Saga


Saga - 2004, Síða 247

Saga - 2004, Síða 247
Heimildir Viðars eru margvíslegar og er víða til þeirra safnað. Ber þar fyrst að nefna það efni sem er frá Stephani sjálfum komið, einkum bréf, ræður og ritgerðir, sem að langmestu leyti er til prentað í fimm binda safni, Bréf og ritgerðir, auk kveðskaparins sem að mestu hafði birst áður á prenti en einnig er í bókinni að finna æskukveðskap Stephans sem fannst á með- an ritun bókanna stóð yfir. Stephan og Guðmundur faðir hans rituðu hvor sína ferðasöguna og nýtir Viðar sér þær báðar, sem og minnisbókafærslur Stephans og ýmislegt efni í handritum, varðveitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, Þjóðskjalasafni og skjalasöfnum í Wisconsin, Red Deer í Alberta og í Winnipeg, auk handrita í einkaeign. Vísað er til fjölmargra prentaðra rita, fræðirita, frásagnarheim- ilda og greina frá ýmsum tímum, m.a. um félagssögu, hugmyndasögu, bókmenntasögu og persónusögu. Heimildatilvísunum er haldið skipulega í hófi, oftast með því að hafa eina tilvísun við hverja efnisgrein eða þar til þeirri frásögn sem byggist á þeirri eða þeim heimildum lýkur. Ekki er annað að sjá en Viðar sé sjálfum sér samkvæmur í þessari aðferð en fyrir minn smekk hefðu tilvísanir að skaðlausu mátt vera fleiri. Örlítið ber á því að Viðar noti rit um bandaríska og kanadíska sögu sem nokkuð eru komin til ára sinna, eins og þegar saga Dakota er rakin í fyrsta hluta þriðju bókar fyrra bindisins og þegar fjallað er um hugmyndaheim fríþenkjara út frá riti Vernons Louis Parringtons um ameríska hugmyndasögu sem upphaflega kom út á fjórða áratugnum. Viðar fléttar í verkinu saman ýmsar frásagnir úr hversdagslífi Stephans, almennar aldarfarslýsingar og umfjöllun og greiningu á skáldskap hans og hugmyndum. Stundum örlar á því að hversdagslegir molar liggi svolítið eins og stakir steinar án þess að ná að mynda heildstæða mynd af því hversdagslífi sem reynt er að fanga. Viðar hefur sjálfur lýst því hvernig textinn hafi tálgast til í höndum hans og orðið beinskeyttari með tímanum. Megintexti bindanna tveggja er rúmlega 800 blaðsíður og velta má fyrir sér hvort sagan hefði sómt sér betur í einu bindi upp á 500–600 blaðsíður en sums staðar er teygt meira úr lopanum en tilefni er til. Þó ber þess að geta að uppsetning ritsins og sú aðferð að brjóta það upp í fjölmarga stutta kafla sem hver um sig rúmar eins og eina smásögu gerir það að verkum að blað- síðurnar eru nokkru fleiri en annars hefði orðið. Sú framsetning gerir bók- ina að mörgu leyti þægilega aflestrar fyrir þá sem vilja geta gripið í hana og lesið stutt í einu án þess að tapa þræðinum. Bókin nýtur þess hve Viðar er kunnugur efniviðnum og staðháttum öll- um beggja vegna hafsins og ekki síður hversu honum er tamt tungutak sveitasamfélagsins og hugarfar. Hann hefur sterka og ákveðna sýn á skáld- ið og hugsuðinn Stephan G. Stephansson, sem hefur fylgt honum frá menntaskólaárunum, og þeirri sýn vill hann miðla til lesenda. Hún byggist á glímu Stephans sjálfs við lífið sem gat af sér heilsteypta lífssýn sem Viðar kallar manngildishyggju og byggist hún á umburðarlyndi og gagnrýninni R I T D Ó M A R 247 Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.