Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 19

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Verktaki í Shandong-héraði í Kína fékk sig fullsaddan af lúxusbíla- framleiðandanum Lamborghini eft- ir að fyrirtækið brást treglega við umkvörtunum hans um vélarbilun, aðeins um mánuði eftir að hann keypti bílinn, og tók til sinna ráða. Fékk hann fíleflda verkamenn með sleggjur til að láta höggin dynja á bílnum sem kostaði litlar 33,5 milljónir króna. Lét rústa lúxusbílnum Reuters Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hersveitir Muammars Gaddafis umkringdu í gær uppreisnarmenn í bænum Ajdabiya en hann er síð- asta vígið í nágrenni borgarinnar Benghazi, helsta vígi vopnaðra andstæðinga einræðisherrans. Tíminn vinnur með Gaddafi og á meðan vesturveldin rökræða hvort grípa skuli til aðgerða til að lið- sinna uppreisnarmönnum hefur her hans náð að hrekja andstæð- inga sína úr einu víginu í annað. Fara líkur á að Gaddafi verði steypt af stóli minnkandi með hverjum deginum. Sprengjuregn í Misurata Uppreisnarliðið á einnig í vök að verjast í borginni Misurata en þar hefur herinn látið sprengjum rigna yfir vopnaða andófsmenn. Ljóst þykir að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið í átökunum og hafði AFP-fréttastofan eftir lækn- inum Abdul Karim Mohammed, að minnst 26 hefðu týnt lífi í Ajda- biya, þar á meðal óbreyttir borg- arar. Þá ræddi AFP við Gary Li, sér- fræðing hjá varnarmálahugveit- unni IISS, sem taldi að flugbann myndi bera takmarkaðan árangur gegn herliði Gaddafis. Eina ráðið til að stöðva framrás þess við borg- armörk Benghazi væri að beita loftárásum. Fögnuður í herliði Gaddafis Reuters Sigurstund Herlið Gaddafis fagnar áfangasigri í bænum Ajdabiya. Reuters- fréttastofan tók fram að ljósmyndarinn hefði verið undir ströngu eftirliti.  Sækja hratt fram gegn uppreisnarmönnum  Hvert vígið fellur á fætur öðru  Sérfræðingur telur loftárásir þurfa til Evrópusam- bandið hyggst í sumar kynna nýtt regluverk um starfsemi netfyrirtækja í ríkjum sam- bandsins. Mun það ná til samskiptasíðna á borð við Face- book og fela í sér að notandinn fær meiri stjórn á afdrifum gagna sem hann varða á slíkum síðum og getur eytt þeim eftir hentugleika. Verður reglunum meðal annars ætlað að tryggja að fyrirtæki geti ekki notað gögn um viðkomandi, svo sem vegna markaðssetningar, að því er breska blaðið Guardian sagði frá. Ráði yfir gögnum á Fésbókinni Netið Á fésbókinni. Þrír mótmæl- endur létu lífið í átökum mótmæl- enda og hersins á Perlutorgi í Man- ama, höfuðborg Barein, í gær. Útgöngubanni var komið á við torgið og í fjár- málahverfi borg- arinnar en óvíst er hversu lengi það varir. Fram kom á vef breska útvarps- ins, BBC, að heilbrigðisráðherra Barain og nokkrir dómarar hafi látið af embætti til að mótmæla hörku stjórnvalda gegn andófsmönnum. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi stjórn- völd í Barein og sagði þau á „rangri braut“ í hörðum viðbrögðum sínum. Þá sagði AFP-fréttastofan mikla reiði meðal sjíta í arabaheiminum en meirihluti íbúa Barein eru sjítar. Barein á suðupunkti Samstaða Mót- mæli í Írak. H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A 1 0- 1 1 -0 4 9 5 Komdu og kynntu þér lausnir fyrir lántakendur Opið í öllum útibúum í dag til kl. 18 Íslenskt húsnæðislán 110% aðlögun húsnæðislána Erlent húsnæðislán Endurútreikningur eða höfuðstólslækkun Nýtt íslenskt húsnæðislán Sértæk skuldaaðlögun Það verður opið til kl. 18.00 í útibúum Íslandsbanka alla fimmtudaga í mars. Ráðgjafar okkar verða reiðubúnir að veita upplýsingar um úrræði og þjónustu bankans. Einnig verður opið hjá gjaldkerum og hægt að sinna öllum venju- legum erindum.* Dæmi um úrræði í boði: • Endurútreikningur erlendra húsnæðislána Við höfum hafið endurútreikning á erlendum lánum samkvæmt lögum. Reikna má með að höfuðstóll flestra erlendra húsnæðislána lækki á bilinu 25 til 40%. • 110% aðlögun Ef höfuðstóll lánsins þíns er hærri en 110% af markaðsvirði hússins stendur þér til boða að lækka hann sem því nemur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. • Sértæk skuldaaðlögun Sé frekari úrræða þörf, stendur þér sértæk skuldaaðlögun til boða sem getur haft í för með sér enn frekari niðurfærslu skulda. Komdu í dag fyrir kl. 18 og farðu yfir þín mál með ráðgjöfum okkar. *Athugið að lokað verður hjá fyrirtækjaráðgjöfum milli kl. 16 og 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.