Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 1
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins gengu ekki sérlega bjartsýnir af fundi með ráðherrum í gær, skv. heimildum Morgunblaðsins. Fátt var um skýr svör varðandi stærstu verkefnin sem ASÍ og SA telja algera forsendu þess að hægt verði að ganga frá kjarasamningum til þriggja ára. Þetta eru fjárfestingar í at- vinnulífinu, framkvæmdir til að auka atvinnu og efnahags- aðgerðir sem tryggi kaupmátt launa. Reyna á til þrautar að ná samkomulagi fram á helgina og útslitastundin er talin renna upp strax upp úr næstu helgi. Þá ráðist hvort sam- komulag næst eða kjaraviðræð- urnar dragast fram á vorið. ASÍ vill fjár- festingar í stórframkvæmdum fyrir a.m.k. 200 milljarða á næstu þremur árum en ein- göngu eru í pípunum framkvæmdir fyrir sem svarar 20-30 milljörðum. Ljóst er að tvöföldun Vesturlands- og Suðurlandsvegar verður ekki gerð í einkaframkvæmd. Fram- lög til nýframkvæmda í vegagerð hafa verið skorin niður í 6 milljarða og því óttast forystumenn á vinnumarkaði að fé til þess- ara framkvæmda verði tekið af takmörkuðu vegafé. Áform um Vaðlaheiðargöng skipti ekki miklu í þessu samhengi því ekki verði til mörg atvinnutækifæri við borun ganganna. Ákveðið er að skoða möguleika á að ráðast í einn áfanga Sundabrautar. MÚtspil stjórnvalda »4 Fengu rýr svör um lykilmál  Úrslitastund í kjara- viðræðum upp úr helgi Mörg mál undir » Ágreiningur er um lækkun trygg- ingagjalds en ASÍ vill að með því auk- ist svigrúm til launahækkana. » Rætt er um átak við að koma ungu atvinnulausu fólki inn í framhalds- skólana og að nýta Atvinnuleysistrygg- ingasjóð til þess. F I M M T U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  64. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g SKIN OG SKÚRIR HJÁ STRÁKUNUM HLUTI AF KOSTNAÐI LENDIR Á RÍKI LÁRA Í MEIRI HÆTTU STÖDD EN ÁÐUR VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS PRESSA 2 Í LOFTIÐ 36SVEIFLUR ÍÞRÓTTIR Draumar Íbúðirnar áttu að vera glæsilegar.  Nefnd á vegum Regins ehf., sem er dótturfyrirtæki Landsbankans, hyggst bjóða þrem aðilum að taka þátt í síðara þrepi útboðs vegna uppbyggingar á Mýrargötu 26 þar sem eitt sinn var til húsa Hrað- frystistöðin. Einn bjóðendanna gerði einnig kauptilboð í eignina og verður því tekið eða hafnað í dag. Fasteignafélagið Nýja Jórvík ehf. eignaðist lóðina eftir að fisk- vinnslu var hætt og hugðist reisa þar átta hæða hús með 61 stúdíó- íbúð með allt að fimm metra loft- hæð. Bankinn eignaðist lóðina að fullu þegar Nýja Jórvík varð gjald- þrota. »12 Lokið skiptum á búi Nýju Jórvíkur ehf. Morgunblaðið/Eggert Börn Áætlað er að börn í Vesturbæ fari öll í Hagaskóla við 12 ára aldur. Foreldrar um 2.100 barna í grunn- skólum Vesturbæjar og leikskólum Austurbæjar hafa verið boðaðir á sameiginlegan fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna tillagna um sameiningu skóla og breytingu á skóla- og frístundastarfi. Fundurinn verður haldinn í Hlíða- skóla í Austurbæ og margir foreldr- ar, ekki síst í Vesturbæ, eru óánægð- ir með að boðað sé til svo fjölmenns fundar um svo aðskilin málefni. „Þetta er náttúrlega tvennt ólíkt, leikskólarnir og grunnskólarnir, maður hefði vilja sjá frekar einn fund í Vesturbænum og annan í Aust- urbæ,“ segir Ingólfur Már Ingólfs- son, foreldri í skólaráði Grandaskóla. Hann segir hætt við því að sumir sæki ekki fundinn vegna þessa. Foreldri sem rætt var við sagði um dæmigerða Excel-æfingu að ræða. „Það er verið að káfa inn á sviðið sem er okkur viðkvæmast, hvað á að gera við börnin okkar. Þarna eru settar fram óljósar hug- myndir um hvernig á að spara pen- inga en ekki hefur verið sýnt fram á hvernig og þetta ruggar bátnum hjá rosalega mörgum.“ »6 „Dæmigerð Excel-æfing“  Foreldrar á þriðja þúsund barna á einn fund í Hlíðaskóla Öldruð hjón í borginni Minamisanriku í Miyagi- héraði í norðausturhluta Japans með kerru, hlaðna mat og öðrum nauðsynjum, sem þau ætluðu að færa ættingjum er misstu allt sitt í jarðskjálftanum mikla fyrir viku. Seint í gærkvöldi var haft eftir jap- önskum yfirvöldum að vitað væri um liðlega 4.300 dauðsföll vegna hamfaranna en að auki hefði ekki enn tekist að hafa uppi á um 8.600 manns. Fjöldi erlendra björgunarsveita er nú kominn til Japans eða er á leiðinni. Starfsmenn kjarnorkuvers- ins í Fukushima börðust enn í gær við að reyna að kæla kjarnakljúfa versins, yfirmaður orkumála hjá Evrópusambandinu fullyrti að menn hefðu „í reynd misst stjórn“ á verinu. Tæknimenn voru fluttir frá hættulegum stöðum við kjarnorkuverið í gærmorg- un, geislunin var orðin of mikil. »18 Samhjálp á hörmungasvæðinu Reuters  Icelandair Group og tvíbura- bræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir hafa undanfarin sex ár kannað möguleika á því að opna löglegan spilasal eða casino hér- lendis að danskri fyrirmynd til styrktar íslensku atvinnulífi. Bræðurnir segja að margir ólög- legir spilaklúbbar séu starfræktir á höfuðborgarsvæðinu, einfaldlega vegna þess að eftirspurnin sé mikil. Þessir klúbbar skili samfélaginu engu en löglegur spilasalur eða cas- ino skapi ný störf, efli ferðaþjón- ustuna og búi til nýjan skattstofn. Þeir áætla að árlegar tekjur rík- isins af casino yrðu um 450 til 750 milljónir króna. »16 Margir ólöglegir spilaklúbbar  Fjármögnun á Vaðlaheiðar- göngum verður tryggð af ríkissjóði með útgáfu skuldabréfa sem verða sambærileg við húsnæðisbréf Íbúðalánasjóðs, að því er stjórnar- maður í Vaðlaheiðargöngum hf. segir í samtali við Morgunblaðið. Forsendur framkvæmdanna eru þær að vegatollar geti staðið undir kostnaði við þær og rekstur gang- anna, en Félag íslenskra bifreiða- eigenda hefur gagnrýnt þær for- sendur og segir afar hæpið að tollarnir geti staðið undir göng- unum. Því muni hluti kostnaðarins lenda með einum eða öðrum hætti á ríkinu. »Viðskipti Vaðlaheiðargöng með ríkisábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.