Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 að sl. 23 ár. Aðgerðum hans hefur fjölgað jafnt og þétt úr aðeins örfá- um fyrsta árið í nær 1.000 í ár. Auð- un er sérfræðingur í skurðlækn- ingum í efri meltingarfærum, þ.e. í maga og vélinda, og sérfræðingur í aðgerðum sem eru gerðar í gegnum kviðsjá. Hann segir að þegar maga- bandið hafi komið til sögunnar hafi hann verið önnum kafinn við krabbameinsaðgerðir en fljótlega hafi hann snúið sér hægt og sígandi að magabandsaðgerðum. „Þetta vatt fljótt upp á sig og síðan 2004 höfum ég og félagi minn á læknamiðstöð- inni verið umfangsmestir á þessu sviði í Bretlandi.“ Að sögn Auðunar er árangur af aðgerðinni mjög góður, en í því sam- bandi skipti aðgerðin og eftirmeð- ferðin miklu máli. Markmiðið sé að ná helmingi yfirvigtar af sjúklingum á fyrsta ári og síðan allt að tveimur þriðju upprunalegrar ofþyngdar á næstu árum, en magabandið fylgi sjúklingnum til æviloka og hjálpi honum að halda vigtinni í skefjum. „Viðvarandi þyngdartap af þessari gráðu leiðir til bættrar heilsu og meiri lífsgæða,“ segir hann. Vörn gegn fylgikvillum Auðun er í um 50% starfi á rík- isspítala og gerir þar um 10% að- gerðanna, en annars framkvæmir hann þær í læknamiðstöð, þar sem hann er með einkastofu. Auk maga- bandsaðgerða sinnir hann einnig magahjáveituaðgerðum auk annarra aðgerða. „Um 90% vinnu minnar fyrir ríkið og nær 100% vinnunnar á einkastofunni eru offituaðgerðir,“ segir hann. Magabandsaðgerðin kostar um 5.500 sterlingspund (um eina milljón kr.) og greiðir ríkið að- eins fyrir þá sem eru í verstu stöð- unni eða fyrir um 5.000 manns á ári. Í það heila eru gerðar um 15.000 að- gerðir í Bretlandi á ári. „Ríkið hjálp- ar því fólki sem er mjög þungt og er með marga fylgikvilla eins og syk- ursýki, of mikla blóðfitu, kæfisvefn, of háan blóðþrýsting, stoðkerfis- sjúkdóma eins og slitgigt og svo framvegis,“ segir Auðun og leggur áherslu á að rannsóknir hafi sýnt að magabandið lækni eða bæti fyrr- nefnda kvilla. „Vegna þess hversu vítæk áhrif þessarar læknisaðgerðar eru hefur magabandið stundum ver- ið nefnt sem áhrifamesta meðferðin í læknisfræðinni.“ Hann bætir við að 30 til 35 ára manneskja með þyngd- arstuðul milli 30 og 35 og fáa fylgi- kvilla fái ekki opinberan stuðning í Bretlandi. Hins vegar séu flestir á þessu róli og til dæmis séu um 30% íbúa í Vestur-Miðlöndum með þyngdarstuðul yfir 30. Á svæðinu búi um 6 milljónir og vandamálið sé sennilega hvergi meira í Evrópu. „Um 50% menntaskólakrakkanna hér eru tilbúin til að fara í aðgerð og þetta fólk, sem nú er 16 til 19 ára, á varla möguleika á að ná eðlilegri þyngd í framtíðinni. Kannanir sýna að um einn af hverjum 20, sem eiga við offitu að stríða í menntaskóla, nær meðalþyngd síðar á ævinni. Vandinn eykst og við bætast sjúk- dómar eins og háþrýstingur, hjarta- og kransæðasjúkdómar, sykursýki og fleiri sjúkdómar, að ekki sé minnst á krabbameinin sem tengjast offitunni. Sumt af þessu fólki missir fæturna, þarf að fá nýru milli þrí- tugs og fertugs og fer að deyja á þessum aldri. Vandamálið er gíf- urlegt og það vex. Offita er orðin eðlileg í hópnum.“ Kynning á Grand hóteli Offituvandinn er úti um allan heim og Auðun bendir á að í nýlegri alþjóðlegri skýrslu hafi Ísland verið 5. feitasta þjóð veraldar. Maga- bandsaðgerð hefur ekki enn verið gerð á Íslandi en Auðun hefur fengið um 10 Íslendinga út til sín í aðgerð. Hann segist hafa fengið vaxandi fyr- irspurnir frá fólki sem vill komast í aðgerð og því hafi hann ákveðið að vera með kynningu á Grand hóteli kl. 17.30 – 19.00 á morgun, fimmtu- daginn 30. desember. „Magabandið vinsælasta aðgerðin gegn offitu“  Auðun Svavar Sigurðsson, yfirlæknir á Englandi, með nær 1.000 aðgerðir í ár Morgunblaðið/Ernir Skurðlæknir Auðun Svavar Sigurðsson, yfirlæknir í Shropshire á Englandi, kynnir magabandsaðgerðir á Grand hóteli á morgun. Auðun Svavar Sigurðsson lýsir magabandinu, aðgerðinni og áhrifunum á eftirfarandi hátt. „Magabandið er sílikon-hringur með stillanlegri innri blöðru sem situr um efra magaopið. Maga- bandið virkar þannig að það slær á hungurtilfinningu sjúklingsins sem þar með getur náð tökum á þeim vanda sínum að búa við stöðuga svengd og finnast hann aldrei vera búinn að borða nægju sína. Blaðran í magabandinu er stillt þannig að eftir fremur litla venjulega máltíð verður sjúkling- urinn saddur og býr sú tilfinning með honum um töluverðan tíma og því nægir sjúklingnum vel að borða einungis þrjár litlar mál- tíðir á dag. Í hvert skipti sem sjúklingurinn kyngir matarbita ertir það taugar undir magaband- inu. Taugarnar senda þessi taugaboð upp í heilann (í mat- arlystar-stöðina) og þannig verð- ur sjúklingurinn mettur á til- tölulega skömmum tíma. Magabandsaðgerðin verður að vera framkvæmd af mikilli ná- kvæmni og jafnframt er eftir- meðferðin mjög mikilvæg til að ná góðum árangri. Stilla þarf magabandið mjög nákvæmlega annan hvern mánuð fyrstu 18 mánuðina eftir aðgerðina. Slík stilling fer fram annaðhvort á læknisstofu eða á röntgendeild og er notuð fín nál til að fylla í lítinn brunn sem situr undir húð- inni á kviðveggnum. Tekur það einungis nokkrar mínútur og er sársaukalaust.“ Þrjár máltíðir nægja á dag MAGABAND Magaband Hringur með stillanlegri innri blöðru situr um efra magaopið. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Auðun Svavar Sigurðsson, yfirlækn- ir á stórri skurðdeild í Shropshire á Englandi undanfarinn áratug, gerir flestar magabandsskurðaðgerðir (e. a gastric band operation) vegna of- fitu sjúklinga þar í landi eða allt að 10 á dag og hátt í 1.000 aðgerðir í ár. „Magabandið er vinsælasta aðgerðin gegn offitu á heimsmælikvarða og eru gerðar um 350.000 slíkar að- gerðir árlega, en þeim fjölgar jafnt og þétt á hverju ári samfara aukinni tækni og æ betri árangri,“ segir hann. Að sögn Auðunar hófust þessar aðgerðir 1986 með svokallaðri opinni aðgerð. Upp úr 1990 fjölgaði aðgerð- unum eftir að hægt var að gera þær með kviðsjá. Fyrstu skrefin voru stigin í Belgíu og á Ítalíu en aðgerð- in breiddist hratt út um Evrópu og Ástralíu á næstu árum. Bandaríkja- menn fengu leyfi til þess að gera þessa aðgerð fyrir um átta árum. „Um 60% aðgerða gegn offitu í Bandaríkjunum eru nú gerðar með magabandi,“ segir hann, en um 177.000 magabandsaðgerðir eru gerðar í Bandaríkjunum árlega. Bætt heilsa og lífsgæði Magabandsaðgerðin er gerð á fólki 18 ára og eldra. Yfirleitt er mið- að við þyngdarstuðul (BMI, body mass index) yfir 30 kg/m², fólk sem hefur reynt flest önnur úrræði án viðvarandi árangurs. Í Bandaríkj- unum er miðað við þyngdarstuðulinn 35 en Auðun segir að öll fagfélög skurðlækna og fleiri þar í landi beiti auknum þrýstingi á heilbrigðisyf- irvöld að færa viðmiðunina niður í þyngdarstuðulinn 30. Aðgerðin er gerð með kviðsjá í svæfingu og tekur um 30 mínútur. Sjúklingurinn er útskrifaður daginn eftir og segir Auðun að yfirleitt séu sjúklingar komnir á fullt á ný innan við viku frá aðgerð. „Aðgerðin er mjög örugg og hætta á fylgikvillum er mjög lítil,“ segir hann. Undanfarin níu ár hefur Auðun gert yfir 3.500 magabandsaðgerðir í Bretlandi þar sem hann hefur starf- Bráðabirgða- samningur um rekstur Sólheima í Grímsnesi var undirritaður á fundi fram- kvæmdastjóra Sólheima og sveitarstjórnar Árborgar í gær. Samkvæmt samningnum fá Sólheimar 23 milljónir núna um ára- mótin frá Árborg, sem tryggja reksturinn út janúar. Engar breytingar verða því gerð- ar á Sólheimum um áramótin. Gert er ráð fyrir að nýjar samninga- viðræður um heildarsamning hefjist í byrjun næsta mánaðar, samning sem taki við þegar bráðabirgða- samningurinn rennur út. Guðmundur Ármann Pétursson, stjórnarformaður Sólheima, segir að þetta samkomulag feli í sér yfirlýs- ingu um vilja beggja aðila til að ganga til formlegra viðræðna um gerð nýs þjónustusamnings. Af hálfu beggja aðila sé vilji til að klára þetta hratt. Samkomulag hafi orðið um að óska eftir því að ríkissáttasemjari hefði milligöngu um að leiða viðræð- urnar. Guðmundur sagði að þetta mál væri óþarflega flókið og erfitt vegna þess að löggjafinn hefði ekki tekist á við það heldur skilið það eftir í hönd- um Sólheima og sveitarfélagsins. „Ég tel að löggjafinn hafi brugðist okkur og við þurfum því að leysa mál sem átti að leysast annars staðar, en ég vona að það gangi vel. Það skiptir miklu að það finnist góð lausn,“ sagði Guðmundur í samtali við mbl.is Rekstur tryggður út janúar  Ríkissáttasemjari leiði viðræður Kertagerð á Sólheimum. Lögreglan í Fjallabyggð stöðvaði för ungs ökumanns eftir hádegið í gær eftir að hafa fylgt bifreið unga ökumannsins eftir í gegnum Héð- insfjarðargöngin. Í ljós kom að öku- maðurinn var aðeins níu ára gamall og var það afi hans á níræðisaldri sem hafði leyft stráksa að keyra frá Héðinsfirði til Siglufjarðar. Að sögn lögreglunnar þótti öku- lag bifreiðarinnar eitthvað rykkjótt og var því ákveðið að kanna málið. Þegar bifreiðin var stöðvuð sá lög- reglumaður drenginn stökkva úr ökumannssætinu og aftur í. Hins vegar sat afi piltsins í framsæti bif- reiðarinnar og viðurkenndi að hafa leyft drengnum, sem með réttu ætti að sitja á púða aftur í, að keyra. Níu ára ökumaður með afa við hlið sér Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, 29. desember, og falla ferðir ferjunnar til hafnarinnar því ekki niður eins og ráð hafði verið fyrir gert. Að sögn Guðmundar Ped- ersens, rekstrarstjóra Herjólfs, „kemur það á óvart að höfnin skuli hafa haldist opin eftir veðrið um jólahelgina“. „Dýpið virðist ekki vera hindrun. Vindur og veður gæti hins vegar sett strik í reikninginn. Spáin næstu daga er góð, eins langt og við sjáum. Það eina sem við getum sagt við farþega er að fylgjast vel með áætlun. Ölduspáin fyrir Landeyja- höfn er góð fram yfir áramótin. Spáð er ágætisveðri til 2. janúar en ég ítreka að þetta eru spár og þeim ber að taka með fyrirvara sem slík- um,“ sagði Guðmundur í samtali við mbl.is Herjólfur siglir til Landeyjahafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.