Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 ✝ Sigrid fæddist íKaupmannahöfn 4. febrúar 1918. Hún andaðist á Landspít- alanum 14. desember 2010. Foreldrar hennar voru Fri- drikka K. Nilsson, f. 13.8. 1896, d. 10.10. 1919, og Karl Bjarna- son bakarameistari, f. 6.8. 1890, d. 23.2. 1970. Foreldrar Fri- drikku voru Lars og Marie A.K. Nilsson f. Levanius búsett í Kaupmannahöfn aðflutt frá Malmö. Foreldrar Karls voru Sigríður Ás- björnsdóttir, f. 1861, d. 1934, og Bjarni Þorsteinsson sjómaður, f. 1866, d. 1897, Sigrid átti 4 hálf- systkini samfeðra, Ingimar, Guð- nýju Refsett, Kristínu F. Hjörvar og Ingibjörgu sem eru öll látin. Sigrid giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Garðari Sigurðs- syni f.v. prentsmiðjustj., 23. mars 1940. Foreldrar hans Sigurður E. Hjörleifsson múrararmeist., f. 1882, d. 1955, og Guðrún Jóhann- esdóttir, f. 1891, d. 1984. Bróðir Garðars samfeðra var Sigurður B. Sigurðsson, f. 1915, d. 2010, og uppeldissystir Markúsina Guðna- dóttir, f. 1928, d. 2003. dóttur, börn þeirra Dagur Þór, f. 2003, Birna Björk, f. 2007, Andri Snæbjörn, f. 2010, b) Pétur, f. 1977, sambýlismaður Ásgeir Helgi Magn- ússon, c) Garðar, f. 1982. 4) Gunn- laugur, f. 3.1. 1950, kvæntur Sig- ríði Halldórsdóttur, börn þeirra a) Sunna Kristrún, f. 1981, gift Elías Inga Björgvinssyni, sonur þeirra Gunnlaugur Davíð, f. 2010, b) María Guðrún, f. 1985, c) Jóhannes Benedikt, f. 1998. 5) Kristín, f. 3.2. 1954, gift Ólafi Fannberg, synir þeirra a) Sigurður Egill, f. 1980, b) Ólafur Páll, f. 1980, c) Garðar Karl, f. 1990. 6) Anna María, f. 16.10. 1956. Eftir andlát móður sinnar fluttist Sigrid heim til Íslands og ólst upp hjá föðurömmu þar til faðir hennar kvæntist seinni konu sinni Pálínu Steinsdóttur, en þá flutti hún til þeirra. Að skólagöngu lokinni starfaði hún hjá Mogensen lyfsala og við saumaskap þar til hún gift- ist eftirlifandi eiginmanni sínum. Þau hófu búskap með foreldrum Garðars sem voru á heimilinu þar til þau létust. Þegar börnin voru uppkomin vann Sigrid um tíma í Hattabúð Reykjavíkur. Sigrid var áhugasöm um félagsstörf, starfaði í kvenfélagi Hallgrímssóknar og sat í stórn þess, einnig starfaði hún í Thorvaldsenfélaginu og naut þess að leggja því lið. Útför Sigrid fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 29. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Garðars og Sigrid eru 1) Sig- urður Egill, f. 24.3. 1942, fv. eiginkona Anna M. Ein- arsdóttir, börn þeirra a) Garðar, f. 1966, kvæntur Shayni Gal- logly, synir hans Knútur, f. 1994, og Daníel Freyr, f. 1995, b) Björg, f. 1969, dóttir hennar Telma Rut, f. 1997, c) Einar Bjarni, f. 1973, kvæntur Guðrúnu I. Sigurgeirsdóttur, synir þeirra Ósk- ar Þór, f. 2003, og Sigurgeir Egill, f. 2010, sonur Guðrúnar Fannar, f. 2000. 2) Karl Friðrik, f. 4.12. 1942, giftur Áslaugu Sif Guðjónsdóttur, börn þeirra a) Guðjón, f. 1968, kvæntur Aðalbjörgu Guðsteins- dóttur, börn þeirra Elísabet Árný, f. 1998, Davíð Karl, f. 2000, Áslaug María, f. 2005, b) Sigríður, f. 1974, gift Hlyni Höskuldssyni, sonur þeirra Karl Logi, f. 2008, dóttir Hlyns Elfa Dís, f. 2000, c) Kristján Egill, f. 1984, í sambúð með Þóru Rún Úlfarsdóttur, dóttir þeirra Sóley, f. 2010. 3) Guðrún, f. 18.12. 1946, gift Snæbirni Kristjánssyni, synir þeirra a) Friðrik Þór, f. 1973, kvæntur Helgu Björk Vilhjálms- Tengdamóðir mín, Sigrid Karls- dóttir, alltaf kölluð Núdda, var ein- staklega falleg og glæsileg kona. Svipurinn var hreinn og glæsileiki og þokki einkenndi hana sem virkaði tiginmannlega á mig frá fyrstu tíð. Hún var prýdd mörgum dyggðum. Hún var hreinhjörtuð og vildi öllum vel. Á þeim tæpu 40 árum sem ég þekkti hana heyrði ég hana aldrei leggja illt til nokkurs manns. Hún var heilshugar á móti allri ósiðsemi og lagði áherslu á heiðarleika. Hún var viljasterk, þolgóð og umhyggju- söm. Hún hafði næmt skopskyn og brosti oft – var glöð á góðri stundu og kunni vel að meta spaugilegu hliðar tilverunnar. Hún var trúuð kona og líf hennar einkenndist af þjónustu og kærleika. Hún var and- lega sterk, með einbeittan vilja og agaða dómgreind. Það var mikil reisn yfir Núddu og hreinlega geisl- aði af henni. Núdda var mikill leiðtogi á sínu heimili. Hún vildi mjög gjarnan fylgjast með fólkinu sínu og tók þátt í sigrum þess og ósigrum. Hún var góð húsmóðir og heimili þeirra Garðars í Mávahlíðinni bar því fag- urt vitni. Gestrisni er sannarlega dyggð og hún átti hana í ríkum mæli. Maturinn sem hún eldaði var í senn hollur og einstaklega góður. Hún hafði mikinn áhuga á blómum og í stóra glugganum í ganginum í Mávahlíðinni blómstruðu alls kyns blóm í fögrum litum sem vöktu at- hygli þeirra sem þau sáu. Ég hugs- aði til Núddu þegar ég eitt sinn var að flytja erindi á ráðstefnu á Sikiley, öll blómin og blómailmurinn sem einkennir borgina að sumarlagi hefðu glatt hana mjög. Núdda og Garðar héldust í hend- ur allt frá ungdómsárum til hinsta dags. Þau héldu upp á 70 ára brúð- kaupsafmæli sitt fyrr á árinu og sjónvarpsviðtal við þau við það til- efni vakti verðskuldaða athygli, góð- vildin, greindin og æðruleysið var áhrifamikið. Hjónabandið var mjög farsælt og þau náðu alla tíð að við- halda elskunni. Eitt sinn þegar við vorum stödd í Reykjavík fórum við hjónin og fengum okkur ís og keyrð- um niður að Laugarásnum til að horfa á sólarlagið saman. Við sáum langt að bíl sem stóð þar sem við ætluðum einnig að leggja. Mér varð að orði: „Það eru fleiri rómantískir en við.“ Þegar við komum nær sáum við að það voru tengdaforeldrar mínir. Aldrei heyrði ég Núddu vorkenna sjálfri sér, það var henni víðs fjarri. Sigrid þýðir fagur sigur og líf henn- ar var fagur sigur, því þrátt fyrir mótlæti af ýmsu tagi hélt hún ætíð góðmennsku sinni, trú og ást á öllu því sem fagurt er og gott. Ég valdi eitt sinn handa Núddu hálsmen sem var bæði með gimstein og perlu og sagði við hana að í mínum augum væri hún í senn gimsteinn og perla og það fannst mér um hana alla tíð. Ég er þakklát Guði fyrir að hafa náð því að vera hjá henni síðustu klukku- stundirnar sem hún lifði. Það var heilög stund. Með Núddu er gengin merk kona sem ef til vill komst ekki á spjöld sögunnar en hún er rituð á hjarta- spjöld þeirra sem elskuðu hana og þar mun hún vera um ókomin ár, ógleymanleg heiðurskona. Blessuð sé minning Sigrid Karls- dóttur. Sigríður Halldórsdóttir, Akureyri. Sigrid tengdamóðir mín lést á Landspítalanum Fossvogi 14. des- ember sl. eftir stutt veikindi tæplega 93ja ára. Hún fæddist í Kaupmanna- höfn frostaveturinn mikla árið 1918, móðir hennar Fridrikka var dönsk en faðir hennar Karl, hafði farið þangað til framhaldsnáms í bakara- iðn. Eftir skamma sambúð lést móð- ir hennar og var þá Núdda eins og hún var ávallt kölluð aðeins tæplega 3ja ára gömul. Kom hún þá til Ís- lands í fylgd föður síns og ólst upp sín fyrstu æviár hjá Sigríði föður- ömmu sinni sem bjó á Grettisgöt- unni í Reykjavík en flutti síðar til föður síns og seinni konu hans Pál- ínu. Ég hitti Núddu fyrst þegar ég kom í fylgd sonar hennar í Máva- hlíðina. Hún var þá að sýsla í eldhús- inu sínu og þar hófust kynni okkar sem hafa varað í rúm 44 ár. Mér er enn í minni, hvað þessi fyrstu kynni höfðu góð áhrif á mig. Ekki man ég hvað okkur fór á milli en örugglega hefur það verið eitthvað uppbyggi- legt sem hún sagði við mig. Ég hafði það þó á tilfinningunni að henni þætti ég ung sem ég auðvitað var. Ég mun alla tíð vera Núddu þakklát, þakklát fyrir að hafa vísað mér veg til þroska á margan hátt. Núdda eins og hún var alltaf kölluð var sterkur persónuleiki og gædd mikilli smekkvísi. Hún var glæsilegt kona sem eftir var tekið og hafði til að bera ein- staklega fágaðan og fallegan smekk án þess að ofgera í neinu. Mér fannst hún bera með sér annan og öðruvísi andblæ, Ég er ekki frá því að þar komi til hennar danski upp- runi. Blóm voru hennar yndi og for- stofuglugginn hennar var skrýddur blómahafi. Hún kunni betur að vera veitandi en þiggjandi, þrátt fyrir hógværð og hlédrægni átti hún gott með að umgangast fólk. Hún var myndarleg húsmóðir og gestrisin. Það var gott að koma til Núddu og Garðars í Mávahlíðina, þau tóku ávallt á móti okkur með opinn faðm- inn. Heimili þeirra fallega stóð öllum opið og hafa margir afkomendur þeirra og aðrir notið umfaðmandi kærleika þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma. Við höfum haft það fyrir sið hátt í 20 ár að drekka saman morgun- kaffið okkar á laugardagsmorgnum, Núdda og Garðar komu þá til okkar Kalla í Safamýrina. Yfir kaffibolla og brauðbollum ræddum við mál líð- andi stundar eða annað sem bar á góma: Þetta voru gæðastundir sem gott er að minnast. Síðasta morg- unstund okkar var reyndar í eldhús- inu hennar í Mávahlíðinni, rétt rúmri viku fyrir andlát hennar. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Nú hefur litið stúlka litið dagsins ljós úti í Kaupmannahöfn eitt nýj- asta barnabarnabarn Núddu, svona heldur hringrás lífsins áfram og ekkert fær stöðvar tímans þunga nið. Garðar tengdafaðir minn elsku- legur kveður eiginkonu sína til 70 ára, megi algóður guð vernda hann og styrkja. Fjölskyldan kveður móð- ur, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Nú er komin nótt, hafðu þökk fyrir dýrmætar samverustund- ir. Blessuð sé minning Sigrid Karls- dóttur tengdamóður minnar. Áslaug Sif Guðjónsdóttir. Mín kynni af tengdamömmu hóf- ust fyrir 44 árum þegar ég fór að venja komur mínar í Mávahlíðina til að heimsækja dóttur hennar Guð- rúnu (Dúu). Mér var strax afskap- lega vel tekið af fjölskyldunni í Mávahlíð, ekki síst af tengda- mömmu sem dekraði við mig. Okkur samdi alla tíð vel og ekki verður annað sagt en að betri tengdamóður sé ekki hægt að hugsa sér. Sigrid var einstaklega glæsileg kona sem ávallt var sannkölluð hefð- ardama í öllu fasi. Löngu ævistarfi skilaði hún af stakri prýði og ósér- hlífni. Mikinn dugnað þurfti til að halda heimili fyrir sex börn og á tímabili bjuggu einnig á heimilinu tengdaforeldrar, uppeldissystir Garðars og síðar tengdamóðir sem eftir lifði til 93ja ára aldurs. Það er ekki algengt að fólk haldi heimili með reisn fram á svo háan aldur en það gerðu þau Garðar og Sigrid. Það mun heldur ekki vera algengt að fólk nái þessum aldri án þess að hafa nokkurn tímann farið á sjúkrahús en Sigrid var alla tíð heilsuhraust ef frá er talin sjóndepurð og gigt í hnján- um síðustu árin. Sú venja skapaðist á síðustu árum að þau hjónin komu í kaffi til okkar Dúu vikulega. Þá var glatt á hjalla og margt skrafað. Hinn 23. mars síð- astliðinn héldu þau upp á 70 ára brúðkaupsafmæli hjá okkur með mikilli veislu sem var mjög eftir- minnileg. Kristín, dóttir þeirra, var þeirra aðalhjáparhella seinni árin og alltaf reiðubúin til að sinna því sem þurfti og þau Garðar og Sigrid kom- ust ekki yfir. Haustið 2000 fóru þær mæðgur, Dúa og Sigrid, í eftirminnilega ferð til Kaupmannahafnar, meðal annars til þess að heyra yngsta son okkar spila á tónleikum og hitta ættingja. Í sömu ferð skoðuð þær húsið á Got- hersgade þar sem tengdamamma bjó fyrsta aldursárið. Þá hafði hún ekki komið til Danmerkur í 51 ár. Það má teljast merkilegt því allt sem var danskt var henni sérstak- lega hugleikið. Það verður þó að skoðast í því ljósi að hennar kynslóð fór síður á milli landa en þeir sem yngri eru. Sigrid þótti ákaflega vænt um þau tengsl sem Dúa hefur haldið við ættingja í Kaupmanna- höfn. Nú þegar jólin eru haldin hátíðleg finnur maður sterklega fyrir því að Sigrid er fallin frá af því að fjöl- skylduboðin í Mávahlíðinni hafa ver- ið fastur liður í jólahaldinu alla tíð. Þessi jól eru því blandin trega og eftirsjá. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakka henni af heilum hug fyrir ástúð og umhyggju sem hún sýndi mér og fjölskyldunni. Missir Garðars er mikill og megi Guð gefa honum styrk í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Snæbjörn Kristjánsson. Okkur bræðurna langar til að minnast í fáeinum orðum ömmu Núddu, eins og hún var ætíð kölluð. Það er einkennilegt að hugsa til þess að amma sé horfin af sjónar- sviðinu því að hún hefur ávallt verið til staðar, þessi góða kona af kyn- slóð sem man tímana tvenna á Ís- landi. Amma var borgarbarn og það var gaman að heyra sögur af fyrri tím- um í Reykjavík, t.d. þegar ungt fólk klæddi sig í fín föt og gekk rúntinn. Hún talaði fallegt íslenskt mál sem hafði þó þau sérkenni að af og til notaði hún einstöku tökuorð úr dönsku, til dæmis var okkur strák- unum boðið út á altan á sumrin en ekki svalir. Amma var áhugasöm um það sem við tókum okkur fyrir hendur, lýsti yfir stolti er vel gekk og sérstaklega þótti henni gaman að hlusta á okkur spila á hljóðfæri. Þegar við komum í kaffiboð eða af- mæli var gott að sitja í borðstofunni og bragða á því sem amma hafði bakað, ekki síst skúffukökunni góðu. Við minnumst ömmu með þakklæti. Friðrik, Pétur og Garðar Snæbjörnssynir. Meðal ljúfustu bernskuminninga okkar systkina eru um Núddu og Garðar í Mávahlíðinni. Fyrstu æviár okkar bjuggum við í risinu í Máva- hlíð 4 þar sem foreldrar okkar hófu búskap. Eftir að við fluttum þaðan hefur heimilið í Mávahlíðinni ætíð verið eins og fastur punktur í lífinu, mið- stöðin þar sem allir voru velkomnir og það var ekki síst fyrir tilstuðlan Núddu sem ætíð tók á móti okkur með útbreiddan faðminn. Þó að margt væri í heimili var ávallt pláss fyrir fleiri. Við sem krakkar fengum stundum að gista hjá ömmu okkar sem bjó þá í risinu, en vorum auðvitað í mat hjá Núddu – það var alltaf hægt að bæta fleir- um við eldhúsborðið þar. Okkur fannst við vera hluti af þessari stór- fjölskyldu sem við vorum svo stolt af að tilheyra. Að Núdda skuli kveðja okkur ein- mitt um jólin þykir okkur táknrænt því það var einmitt jóladagur í Mávahlíðinni sem var svo mikilvæg- ur í bernskunni, að ganga þar í kringum jólatréð og heimilisfaðirinn spilaði undir á píanóið. Þetta var ómissandi þáttur í okkar jólahaldi lengi fram eftir og um hver jól minnumst við þessara gleðistunda. Núdda var glæsileg og þau hjón bæði. Svo samrýnd hafa þau verið að ekki er hægt að nefna annað án þess að nefna hitt. Það var eitthvað tigið við Núddu og allt hennar fas en þó svo mikil hlýja og alúð sem steymdi frá henni. Heimilið í Máva- hlíðinni ber þess einnig merki að þar bjó kona með smekk fyrir fallegum hlutum, þar var ekki sífellt verið að endurnýja, vel var farið með alla hluti. Núdda og Garðar hafa reynst okkur hinar bestu fyrirmyndir í um- hyggju og virðingu hvort fyrir öðru. Þau hafa verið fádæma samhent, en á árinu áttu þau 70 ára brúðkaups- afmæli sem við nutum þeirrar ánægju að heiðra þau í. Við viljum þakka Núddu þá vin- áttu sem hún ætíð sýndi móður okk- ar frá unga aldri, það leið varla sá sunnudagur í fjölda ára að ekki væri farið í bíltúr í Mávahlíðina eða þá að Núdda og Garðar kæmu í heimsókn til hennar. Elsku Garðar, við vottum þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð og erum ævarandi þakklát fyrir þær minningar og fyrirmyndir sem þið hafið gefið okkur. Helena og Sigurður. Núddu og Garðari kynntumst við hjónin Halldóra og ég í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar við komum heim frá Danmörku. Ég hafði þá verið við nám og störf er- lendis í níu ár og að mestu án sam- bands við mína eigin fjölskyldu vegna þess stríðsástands sem ríkt hafði í heiminum. Kynni okkar hjóna við þau Garðar og Núddu hófust í gegnum Oddfel- low-regluna. Við hjónin gengum í regluna stuttu eftir komu okkar til landsins, en Garðar var mjög virkur í reglunni og þar hófst okkar vin- átta. Þessi vinátta sem hófst í kring- um 1947 hefur alla tíð verið mjög einstök og verðmæt fyrir okkur hjónin og tengdi okkur við fjölmarga aðra vini. Eitt af því sem einkenndi Núddu var einstök góðmennska hennar og hvað auðvelt hún átti með að gera samkomur gleðilegar og fá fólk til að sameinast með sínu létta lundarfari. Allan þann tíma sem við bjuggum á Álafossi og Akranesi var heimili þeirra hjóna ávallt opið fyrir fjöl- skyldu mína þegar við komum í bæ- inn og það voru ómæld þau erindi sem þau hjón útréttuðu fyrir okkur utanbæjarfólkið. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur árið 1965 má segja að þau hafi hjálpað okkur að komast inn í og aðlagast borgarlífinu að nýju. Það eru óteljandi þær stundir sem við áttum saman bæði í kaffi og matarboðum hjá Núddu. Einnig eru ferðalög okkar með þeim hjónum, svo sem í Heiðmörk ógleymanleg. Þar áttum við óteljandi gleðistundir. Við söknum mjög fjarveru Núddu og margra ánægju og gleðistunda sem fjölskyldur okkar áttu saman. Þar sveif andi Núddu gjarnan yfir. Að lokum viljum við senda Garðari okkar kæra vini og fjöl- skyldu hans, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Pétur Sigurjónsson og Halldóra Gudjohnsen. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Í dag kveðjum við eina af okkar kæru félagskonum Sigrid Karlsdótt- ir. Sigrid var búin að starfa í Thor- valdsensfélaginu frá árinu 1978. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir félagið hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, á árunum 1980-1984. Einnig vann hún gjarnan sjálfboða- liða starf við afgreiðslu á basarnum okkar. Sigrid var glæsileg kona, hún hafði ljúfmannlega framkomu og vakti ávallt athygli hvar sem hún fór. Síðasta samverustund okkar með Sigrid var á hádegisverðarfundi félagsins í mars á þessu ári. Hún hélt sinni reisn og ekki var hægt að sjá að þar færi kona sem var komin yfir nírætt. Við þökkum henni fyrir ljúfa samfylgd á liðnum árum og hennar góðu störf fyrir félagið okk- ar. Að leiðarlokum sendir Thorvald- sensfélagið fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristín Zoëga, formaður. Sigrid Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.