Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helga Sigríður Sigurðardóttir er smám saman að braggast eftir að hafa hnigið niður í nóvemberlok. Hún var í kjölfarið flutt með sjúkraflugi til Sví- þjóðar og vöktu skyndileg veikindi þessarar 12 ára fimleikastúlku frá Akureyri mikla athygli. Í gær heimsóttu Dýri Kristjánsson og Íris Mist Magnúsdóttir, sem nýverið voru valin fim- leikafólk ársins 2010, Helgu Sigríði á Barnaspít- ala Hringsins. „Það var æðislegt að fá þau í heimsókn,“ segir Helga Sigríður og bætir við að þau hafi mest- megnis talað um fimleika en Helga Sigríður æfði íþróttina af kappi hjá Fimleikafélagi Akureyrar í nokkur ár áður en hún veiktist. Hún segir fimleik- ana hafa hjálpað sér að takast á við veikindin. „Þegar ég veiktist var ég í fínu og góðu formi út af fimleikunum. Við stelpurnar kvörtuðum alltaf yfir því að þurfa að gera þrekæfingar en núna finn ég hvað þær hjálpa mér mikið,“ segir hún. Helga Sigríður eyddi jólunum ásamt fjölskyldu sinni á spítalanum og lítur reynsluna jákvæðum augum. „Það skiptir mestu máli að hafa fjölskyld- una með sér, það koma önnur jól. Við fengum fínt herbergi og fengum lánað eitt af jólatrjánum sem voru inni á spítalanum.“ Ekki ein óþægileg þögn Dýri segir að eftir umfjöllunina um veikindi Helgu Sigríðar hafi hann farið að velta fyrir sér hvernig hann gæti lagt sitt af mörkum. „Ég sá við- töl við hana í blöðunum og fannst hún svo heil- steypt og frábær stelpa að ég vildi gera mitt til að gera dvölina léttari fyrir þessa litlu hetju.“ Hann hafði samband við Írisi Mist en hún er í Evr- ópumeistaraliði Gerplu í hópfimleikum. „Helga hefur fengið fjölmargar batakveðjur frá fólki sem hún þekkir. Þetta var aðeins öðruvísi, við þekktumst ekki neitt en það má alveg segja að við þekkjumst heilmikið núna. Við ætluðum bara rétt að heilsa upp á hana en vorum þarna í rúman klukkutíma í heimsókn og það var ekki ein óþægi- leg þögn.“ Helga Sigríður sagði Dýra og Írisi Mist frá sinni upplifun af fimleikum og þau sögðu henni frá því sem þau hafa gengið í gegnum í greininni. „Við reyndum að hvetja hana áfram en hún hefur sjálf lært í fimleikunum að gefast ekki upp. Það er hægt að líta á þetta eins og ef hún hefði dottið af slánni. Þá er ekkert annað að gera en að standa upp, fara aftur á slána og halda áfram.“ ylfa@mbl.is Helga Sigríður segir fimleikana hafa hjálpað sér að takast á við veikindin  Fimleikafólk ársins heimsótti Helgu Sigríði í gær á Barnaspítala Hringsins Morgunblaðið/Kristinn Í heimsókn Helga Sigríður sýnir Írisi Mist og Dýra vináttubók sem hún fékk frá fimleikavinkonum sínum og -þjálfurum á Akureyri. FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson Jónas Margeir Ingólfsson Lilja Mósesdóttir hefur varpað fram þeirri hugmynd að segja sig úr þing- flokki Vinstri grænna en hvorki Atli Gíslason né Ásmundur Einar Daða- son hafa viljað tjá sig um hvort þeir hugleiði slíkt hið sama fyrr en þing- flokkur VG hefur fundað 5. janúar. Atli Gíslason segir í samtali við Morgunblaðið að honum þætti skyn- samlegra að flýta fundinum þar sem mikil ólga er í þingflokki VG. „Það er eins og svosem með annað að það var ekki haft samráð um tímasetn- inguna við okkur þremenningana.“ Óvíst með Guðfríði Lilju Ríkisstjórnin er nú varin af þrjá- tíu og fimm þingmönnum af sextíu og þremur. Ef þremenningarnir segja sig úr þingflokki VG hefur rík- isstjórnin því lægsta mögulega þing- meirihluta eða þrjátíu og tvo þing- menn. Þá vaknar spurningin hvað Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir mun gera þegar hún snýr aftur á þing eftir barneignarleyfi. Hún er gjarnan flokkuð í sama lið og þremenning- arnir og hefur fundað með þeim um hjásetu þeirra við afgreiðslu fjár- lagafrumvarpsins. Ef af úrsögnum þeirra fjögurra verður væri því þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar fallinn. Hægt að leysa allt ef menn vilja Ásmundur Einar Daðason kveðst ekki vilja ræða stöðu sína innan þingflokksins fyrr en eftir þing- flokksfund VG. „Það er nú hægt að leysa allt ef menn vilja. Það er búið að boða til þingflokksfundar en fram að þeim tíma finnst mér eðlilegt að halda öllum yfirlýsingum í lág- marki.“ Ásmundur kveðst þó hafa fundið fyrir þreifingum á milli Framsókn- arflokksins og stjórnarflokkanna. „Maður hefur fundið það á göngum. Þetta hefur borist út af og til. Það verður að leita svara við því hjá Framsókn, ekki hjá mér. Ég er ekki í innsta hring þar.“ Taka góðan tíma í vinnufund Árni Þór Sigurðsson, þingflokks- formaður VG, var ekki reiðubúinn að tjá sig afdráttarlaust um það hvort ríkisstjórnin mundi lifa af í óbreyttri mynd, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er mjög erfitt að segja til um það. Auðvitað vona ég það. En eins og ég segi ætla ég að spara allar yfirlýsingar þangað til við erum búin að hittast og fara yfir málin. Við ætl- um að taka okkur góðan tíma í vinnufund eftir áramót,“ segir Árni Þór sem kveður þingflokkinn ætla að fara vel yfir málin á fundi sínum 5. janúar. „Á þingflokksfundi rétt fyrir jól kvöddumst við með þeim orðum að við skyldum hugsa okkar mál yfir jól og áramót – að við skyld- um taka okkur frí frá þessu og hitt- ast svo eftir áramót.“ Össur og Jóhanna eiga að víkja Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kveður stefnumál flokks síns og ríkisstjórn- arinnar of ólík til að geta átt samleið í ríkisstjórn. „Ég get aðeins talað fyrir mig – því nú hefur þingflokkurinn ekki komið saman síðan fyrir jól – en ég tel að það beri alltof mikið í milli hjá Framsóknarflokknum og ríkis- stjórninni til þess að það sé hægt að ná samkomulagi í lykilmálum. Ég hef t.d. ekki viðurkennt – og kem ekki til með að viðurkenna – laga- lega skyldu okkar til að greiða Ice- save. Ég tel jafnframt að ríkisstjórn- in hafi ekki á þeim 26 mánuðum sem liðnir eru frá hruni gert það sem hún þurfti að gera til að koma heimilun- um til hjálpar,“ segir Vigdís sem kveður einnig skiptar skoðanir um Evrópumálin í þingflokki Fram- sóknar. Þá vill Vigdís að helstu tals- menn ríkisstjórnarinnar víki. „Ég myndi setja það sem skilyrði að hrunráðherrarnir tveir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurð- ardóttir, hyrfu af vettvangi og þar af leiðandi Steingrímur J. Sigfússon jafnframt, því þetta eru þeir þrír dragbítar sem hvíla yfir ríkisstjórn- inni.“ Misvísandi skilaboð um samstarf  Atli Gíslason telur skynsamlegt að flýta þingflokksfundi  Óvíst með þingmeirihluta ríkisstjórnarinnar þegar Guðfríður snýr aftur á Alþingi  Vigdís Hauksdóttir vill að Össur og Jóhanna víki úr ríkisstjórn Atli Gíslason Árni Þór Sigurðsson Ásmundur Einar Daðason Vigdís Hauksdóttir Össur Skarphéðinsson Jóhanna Sigurðardóttir Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu vann 75 milljónir í Happdrætti Há- skóla Íslands í gær. Maðurinn er fjölskyldumaður á miðjum aldri. „Hann ætlaði ekki að trúa mér þegar ég hringdi í hann,“ sagði Bryndís Hrafnkels- dóttir, for- stjóri Happ- drættis Háskólans. „Hann vildi fara á netið til að fletta upp vinninga- skránni til að staðfesta þetta. Mað- urinn er búinn að eiga tromp-miða hjá okkur í áratugi. Þetta er því einn af okkar tryggu viðskiptavinum.“ Maðurinn er fjölskyldumaður, en sex manns eru í fjölskyldunni. „Hann sagði mér að hann hefði fyrir tveimur dögum setið með konunni sinni þar sem þau voru að velta fyrir sér hvað þau myndu gera ef þau ynnu 75 milljónir í happdrætti. Það varð engin niðurstaða í því samtali, en nú er hann kominn með 75 millj- ónir í hendurnar,“ sagði Bryndís. HHÍ hefur í ár greitt út yfir 800 milljónir í vinninga, sem eru skatt- frjálsir og greiddir út í peningum. Aðeins er dregið úr seldum miðum. Vann 75 milljónir í happdrætti Óvenjumargir hafa greinst með berkla hér á landi miðað við und- anfarin ár, 21 sjúklingur. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum emb- ættis landlæknis. Af þeim sem greindust voru 16 af erlendu bergi brotnir eða 71% og flestir þeirra frá Asíu. Þeir sem greinst hafa á árinu eru á aldrinum 20–70 ára, með- alaldur er 34 ár. Ekki hefur orðið vart fjölónæmra berkla á árinu. Einn Íslendingur greindist hins vegar með nautgripaberkla, en ekki er ljóst hvernig smitið bar að og ekki er vitað til þess að berklar herji á nautgripi hér á landi um þessar mundir. Berklasmit jafngildir ekki berklasjúkdómi, en talið er að 10% þeirra sem smitast fái sjúkdóminn. Óvenjumargir hafa greinst með berkla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.