Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 kg 25 SEK 2 4 6 Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka. 2 Jónas Margeir Ingólfssonjonasmargeir@mbl.is Vanda Cristina, portúgölsk kona sem býr í Súðavík, velti bíl sínum í Súðavíkurhlíð í fyrrakvöld. Grjót hafði hrunið úr hlíðinni en þegar hún sveigði bíl sín- um í átt frá grjótinu missti hún stjórn á honum. Bíll- inn valt og hafnaði ofan vegar sem þykir mikil mildi þar sem neðan vegarins er þverhnípt hengiflug og sjór. Þrír voru í bílnum ásamt Vöndu, þar á meðal tvö börn, þriggja ára og sex mánaða. Engin slys urðu á fólki í óhappinu. „Við vorum á heimleið þegar grjótið birtist okkur á veginum. Við vorum að keyra í myrkri og komum fyrir beygju svo við sáum grjótið ekki í tæka tíð. Ég reyndi þá að koma bílnum yfir á hinn vegarhelming- inn en missti stjórn á honum í hálkunni,“ segir Vanda sem velti bílnum þegar hún reyndi að ná stjórn á hon- um á ný. Bíllinn hafnaði þó á hjólunum réttum megin vegar og enginn hlaut skaða af. „Við fengum ekki nema nokkrar skrámur af gler- brotunum úr rúðunni sem brotnaði en enginn meidd- ist alvarlega. Við vorum ótrúlega heppin, það finnst mér. Sonur minn, dóttir mín og eiginmaður minn voru með mér í bílnum en enginn slasaðist,“ segir Vanda en dóttir hennar er þriggja ára og sonur henn- ar sex mánaða gamall. Vanda flutti til Ísafjarðar ásamt eiginmanni sínum fyrir fjórum árum. Fyrir tveimur árum festu þau kaup á húsi í Súðavík. Vanda er nú í barneignarleyfi en eiginmaður hennar starfar á Ísafirði. Eiginmaður hennar er einnig portúgalskur en Vanda kveður börn sín íslensk þar sem þau fæddust hér og hafa búið á Vestfjörðum síðan. „Það er mikil mildi að ekki fór verr. Bíllinn er al- gerlega ónýtur. Vélin gengur að vísu en annað er brotið og ónýtt.“ „Vélin gengur að vísu en annað er brotið og ónýtt“ Ljósmynd/Lögreglan á Ísafirði Velta Bíllinn valt einn hring en hafnaði á hjólunum.  Hjón með tvö lítil börn sluppu ótrúlega vel úr bílveltu Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rannsóknarnefnd umferðarslysa kannar nú tildrög slyssins í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu á mánudag þar sem tengivagn flutningabíls á norðurleið virðist hafa rekist á flutn- ingabíl sem kom úr gagnstæðri átt og valt út af veginum við áreksturinn. Ökumaður síðarnefnda bílsins lét lífið í slysinu. Áreksturinn varð í brekku á hring- veginum vestan við Bólstaðarhlíðar- brekku. Klukkan 6:30 í gærmorgun var þjóðvegur 1 um Langadal opn- aður á ný til vesturs, þ.e. frá Varma- hlíð í Skagafirði og hafði þá verið lok- aður í 12 klukkustundir vegna slyssins. Skömmu síðar var hann einnig opnaður fyrir umferð til aust- ur. Mun það sjaldan hafa komið fyrir að hringvegurinn hafi verið lokaður svo lengi vegna umferðarslyss. Tengivagn bílsins sem valt fór ekki út af en lokaði veginum, bíllinn sjálf- ur, sem er í eigu Flytjanda, mun vera gerónýtur, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Hinn bíllinn, í eigu einka- aðila á Austfjörðum, var hlaðinn steinsteyptum skolprörum og dreifð- ust þau um allt að 400 metra langan kafla af veginum. Langan tíma tók að kanna aðstæð- ur á vettvangi vegna þess hve víðáttu- mikið svæðið var. Einnig þurfti að- stoð fjögurra öflugra vörubíla með krana til að koma flaki bílsins sem valt aftur upp á veginn og loks fjar- lægja rör og rörabúta af veginum. Fyrstu fréttir af slysinu voru nokk- uð misvísandi, að sögn Höskuldar Erlingssonar, varðstjóra lögreglunn- ar á Blönduósi sem stýrði frumrann- sókn á slysstaðnum áður en rann- sóknadeildin á Akureyri tók við málinu. Höskuldur segir að vegurinn hafi verið þurr og engin hálka á svæð- inu, rólegt veður og stjörnubjart. Ekkert bendi til þess að bílarnir hafi verið á óeðlilega miklum hraða. Slysið varð í brekku á hringvegin- um vestan við Bólstaðarhlíðarbrekku. Ökumaður bílsins sem missti aftan úr sér tengivagninn, hlaðinn fiski, lét fyrst vita af því að orðið hefði óhapp, hann hefði misst farm á veginn. En örskömmu síðar sáu hann og ökumað- ur annars bíls, sem kom að örstuttu síðar, hvað gerst hafði. Tvær tilkynningar til lögreglu „Við héldum fyrst að þarna hefðu orðið tvö óhöpp á sama tíma, ökumað- urinn lét okkur fyrst vita af því að hann hefði orðið var við högg eða dynk, rör hefðu dottið af bílnum og hann sá þau á veginum,“ sagði Hösk- uldur. „Fyrst sá hann ekki hinn bíl- inn, varð ekki var við áreksturinn sem slíkan. En hann gengur niður veginn og nánast á sama tíma kemur vegfar- andi að úr hinni áttinni og þá sjá þeir hinn bílinn utan við veginn og til- kynna um að slys hafi orðið. Við vitum ekki enn með vissu hvað gerðist, hvort vagninn með steypu- rörunum og hinn bíllinn slengjast eitthvað saman við mætingu eða vagninn með rörunum losnaði aftan úr og hafnaði á bílnum með fiskfarm- inn. Við getum ekki fullyrt neitt um þetta ennþá.“ Hugsanlegt er að eitthvað hafi farið úrskeiðis í búnaði bílsins sem flutti rörin. En oft er bent á að íslenskir þjóðvegir þoli varla umferð jafn þungra og breiðra bíla sem þarna mættust, vegirnir slitni og skemmist hratt. Bilið á milli þessara öflugu bíla er oft sáralítið, mishæðir á malbikinu geta valdið því að hnykkur komi á þá einmitt þegar þeir mætast. Höskuld- ur vildi þó ekki segja neitt um það hvort orsakir slyssins hefðu verið af þessum toga, enn væri beðið eftir nið- urstöðum rannsóknarinnar. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á vettvangi Flutningabíllinn sem var á suðurleið valt út af en tengivagninn hélst á veginum. Óljóst hvað olli slysinu  Líklegt að tengivagn annars bíls hafi rekist á flutningabílinn í Langadal  Engar vísbendingar um of hraðan akstur og engin hálka var á veginum Langidalur Húnaver Slysstaður Slökkvilið Akureyrar var kallað út í gær til að dæla vatni úr kjallara Hótels Akureyrar, en um eins metra djúpt vatn var í kjallaranum. Hótel Akureyri hefur staðið autt að undanförnu. Í upphaflegri tilkynningu kom fram að reykur kæmi úr skorsteini hússins, en þegar slökkvilið mætti á staðinn kom í ljós að kjallari húss- ins var hálffullur af vatni. Talið er að krani í kjallaranum hafi frostsprungið. Kjallarinn er steyptur og er ekki talið að mikið tjón hafi orðið vegna vatnslekans. Kjallarinn hálffylltist af vatni Bifreiðarstjórinn sem fórst í um- ferðarslysinu í Langadal á mánu- dag hét Hilmar Tómasson, til heimilis að Valagili 21 á Ak- ureyri. Hann var 35 ára gamall. Hann lætur eftir sig tvær ungar dætur. Hilmar var fluttur með sjúkra- bíl til Blönduóss og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann um kvöldið. Hann var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Lætur eftir sig tvær dætur Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í þyngstu málunum sem koma munu frá sérstökum saksóknara til dóm- stóla taki fjórar til sex vikur. Eftir að mál eru lögð í dóm er talið að dómasamning muni taka tvo til þrjá mánuði. Í þeim er fyrirséð að fjöl- skipa þurfi dóm og dómarar geti ekki sinnt öðru svo mánuðum skipt- ir. Þetta kemur fram í tillögum að styrkingu dómstóla til að mæta auknu álagi vegna efnahagshrunsins en þær voru unnar í dóms- og mann- réttindaráðuneytinu. Um var að ræða óformlegt samráð milli fulltrúa dómsmálaráðuneytis og hags- munaaðila innan dómskerfisins. Í samantekt ráðuneytisins er að finna heildstæðar tillögur til úrbóta innan dómstólanna til þess að mæta auknu álagi auk leiða til þess að fjármagna þær úrbætur. Koma fram á næsta ári Ljóst þykir að fyrstu þungu málin frá sérstökum komi fram á næsta ári og dreifist svo yfir tíma fram til árs- ins 2013 og jafnvel 2014. Á sama tíma er fyrirsjáanlegt að ágreinings- mál frá slitastjórnum vegna krafna í þrotabú verði mikil að umfangi og berist hratt. Frá 1. janúar 2009 hafi 637 slík mál borist og enn sé um fimm hundruðum þeirra ólokið. „Munu mál af þessum toga koma fyrir héraðsdóm af fullum þunga á árinu 2011 og meðferð þeirra standa yfir fram eftir ári 2012.“ Einnig er komið inn á stofnun millidómstóls og segir að Hæstirétt- ur sinni í dag fremur hlutverki áfrýj- unardómstóls en æðsta dómstóls þjóðar. Því megi líta á stofnun milli- dómstóls sem hluta af þeirri viðleitni stjórnvalda að tryggja að rétt- arvörslukerfið geti tekist á við það umfangsmikla uppgjör sem óhjá- kvæmilegt er. Bent er á að svigrúm sé til staðar til að koma slíku milli- dómstigi á, þar sem mál frá sér- stökum saksóknara berist Hæsta- rétti ekki fyrr en í árslok 2011 eða byrjun árs 2012. Þá segir að þó svo að gengið hafi verið eins langt og unnt er við að kortleggja væntanleg viðbótarverk- efni dómstóla vegna hrunsins sé enn töluverð óvissa um umfangið. Því sé nauðsynlegt að ráðstafanir feli í sér sveigjanleika. andrikarl@mbl.is Aðalmeðferð talin standa í margar vikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.