Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Banaslys í Langadal 2. Andlát: Grétar Áss Sigurðsson 3. Níu ára ökumaður 4. Fékk tengivagninn á sig »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Goðsagnirnar í POPS halda sinn ár- lega nýársdansleik á Kringlukránni. Helstu merkisberar sjöunda áratug- arins, innlendir sem erlendir, verða teknir fyrir. Forsala er hafin á miði.is og á Kringlukránni. Nýársdansleikur POPS á laugardaginn  „Er búinn að vera dálítið Lé- legur undan- farið,“ gantast Pálmi Gestsson á fésbókarsvæði sínu og vísar þar í hlutverk sitt í Lé konungi sem sýnt er í Þjóðleikhús- inu. Vinir og vandamenn Pálma rudd- ust við þetta inn á hann með góðlát- legum athugasemdum, þ. á m. Björg- vin Halldórsson og Gísli Rúnar Jónsson. Lé-legur Pálmi Gestsson á Fésinu  Hljómsveitirnar Náttfari og Hudson Wayne munu kveðja árið með tón- leikum á skemmtistaðnum Sódómu á næstsíðasta kvöldi ársins. Hljóm- sveitin Náttfari ætlar að leggjast í dvala á ný eftir smáviðveru á yf- irborðinu. Drengirnir náðu þó að henda einhverjum lögum á plast sem lítur dagsins ljós með hækkandi sól. Náttfari og Hudson Wayne á Sódómu Á fimmtudag Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á austanverðu landinu. Á föstudag (gamlársdagur) Hæg breytileg átt, en austlæg átt 5-10 m/s síðdegis og víða dálítil úrkoma. Heldur kólnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 5-13 m/s, hvassast og stöku él V-lands og á annesjum NA- lands, en annars víða bjart veður. Hiti 0 til 5 stig á V-landi, en annars víða vægt frost. VEÐUR Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér deildabik- armeistaratitil kvenna í handknattleik í gær eftir æsispennandi leik við bik- armeistara Fram í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, 23:22. Framarar fengu færi til að jafna metin 10 sekúndum fyrir leikslok. Í karlaflokki unnu FH-ingar sigur á toppliði N1-deildar, Akureyri, með góðum loka- kafla, 29:26. »2-3 Valur og FH unnu deildabikarinn „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson hefur samið við þýska handknatt- leiksfélagið Emsdetten um að leika með því áfram út leiktíðina. Hann kom til liðsins fyrir sjö vikum þegar þjálfarinn Patrekur Jóhannesson auglýsti eftir liðsauka á Facebook-síðu sinni en gerði þá samning sem gilti til áramóta. Með Sigfús í liðinu hefur Emsdetten unnið 6 af 7 leikjum. »1 „Rússajeppinn“ verður í Þýskalandi út tímabilið Manchester United og Manchester City eru jöfn að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á und- an Englandsmeisturum Chelsea sem eru í 5. sæti, eftir leiki gærkvöldsins. United missti þó naumlega af sigri gegn Birmingham en þar skoraði Lee Bowyer jöfnunarmark undir lok leiks- ins. Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir City í 4:0 sigri á Aston Villa. »4 Manchester-liðin jöfn á toppi úrvalsdeildarinnar ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Egill Már Markússon hefur starfað við flugumferðarstjórn í ríflega ald- arfjórðung og lengi átt sér þann draum að búa og starfa erlendis með fjölskyldunni. Draumurinn rættist í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í haust og þar líður fjölskyldunni vel. „Það er ekkert sem rekur á eftir okkur heim,“ segir hann. Þegar óskað var eftir íslenskum flugumferðarstjórum til starfa í Kosovo sló Egill til og var þar sam- tals í um eitt og hálft ár. Sú reynsla kveikti í honum og eftir bankahrunið haustið 2008 ákvað hann að láta drauminn verða að veruleika. „Ég sótti reyndar um hjá breska félaginu Serco, sem ég vinn hjá, 1992, en þá var ég ungur og með litla reynslu og fékk því ekki vinnu,“ rifjar Egill upp. „Þetta hefur því verið draumur lengi.“ Egill byrjaði að vinna sem að- stoðarmaður í flugturninum í Reykjavík í apríl 1985, fór síðan í nám til Kanada og loks í þjálfun í Keflavík haustið 1986. Góð kjör Flugumferðarstjórar lepja ekki beint dauðann úr skel í útlöndum. Kjörin núna eru mun betri en á Ís- landi og tala sumir um mikil uppgrip í þessu sambandi. Algengt er að menn geri samning til eins eða tveggja ára, en ákveði þeir að standa ekki við samninginn getur vinnuveit- andinn krafist endurgreiðslu vegna þjálfunar. Egill hefur verið í Abu Dhabi í eitt og hálft ár, var fyrst einn úti en fékk fjölskylduna til sín í haust. Hann er 46 ára og segir að aldursins vegna hafi hann til dæmis ekki getað fengið vinnu í Þýskalandi, þar sem miðað sé við 40 ára hámarksaldur. Serco sækist hins vegar fyrst og fremst eftir mönnum með mikla reynslu og það sé í raun draumur að búa í Abu Dhabi. Margir erlendu starfsmannanna og þar á meðal hin- ir þrír íslensku flugumferðarstjór- arnir búi í Dubai, en þaðan sé um klukkutíma akstur í vinnuna. „Ég er hins vegar aðeins um 10 mínútur í vinnuna.“ Alþjóðlegt umhverfi Mikil uppbygging á sér stað á flugvellinum í Abu Dhabi samfara aukinni flugumferð og meðal annars verður nýr flugturn tekinn í notkun í apríl. „Þetta er skemmtilegt vinnu- umhverfi,“ segir Egill og bætir við að af um 50 flugumferðarstjórum sé um helmingur útlendingar. Draumur að búa í Abu Dhabi  Kosovo kveikti í Agli Má flug- umferðarstjóra Morgunblaðið/Kristinn Jólafrí Fjölskyldan skrapp til Íslands um jólin og feðgarnir Tómas, sem er 9 ára, og Egill Már Markússon rifjuðu upp liðnar stundir á Gróttuvellinum. Tómas spilar með skólaliði sínu ytra en Egill Már er hættur að dæma. Að minnsta kosti 11 íslenskir flug- umferðarstjórar starfa erlendis um þessar mundir og fleiri hugsa sér til hreyfings. Ottó G. Eiríksson, formaður Félags íslenskra flug- umferðarstjóra, segir að flugumferðarstjóra vanti úti um allan heim. Mönnum bjóð- ist gull og grænir skógar og því ekki furða að þeir láti til leiðast í stöðugum niðurskurði hérna heima. 113 manns séu í fé- laginu og þó nýtt fólk sé í þjálfun saxist á hópinn. Um jólin fór einn íslenskur flug- umferðarstjóri til Bagdad í Írak og annar er á leiðinni þangað strax eftir áramót, jafnvel tveir. Fleiri eru að íhuga að sækja þar um starf. Fjórir starfa í Abu Dhabi, þrír í Svíþjóð, einn í Noregi, einn í Þýskalandi og einn í Oman. Írak nýjasti vettvangurinn FLUGUMFERÐARSTJÓRAR Á FERÐINNI Dómarinn Egill Már

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.