Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég fer ekki langt til aðsækja hugmyndir aðverkunum mínum, þettaer allt hér í heimahög- unum. Við erum með hross og er- um nýbúin að fá okkur tuttugu kindur,“ segir Kristín Erla Ingi- marsdóttir, bóndi og smíðakennari frá Unnarholtskoti í Hrunamanna- hreppi, sem býr til barnaleikföng, hesta úr tré, kindur, torfbæi og kolla. „Hestarnir eru tvenns konar, annars vegar á hjólum og svo aðr- ir minni hestar sem eru ekki á hjólum. Ég hef líka verið að smíða litla torfbæi fyrir hestana eða önn- ur dýr sem börnin eiga. Svo hef ég gert stóra torfbæi sem eru dótakassar. Núna er ég að byrja að bæta í bústofninn, er að hanna kindur, þær eru enn á frumstigi. Ég er rétt byrjuð að saga þær út.“ Allt í einu, borð, geymsla og kollur Kristín Erla hefur líka hann- að og smíðað fjölnota kolla sem geta verið borð og geymslukassar. „Þetta eru í raun kassar sem geta ýmist verið með sléttu loki eða loki með gæru. Þegar slétta lokið er notað er kassinn borð en þegar gærulokið er notað breytist borðið í sæti eða koll. Ég smíða þetta í tveimur stærðum og það er hægt að stafla þeim upp. Stærri gerðin getur verið náttborð, símaborð eða hvaða annað borð sem fólki hent- ar. Kassana er líka hægt að nota sem hirslur undir hvað sem er. Lægri kollana hugsa ég sem barnakolla eða skammel og þeir eru líka heppilegir dótakassar. Auðvitað er best að hafa bæði slétt lok og gærulok svo hægt sé Hestar og kindur úr túninu heima Þeim fellur sjaldan verk úr hendi sveitakonunum og þannig er það með hana Kristínu Erlu sem kennir krökkunum í grunnskólanum á Flúðum að smíða á daginn en smíðar svo sína eigin hluti heima á kvöldin. Öflugir Stóru hestana á hjólunum er hægt að draga á eftir sér. Hestar og hús Hægt er að leika sér með trédótið bæði úti og inni. Litlu hestarnir vilja greinilega fara inn í torfbæinn sem Kristín smíðaði líka. Önnur hver bók sem gefin er út um þessar mundir fjallar um einhvers konar morðgátu og má því ætla að landsmenn séu sérlega sólgnir í að fá innsýn í hvernig þesslags gátur eru leystar. Morðgátuspil (murder mys- tery games) ættu því ekki síður að eiga upp á pallborðið. Vert er að benda á vefsíðuna mymystery- party.com, en þar er hægt að nálgast ógrynni morðgátna fyrir fólk á öllum aldri og fyrir mismarga í einu. Þeir sem reynt hafa vita að það er virki- lega gaman að vera boðið í matarboð eða teiti þar sem þessi frábæri sam- kvæmisleikur er við hafður. Hver og einn fær úthlutað fyrirfram einni per- sónu sem hann/hún leikur og auðvit- að er mest gaman að vera í klæðum sem hæfa þeim tíma sem leikurinn gerist á, til dæmis sjötta áratugnum. Þá er gaman að gramsa og grúska í skápum eða jafnvel fara á fataleigu til að koma sér í rétta gallann. Greiða sér svo og mála í samræmi við tíma- bilið. Þetta skapar mikla stemningu og spennan magnast eftir því sem fleiri vísbendingar koma fram. Sá sem leikur morðingjann veit ekki endilega sjálfur í upphafi að hann er sá illræmdi, en það gerir leikinn bara enn skemmtilegri. Vefsíðan www.mymysteryparty.com Morð Að leysa saman morðgátu í góðra vina hópi er hin besta skemmtun. Morðgátur fyrir öll tilefni Margir eiga einstakar minningar tengdar Skólaljóðunum, bláu bókinni sem geymir mörg ljóðin sem hafa límst við heila landsmanna frá því í bernsku. Þessi bók sem hýsir úrval ljóða margar höfuðskálda Íslands fram um miðja síðustu öld, hefur ver- ið ófáanleg í tuttugu ár. Því er næsta víst að margir fagna og hlaupa til nú þegar endurútgáfa bláu bókarinnar hefur litið dagsins ljós. Náms- gagnastofnun gefur ritið út, alls óbreytt nema við hefur verið bætt dánardægrum þeirra skálda sem enn lifðu í síðustu útgáfunni. Teikningar Halldórs Péturssonar eru fólki ekki síður hjartfólgnar en ljóðin, hver man ekki eftir hvernig barnshugurinn gleypti í sig Skúlaskeiðsmyndir? Endilega … … gluggið í Skólaljóðin Áramót eru tímamót í mörg-um skilningi og þá byrjamargir upp á nýtt, gera breytingar í lífi sínu og lofa sjálfum sér að laga sitthvað sem betur mætti fara. Tíu algengustu ára- mótaheitin eru þessi:  Verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum Allt of margir eru með nagandi samviskubit árið um kring vegna þess að þeim finnst þeir ekki vera nægilega mikið með sínum nánustu. Það er hollt og gott að taka sig reglulega á í þessum mál- um og forgangsraða, gera ráðstaf- anir til að geta verið meira heima og skipuleggja hitting með vinum sínum.  Taka sig á í líkamsræktinni Það er til mikils að vinna, regluleg hreyfing dregur úr hættu á alls- konar sjúkdómum, lætur fólki líða betur og líta betur út. Nú er lag í upphafi nýs árs að taka sig á, skrá sig á námskeið, kaupa sér kort í ræktina, synda eða hlaupa reglu- lega, hjóla, klífa fjöll eða gera hvað annað sem hverjum hentar best.  Losa sig við yfirvigtina Þar sem íslenska þjóðin fer hratt fitnandi er ekki undarlegt að æ fleiri strengja þess heit um áramót að léttast. Að setja sér raunhæf markmið og halda sér við efnið eru þeir tveir þættir sem skipta mestu ef ná skal árangri í því að losa sig við um- framkílóin.  Hætta að reykja Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Hægt er að sækja sér ýmsa aðstoð, nikótín- tyggjó reynast mörgum vel en einn- ig er hægt að fara á námskeið eða fá leiðbeiningar til að komast yfir reykingalöngunina.  Njóta lífsins meira Mörgum finnst þeir ekki njóta lífsins, stund- irnar líði hjá í vinnustriti og hvers- dagsamstri. Takið frá tíma til að gera eitthvað skemmtilegt, til- einkið ykkur nýtt tómstundagam- an, farið að stunda áður óreynda íþrótt, farið á námskeið í einhverju áhugaverðu eða látið dekra við ykkur. Látið drauma rætast.  Hætta að drekka Því miður glíma allt of margir við áfengisvandamál og það er sannarlega gleðiefni fyrir alla sem tengjast slíkum ein- staklingi þegar hann ákveður að hætta að drekka. Sumir geta hætt á eigin forsendum en langflestir fara í gegnum áfengismeðferð til að ná góðum árangri.  Ná betri tökum á skuldunum Fjárhagsáhyggjur eru sligandi og um að gera að fresta því ekki leng- ur að taka til í fjármálunum. Gott er að fá aðstoð hjá fagaðilum.  Læra eitthvað nýtt Við það opn- ast nýjar víddir og það eflir sjálfs- myndina. Horfið til nýrra átta og takist á við hið ókunna. Sumir skipta alfarið um starfsferil, aðrir láta duga að læra nýtt tungumál eða eitthvað annað.  Hjálpa öðrum Óeigingjörn nýárs- heit eru dyggð. Sýnið kærleika í verki. Takið að ykkur sjálf- boðastörf fyrir góðgerðarfélög eða réttið vinum hjálparhönd. Að gefa frá sér húsgögn, raftæki, fatnað eða annað sem fólk hefur ekki leng- ur not fyrir, er gott innlegg í sam- hjálpina í samfélaginu.  Skipuleggja sig Það er verðugt verkefni að skipuleggja líf sitt bet- ur, hvort sem það er á heimavelli eða í vinnunni. Gott er að taka til í eigin ranni Kropparækt Mörg áramótaheit snúa að því að bæta líkamlega heilsu. Tíu vinsælustu áramótaheitin Ár slaufunnar 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.