Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 11
sem er lagt í og jafnvel geta tekið
margra ára æfingu og þjálfun, ár-
angurinn veitir manni mikla
ánægju,“ segir Ingó og sýnir mér
nokkur brögð sem voru alveg ótrú-
leg.
Hann byrjaði á því að breyta
pappírssneplum, en ég sá að þetta
voru bara pappírssneplar, í fimm
þúsund króna seðla. Þá var komið að
spilagaldri sem gerði mig orðlausa.
Hann lét mig velja spil, setja það inn
í bunkann og svo lét hann það hoppa
efst í spilabunkann með einum fing-
rasmelli, ég var alveg ofan í honum
og sá spilið hoppa upp í bunkann en
hvernig það fór að því er mér hulin
ráðgáta. Enda sagði Ingó að fjar-
lægðin gerði þetta ekki að bragði,
góð töfrabrögð virkuðu jafn vel þó
fólk væri alveg ofan í þeim sem
bragðið gerði. Þá tók hann sig til og
beyglaði hnífapör með hugaraflinu,
það var ótrúlegt að fylgjast með því
– að sjá gaffal sem ég handlék stuttu
áður og var í góðu lagi
snúast í 180 gráður.
Það var ekki að sjá
annað en hugaraflið
væri það eina sem
hann beitti. Já, Ingó
náði að gera mig orð-
lausa.
Best að byrja á
spilagöldrum
„Langflestir
hafa gaman af
töfrabrögðum ef
þau eru vel gerð.
Þetta er eina
listformið sem
snýst al-
gjörlega
um undrun,
að brjóta öll
náttúrulög-
mál,“ segir
Ingó. Hann er ný-
fluttur heim til Ís-
lands aftur eftir
þriggja ára dvöl í
Svíþjóð þar sem
hann starfaði við að
sýna töfrabrögð á skemmti-
ferðaskipti sem fór á milli Gauta-
borgar og Friðrikshafnar í Dan-
mörku. Hann vinnur fyrir sér með
töfrabrögðum og segir vera ágætt að
gera í því hér heima þó það sé árs-
tíðabundið, til dæmis sé góður tími
núna þegar mikið sé af þorrablótum
og árshátíðum.
Spurður hvort það sé mikil þró-
un í töfrabrögðum svarar hann ját-
andi. „Á síðustu árum hafa menn
farið aftur til fortíðar og eru að
kynna sér hvað töframenn voru að
gera fyrir 200 árum, uppfæra það og
koma þá með eitthvað sem er alveg
nýtt. Það er ekkert nýtt undir sól-
inni en það er hægt að uppfæra allt
og gera á nýjan máta.“
Ingó segir að það að skemmta
með töfrabrögðum krefjist meira en
að kunna trixin. „Töfrabrögð krefj-
ast fingraleikni, maður þarf að hafa
góðan takt, tímasetningu og tilfinn-
ingu. Það verður líka að framreiða
atriðin svo allt sjáist vel og skiljist
vel og með töfrabrögðunum verður
maður að skemmta fólki.“ Hann seg-
ist horfa heilmikið á aðra töframenn.
„Ég horfi mjög mikið á myndbönd
með öðrum töframönnum til að spá í
hvað þeir eru að gera, það er alltaf
hægt að læra. En það er erfitt að fá
þessa tilfinningu undrunar sem
maður fékk sem krakki, það þarf
orðið meira til að maður verði fyrir
þeirri upplifun.“
Fyrir þá sem hafa áhuga á að
gerast töframenn segir Ingó best að
byrja að lesa sér til um töfrabrögð.
„Það er mjög sniðugt að byrja á
spilagöldrum. Það eru til margir ein-
faldir spilagaldrar og það er alltaf
hægt að taka spilin lengra og lengra.
Nú er ég búinn að stúdera spilin í
mörg ár og leyndardómarnir sem
þau búa yfir eru miklir, það er hægt
að vinna óendanlega með þau,“ segir
Ingó en spilagaldrar eru í mestu
uppáhaldi hjá honum. „Já spilin eru í
uppáhaldi, það er hægt að gera nán-
ast allt með þeim.“
Orðlaus Ingó beyglaði hnífapör með hugaraflinu og það var ótrúlegt að sjá gaffal sem var í góðu lagi stuttu áður
snúast í 180 gráður. Það var ekki að sjá annað en hugaraflið væri það eina sem hann beitti.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
„Ég ætla að byrja daginn á því að fara
í Krossfitt-tíma í World Class í Kringl-
unni klukkan tíu. Þá er ég að spá í að
kíkja niður í miðbæ á markað til
styrktar Reykjadal og kannski kíki ég
líka í Kolaportið, planið er að minnsta
kosti að stússast eitthvað niður í bæ.
Eftir það er ég að spá í að heimsækja
félaga minn en við erum að vinna að
litlu verkefni saman sem við þurfum
að vinna í.
Um kvöldið ætla ég að fara á leik-
sýningu hjá Leikdeild ungmenna-
félagsins Vöku í Þjórsárveri í Flóa-
hreppi. Vaka setur upp tvö stutt
gamanverk sem heita Amor ber að
dyrum og Þriðja hæð og þar fara
margir góðir vinir mínir með stór sem
lítil hlutverk. Ég á von á að það verði
góð skemmtun.
Eftir leiksýninguna er ekkert sér-
stakt planað, kannski fer ég út á lífið
á Selfossi eða hef það rólegt í sveit-
inni hjá föður mínum.
Ég vinn í kerskálunum í Álverinu í
Straumsvík og er í vaktavinnu svo ég
fæ voða sjaldan hefðbundin helgarfrí.
En ég er í fríi þessa helgi og ætla að
nýta hana til hins ýtrasta til að gera
margt og mikið.“
Halldóra Markúsdóttir
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Markaður Halldóra mun líklega kíkja á úrvalið í Kolaportinu.
Stúss og leiksýning í Flóanum
Halldóra Markúsdóttir
Félag kvenna í læknastétt hefur opn-
að sýningu í Þjóðarbókhlöðu um
Kristínu Ólafsdóttur lækni en hún var
fyrsta konan sem stundaði nám við
Háskóla Íslands.
Kristín var þriðja konan sem lauk
stúdentsprófi á Íslandi, vorið 1911. Þá
um haustið hóf hún nám við nýstofn-
aðan Háskóla Íslands og lauk emb-
ættisprófi í læknisfræði fyrst kvenna
á Íslandi árið 1917. Í læknadeildinni
kynnist Kristín Vilmundi Jónssyni, og
gengu þau í hjónaband árið 1916.
Sama ár og Kristín útskrifaðist var
Vilmundur settur héraðslæknir á Ísa-
firði. Störfuðu þau hjón þar um vet-
urinn en héldu utan til framhalds-
náms í Danmörku og Noregi sumarið
eftir. Að námi loknu var Kristín starf-
andi læknir á Ísafirði og sinnti fyrst
og fremst lyflækningum. Kristín var
mjög áhugasöm um allt sem laut að
heimilisfræðslu enda taldi hún að
góð þekking á heimilishaldi stuðlaði
að aukinni hollustu og hreinlæti.
Þegar Vilmundur var skipaður
landlæknir árið 1931 fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur og þar opnaði
Kristín eigin lækningastofu. Sam-
hliða læknisstörfum sínum kom
Kristín að félagsmálum og ritaði
bækur og greinar um heilsufræði.
Kristín rak læknastofuna fram á síð-
ustu æviár. Hún lést í Reykjavík árið
1971 á 82. aldursári.
Lilja Sigrún Jónsdóttir formaður
Félags kvenna í læknastétt – hefur
haft veg og vanda af sýningunni en
félagið gaf Háskóla Íslands málverk
af Kristínu í tilefni af 100 ára afmæli
Háskólans. Málverkið er á sýning-
unni.
Sýning
Morgunblaðið/Golli
Læknar Sýning um frumkvöðul.
Sýning um frumkvöðul kvenna
Sunnudaginn 13. mars næst-
komandi mun Ingó Geirdal
halda töfrasýningu í Austurbæ
kl. 17. Hugsanalestur, spenni-
treyjur og flugbeitt rakvélablöð
eru meðal þess sem Ingó leikur
sér með á væntanlegri sýningu.
Kynnir á sýningunni er leikarinn
Björgvin Franz Gíslason en að
sögn Ingós kann Björgvin ým-
islegt fyrir sér í töfrabrögð-
unum.
„Þegar ég fór að skemmta á
skemmtiferðaskipunum þurfti
ég að lengja prógrammið mitt
ansi mikið en þar var ég með
klukkutíma sýningar tvisvar á
dag sem máttu ekki vera eins.
Ég sá að það væri tilvalið að
setja upp sýningu á Íslandi og
gerði það í samvinnu við um-
boðsskrifstofuna Prime. Sýn-
ingin verður eins og leiksýning,
einn og hálfur tími með hléi.
Ég er gítarleikari í
þungarokks-
hljómsveitinni
Dimma og
ætla ég að
nota tón-
list okkar
sem
undir-
leik
við
at-
riðin, svo
þetta verður svolítið
öðruvísi en fólk hefur
séð,“ segir Ingó um
sýninguna. Aðeins
verður þessi eina sýn-
ing og er miðasala haf-
in á Midi.is.
Ingó sýnir
töfrabrögð
TÖFRASÝNING
MMeira á mbl.is/sjónvarp
STÓRAFSLÁTTARHELGI
Verkfæralagerinn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi,
sími 588 6090, vl@simnet.isMán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17
Myndlista
vörur
í miklu ú
rvali
16 ára
Veltisög
68.970
-20%
50.176
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
*ekki sértilboð
25. feb. – 2. mars