Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Þau sorglegu tíðindi bárust okkur aðfara- nótt þriðjudags að Ragnar Valdimarsson hefði skyndilega fallið frá um aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 27 árum þegar hann og Vigga frænka kynntust. Frá þeim tíma var Ragnar hluti af fjölskyldunni okkar. Ragnar var rólyndismaður og ávallt stutt í bros og léttan hlátur. Margar góðar og skemmtilegar minningar um hann koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Mér er minnisstætt þegar við fórum í heilsubótargöngutúrana okkar eftir erfið veikindi hjá mér. Við fórum í þá í ólíkum tilgangi en höfðum báðir jafn gaman og gott af þeim. Við ræddum um allt milli himins og jarðar og það var með ólíkindum hvað tíminn var fljótur að líða og hvað við gátum gengið langar vegalengdir á þessum klukku- stundar göngutúrum. Sjórinn átti hug Ragnars allan og voru þær margar skemmtilegar sögurnar sem hann sagði mér frá þeim tíma þegar hann var í siglingum á milli landa. Ekki má svo gleyma öllum yndislegu áramóta- veislunum sem hann og Vigga buðu til í fjöldamörg ár. Þau töfruðu fram frá- bærar kalkúnaveislur ár eftir ár í Sæv- anginum og nú síðast í Nýhöfninni og var maður strax byrjaður að hlakka til næstu áramóta þegar haldið var heim á leið eftir skemmtilega veislu. Skemmtilegt þótti mér þegar við kepptumst við að koma með risavaxn- ar rakettur og skottertur þannig að það nötraði í húsum nágrannanna. Því miður verða ekki fleiri heim- sóknir frá Ragnari í kaffiverslunarleið- angur en það voru forréttindi að fá að kynnast honum og þekkja. Við áttum síðast samleið í jólakaffi hjá móður minni vikunni á undan og það er erfitt að trúa því að það hafi verið síðasta skiptið sem við töluðum saman. Hans verður sárt saknað en minn- ingarnar um þann góða mann sem hann hafði að geyma munu vaka að ei- lífu. Guð geymi þig og gefi þér góða drauma. Elsku Vigdís, Ragnar Valdimar, Ninna, Berglind og fjölskylda, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessu erfiðu tímum. Óttarr Hlíðar Jónsson og fjöl- skyldan Safamýri 25. Mig langar til þess að minnast sam- starfsfélaga míns Ragnars Valdimars- sonar sem ég kynnist fyrst fyrir rúm- um 13 árum þegar ég hóf störf hjá Eimskip. Ragnar var einn af þessum gömlu, góðu og traustu starfsmönnum Eim- skips sem hafa haldið tryggð við félag- ið áratugum saman. Ragnar var mörgum góðum kostum búinn en ríkjandi þættir í fari hans voru meðal annars einstök snyrti- mennska, stundvísi, traust og hlýja. Ragnar hafði líka mjög góða nærveru, var með góða kímnigáfu og kom oft með glettin og skemmtileg tilsvör. Við unnum saman hjá Eimskip um árabil, en þegar ég kom til starfa hjá fyrir- tækinu sem forstöðumaður í Sunda- höfn varð hann einn af mínum nánustu samstarfsmönnum. Ragnar var þá deildarstjóri svæðisþjónustu sem rak vörsluna og mötuneyti Sundahafnar. Það var gott að vinna með Ragnari og hann hjálpaði mér mjög mikið á ýms- um sviðum. Á sama hátt reyndi ég að styðja Ragnar í öllum þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur í sínum rekstri. Við unnum vel saman og gerð- um ýmsar góðar og gagnlegar breyt- ingar á starfseminni í gegnum árin. Ragnar þekkti fyrirtækið mjög vel og þau voru ófá skiptin sem ég leitaði til hans til að fá góð ráð sem reyndust alltaf mjög vel. Ragnar lék líka stórt og Ragnar Valdimarsson ✝ Ragnar Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1945. Hann lést á heimili sínu, Nýhöfn 5 í Garðabæ, 14. desem- ber 2010. Útför Ragnars fór fram frá Bústaða- kirkju 21. desember 2010. veigamikið hlutverk hjá okkur þegar kom að því að halda veislur eða taka á móti tignum gestum í Sundahöfn. Þá var nóg að setjast einu sinni niður með honum og fara yfir hlutina og það sem átti að gera. Við slíkar aðstæður var Ragnar í essinu sínu og fremstur meðal jafn- ingja í að halda utan um og leysa málin á farsæl- an hátt. Alltaf var hægt að treysta því að málin væru í traustum og öruggum höndum hjá Ragnari. Hann reddaði því sem þurfti að redda með stæl og var góður í því eins og hans var von og vísa. Ann- að sem skipti líka miklu máli og hann passaði vel upp á var að allt færi vel fram og yrði fyrirtækinu til sóma. Frá þessum tíma á ég margar og góðar minningar og fyrir þær ber að þakka. Verkefnin voru fjölbreytileg, oft krefj- andi og stundum erfið. En eitt var al- veg á hreinu, ég gat alltaf gengið að því sem vísu að hafa fullan stuðning frá Ragnari í öllu því sem við þurftum að leysa saman. Ragnar var einn af okkar traustustu starfsmönnum sem leysti sín verkefni ávallt af nákvæmni og samviskusemi. Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði af andláti Ragnars snemma morguns hinn 14. desember sl. Þessu hafði ég ekki átt von á og finnst svo óvænt og ótímabært að hann skuli vera farinn frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut því mér fannst að hann ætti það svo vel skilið að eiga mörg góð ár eftir. Ég vil að lokum þakka Ragnari fyr- ir afar gott samstarf og mjög farsæl störf fyrir Eimskip í næstum hálfa öld. Einnig vil ég fyrir hönd Eimskips votta Vigdísi eiginkonu hans og allri fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úð og bið fyrir góðar kveðjur til fjöl- skyldunnar. Lífið heldur áfram en hlý og góð minnig um Ragnar Valdimars- son, sem var góður félagi og sam- starfsmaður, mun lifa með okkur áfram um ókomin ár. Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskip innanlands. Mig langar að skrifa nokkrar línur um góðan mann, hann Ragnar Valdi- marsson, stjúpföður hennar Ninnu og afa hennar Evu minnar, sem andaðist fyrirvaralaust 14. desember síðastlið- inn. Ragnar var skemmtilegur og ljúf- ur maður, hafði góða nærveru. Það var ávallt gaman að hitta Ragnar og spjalla við hann um daginn og veginn því hann var félagslyndur maður með góðan húmor. Oft komu glettnar at- hugasemdir frá honum sem vöktu mikla kátínu hjá nærstöddum. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til Ragnars og munum við kappkosta að halda þeim á lofti og miðla til Evu, dóttur okkar. Það var okkur Ninnu mikill heiður að á skírnardaginn hennar Evu okkar hélt Ragnar Evu undir skírn og viss- um við að þar væri dóttir okkar í ein- staklega traustum og góðum höndum. Því miður hefur Ragnar nú kvatt okkur og er sárt að missa hann úr lífi okkar. Elsku Vigdís og fjölskylda, ég votta ykkur og fjölmörgum vinum hans mína dýpstu samúð. Ragnari vil ég þakka fyrir góðar stundir, minning hans verður ávallt ljós í lífi okkar. Guð veri með ykkur. Friðrik Kaldal Ágústsson. Þegar mamma hringdi í mig þessa mánudagsnótt sem þú fórst frá okkur var það slíkt högg að mér leið eins og það væri ekki hægt að standa upp aft- ur. Aðeins 10 dögum fyrir aðfangadag, sem við ætluðum að eyða saman á heimili okkar Einars og halda „full- orðins“ jól. Bara við fimm, við Einar, þið mamma og Ragnar bróðir. Þú komst inn í mitt líf fyrir tæpum 28 árum við erfiðar aðstæður þar sem mamma hafði misst eiginmann og við systur misst föður. Ég veit að við hefð- um ekki getað óskað eftir betri manni en þér og fyrir þig er ég og mun alltaf vera óendanlega þakklát. Ég er þakklát fyrir allar okkar góðu minningar saman á Sævangnum, endalausar sumarbústaðarferðir gegnum árin. Ég er sérstaklega þakk- lát fyrir tímann á Sólsetri í vor þar sem við eyddum Eurovision- og kosn- ingahelginni saman og hjálpuðumst að við að smíða bústaðinn þinn og gróð- ursetja, grilluðum og áttum góðar stundir. Þú hefur alltaf verið eins og klettur í okkar lífi, alltaf, undantekningar- laust, hægt að treysta á þig. Það er með öllu ómögulegt að skilja hvers vegna þú varst tekinn frá okkur og engan veginn hægt að sætta sig við það. En eins og með svo margt annað hefur maður ekki annarra kosta völ en að læra að lifa með því, það er víst ekk- ert annað í boði. Lífið er breytingum háð en þó mun sumt aldrei breytast, þú verður alltaf minn Ragnar „stóri“ og ég verð alltaf þín Beddí. Ég sakna þín. Þín Berglind. Okkur langar til að minnast Ragn- ars með nokkrum fátæklegum orðum. Við kynntumst Ragnari fyrst sumarið 2009 þegar þau hjónin, hann og Vig- dís, komu til okkar í heimsókn til Spánar og við eyddum einni yndislegri viku þar saman. Ragnar var dálítið slæmur í bakinu þennan tíma en beit á jaxlinn eins og ég held að honum hafi verið einum lagið. Við fundum stax að þarna fór góður og vandaður maður. Á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan þetta var kynntumst við Ragn- ari betur og voru þau kynni til ánægju og yndisauka. Það var hægt að spjalla við Ragnar um heima og geima og gleyma sér alveg í samræðunum. Því miður verða þessi kynni ekki lengri og mun ég sakna hans og góða faðmlags- ins sem maður fékk alltaf þegar við hittumst. Elsku Vigdís, við biðjum góðan Guð að geyma þig og þína fjölskyldu. Hafdís og Kristján. Ástkær vinur er fallinn frá allt of snöggt. Eftir stendur fjölskyldan hnípin og hrygg. Jólamánuðurinn er og verður okkur kær og einmitt þá var hann vinur okkar kallaður burt svo snöggt. Síðasta minning okkar um öð- linginn Ragnar er svo björt, hann kom við hjá okkur um helgina, sat hjá okk- ur í eldhúsinu og kvaddi okkur svo sem endranær, með bangsafaðmlagi og orðunum: „Sjáumst, elskurnar.“ Hann var glaður í bragði en saknaði sinnar, sem var í árvissri jólaferð til Þýskalands. Vigdís hafði verið heima í rúma klukkustund þegar andlát Ragnars bar að. Höggið er þungt fyrir fjölskyldu og vini. Hugurinn er hjá Vigdísi og fjölskyldunni allri. Litli matarklúbburinn okkar hefur hist reglulega um árabil og var ljúf jóla- stund á dagskrá næstu daga. Þess í stað kveðjum við elskulegan vin í hinsta sinn. Eftir standa góðar og ljúf- ar minningar um góðan og traustan vin. Vinátta okkar dýpkaði með árun- um og margs er að minnast. Samveru- stundir í sumarbústöðum eða á heim- ilum okkar, slökun í heitum pottum, stutt kaffispjall, allar þessar minning- ar eru bjartar. Ragnar hafði fest sér land fyrir austan fjall og var byrjaður að byggja sér hús, þar sem hann ætl- aði að dunda sér í ellinni. Þau Vigdís ræktuðu ýmislegt og við fengum að njóta nýsprottinna kartaflna og græn- káls, sem þau færðu okkur á leið sinni úr sveitinni. Þegar Ragnar og Vigdís voru á milli húsa sumarið 2008 og vildi svo heppilega til að við vorum á leið í sumarfrí og gátum við falið þeim hús- vörslu hjá okkur á meðan. Eftir það var ávallt rætt um húsið okkar sem sameign og hefur oft verið gantast með hvort Ragnar myndi nú sam- þykkja þetta og hitt, þegar einhverju hefur verið breytt á heimilinu. Ragnar var mjög fróður og ræðinn maður og einstaklega skemmtilegur og hlýr í allri sinni framkomu og vin- áttu. Við þökkum fyrir að hafa notið þess heiðurs að þekkja Ragnar og fyr- ir vináttu sem engan skugga hefur borið á. Megi góður Guð geyma Ragn- ar og styrkja Vigdísi og fjölskylduna alla í þeirra miklu sorg. Helga og Egill. Jón Haukur Sigur- björnsson hefur verið hluti af lífi mínu frá því ég var þriggja ára gömul en þá flutti fjölskylda mín í Stekkjargerði 7 og þau Jón og Dóra ásamt börnum í Stekkjargerði 8. Við Rósa, yngsta dóttir Jóns, urðum fljót- lega bestu vinkonur og því fylgdu tíð- ar heimsóknir í húsið á móti. Þangað var alltaf gott að koma. Dóra var oft búin að baka eitthvað gott þegar við komum heim úr skólanum og það var ósköp notalegt að sitja við eldhús- borðið og borða nýsteikt soðið brauð eða kleinur. Ég var pínu feimin við Jón, enda fannst mér hann svolítill töffari á þessum árum og átti hann það til að stríða mér pínulítið. Hann talaði kannski um Spánýju eða Glæ- nýju í stað Guðnýjar, en honum var fljótt fyrirgefið, enda skein alltaf í hlýjuna bak við sposkt augnaráðið. Eftir búsetu erlendis settist ég aft- ur að á æskuheimilinu, í þetta sinn með mína eigin fjölskyldu, og má segja að þá hafi ég kynnst Jóni upp á nýtt. Samskiptin voru kannski ekki mjög mikil, en þegar við hittumst spjölluðum við alltaf aðeins saman. Og eins og títt er um nágranna viss- um við ætíð í grófum dráttum hvað var að gerast hinum megin við göt- una, og öfugt. Jón á móti, eins og við kölluðum hann, var afskaplega vinnu- samur. Hann sló garðinn, klippti Jón Haukur Sigurbjörnsson ✝ Jón Haukur Sig-urbjörnsson fæddist á Akureyri 28. desember 1934. Hann lést á heimili sínu 12. desember 2010. Útför Jóns Hauks fór fram frá Akureyr- arkirkju 28. desem- ber 2010. runnana, dyttaði að húsinu og bílskúrnum, þvoði og bónaði bílinn heima á plani og grill- aði á sumrin. Þegar hann hætti að vinna passaði hann upp á að hreyfa sig og sáum við hann oft fara út að ganga eða hjóla. Síðar, þegar slitgigtin fór að segja til sín keypti hann sér vespu og ók um á henni innanbæjar þegar veður og færð leyfði. Það var segin saga að ef ég var að koma heim eða fara út og Jón var staddur úti við þá vinkuðum við alltaf hvort til annars yfir götuna. Mér þótti afskaplega vænt um þetta vink, og síðustu samskipti okkar Jóns voru einmitt vink yfir götuna. Hann var að fara í bíl með tengdadóttur sinni, leit upp og sá mig, og lyfti hendinni í kveðjuskyni. Nú veifa ég í huganum til Jóns og kveð hann, með kæru þakklæti fyrir ánægjuleg kynni sem aldrei bar neinn skugga á. Guðný Pálína Sæmundsdóttir og fjölskylda í Stekkjargerði 7. Jón Haukur móðurbróðir okkar, eða Nonni eins og við systkinin vorum vön að kalla hann, lést 12. desember eftir stutta en stranga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Nonni var stór og glæsilegur maður, dökkbrýndur með þykkt silfrað hár. Nonni frændi hafði létta lund, spáði í fólk og var spaug- samur og glettinn. Hann hafði áhuga á þjóðmálum og mannlífinu yfirleitt, var hreinskiptinn og hafði gaman af að ræða málefni líðandi stundar og eiga skoðanaskipti við aðra. Nonni og fjölskylda hans bjuggu í sama bæjarfélagi og við og var sam- gangur innan fjölskyldunnar, vegir okkar lágu oft saman. Við eigum góð- ar minningar frá þessum samveru- stundum liðinna ára. Nonni hafði listræna hæfileika sem komu meðal annars fram í skemmti- legum teikningum og oft fengum við að njóta þess í minnisstæðum jóla- kortum frá honum. Ákveðin kímni og glettni sveif yfir þessum teikningum hans, allt gert á afar fínlegan og smekklega máta. Hann átti það til að draga upp mynd af samferðafólki sínu þar sem þættir sem einkenndu við- komandi voru sýndir á gamansaman hátt, allt gert af virðingu fyrir við- komandi sem gerði þessar teikningar hans skemmtilegar. Það liggja eftir Nonna nokkrar fallegar myndir sem ylja okkur sem eftir stöndum um hjartarætur. Það var erfitt að horfa upp á veikindi Nonna en æðruleysi hans og andlegur styrkur hjálpaði okkur við að taka því sem að höndum bar. Eftir standa minningar um kær- an frænda og góðan dreng. Kæra Dóra og fjölskylda, við systk- inin vottum ykkur samúð okkar. Björn, Steinar, Sigríður María og Guðmundur, Magnúsarbörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN AÐALSTEINN SIGURÐSSON frá Ási í Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði föstudaginn 24. desember. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju fimmtu- daginn 30. desember kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans er bent á að láta Samhjálp Hvítasunnumanna njóta þess. Reikn: 115-26-2377, kt. 551173-0389. Páll Aðalsteinsson, Astrid Linnéa Örn, Ásmundur Aðalsteinsson, Rósa Aðalsteinsdóttir, Katrín Stefanía Pálsdóttir, Lýdía Linnéa Pálsdóttir, Enok Örn Pálsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsing- ar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þeg- ar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning- @mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.