Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Þórhildur Sig-urðardóttir hárgreiðslumeist- ari fæddist á Litla- Melstað í Reykja- vík 10. júlí 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 23. des- ember 2010. For- eldrar hennar voru Sigurður Bene- diktsson, f. 23.2. 1898 á Mjóafirði, d. 3.12. 1978, og Steinunn Jóns- dóttir, f. 16.7. 1902 á Vopnafirði, d. 14.5. 1969. Systkini Þórhildar eru Erla Fríðhólm, f. 6.11. 1922. Eiginmaður hennar var Hallbjörn Elímundarson, d. 2009. Reynir, f. 1.6. 1929. Eiginkona hans var Haf- dís Guðmundsdóttir. Yngst var Valgerður, f. 6.9. 1930, d. 2008. Eiginmaður Þórhildar var Frið- rik Björnsson rafvirkjameistari, f. 2.3. 1927 í Sandgerði, d. 17.1. 2004. Foreldrar hans voru Björn Samúelsson, f. 22.9. 1881, d. 3.9. 1969, og Guðbjörg Sigríður Guð- jónsdóttir, f. 30.10. 1893, d. 30.6. 1931. Þórhildur og Friðrik giftu sig 8. apríl 1950 og eignuðust sjö börn. Þau eru 1) Steinunn Fríð- hólm, f. 17.8. 1948, gift Gunnlaugi Sigmarssyni. Þeirra börn eru Jó- steinn Þór, í sambúð með Kol- brúnu Ósk, þau eiga eina dóttur. Dóttir Mörtu er Hrafnhildur Ása. 6) Fanney, f. 7.11. 1964, í sambúð með Theodór Blöndal Einarssyni. Fyrri eiginmaður Fanneyjar var Draupnir Hauksson, en hann lést í okt. 2010. Þeirra dætur eru Hild- ur Mekkín, hún á einn son, og Dagný Lind. Börn Theodórs eru Bergur og Kristín Fjóla. 7) Heiður Huld, gift Eiði Þórarinssyni. Dótt- ir þeirra er Kolbrún Sunna, dóttir Heiðar er Valgerður Ósk. Börn Eiðs eru Garðar Þór, Hjörtur Örn og Íris Dögg. Þórhildur ólst upp á Bráðræð- isholtinu, gekk í Miðbæjarskól- ann, lærði hágreiðslu og starfaði við það í nokkur ár. Þau Friðrik hófu búskap á Lágholtsveginum árið 1948, en fluttu svo í Kópavog- inn þar sem þau byggðu sér íbúð- arhús við Reynihvamm. Þórhildur og Friðrik fluttu til Sandgerðis árið 1969. Lengst af var Þórhildur húsmóðir, en á seinni árum starf- aði hún við ýmis störf. Hún hafði yndi af söng og starfaði um tíma með Kvennakór Suðurnesja og í Kirkjukór Hvalsnessóknar um áratuga skeið. Útför Þórhildar fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. hanna og Ragnar Friðrik. 2) Sigurður Sævar Fríðhólm, f. 18.12. 1949, kvænt- ur Sólrúnu Braga- dóttur. Börn þeirra eru Þórhildur, gift Magnúsi Þór, þau eiga þrjár dætur, Bragi Páll, kvæntur Helgu Ágústu, þau eiga tvær dætur, Bragi Páll á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Sig- ursteinn, kvæntur Heiðu Kristínu, þau eiga tvo syni, og Sigrún, gift Yngva Jóni, þau eiga eina dóttur. 3) Þorbjörg Elín Fríðhólm, f. 6.10. 1951, d. 15. des- ember 2010, gift Rúnari Þórarins- syni. Börn þeirra eru Erla Björg, gift Egil Aagaard-Nilsen, þau eiga einn son, Erla Björg á eina dóttur frá fyrri sambúð, einnig á Egil eina dóttur og Hallbjörn Valgeir. Sonur Rúnars er Ásgeir Breið- fjörð. 4) Jón Fríðhólm, f. 10.11. 1954, kvæntur Ölmu Jónsdóttur. Synir þeirra eru Jónas Guðbjörn, í sambúð með Helgu Sigrúnu, þau eiga einn son, og Eiríkur, í sam- búð með Kristjönu Vilborgu, þau eiga eina dóttur. 5) Friðrik Þór, f. 12.11. 1961, kvæntur Mörtu Ei- ríksdóttur. Sonur Friðriks er Haf- Elsku hjartans mamma mín. Stórt skarð er í hjarta mínu núna og sökn- uðurinn mikill en maður huggar sig við það að nú ertu verkjalaus og búin að hitta Bobbý systur og pabba. Ég átti ekki von á að horfa á eftir ykkur með svo stuttu millibili en þú baðst um að fá að deyja líka þegar þú fékkst fréttirnar um fráfall Bobbýj- ar. Það var sárt að vera með þér á Borgarspítalanum og fá þau tíðindi að ekki væri hægt að gera neitt meira fyrir þig. Síðustu dagana þína sátum við Vala hjá þér og strukum þér og reyndum að láta þér líða sem best. Þegar Eiður kom til landsins og sat við rúmið þitt og söng fyrir þig lagið Lífsbókin, runnu tár niður vanga þinn. Þú varst mikil tónlistardýrkandi. Fyrir tveimur mánuðum þegar ég var hér á landinu eyddi ég megninu af tímanum með þér úti á Garðvangi og þú sast í hjólastólnum þínum og við pöntuðum okkur kínamat. Það var venjan að koma við á stöðum eins og KFC, Nings eða American style þegar við fórum saman í bæinn. Tími þinn hjá okkur í Noregi var mér alveg einstaklega dýrmætur og gaman var að sjá hvað þú blómstr- aðir þar. Þú fannst meira að segja lít- ið rautt hús sem þú talaðir um að gaman hefði verið að eiga og dvelja í á sumrin. Húmor þinn var einstaklega skemmtilegur og dætur mínar rifja oft upp skemmtilegar setningar sem þú sagðir. Þú varst mikil ævintýra- manneskja og sagðir oft við mig að ég hefði erft flökkueðli þitt. Þegar ég kvaddi þig daginn fyrir andlát þitt vissi ég að það væri mín hinsta kveðja til þín og erfiðari tíma hef ég ekki upplifað. Elska þig út af lífinu, elsku hjartans mamma mín. Hvíl í friði. Ljúktu nú upp lífsbókinni lokaðu ekki sálina inni. Leyfðu henni í ljóði og myndum leika ofar hæstu tindum. (Laufey Jakobsdóttir.) Þín dóttir, Heiður. Elsku yndislega mamma mín. Yf- irþyrmandi söknuður ríkir í hjarta mínu þessa dagana. Svo sárt að upp- lifa aðfangadag án þín en nánast síð- ustu árlega 15 árin hefur þú verið hjá mér og fjölskyldu minni. Stelpurnar þekkja ekkert annað en að hafa þig hjá okkur og síðustu tveir mánuðir hafa verið þeim mjög erfiðir, fyrst lést pabbi þeirra, svo elskuleg systir mín sem var þeim mjög kær og svo núna amma þeirra. Ég trúi því að nú sé þrautagöngu þinni lokið og saman eruð þið Bobbý núna og hlaupið um verkjalausar. Þú varst mín besta vinkona og ég leitaði til þín með alla skapaða hluti og alltaf áttir þú einhver ráð handa mér. Sumarið eftir að pabbi lést fór- um við Frikki með þig til Danmerk- ur en þangað leitaði hugur þinn oft eftir dvöl ykkar pabba þar í húsinu ykkar í Ansager. En þegar heilsu þinni hrakaði fyrir ca 15 árum var húsið selt með mikilli eftirsjá. Dan- mörk togaði alltaf í þig og þessi ferð okkar fyrir rúmum sex árum var yndisleg.Við trilluðum þér í hjólastól í gegnum tívolíið og það var mikið sprellað og hlegið og þú geislaðir af hamingju. Allar ferðirnar okkar í sumarbústaðinn síðustu árin eru ómetanlegar og sama hversu mikið þú fannst til léstu þig hafa það. Í fyrravor fylgdi ég þér til Bergen og þú varst svo ánægð að fá tækifæri til að dvelja hjá Heiði og fjölskyldu og það var ánægð kona sem kom til baka um mitt sumarið. Fyrir fjórum mánuðum tókstu þá ákvörðun að fara á hjúkrunarheimili og ekki óraði okkur fyrir því að dvöl þín þar yrði svo stutt. Þú hafðir ein- staklega þægilega nærveru og allir sem kynntust þér sáu fljótt hversu mikil perla þú varst. Þú hafðir yndi af tónlist og starfaðir í kvennakór um tíma og í kirkjukór Hvalsnes- kirkju í nær 30 ár. Þegar við vorum lítil spilaðir þú á gítar fyrir okkur og söngst af mikilli innlifun. Litli langömmustrákurinn þinn hann Mikael Aron naut góðs af ástúð þinni og umhyggju fyrstu átta mán- uðina í lífi sínu. Þú elskaðir hlátur hans og nærveru. Elsku mamma, það eru forréttindi að fá að vera dóttir þín. Fjölskylda okkar hefur aldeilis stækkað á himn- um síðustu daga og öll hittumst við svo að lokum. Megi góður guð styrkja okkur öll í sorginni. Þín dóttir, Fanney. Elsku amma, nú er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni, því Bobbý dóttir þín lést hinn 15. desem- ber síðastliðinn og þú sjálf lést á Þor- láksmessu. Minningarnar sem tengjast þér eru óteljandi, þegar ég sat í eldhús- inu hjá ykkur afa í Breiðabliki, teikn- aði og klippti út byssukarla og byssur úr vinnuseðlum sem afi lét mig fá. Þau mörgu skipti sem ég og vinir mínir gengum fjöruna að A-bú- staðnum sem afi byggði við fjöru- borðið úti á Stafnesi og þar fengum við heitt kók og kex hjá þér. Bragðið af heitu kóki minnir mig alltaf á þig. Löngu frímínúturnar sem ég hljóp til þín niðri á Vallargötu og fékk ristað brauð og sóda-stream hjá þér. Sendi- ferðirnar sem ég fór fyrir þig niður í Lákabúð. Tíminn sem ég dvaldi einn hjá ykkur afa á Allegade 1 í Ansager í Danmörku og svo margt annað. Í framhaldsskóla skrifaði ég 20 blaðsíðna viðtalsritgerð um þig og þau skipti sem ég sat og skrifaði og hlustaði á þig segja frá æskuárunum þínum á Bráðræðisholtinu í Vestur- bænum, jólunum ykkar fjölskyld- unnar, deginum sem Ísland var her- numið, grásleppuveiðum með afa þínum, harðri lífsbaráttu sem þú tal- aðir um af æðruleysi og svo mörgu öðru eru mér svo dýrmæt núna. Alltaf var hægt að ræða við þig um málefni líðandi stundar og það sem var efst á baugi í samfélaginu hverju sinni og þú hafðir skoðanir á flestu. Þú hafðir ríka réttlætiskennd og hvers kyns mismunun og óréttlæti voru þér þyrnir í augum. Þú hafðir mikla ánægju af tónlist og kórsöng, leystir krossgátur og hafðir gaman af allri handavinnu, það var því notaleg tilfinning að fá skál sem þú hafðir sjálf málað fal- legar blómamyndir á í jólagjöf að þér látinni. Elsku amma, þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér og mínum og allar góðu stundirnar, núna bíða þín önnur verkefni á betri stað. Þinn Bragi Páll. Elsku amma, við söknum þín en vitum að þér líður vel hjá afa og Bobbý. Okkur leið alltaf vel hjá þér og fannst við vera í uppáhaldi, líkt og örugglega hinum barnabörnunum. Þú varst alltaf með bros á vör. Við munum minnast þín í gróð- urhúsinu og fallega garðinum á Vall- argötunni, en okkur þótti rabarbar- arnir þínir vera mesta sælgæti sérstaklega þegar þú leyfðir okkur að dýfa þeim í sykur. Það var líka svo skemmtilegt að koma í heimsókn og fá að spila á orgelið þitt, við gátum verið þar eins lengi og við vildum, þér fannst bara gaman að hlusta á okkur spila. Þú varst alltaf svo gest- risin og það var alltaf nóg á boð- stólum hjá þér, þó svo að við hefðum verið nýbúin að borða, við máttum sko ekki fara svöng heim eftir heim- sókn hjá ykkur afa. Elsku amma, við sendum þér nú þrjá kveðjukossa á kinnina líkt og við fengum alltaf frá þér. Sigursteinn og Sigrún. Þórhildur Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJAElsku langamma, okkur finnst mjög leiðinlegt að þú varst að deyja. Við vonum að þér líði vel. Við söknum þín mjög mikið. Kær kveðja Edda Rós og Sólrún Lilja. Hún Dísa mín er dáin. Aldrei er maður viðbúinn andláts- fregnum, mér brá og minningarnar leituðu á hugann. Fyrstu kynni okkar Dísu voru sumarið 1980 þegar ég, sveitastelp- an að austan, ákvað fyrir hvatningu bræðra minna að læra á bíl í höf- uðborginni. Það lá beinast við, fannst föður mínum að leita til Sig- Herdís Antoníusardóttir ✝ Herdís Antoníus-ardóttir fæddist í Núpshjáleigu á Beru- fjarðarströnd 21. mars 1923. Hún lést á öldrunardeild Land- spítalans 17. desem- ber 2010. Útför Herdísar fór fram frá Grafarvogs- kirkju 28. desember 2010. steins frænda og Dísu konu hans um húsa- skjól þennan tíma. Ég hringdi heim til þeirra, Dísa varð fyrir svör- um, ég þuldi upp er- indið og hún var ekk- ert að hugsa sig um „já, komdu bara,“ var svarið. Mér var tekið opn- um örmum af þeim hjónum það var eins og við hefðum alltaf þekkst, við Dísa urð- um strax góðar vin- konur og mikið þótti mér vænt um hana. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og á ég þeim mikið að þakka. Ekki mátti nefna við þau að borga fæði eða húsnæði, það eina sem frændi fór fram á var að ég heimsækti þau þegar ég kæmi til Reykjavíkur, það reyndi ég að gera og alltaf veitti það mér jafn mikla gleði og vonandi þeim líka. Maður var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en Dísa mín var farin að raða á borð- ið alls konar góðgæti, „ertu ekki svöng?“, „þú hlýtur að vera svöng“, ég veit að allir sem þekktu Dísu kannast við þetta, það fór enginn svangur frá henni. Síðast þegar ég heimsótti Dísu mína á Skúlagötu sagðist hún vera ósköp léleg en húmorinn var enn til staðar, ég kunni alltaf vel að meta hann. Ég þakka almættinu fyrir að leyfa mér að kynnast henni Dísu. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Vertu Guði falin, elsku Dísa mín, og hjartans þakkir fyrir allt. Afkomendum Dísu votta ég mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Dagbjört Oddsdóttir. ✝ Móðir mín, EDDA SIGURÐARDÓTTIR, lést að morgni 28. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Einarsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞÓRA SIGURGRÍMSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, áður Heiðarbrún, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að morgni föstudagsins 24. desember. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Sveinbjörn Guðmundsson, Jóhann Sveinbjörnsson, Ólöf Bergsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Kristín Friðriksdóttir, Bjarki Sveinbjörnsson, Sigrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR PÉTURSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 4, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 3. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjálmar Torfason, Kolfinna Hjálmarsdóttir, Pétur Tryggvi Hjálmarsson, Hlín Hermannsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Gitte Tofteskov, Torfi Rafn Hjálmarsson, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.