Morgunblaðið - 29.12.2010, Side 37

Morgunblaðið - 29.12.2010, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Fös 7/1 kl. 19:00 aukas Mið 29/12 kl. 21:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Lau 8/1 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 19:00 Sun 2/1 kl. 20:00 aukas Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 19/1 kl. 20:00 3.k Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Fös 21/1 kl. 20:00 4.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Nístandi saga um sannleika og lygi Afinn (Litla sviðið) Fös 14/1 kl. 20:00 frums Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Óumflýjanlegt framhald Pabbans Ofviðrið - frumsýning í kvöld ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Mið 29/12 kl. 14:00 Mið 29/12 kl. 16:00 Aukasýningar milli jóla og nýárs komnar í sölu! Gerpla (Stóra sviðið) Fim 6/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Mið 12/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 Fjórar aukasýningar í janúar komnar í sölu. Tryggið ykkur miða! Fíasól (Kúlan) Mið 29/12 kl. 16:00 Sun 2/1 kl. 15:00 Sun 9/1 kl. 13:00 Fim 30/12 kl. 16:00 Lau 8/1 kl. 13:00 Sun 9/1 kl. 15:00 Sun 2/1 kl. 13:00 Lau 8/1 kl. 15:00 Missið ekki af Fíusól - sýningum lýkur í janúar! Hænuungarnir (Kassinn) Lau 15/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl. Sýningum lýkur í janúar! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Lau 22/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Nýjar sýningar komnar í sölu!Ath! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Mið 29/12 kl. 20:00 3.sýn. Sun 9/1 kl. 20:00 5.sýn. Fös 14/1 kl. 20:00 7.sýn. Lau 8/1 kl. 20:00 4.sýn. Fim 13/1 kl. 20:00 6.sýn. Fös 21/1 kl. 20:00 8.sýn. Leikstjóri Benedict Andrews, einn fremsti leikstjóri í heimi! Kandíland (Kassinn) Fim 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 6/1 kl. 20:00 Lau 8/1 kl. 20:00 Mið 5/1 kl. 20:00 Fös 7/1 kl. 20:00 Höfundar; Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fim 3/2 kl. 18:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 17:00 Sun 6/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 17:00 Sun 27/2 kl. 14:00 Sun 6/2 kl. 17:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 17:00 Gjafakort á hátíðarverði fást í miðasölunni til áramóta! Hvað EF - skemmtifræðsla (Kassinn) Þri 18/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 20:00 Aðeins þessar tvær sýningar! Saga hjúkrunar á Íslandi á 20.öld eftir Margréti Guð-mundsdóttur er mikið rit,441 bls. í stóru broti þar sem meginmál er tvídálkað og myndir ým- ist fylgja dálkbreiddinni eða skarast á við þá með ýmsu móti. Tilvísanir eru í heimildir og er tilvísanaskrá í lok hvers kafla. Margar skrár fylgja bókinni, svo sem um heim- ildir, myndir, mannanöfn í meginmáli og mynda- textum, atriðisorðaskrá fyrir meg- inmál bókar og myndatextana og skrár um stjórnarmenn í félögum hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gefur bókina út, og ég sé ekki betur en heimanbún- aður hennar sér prýðilegur. Sjálfsagt má gefa 20. öldinni marg- vísleg kenninöfn í ljósi sögunnar. Öld sérhæfingarinnar er til dæmis ekki fjarri lagi og þá er öldin í andstöðu við allar fyrri aldir Íslandssögunnar þeg- ar þegnar á bóndans búi áttu allt und- ir því að menn gengju í flest verk. Lækningar og þar með hjúkrun hafa þó tíðkast frá upphafi byggðar, en á 20. öld verður til það skipulag í heil- brigðismálum sem við búum að, bæði menntun, aðbúnaður og viðhorf, en það er held ég (enn) ríkjandi skoðun almennings á Íslandi að allir eigi jafn- an aðgang að öruggri (og ókeypis) heilbrigðisþjónustu á heims- mælikvarða. Margrét segir þessa sögu líflega. Rakin er félagsstofnun hjúkr- unarkvenna, greint frá námi þeirra og hvernig stéttin verður til, mikið er fjallað um kjaramál, vikið að sérhæf- ingu heilbrigðisstétta, erlendu sam- starfi o.fl. Kjarabarátta og fé- lagsfyrirkomulag er kannski hryggjarstykkið í ritinu. Með sínum hætti má líta á það sem sjálfsmynd stéttar sem hefur átt í harðri baráttu fyrir kjörum, réttindum og stöðu sinni innan heilbrigðiskerfisins þar sem starfa margar stéttir með lög- varða hagsmuni. Heimildanotkun er fjölbreytt og m.a. birtar klausur úr bréfum og blaðagreinum sem lýsa vel tíðaranda. Víða eru textar úr gömlum blöðum birtir sem myndir og fer vel á því, enda er fátt sem lýsir betur ríkjandi viðhorfum tímans en blöð og tímarit. Töflur og súlurit eru víða til upplýsingar. Það fer síðan ekki hjá því að almenn saga heilbrigðismála á þessu skeiði hlýtur að tvinnast saman við söguþráðinn og eykur það gildi ritsins. Þetta er sérhæft rit eins og öll saga félaga og samtaka hlýtur að vera. Það er þá aðal góðs höfundar að skrifa þannig að óvígðir geti notið bók- arinnar og það tekst Margréti prýði- lega og hún dregur upp lifandi mynd- ir af fólki og aðstæðum. Myndefnið er fjölbreytt og víða hefur verið leitað fanga og vissulega er það svo að myndir segja einatt meira um ytri aðstæður en mörg orð. Hér hefði raunar mátt eyða meiri tíma í að nafngreina einstaklinga á myndum, því að það gefur myndum meira vægi ef þeir sem þar sjást eru nafngreindir. Fremst í bókinni er tabula gratula- toria á átta þrídálka síðum. Ætla má að flestir sem þar standa séu mennt- aðir hjúkrunarfræðingar. Ég fæ ekki betur séð en þar halli svo mjög á karla að næsta stórverkefni hjúkr- unarfræðinga hljóti að verða áætl- unargerð um fjölgun þeirra í stétt- inni! Hjúkrunarfræðingar eru vel sæmdir af þessu riti. Að hlynna þeim sem sjúkir eru Morgunblaðið/Skapti Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld bbbbn Eftir Margréti Guðmundsdóttur. Útgefandi: Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Höfundurinn Margrét Guðmunds- dóttir skrifaði um sögu hjúkrunar. Hann var glæsilegur kvin-tettinn sem steig á svið áhátíðartónleikum Frost-rósa – Klassík í Há- skólabíói fjórða sunnudag í aðventu. Undirtektirnar við þessari nýjung í tónleikahaldi Frostrósa voru feiki- góðar enda aðdráttarafl söngv- aranna Dísellu, Garðars Thórs, Grétu Hergils, Jóhanns Friðgeirs og Kristins Sigmundssonar mikið. Mið- arnir ruku út með ógnarhraða á fyrsta söludegi og var því ákveðið að bæta við aukatónleikum þennan sama dag. Aðsóknin kom fáum á óvart þar sem sjaldan gefst tækifæri til að sjá svo margar þjóðþekktar óp- erustjörnur leiða saman hesta sína utan veggja óperuhúsanna. Á Frostrósum – Klassík voru fluttir sígildir sálmar og helgilög en tónleikarnir voru frábrugðnir hinum hefðbundnum Frostrósum. Um- gjörðin var látlausari og stundin kærkomin hvíld frá öngþveitinu sem vill skapast rétt fyrir hátíðarnar. Sviðið var jólalega skreytt og minnti einna helst á snæviþaktan skóg und- ir stjörnubjörtum himni. Klassískur armur Stórhljómsveitar Frostrósa lék undir stjórn Árna Harðarsonar og félagar úr Karlakór Fóstbræðra, Óperukórinn og stúlkur úr Stúlkna- kór Reykjavíkur léðu raddir sínar. Fjölmörg og fjölbreytt jólalög voru á dagskrá og fengu stórsöngvararnir fimm að syngja bæði einsöng og samsöng. Einstaklega skemmtilegt var að heyra þessar mismunandi raddir saman. Nokkur lög stóðu óneit- anlega upp úr og gáfu áhorfendum gæsahúð á gæsahúð ofan. Þar má nefna „Hátíð fer að höndum ein“ í flutningi Dísellu og Kristins, og „Agnus Dei“ í flutningi karlsöngv- aranna þriggja. Einsöngsatriðin fimm voru svo hvert öðru glæsilegra. Ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum með flutning á nokkrum lögum þar sem söngvararnir litu út fyrir að vera að sjá nóturnar í fyrsta sinn, svo límd voru augun á þeim við nótn- astandinn. Þetta var sérstaklega áberandi í jólasyrpunni „Jólahátíð við Miðjarðarhaf“ sem virtist ekki nægilega vel æfð. Kvintettinn átti í hálfgerðu basli með flutninginn frá byrjun og náði sér ekki á strik fyrr en Kristinn Sigmundsson sýndi glæsilega danstakta við lokalag syrpunnar „Feliz Navidad“ og upp- skar hlátrasköll viðstaddra. Við það létti yfir sönghópnum sem endaði syrpuna með glæsibrag. Stjarna kvöldsins var án efa Krist- inn Sigmundsson en söngur hans var óaðfinnanlegur og framkoma skemmtileg og örugg. Björt rödd Dísellu fyllti hjartað ævintýralegum jólayl og raddstyrkur Jóhanns Frið- geirs lét höku gesta síga niður á brjóstkassa. Garðar Thór og Gréta Hergils stóðu sig einnig með prýði. Það vakti athygli mína hversu fá- menn hljómsveit Frostrósa var í samanburði við kórana þrjá. Bæði söngur og undirspil nutu sín þó feiknavel og eiga flytjendurnir skilið lof í lófa fyrir frammistöðu sína. Þeg- ar á heildina er litið voru tónleikarn- ir hin ljúfasta skemmtun sem hringdi jólahátíðina inn í hjörtu og hug viðstaddra. Í snævi þöktum skógi undir stjörnubjörtum himni … Öflugt „Raddstyrkur Jóhanns Friðgeirs lét höku gesta síga niður á brjóst- kassa,“ segir rýnir m.a. um tónleikana Frostrósir Klassík. Háskólabíó Frostrósir – Klassík bbbnn Frostrósir – Klassík í Háskólabíói, sunnu- daginn 19. desember. Fram komu Krist- inn Sigmundsson, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Garðar Thór Cortes, Dísella Lárusdóttir og Gréta Hergils. Einnig sungu á tónleikunum félagar úr Karlakór Fóstbræðra, Óperukórinn og stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur. Útsetningar voru í höndum Karls O. Olgeirssonar og Gísla Magna. Stjórnandi var Árni Harðarson. HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR TÓNLEIKAR Út er komin bókin Einnar mínútu þögn eftir þýska verðlaunarithöf- undinn Siegfried Lenz, í þýðingu Ásdísar Guðnadóttur. Sagan kom fyrst út í Þýskalandi fyrir tveimur árum og hlaut afar góða dóma. Einnar mínútu þögn gerist í litlum bæ við Eystrasalt fyrir mörg- um árum og fjallar um kennslu- konu og nemanda hennar sem verða ástfangin. Ástríðan þarf að laga sig að raunveruleikanum. Lenz þykir lýsa því afar vel hvernig dauðinn gerir ástina ódauðlega, af yfirvegun og kímni. Siegfried Lenz fæddist í aust- urprússneska bænum Luck ár- ið 1926. Hann hefur skrifað margar vinsæl- ustu bækur eft- irstríðsáranna í Þýskalandi en sú fyrsta kom út ár- ið 1951. Lenz hefur m.a. hlotið Goethe- verðlaunin. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á íslensku, þar á meðal Þorpið yndislega, Kafarinn, Almannarómur og Vitaskipið. Ný bók eftir Lenz Siegfried Lenz

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.