Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ég gat ekki látið annan bílinn
standa verkefnalausan,“ segir Jón
Tómas Ásmundsson flutningabíl-
stjóri sem er búinn að fara fjórar
ferðir til Norðurlanda með búslóðir
burtfluttra Íslendinga frá höfuðborg-
arsvæðinu og alla leiðina heim að
dyrum. Fimmtu ferðina fer hann
með ferjunni Norrænu eftir helgi og
fleiri eru pantaðar. Hyggst Jón Tóm-
as færa út kvíarnar í þessum flutn-
ingum, m.a. með opnun sérstakrar
heimasíðu þar sem þessi þjónusta
verður kynnt nánar. Slóðin er voru-
flutningar.is eða transport.is.
„Nágranni minn nefndi þetta við
mig þegar ég var að barma mér yfir
því að ég ætti tvo bíla og hefði bara
vinnu fyrir annan,“ segir Jón Tómas,
spurður hvernig þessir flutningar
hefðu byrjað. Hann setti inn auglýs-
ingu á Facebook-síðu Íslendinga í
Noregi og áður en hann vissi af var
hann búinn að fylla í fyrstu ferðina.
Þrjár ferðir voru farnar til Noregs sl.
sumar og í einni þeirra var „skutlast“
með búslóðir tveggja námsmanna til
Danmerkur. Í síðustu ferðinni núna í
janúar fór Jón Tómas, ásamt aðstoð-
armanni sínum, með báða bílana auk
aftanívagna. Jafnaðist sá flutningur á
við tvo fulla 40 feta gáma og vel það.
Ferðinni eftir helgi er heitið til
Noregs en í maí hefur hann verið
pantaður til Svíþjóðar og jafnvel
einnig Noregs og Danmerkur í sömu
ferð. Í Noregsförinni framundan
verður farið með búslóðir á sex staði
þannig að bíllinn verður vel pakk-
aður.
Markhópurinn ætti að vera stækk-
andi en Íslendingum hefur fjölgað
verulega sem ákveða að flytja af
landi brott. Jón Tómas sér einnig
tækifæri í að flytja landa sína heim
síðar meir.
Til að nýta ferðirnar sem best hef-
ur Jón Tómas tekið vörur og ýmsan
varning til baka fyrir íslensk og er-
lend fyrirtæki. Hann segist engan
stórgróða hafa upp úr þessu en
mestu skipti að hafa upp í kostnaðinn
við flutninginn. Er hann sáttur við
80-90% nýtingu á bílnum. Erfitt sé að
græða á þessu, verandi í samkeppni
við Samskip og Eimskip sem flytji
tugþúsundir gáma til og frá landinu.
„Ég veit ekki betur en að fólk hafi
verið ánægt með þessa þjónustu, að
minnsta kosti hefur enginn kvartað.
Það er óneitanlega kostur að hafa
sama flytjandann alla leið,“ segir Jón
Tómas, sem reiknar með að gera
meira út á flutninga til Norðurlanda
á næstunni og jafnvel víðar í Evrópu.
Og heimasíðan er enn í vinnslu þó að
hún sé opin.
Flytur búslóðir til Norðurlandanna
Jón Tómas flutningabílstjóri á leið til Noregs í fimmtu ferðina með Norrænu með búslóðir burt-
fluttra Íslendinga Byrjaði með auglýsingu á Facebook Í samkeppni við Eimskip og Samskip
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Flutningabílstjórar Jón Tómas Ásmundsson, til vinstri, ásamt aðstoðarmanni sínum, Sigurbirni Guðmundssyni.
Lengsti túrinn hjá Jóni Tómasi
hefur verið 4.500 km akstur
fram og til baka og þá er sjó-
ferðin með Norrænu til Dan-
merkur ekki tekin með og ferja
þaðan til Noregs. Var þá komið í
land í Kristiansand, ekið upp
vesturströnd Noregs til Ála-
sunds og þaðan niður til Óslóar,
gegnum Svíþjóð og upp eftir
Danmörku í Norrænu aftur.
Hann hefur notið sérkjara hjá
Norrænu og segist ánægður
með þá þjónustu, þó að „ein-
hver barningur“ hafi verið í upp-
hafi með gistinguna en góð
hvíld sé atvinnubílstjórum afar
nauðsynleg.
Ekið lengst
4.500 km
LANGT FERÐALAG
Flutningar Bílar Jóns ferðbúnir
við ferjuna Norrænu.
Reykjavík
SKEMMTUM
OKKUR
INNANLANDS
Með rjóðar kinnar og rjúkandi kakó bíða þín fannhvítar
hæðir og fjöll. Taktu flugið í næstu skíðabrekku og lyftu
þér upp milli þess sem þú rennir þér niður.
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.
FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT
FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*