Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta STUTTAR FRÉTTIR ● Svíþjóð ætti að leggja evruaðild á hilluna um fyrir- sjáanlega framtíð, segir sænska blaðið SvD Näringsliv að séu skilaboð frá þeim leiðtogum í sænsku atvinnulífi sem blaðið hafi tal- að við. Skuldakreppa í Evrópu hafi vald- ið sinnaskiptum hjá mörgum evrusinn- anum. Svíar hafa sem kunnugt er haldið fast í krónuna, þótt landið sé innan Evrópu- sambandsins. Í umfjöllun SvD Närings- liv segir að síðastliðið ár hafi verið það erfiðasta frá upphafi evrusamstarfsins. Skuldavandræði Grikkja og Íra hafi neytt önnur Evrópulönd til að koma þjóðunum til aðstoðar með gríðarstórum neyðar- lánveitingum. Margir hagfræðingar séu nú á þeirri skoðun að kreppan hafi sann- að að myntbandalagið sé ekki ákjós- anlegt fyrirkomulag. Á sama tíma hafi sænska hagkerfinu gengið vel, utan evrusvæðisins. ivarpall@mbl.is „Núna vill enginn evru“ Evrópski seðlabankinn (ECB) jók kaup sín á ríkisskuldabréfum aðild- arríkja evrusvæðisins verulega í síð- ustu viku. Samkvæmt tölum ECB keypti hann ríkisskuldabréf fyrir 1,1 milljarð evra í síðustu viku, en and- virði kaupanna nam 603 milljónum evra vikuna þar áður. Breska blaðið Financial Times seg- ir þessa aukningu til marks um vax- andi þrýsting á seðlabankann um að grípa til aðgerða sem eiga að koma í veg fyrir að fjármögnunarkjör verst stöddu evruríkjanna rísi upp úr öllu valdi. Athygli vekur að ECB skuli auka kaup sín á tíma þar sem yfirleitt er lítil velta á mörkuðum og leiddar eru að því líkur í frétt breska blaðsins að magn kaupanna verði til þess að styrkja væntingar á markaði um að bankinn verði enn umsvifameiri í beinum kaupum á ríkisskuldabréfum á næstu misserum, ekki síst vegna þess að stórir gjalddagar falla á rík- isstjórnir sumra verst stöddu evru- ríkjanna á næsta ári og að öllu óbreyttu gætu efasemdir um að hægt verði endurfjármagna þá á viðunandi kjörum leitt til enn frekari spennu á evrópskum fjármálamörkuðum. Beinast að írskum og portúgölskum bréfum ECB hóf bein kaup á ríkisskulda- bréfum í maí síðastliðnum, þegar mik- il spenna ríkti á fjármálamörkuðum vegna skuldastöðu gríska ríkisins. Um tíma námu kaup bankans á rík- isskuldabréfum allt að 10 milljörðum evra í viku hverri. Síðan dró úr kaup- unum en þau hófust að nýju í byrjun þessa mánaðar. Þau hafa hinsvegar ekki enn náð sömu hæðum og í sumar. ECB veitir ekki upplýsingar um sundurliðun kaupanna en að sögn Financial Times hafa þau að undan- förnu beinst fyrst og fremst að írsk- um og portúgölskum ríkisskuldabréf- um. Seðlabankinn hefur varið sig að hluta gegn tapi af þessum kaupum en nýlega var eigið fé bankans tvöfaldað í 10,6 milljarða evra. ornarnar@mbl.is REUTERS Bætt í Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, hefur aukið kaup bankans á ríkisskuldabréfum að undanförnu. ECB eykur kaup á skuldabréfum  Kaup beinast að Írlandi og Portúgal Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Uppsafnaðar skuldir einkahluta- félaga sem hafa haft skráð lög- heimili að Túngötu 6 í Reykjavík hlaupa á mörghundruð milljörðum króna. Lögheimili fjárfestinga- félagsins Baugs var eitt sinn stað- sett við þá götu, en fjöldi dótt- urfélaga Baugs var skráður til heimilis í sama húsi. Fjöldi hluta- félaga með lögheimili að Túngötu 6 skipti tugum. Þessi misserin birtast tilkynningar í Lögbirtingablaðinu sem sýna að þessi félög eru eitt af öðru að verða gjaldþrota. Nú síðast birtist innköllun vegna félagsins F- Capital ehf., en þar áður vegna Mil- ton ehf. Þessi félög hafa hvorugt skilað inn ársreikningum frá árinu 2007. Sé þó litið til þeirra reikninga má sjá að skuldir beggja félaga námu í kringum 12 milljörðum króna í lok þess árs, sé miðað við opinbert gengi krónunnar í dag, samkvæmt Seðlabankanum. Í einhverjum tilfellum er gjald- þrotameðferð lokið á félögum með lögheimili að Túngötu 6. Er þar skemmst að minnast skiptameð- ferðar á Styrk Invest, en lýstar kröfur í bú félagsins voru 47,5 milljarðar króna. Engar eignir fundust þó á móti þeim kröfum. Ekki hefur birst innköllun vegna félagsins A-Holding, en skuldir þess félags nema í dag um 37 millj- örðum króna. Heimildir Morgun- blaðsins herma að það félag verði brátt sett í þrot, en ólíklegt er talið að einhverjar eignir muni finnast á móti þeim skuldum. Sem kunnugt er stendur skipta- meðferð á móðurfélaginu Baugi Group yfir um þessar mundir. Lýstar kröfur í þrotabú Baugs námu 319 milljörðum króna. Sam- anlögð upphæð lýstra krafna í þrotabú félaga sem höfðu lögheim- ili að Túngötu 6 annars vegar og skuldir félaga sem eru enn á lífi hins vegar nemur tæplega 550 milljörðum króna. Þess ber þó að geta að hér er ekki litið til skulda- söfnunar félaga á borð við FL Gro- up og Landic Property í þeirri samtölu, en samanlagðar skuldir þeirra námu hundruðum milljarða. Mörghundruð milljarða skuldir hýstar að Túngötu 6  Einkahlutafélög með lögheimili að Túngötu 6 fara í gjaldþrot eitt af öðru Félög með aðsetur að Túngötu 6 - skuldir og lýstar kröfur í þrotabú Baugur Group Styrkur Invest 1998 ehf F-Capital ehf Milton ehf A-holding BGE Eignarhaldsfélag M-Holding M-Invest Arena Holding Stoðir Invest BG Equity BG Bondholders Sports Investments 319milljarða kröfum lýst 47,5milljarða kröfum lýst - engar eignir Skuldar 48milljarða - söluverð Haga ræður heimtum Gjaldþrota - skuldaði 12,4milljarða í árslok 2007 Gjaldþrota - skuldaði 12milljarða í árslok 2007 37milljarða skuldir, engar eignir Eignalaust - Kaupþing vill 1,8milljarða Skuldaði 27milljarða í árslok 2007 Skuldaði 3milljarða í árslok 2007 Gjaldþrota - 1,4milljarða kröfu lýst - eignalaust Tekið yfir af skilanefnd Kaupþings Tekið yfir af skilanefnd Kaupþings Slitið og afskráð 35milljóna kröfum lýst Fjárfestingafélagið Gaumur „beinar skuldir”nema sexmilljörðum samkvæmt Kristínu Jóhannesdóttur Maccus ehf Nelson ehf Unity One Unity Investments M-Holding M-Invest Arctic Holding BG Aviation (félag um einkaþotu) BG Newco 6 BG Newco 2 BG Newco 4 BG Newco 5 Kyrrstöðusamningur við Arion banka, Slitið og afskráð Slitið og afskráð Óljós staða Óljós staða Skuldaði 27 milljarða í árslok 2007 Skuldaði 3 milljarða í árslok 2007 Tekið yfir af skilanefnd Kaupþings Skuldaði 3,6 milljarða í árslok 2007 Eignalaust Eignalaust Eignalaust Eignalaust                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +./-0/ ++,-1, 02-,03 +4-,5, +.-233 +00-+ +-523 +..-3/ +,1-2+ ++,-/, +./-.+ ++,-34 02-,/3 +4-321 +.-++3 +00-55 +-5+2+ +./-0+ +,1-55 02.-/133 ++3-+1 +.4-+5 ++3-21 02-353 +4-33+ +.-+33 +00-./ +-5+50 +./-.5 +,1-/.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.