Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Ýmsir minni spámenn í stjórn-arflokkunum láta sig dreyma um að kippa Framsóknarflokknum upp í vanbúið stjórnarfleyið til að reyna að halda því á réttum kili.    Þettaeru gjarna sömu menn og hafa linnulítið sent ýmsum samstarfsmönnum sín- um í stjórnarliðinu kaldar kveðjur, ýmist í eigin nafni eða annarra.    Nú halda þeir að Framsókn-arflokkurinn sé svo illa hald- inn að þingmönnum hans detti í hug að skrá sig á þessa hripleku skútu til að sökkva með henni fyrir næstu kosningar.    Þetta er í meira lagi sérkennileghugmynd og gæti aldrei komið fram nema vegna þess að rík- isstjórnin er við það að missa öll tök.    Hvers vegna ætti Framsókn-arflokkurinn, sem hefur verið í harðri málefnalegri andstöðu við ríkisstjórnina í nær öllum veiga- miklum málum, að hoppa nú upp í til Samfylkingar og Vinstri grænna og byrja að ausa?    Ríkisstjórnin er komin að fótumfram og ætti að vera fallin, þó að hún sjálf hafi ekki enn áttað sig á því og ráðherrar hennar hafi þess vegna ekki óskað eftir að fara frá.    Helsta staðfesting þess aðstjórnin er búin að vera er vitaskuld að litlu spámennirnir skuli vera á höttunum eftir liðsauka til að geta setið lengur á valdastól- unum. Hvers vegna ætti Framsókn- arflokkurinn að vilja það? Í örvæntingu er allt reynt STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri -1 alskýjað Egilsstaðir -2 snjókoma Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló -12 snjókoma Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -6 snjóél Helsinki -11 skýjað Lúxemborg -2 snjókoma Brussel 1 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 2 alskýjað London 6 þoka París 2 súld Amsterdam 1 léttskýjað Hamborg -7 skýjað Berlín -7 skýjað Vín 0 skýjað Moskva -6 snjókoma Algarve 16 skýjað Madríd 7 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -5 heiðskírt Montreal -8 heiðskírt New York 1 alskýjað Chicago -5 skýjað Orlando 7 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 15:03 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:44 DJÚPIVOGUR 11:01 14:59 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Nú styttist óðfluga í gamlárskvöld með tilheyrandi flugeldakveðjum landsmanna. Veitt var leyfi fyrir inn- flutningi á um 510 tonnum af flugeld- um fyrir þessi áramót; það er hátt í 60 tonna aukning frá því í fyrra. „Ég var dálítið hissa en menn eru bjartsýnir, virðist vera,“ segir Ólafur Emilsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöð 2 í Hafnarfirði. Hann bætir við að sölu- aðilar hafi fengið leyfi til að hefja sölu á flugeldum í gærmorgun, og það gerðu þeir flestir. Ekki ætti að reyn- ast erfitt að nálgast flugeldana því sölustaðir eru fjölmargir um land allt en á höfuðborgarsvæðinu einu eru þeir 60 talsins. Minna um risatertur Líkt og fyrri ár eru björgunarsveit- ir Slysavarnafélagsins Landsbjargar stærsti flugeldasalinn og flytja þær inn um 345 tonn í ár. Útsölustaðir sveitanna eru alls 112 talsins, þar af 34 á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldurs- dóttur, upplýsinga- og kynningafull- trúa SL, fór salan rólega af stað en hún segir landann vera þekktan fyrir að bíða með kaupin allt þar til á gaml- ársdag. Þann dag sé líf og fjör á sölu- stöðum og margir sjálfboðaliðar við störf. Vöruúrvalið hefur breikkað hjá sveitunum frá fyrri árum og segir Ólöf að nú sé minna af risatertum, líkt og tíðkaðist á uppgangsárunum, og meira af hóflegri tertum. Hertar reglur í ár Vel er fylgst með að sölustaðir fari eftir settum reglum að sögn Ólafs en lögregla gerði út- tekt ásamt eldvarnareft- irlitinu á nokkrum þeirra á höfuðborgar- svæðinu í gær og verð- ur lokið við þá vinnu í dag. „Þetta er sameiginlegt ferðalag okkar hérna milli jóla og nýárs og er fastur liður á hverju ári. Það er verið að fara eftir nýjum reglum í ár sem eru talsvert strangari en þær sem áður voru í gildi. Eldvarnaeftirlitið gerir nú meiri kröfur, t.d. um aðgengi og flóttaleið- ir.“ Aðspurður segir Ólafur söluaðila fara eftir settum reglum „Það er allt í góðum gír og mér sýnist menn hafa tekið þessu vel og eru með sitt í lagi.“ En hvernig ætli stemmningin sé á sölustöðum á fyrsta söludegi? „Það er mjög góð stemmning. Ég mæti hérna fólki með flugeldapoka sem það hefur verið að kaupa. Ég er dálítið hissa á því hvað menn eru byrjaðir snemma á þessu,“ segir Ólafur og hlær. Árið 2010 kvatt með yfir 500 tonnum af flugeldum  Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar stærsti flugeldasalinn Morgunblaðið/Ernir Vinsælt Sala á flugeldum hófst í gærmorgun um land allt og munu ófáir leggja leið sína á sölustaði á næstu dögum. Alvarleg slys hafa hlotist af flugeldum og er full ástæða til að brýna fólk til aðgæslu í meðferð þeirra. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarna- hússins, bendir á mikilvægi þess að foreldrar hafi eftirlit með börnum sínum, bæði fyrir og eftir áramótin, þar sem mörg slys hafa orðið vegna þess að fiktað hefur verið með skotelda. Sá sem skýtur upp þarf að gæta þess að vera í góðri fjarlægð frá fólki og íbúðarhúsum og huga vel að fatnaði, en mjög gott er að vera í leður- eða ullarhönskum þar sem þau efni brenna einna verst. „Þeir sem skjóta verða að gæta þess að vera ekki búnir að innbyrða mikið áfengi, því áfengið gerir mann kærulausan,“ segir Herdís og bætir við að allir þurfi að nota hlífðargleraugu og ekki bara þeir sem eru að skjóta. Flugeldar eru engin leikföng RÉTT MEÐHÖNDLUN SKOTELDA MIKILVÆG Herdís Storgaard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.