjú. Elín brautskráðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og Á yndisfögru síðdegi á jólaföst- unni kvaddi Elín tengdamóðir mín þennan heim í faðmi sinna nán- ustu. Erfiðum veikindum var lokið og hún frjáls að ferðast um óra- víddir himingeimsins. Elín fékk marga góða kosti í vöggugjöf og henni var margt til lista lagt. Hún var sérlega vel af Guði gerð, há- vaxin og gullfalleg, skarpgreind og listræn. Elín var afar vel hagmælt eins og hún átti ættir til. Henni var létt um að yrkja og hún var jafnvíg á gaman og alvöru, gat ým- ist verið háandleg eða full af gáska og glettni. Ég minnist til dæmis fagurs ljóðs sem hún orti með stuttum fyrirvara í tilefni gullbrúðkaups foreldra minna, og þá sérstaklega þess hve auðveldlega henni tókst smíða snjalla heildarmynd úr þeim brotum sem við systkinin færðum henni í hendur. Jafnframt spegl- aðist glöggskyggni hennar á hið broslega í tilverunni vel í óborg- anlegum tækifærisvísum af léttara taginu. Líf Elínar var ævintýri líkast. Það var svo margt sem á daga hennar dreif. Í krafti hugmynda- flugs síns og leiftrandi sköpunar- gáfu fann hún alltaf eitthvað sem hélt okkur í fjölskyldunni við efnið og kom okkur á óvart. Því fór þó fjarri að lífið léki alltaf við tengda- móður mína, hún átti sína erfiðu tíma, en eitt er víst að aldrei förl- aðist henni kímnigáfan. Hún gat endalaust séð eitthvað spaugilegt við tilveruna. Elín hafði fagra rödd og hljóm- þýða og söng um árabil með ýms- um kórum. Jafnframt var hún pí- anóleikari góður og vann fyrir sér á sínum yngri árum með undirleik og síðar við kennslu. Elín starfaði víða og var alls staðar vel liðin Á seinni árum varð henni tíðförult á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem hún lék á píanó og stytti dvalargestum stundir við góðan orðstír. Minnast margir Elínar Dungal með sérstöku þakklæti fyrir framlag hennar til skemmti- legs og auðgandi mannlífs. Afar kært var með okkur Elínu og við áttum margar góðar stundir sam- an. Þannig var hún mér ekki ein- ungis tengdamóðir heldur líka náin og góð vinkona, gjafmild og ein- læg. Það var gott að geta verið hjá tengdamóður minni síðustu stund- irnar í lífi hennar. Hún kvaddi svo sátt við Guð og menn. Skömmu fyrir andlátið sáum við sem sátum við sjúkrabeð hennar undurfagra sýn. Það húmaði að og stórir skar- ar smáfugla léku ótrúlegustu listir í kvöldroðanum. Mér fannst sem þeir biðu eftir því að flytja sálu hennar á æðri svið tilverunnar. Ég kveð mína kæru tengdamóður með djúpri þökk og finnst við hæfi að birta brot úr hennar eigin ljóði: Við biðjum æ um betri hag, bjarta ævi og glæsta en eigum þennan dag í dag og drauminn um þann næsta. Blessuð sé minning Elínar Dun- gal. Vallý Helga Ragnarsdóttir. Ræktarsemi, góðvild og húmor er það sem mér virðist standa upp úr þegar ég minnist Elínar tengdamóður minnar. Hún sýndi fjölskyldu sinni og vinum ávallt mikinn og einlægan áhuga, rækt- aði samböndin sem best hún mátti og hrein væntumþykja skein í gegn. Húmorinn var held- ur aldrei langt undan og glettn- islegar og stundum beittar at- hugasemdir um menn og málefni spruttu oft fram á góðum stund- um. Tónlist skipaði veglegan sess í lífi Elínar og lengi vel vann hún fyrir sér með píanókennslu og pí- anóleik þegar svo bar undir. Þar hafa án efa notið sín hennar helstu kostir og margir eru þeir sem búa að því að hafa orðið að- njótandi hæfni hennar sem leið- beinanda og sem áheyrendur á léttleikandi píanóleik hennar. Hæfileikar Elínar lágu ekki bara á tónlistarsviðinu heldur var hún afar snjall hagyrðingur. Þær eru ófáar vísurnar sem hún orti við hin ýmsu tækifæri og þá einkum vegna afmæla eða ann- arra merkisviðburða í lífi þeirra sem hún þekkti. Hún virtist eiga ótrúlega auðvelt með að semja vel gerð og einstaklega lipur ljóð, nánast eins og hún hefði ekkert fyrir því. Ljúfar stemningar og væntumþykja skein þar í gegn sem á öðrum sviðum. Ég minnist Elínar með virð- ingu og þakklæti, blessuð sé minning hennar. Finnur Geirsson. Í hvert skipti sem síminn hring- ir héðan í frá verður mér hugsað til Elínar ömmu minnar. Hún var vön að hringja oft til þess að heyra í afkomendum sínum, veita okkur nýjustu fregnir af ættingjum og vinum eða þá að biðja um upplýs- ingar um sama fólk. Yfirleitt voru þetta ekkert stórbrotnar frásagnir sem gengu á milli okkar en það var ekkert aðalatriði. Ég þakkaði henni alltaf fyrir þær fréttir sem hún færði, þó svo að ég væri í flestum tilfellum búinn að heyra þær og að því búnu lukum við svo samtölunum með létt kaldhæðn- islegu gríni sem við vorum bæði snilldargóð í – alla vega að okkar eigin mati. Þessir föstu liðir á dagskránni munu nú gjörbreytast og símtölin sem yfirleitt voru ekki neitt sér- staklega innihaldsrík verða þeim mun eftirminnilegri. Einkagrínið okkar Ellömmu, eins og við köll- uðum hana oftast, lifir áfram með okkur. Uppáhaldsdrykkurinn hennar Sprite verður framvegis kallaður spritt eins og við gerðum alltaf í hádegissúpunni á sunnu- dögum og alls kyns frumlegar og fyndnar misheyrnir verða rifjaðar upp. Alltaf þegar við áttum afmæli eða þegar einhverjum áfanga var náð fengum við vísur frá henni. Ég ætla að safna þeim saman og geyma þær. Ég vona að ég nái að mynda sams konar gríntengsl við mín barnabörn og ég átti með El- lömmu og nái að heiðra minningu hennar með því móti. Geir Finnsson. Þegar ég heimsótti ömmu mína, hana Elínu Dungal, á sjúkrahúsið rétt fyrir jólahátíðina, rifjaði ég ósjálfrátt upp þá tíma sem við vörðum saman. Ég minnist ömmu alltaf sem stórglæsilegrar konu sem samdi afskaplega falleg ljóð og var óhrædd við að spila á píanó- ið í veislum og hvenær sem það átti við. Amma var líka einstaklega fróð og vel máli farin. Hún talaði góða íslensku og kunni ótal falleg ljóð og sönglög á ýmsum tungu- málum. Hún sagði mér eitt sinn Elín Jónsdóttir Dungal HINSTA KVEÐJA Mér finnst við hæfi að kveðja ömmu með broti úr hennar eig- in ljóði sem hún skrifaði í dag- bókina mína þegar ég fæddist: Væri ég sólin, víst mundu skína ljósgeislar mínir á leiðina þína. (Elín Dungal.) Hvíldu í friði, elsku Ellamma. Elísabet Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.