Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Akureyri
Skapti Hallgrímsson
Rautt íbúðarhús
steinsnar frá Höepfnersbryggju er
áberandi, og bílskúr í stíl. Skúrinn
vakti enn meiri athygli en áður í
fyrradag þegar hann var opnaður.
Ekki þó á hefðbundnum stað.
Ungur ökumaður varð fyrir því
óláni að missa stjórn á bíl sínum þar
sem hann ók suður Drottingarbraut,
fór í gegnum girðingu og lenti á bíl-
skúrnum. Ökumaðurinn slapp með
skrámur en bíllinn er mikið
skemmdur. Svo og skúrinn, eins og
sjá má á myndinni.
Fyrsta skóflustunga að nýju
hjúkrunarheimili var tekin síðasta
föstudag við Vestursíðu 9. Þetta
verður fyrsta heimilið af þessu tagi
norðan Glerár í bænum en þar verða
45 hjúkrunarrými.
„Hér sleit ég barnsskónum og
hér verður gott að slíta inniskónum,“
sagði Geir Kristinn Aðalsteinsson,
forseti bæjarstjórnar Akureyrar,
eftir að hann tók fyrstu skóflustung-
una. Hann er alinn upp í næsta ná-
grenni.
Ástæða er til að vekja sérstaka
athygli á minningartónleikum um
séra Pétur Þórarinsson í Laufási,
sem fram fara í Hofi á laugardags-
kvöldið. Þar koma fram ýmsir
þekktir norðlenskir listamenn og
hljómsveitarstjóri verður Gunnar
Þórðarson.
Kórarnir sem syngja á tónleik-
inum eru Hymnodia og Kammerkór-
inn Ísold undir stjórn Eyþórs Inga
Jónssonar og sameinaðir sóknar-
kórar Péturs, sem Petra Björk Páls-
dóttir stjórnar. Álftagerðisbræður
syngja eins og þeim einum er lagið
og sömuleiðis kvenna-alttríóið Alt
saman. Einsöngvarar verða Hjalti
Jónsson, Óskar Pétursson, Örn Við-
ar Birgisson og Sveinn Dúa Hjör-
leifsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir
leikur einleik á fiðlu.
Milli laga verður brugðið upp
myndbrotum úr lífi Péturs, m.a.
myndum frá eftirminnilegum tón-
leikum, sem haldnir voru í Gler-
árkirkju til styrktar Pétri fyrir hálf-
um öðrum áratug.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni
þess að Pétur hefði orðið sextugur á
árinu, en hann lést 1. mars 2007 eftir
langvinn veikindi.
Síðar á árinu verður gefin út bók
í minningu Péturs. Þar verða minn-
ingar samferðamanna um Pétur auk
valinna kafla úr ræðum hans, pre-
dikunum og greinaskrifum. Bókinni
mun fylgja DVD-diskur með heim-
ildarmynd um Pétur eftir Gísla Sig-
urgeirsson kvikmyndagerðarmann.
Hagnaður af tónleikum og bóka-
útgáfunni rennur í minningarsjóð
um sr. Pétur. Hlutverk sjóðsins
verður að hlaupa undir bagga með
einstaklingum og fjölskyldum sem
lenda í erfiðleikum vegna veikinda af
svipuðum toga og Pétur stríddi við.
Tónlist Davids Bowie hljómar á
Græna hattinum annað kvöld. Karl
Örvarsson og hljómsveitin Kóngu-
lærnar frá Mars verða á sviðinu.
Af barnsskóm og inniskóm
Galopinn Þessi rauði bílskúr var enn meira áberandi í vikunni en áður.
Ruth Tryggvason,
heiðursborgari Ísa-
fjarðarbæjar, jafnan
kennd við Gamla bak-
aríið á Ísafirði, lést í
gær, 89 ára að aldri.
Ruth fæddist í Har-
alsted í Danmörku
hinn 16. maí 1921. Eig-
inmanni sínum, Að-
albirni Tryggvasyni,
kynntist hún í Kaup-
mannahöfn sumarið
1946. Hann var frá Ísa-
firði og flutti hún með
honum þangað í febr-
úar 1950.
Ruth fór fljótlega að afgreiða í
Gamla bakaríinu sem tengdafaðir
hennar átti og rak. Síðar tóku hún
og Aðalbjörn við bak-
aríinu en voru einnig
um árabil með marg-
víslegan annan versl-
unarrekstur. Ruth og
Aðalbirni varð þriggja
barna auðið en Aðal-
björn lést árið 1970, að-
eins 45 ára gamall.
Ruth hélt rekstrinum
ótrauð áfram með
dyggri aðstoð fjöl-
skyldu sinnar.
Ruth fékkst við ýmis
verkefni á lífsleiðinni
og var m.a. ræðis-
maður Dana á Ísafirði í
hátt í þrjá áratugi. Þá beitti hún sér í
menningarmálum, mannúðarmálum
og skógrækt.
Andlát
Ruth Tryggvason
Stjórn Félags framhaldsskólakenn-
ara kvartar í fréttatilkynningu und-
an seinagangi í kjaraviðræðum en
samningur félagsins við ríkið rann út
í nóvember í fyrra. Benda þeir á að
kaupmáttur heildarlauna hafi rýrnað
mjög. Í kjölfar kreppunnar hafi
framlög til rekstrar framhaldsskóla
auk þess verið lækkuð um hálfan
annan milljarð króna og álíka fjár-
hæð, sem eyrnamerkt var fram-
kvæmd nýrra framhaldsskólalaga,
hafi aldrei runnið til skólanna heldur
í ríkissjóð.
„Kaupmáttur dagvinnulauna
framhaldsskólakennara hefur á
tímabilinu frá 2007 til 2010 rýrnað
um 12,6% en heildarlauna um 19%,“
segir í tilkynningunni. „Á sama tíma
hefur nemendum fjölgað og fjöldi
kennara nánast staðið í stað. Náms-
hópar hafa stækkað og stór hluti
kennara finnur fyrir streitu og álagi í
starfi vegna aðgerða á vinnustöðum
sínum sem tengjast kreppunni.
Þjónusta skóla við nemendur hefur
verið skorin niður sem birtist m.a. í
minni stuðningi við nemendur, fá-
breyttara námsframboði og kennslu-
háttum og fjölmennari námshópum.“
Framhaldsskólar landsins eru nú
alls 35, þar af 16 í Reykjavík. Um
1700 kennarar starfa við skólana.
kjon@mbl.is
Segja kaupmátt heildar-
launa hafa rýrnað um 19%