Morgunblaðið - 26.02.2011, Page 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
Nú er ljóst hvernig dagskrá Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands verður í
Hörpu í vor, eftir vígslu tónlistar-
hússins.
Eins og fram hefur komið stjórnar
Vladimir Ashkenazy hljómsveitinni
á vígslutónleikunum en þar verður
frumflutt tónverk Þorkels Sig-
urbjörnssonar, Velkomin Harpa,
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur pí-
anókonsert Griegs og þá verður flutt
níunda sinfónía Beethovens. Ein-
söngvarar verða Christiane Oelze,
Sesselja Kristjánsdóttir, Kolbeinn
Jón Ketilsson og Bjarni Thor Krist-
insson, og einnig koma fram Kór Ás-
kirkju, Hljómeyki, Kór Íslensku óp-
erunnar og Óperukórinn í Reykja-
vík.
Þýski tenórinn Jonas Kaufmann
kemur fram með hljómsveitinni á
tónleikum 21. maí en hann er einn
kunnasti óperusöngvari samtímans.
Boðið verður til Mahler-veislu 28.
maí en þá eru á efnisskránni Söngv-
ar úr Des Knaben Wunderhorn og
Sinfónía nr. 4. Einsöngvari verður
Camilla Tilling og Markus Poschner
stjórnar.
Páll Óskar tvisvar
Yfirskrift tónleika 3. júní er
Manstu gamla daga. Þá taka tveir af
vinsælustu dægurlagasöngvurum
þjóðarinnar, Sigríður Thorlacius og
Sigurður Guðmundsson, höndum
saman með Sinfóníunni og flytja vin-
sælar söngperlur frá 6. og 7. ára-
tugnum í nýjum útsetningum Hrafn-
kels Orra Egilssonar. Bernharður
Wilkinson stjórnar.
Loks kemur Páll Óskar Hjálmtýs-
son fram á tvennum tónleikum með
hljómsveitinni, 10. og 11. júní. Bern-
harður stjórnar þeim einnig.
„Það var löngu frágengið að
Ashkenazy myndi stjórna upphafs-
tónleikunum og nokkurn veginn
hver efnisskráin yrði þá. Síðan reyn-
um við að hafa þetta eins fjölbreytt
og hægt er, þannig að hljómsveitin
sýni allar sínar hliðar í sem fjöl-
breyttustu prógrammi,“ segir Árni
Heimir Ingólfsson tónlistarstjóri.
„Við vildum leyfa áheyrendum að
finna eitthvað við sitt hæfi í okkar
dagskrá, gefa sem flestum tækifæri
til að upplifa Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í Hörpu. Þetta eru svo mikil
tímamót í íslensku tónlistarlífi að
loksins eigum við heimili fyrir Sin-
fóníuhljómsveitina okkar.
Stóru sinfóníutónleikarnir eru
fyrst, opnunartónleikarnir, og síðan
Mahler-veislan, þar sem er líka
klassískur söngur. Tónleikar Kauf-
manns eru frábært tækifæri fyrir
óperuáhugafólk og loks koma ólíkir
dægurtónleikar.“ efi@mbl.is
Efnisskrá SÍ
í Hörpu kynnt
Klassík, óperu- og dægurtónlist í vor
Morgunblaðið/Ómar
Í Hörpu Stóri salurinn, Eldborg, er
óðum að taka á sig mynd.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Klassískt diskótek, sjálft of-
urmennið og túba í tilvistarkreppu
eru meðal þess sem krakkar og full-
orðnir munu upplifa á tónleikum
sem haldnir verða undir formerkjum
Töfrahurðar í Salnum á sunnudag.
Þetta er þriðja starfsár þessarar
fjölskyldutónleikaraðar þar sem
klassísk tónlist er flutt í æv-
intýralegri umgjörð fyrir börn á öll-
um aldri.
Flautuleikarinn Pamela De Sensi
stendur fyrir Töfrahurð í samvinnu
við Salinn en hugmyndina kom hún
með til landsins frá Ítalíu þar sem
hún starfaði í fimm ár við tónleika-
uppfærslur fyrir börn. „Við köllum
þetta Töfrahurð því við erum með al-
vöru töfrahurð á sviðinu,“ segir Pa-
mela. „Á tónleikunum köllum við
einhvern krakka upp á sviðið sem
fer svo í gegn um töfrahurðina og
kemur út aftur klæddur eins og t.d.
Mozart eða Händel, og fær svo að
stjórna hljómsveitinni eins og þeir
hefðu gert. Händel stjórnaði t.d.
ekki með tónsprota heldur með staf
sem hann barði í gólfið til að halda
takti. Þannig læra krakkarnir í
gegnum leik hvernig tónleikar voru
haldnir á þessum tíma.“
Íslenskir krakkar vel að sér
Á dagskrá sunnudagsins verður
m.a. Tobbi túba eftir George Kleins-
inger en Tim Buzbee fer með tit-
ilhlutverkið. Þá mun salurinn taka
stakkaskiptum því honum verður
breytt í klassískt diskótek undir
stjórn DJ Sóra eða Sigurþórs Heim-
issonar leikara. Danstónlistin verður
ekki af dæmigerðara taginu því
krakkarnir fá m.a. að skekja sig við
Turkish Marsch eftir Beethoven, Á
Sprengisandi Sigvalda Kaldalóns,
Eine kleine Nachtmusik eftir Moz-
art, tónlist Bleika pardusins og þe-
malagið úr myndunum um Of-
urmennið svo eitthvað sé nefnt.
„Ég geri þetta aðallega af því að
ég er sjálf eins og krakki og finnst
svo gaman að halda svona tónleika,“
segir Pamela. „Og það er ekki síður
skemmtilegt að gera þetta hér en á
Ítalíu því íslenskir krakkar kunna
mun meira um tónlist en jafnaldrar
þeirra á Ítalíu. Þegar ég tala við 8-9
ára krakka hér og spyr þá um Bach
og Mozart þá vita þeir eitthvað svo-
lítið um þá.“
Fallin fyrir landinu
Hljómsveit hússins er Skóla-
hljómsveit Kópavogs sem Össur
Geirsson stýrir en að auki verður
kammerhópurinn Shererazade með-
al flytjenda. Þá koma dansarar úr
Listdansskóla Íslands við sögu sem
og leikarar auk þess sem tenórinn
Gissur Páll Gissurarson tekur þátt í
fjörinu.
En hvað dregur ítalskan flautu-
leikara hingað á hjara veraldar? „Ég
kom til Íslands því ég á íslenskan
mann,“ svarar Pamela. „Og ég er
ekki bara fallin fyrir manninum
heldur landinu líka.“
Töfrað og tjúttað við klassíska tónlist
Fjölskyldutónleikar undir formerkjum Töfrahurðar í Salnum á sunnudag Klassísk tónlist færð í
ævintýralegan búning til að vekja áhuga barnanna Fá einnig að spreyta sig á hljómsveitarstjórn
Uppáklædd „Á tónleikunum köllum við einhvern krakka upp á sviðið sem fer svo í gegn um töfrahurðina og kemur
út aftur klæddur eins og t.d. Mozart eða Händel,“ segir Pamela um það hvernig töfrahurðin á sviðinu virkar.
Búningar leika stórt hlutverk á
tónleikum Töfrahurðar og eru
gestir hvattir til að mæta uppá-
klæddir til leiks. „Það á ekki
bara við um krakkana heldur
alla fjölskylduna – ömmu, afa
og foreldrunum er velkomið að
koma í grímubúning,“ segir Pa-
mela. „Í fyrra komu nokkuð
margir fullorðnir í búningum,
sem var rosalega skemmtilegt.“
Fjörið hefst um hálftíma fyrir
tónleikana með svokallaðri
Zumba-dansupphitun – að sjálf-
sögðu við tónlist gömlu meist-
aranna – auk þess sem blöðr-
umeistari verður á staðnum og
boðið verður upp á andlits-
málun.
„Við erum með tvo kennara í
Zumba og krakkarnir fá verð-
laun ef þeir þekkja lögin,“ segir
Pamela. „Við viljum byrja þetta
með svolitlu partíi til að ýta
undir það að krakkarnir komi á
réttum tíma, í stað þess að
lenda í því að allir komi á síð-
ustu stundu.“
Gestirnir í
grímubún-
ingum
KARNIVALSTEMNING
Großstadtsafarieftir Jo StrömgrenHeilabroteftir Brian Gerkeog Steinunni Ketilsdóttur
White for Decayeftir SigríðiSoffíu Níelsdóttur
Sýnt í Borgarleikhúsinu
aðeins sex sýningar
4. mars – uppselt5. mars – örfá sæti laus
6. mars – uppselt
9. mars
11. mars
12. mars
Miðasala í síma 568 8000
eða www.id.is
Íslenski dansflokkurinn
frumsýning 4. mars