Saga - 2004, Page 223
sögu og samanburð á Finnbogasögu og Vatnsdælu. Meginhlutinn, um
Austfirðingasögur, er áður óbirtur, sé rétt skilið.
Gísli hefur ekki gert sér sérstakt far um að tengja hlutana fjóra þannig
að verkið hefði mjög samfelldan svip. Rauði þráðurinn er munnleg hefð en
t.d. kaflarnir um lögsögumenn og Ólaf Þórðarson eiga annars lítið sam-
eiginlegt, eins og frá þeim er gengið. Að lesanda hvarflar hvort ekki hefði
mátt gera eitthvað úr því að Ólafur var lögsögumaður og tengja þannig
kaflana betur. Kaflinn um Ólaf hefur hins vegar náin tengsl við annan hluta
þar sem fjallað er um munnmæli bundin við tiltekin svæði en Gísli heldur
þeim tengslum lítt að lesendum. Þriðji og fjórði hluti eru svo enn
laustengdari því sem á undan fer. Líklega hefði ritið orðið enn þungvæg-
ara, eða a.m.k. læsilegra, með því að samþætta hlutana betur. Það er þó
engu að síður mjög skýrt og hver kafli skipulega fram settur.
Gísli telur að lögsögumenn hafi notið virðingar og starf þeirra hafi ver-
ið eftirsótt, enda hafi Sturlungar og Haukdælir, eða þeirra menn, skipst á
um að gegna því á 13. öld (bls. 63). Almennt er haft fyrir satt að lögsögu-
menn hafi átt að þylja upp öll lögin í áföngum á þremur árum og munu
margir ímynda sér að ritlistin hafi orðið þeim gagnleg þegar farið var að
skrá lögin veturinn 1117–1118. Gísli telur hins vegar að hin nýja rittækni
hafi ekki endilega þjónað hagsmunum lögsögumanna fyrst í stað, þeirra
sem ekki höfðu ritmennt á valdi sínu eða voru hvorki læsir né skrifandi.
Hugmynd hans er þó sú að rittækni hafi þegar frá leið orðið lykill að völd-
um lögsögumanns og sumar lögsögumannaættir orðið illa úti þar sem þær
réðu ekki yfir tækninni. Þetta telur hann að hafi verið orðið tilfinnanlegt
fyrir þær undir lok 12. aldar.
Tilgáta Gísla er frumleg og þakkarvert er að hann skuli hafa tekið mál-
ið upp til rækilegrar athugunar. En það er flókið, m.a. af því að Grágás er
ekki eiginleg lögbók þjóðveldisins heldur ungt hrafl og samsafn af ólíkum
rétti þar sem margt rekst á. Ekki þarf að vera mikið að marka ákvæði Grá-
gásar um að gerð hennar í fórum Skálholtsbiskups skyldi gilda þegar laga-
textum bar ekki saman. Sennilega skipti uppsögn lögsögumanns, eða það
sem hann taldi lög, mestu máli, hvað sem leið ófullkominni lagaritun. Og
hætt er við að þeir sem höfðu mest völd hafi haft mest um það að segja
hvað væru gildandi lög og þeirrar skoðunar er Gísli sjálfur annars staðar í
verki sínu (bls. 325–326). Ritlistin hafði því kannski engin úrslitaáhrif?
Gísli gerir rækilega úttekt á því sem vitað verður um einstaka lögsögu-
menn en það er oft lítið. Hann drepur aðeins á að e.t.v. hafi menn valist til
starfans til skiptis eftir fjórðungum. Þetta hefði verið vert nánari athugun-
ar og það bendir til að starfið hafi annaðhvort verið eins konar kvöð sem
menn skiptust á um að gegna eða þá að jöfnuður milli valdamanna verið
svo mikill að einstökum ættum hafi verið erfitt að einoka starfið fyrr en
Sturlungar og Haukdælir gerðu það á 13. öld. Í öðru lagi dregur Gísli fram
að lögsaga hafi verið fag sem haldist hafi innan einstakra ætta en vinnur
R I T D Ó M A R 223
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 223