Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 segir Guðni í ævisögu Gunnars. Þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum 1959 var Gunnar skipaður fjármálaráðherra og lét þá af starfi borgarstjóra en var kosinn varafor- maður Sjálfstæðisflokksins tveimur árum síðar. Gunnar sagði af sér störfum í stjórnmálum 1965 til að taka við embætti sendiherra í Kaupmanna- höfn. Í ævisögu Gunnars er það staðfest að vistaskiptin voru gerð til þess að undirbúa jarðveginn fyrir frekari frama. Hann hafði hug á að flytjast til Bessastaða þegar Ásgeir Ásgeirsson, tengdafaðir hans, léti af embætti. Sendiherrann í Kaupmannahöfn þótti lengi langlíklegastur til að hljóta kjör eða þar til Kristján Eld- járn þjóðminjavörður bauð sig fram. Ósigurinn varð Gunnari án efa áfall, þótt fáum væri það sýnilegt, eins og Jón Ormur skrifar. Gunnar eða Geir? Fljótlega eftir forsetakjörið fór Gunnar að hugsa um það framar öðru hvernig hann gæti snúið til baka, endurheimt frægð sína og virðingu og orðið til gagns fyrir land og þjóð, skrifar Guðni Th. Hann fékk dómarastöðu við Hæstarétt 1. janúar 1970. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að hugsa um stjórnmálin og svo fór að hann sagði af sér embætti til að geta tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þá um haustið og komst á þing á ný. Gunnar vildi endurheima stöðu sína innan flokksins og bauð sig fram til varaformanns á landsfundi 1971. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri hafði betur. Í kringum þennan fund kristallaðist klofningur í Sjálf- stæðisflokknum og eftir hann var farið að ræða opinberlega um Geirs- og Gunnarsarma sem lengi tókust á. Gunnar varð formaður þingflokks sjálfstæðismanna og síðar aftur varaformaður flokksins. Gunnar taldi sig betri leiðtoga en Geir Hallgrímsson sem tók við for- mennsku af Jóhanni Hafstein og í ævisögu hans kemur fram að hann setti sér það markmið fyrir kosning- arnar 1974 að verða forsætisráð- herraefni Sjálfstæðisflokksins. Það tókst ekki en hann varð iðnaðar- og félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Geirs 1974. Átökin héldu áfram og náðu há- marki þegar Gunnar myndaði um- deilda stjórn sína á árinu 1980, með nokkrum þingmönnum Sjálf- stæðiflokksins, Framsóknar- flokknum og Alþýðubandalaginu. Þar náði hann langþráðu takmarki sínu um að komast í valdamesta embætti þjóðarinnar. Jón Ormur Halldórsson seg- ir í bókinni Forsætisráðherrar Íslands að stjórnarmyndunin hafi átt sér aðdraganda í lang- varandi upplausn í íslenskum stjórnmálum, ekki síður en átökum innan Sjálfstæðis- flokksins. Um leið hafi hún átt rætur í tilviljunum, umdeild- um ákvörðunum og sér- kennilegri atburðarás á nokkurra mánaða tímabili frá síðsumri 1979. Erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í desember. SVIPMYND Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gunnar Thoroddsen gegndi nokkr- um af ábyrgðarmestu embættum þjóðarinnar á löngum starfsferli. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík, borgarstjóri, þingmaður, ráðherra í nokkrum ríkisstjórnum, dómari við Hæstarétt, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann lauk ferl- inum sem forsætisráðherra. Hann var einn af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins um áratuga- skeið en varð aldrei formaður. Þá bauð hann sig fram til embættis for- seta Íslands en náði ekki kjöri. Gunnar var fæddur 29. desember 1910 og hefði orðið 100 ára í dag. Gunnar hóf þátttöku í stjórn- málum á menntaskólaárum og tók þátt í stofnun Sjálfstæðisflokksins. Fyrst fór hann í framboð að loknu lögfræðiprófi, á árinu 1934. Forysta flokksins bað hann um að fara fram í Mýrasýslu sem talin var nær óvinn- andi framsóknarvígi. Hann náði ekki að sigra vinsælan þingmann en náði óvænt inn sem 11. landskjörinn þingmaður. Hann var þá 23 ára gam- all, yngri en nokkur maður fyrr eða síðar sem náð hefur kjöri á Alþingi. Gunnar fór þremur árum síðar í framboð í Vestur-Ísafjarðarsýslu en náði ekki kjöri. Sjálfstæðismenn töpuðu óvænt þingsæti sínu í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu þegar Gunnar bauð sig þar fram 1942 en eins og níu árum áður komst hann inn sem ellefti og síðasti landskjör- inn þingmaður. Hann sigraði hins vegar í kjördæminu þegar aftur var kosið síðar á árinu. Hann tók við embætti borgar- stjóra af Bjarna Benediktssyni 1947 og hafði þá verið í bæjarstjórn í níu ár. Eftir það bauð hann sig fram í Reykjavík. Gunnar naut vinsælda og trausts sem borgarstjóri, eins og Jón Ormur Halldórsson bendir á í ritgerð um Gunnar í bókinni For- sætisráðherrar Íslands enda hafi hann unnið mikinn kosningasigur í síðustu borgarstjórnarkosningum sínum. Guðni Th. Jóhannesson bætir því við í nýútkominni ævisögu að eft- ir að Gunnar var sestur í helgan stein hafi hann haft mesta ánægju af því rifja upp borgarstjóraárin. „Þá sást árangur erfiðisins og þá var fer- ill hans nær samfelld sigurganga,“ Formenn allra flokka reyndu og sumir oftar en einu sinni. Kristján Eldjárn forseti var farinn að huga að utanþingsstjórn. Undir lok janúar- mánaðar kom upp sú hugmynd að Gunnar myndaði ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Ekki var áhugi fyrir því í þingflokki sjálfstæð- ismanna en hugmyndin þróaðist áfram og Gunnar myndaði stjórn sína. Tveir aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson, tóku sæti í stjórn- inni og Albert Guðmundsson studdi hana ásamt Eggert Haukdal sem var utan flokka. Stjórnin fékk meðbyr í upphafi og rekja ævisöguritarar Gunnars það einkum til persónutöfra hans sem komu vel fram í viðtölum í sjónvarpi og útvarpi. Glímt við efnahagserfiðleika Stjórn Gunnars glímdi við efna- hagserfiðleika allan sinn starfstíma. Jón Ormur Halldórsson varð aðstoð- armaður Gunnars. Hann segir að að- stæður í þjóðarbúinu hafi gert stjórn efnahagsmála sérlega erfiða. Ofan á sölutregðu á útflutningsvörum Ís- lendinga hafi bæst stórfelldur sam- dráttur í sjávarafla. Óhugsandi hafi verið að ná í senn helstu markmiðum í efnahagsmálum. Það hafi þó tekist ef talið er frá eitt hið brýnasta, að draga úr verðbólgu. Verðbólga var mikil meginhluta starfstíma ríkisstjórnarinnar, var yf- ir 80% á ársgrundvelli þegar honum lauk og hraði hennar mældist á öðru hundraðinu þegar skemmra tímabil var reiknað. Gunnar var hins vegar stoltur af því að næg atvinna var í landinu við stjórnarskiptin. Erfiðleikarnir voru ekki aðeins aðsteðjandi heldur einnig innan rík- isstjórnarinnar þar sem oft var erfitt að ná samkomulagi milli flokkanna um nauðsynlegar aðgerðir. Þrátt fyrir það og ýmsar uppákomur tókst honum að halda stjórninni saman fram að kosningum 1983. Gunnar hafði um tíma hug á að halda áfram í stjórnmálum með því að fara í sérframboð en heilsu hans hafði hrakað og hann fór að ráði fjöl- skyldu sinnar og lækna að draga sig í hlé. Hann hafði verið í læknis- meðferð vegna hvítblæðis frá því sumarið 1982. Gunnar Thoroddsen lést 25. september 1983, aðeins fjór- um mánuðum eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á Alþingi Gunnari var lýst sem manni sem stundaði stjórnmál sem list hins mögulega. Komst í valdamesta embættið eftir sáran ósigur í forsetakosningum  100 ár eru í dag liðin frá fæðingu Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra Ríkisstjórn Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags tóku sæti í ríkisstjórn með Gunnari og stuðningsmönnum hans í þingflokknum. Gunnar og Geir Gunnar var varaformaður Sjálf- stæðisflokksins við hlið Geirs Hallgrímssonar. Morgunblaðið/Ólafur K Magnússon Þingvellir Tekið á móti Ingiríði drottningarmóður. Gunnar Thoroddsen var sonur hjónanna Sigurðar Thoroddsen landsverkfræðings og Maríu Kristínar Thoroddsen (Claes- sen). Hann kvæntist Völu Ásgeirs- dóttur Thoroddsen 1941. Hún lést 2005. Þau eignuðust fjögur börn, Ásgeir, Sigurð, Dóru og Maríu Kristínu. Gunnar og Vala áttu farsæla sambúð í yfir 40 ár. Í ævisögu Gunnars kemur fram að þeim hafi stundum sinnast en að- allega eru til fallegar sögur af ást þeirra hjóna. Gunnar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í Danmörku, Þýskalandi og Englandi. Hann lauk doktorsprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1968. Stjórnmál urðu hans að- alstarf. Hann stundaði einnig lögfræðistörf í Reykjavík áður en hann fór út í pólitík og vann hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann varð prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands 29 ára gamall og starfaði við kennslu þar til hann tók við starfi borgarstjóra og einnig í upphafi áttunda áratugarins. Þá var Gunnar sendiherra í Kaupmannahöfn í nokkur ár og hæsta- réttardómari um nokk- urra mán- aða skeið. Farsæl sam- búð í 40 ár UNGUR LAGAPRÓFESSOR Gunnar og Vala Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.