Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
✝ Kristín Bárð-ardóttir fædd-
ist á Ísafirði 10. júlí
1922. Hún andaðist
á Eir 5. mars 2011.
Foreldrar Krist-
ínar voru hjónin
Emelía Hólmfríður
Guðmundsdóttir, f.
15. apríl 1890 í Bæ í
Árneshreppi, d. 23.
september 1933, og
Bárður Guðmunds-
son bókbindari og fiskmats-
maður á Ísafirði, f. 27. sept-
ember 1871 á Blámýrum,
Ögurhreppi, d. 12. júlí 1952. For-
eldrar Emelíu Hólmfríðar voru
hjónin Björg Þorkelsdóttir í Bæ,
Árneshreppi, f. í Ófeigsfirði 7.
maí 1853, d. 10. maí 1938, og
Guðmundur Guðmundsson, f. í
Kirkjubólshreppi, Strandasýslu
27. ágúst 1856, d. 1924. Bárður
var sonur hjónanna Kristínar
Bárðardóttur, f. 11. júlí 1840, d.
23. september 1891, og Guð-
mundar Jóhannessonar, f. 5.
september 1841, d. 29. maí 1890.
Eftir andlát móður sinnar var
Kristín tekin í fóstur af hjón-
unum Bárði G. Tómassyni skipa-
verkfræðingi á Ísafirði, f. 13.
mars 1885, d. 10. júlí 1961, og
Ágústu Þorsteinsdóttur, f. 19.
sambúð með Jóhönnu Signýju
Jónsdóttur, c) Pálmi Freyr við-
skiptafræðingur í framhaldnámi
í Bretlandi í sambúð með Aðal-
björgu Bjarnadóttur fé-
lagsráðgjafa og eiga þau eina
dóttur. 2) Guðrún Kristjana, f.
29. apríl 1950, iðjuþjálfi í
Reykjavík, gift Einar H. Péturs-
syni verktaka, börn þeirra: a)
Hafsteinn stærðfræðinemi við
HÍ, b) Guðmundur stærð-
fræðinemi við HÍ, fyrir átti Guð-
rún Kristjana: c) Pétur Hammer
Jenssen, rafvirkja í Kaupmanna-
höfn, í sambúð með Rikke
Bjergaard Pedersen og eiga þau
eina dóttur, d) Tómas Hammer
Jenssen, bakara í Reykjavík. 3)
Hannes Hafsteinsson, f. 17. sept-
ember 1951, d. 28. júlí 2007, dr. í
matvælaverkfræði, kona hans
var Ólafía Soffía Jóhannsdóttir,
börn þeirra: a) Kristín fjármála-
hagfræðingur gift Kára Krist-
inssyni hagfræðingi og eiga þau
tvö börn, en Kristín átti tvö börn
áður, b) Hafsteinn Ormar, hag-
fræðinemi við HÍ, c) Sigríður
Jóna nemi, fyrir átti Ólafía
Soffía: d) Nínu Nilsdóttur fé-
lagsliða og e) Magnús Nilsson
viðskiptafræðing í sambúð með
Ástu B. Reynisdóttur kerfisfræð-
ingi og eiga þau tvær dætur.
Árið 1972 fluttu þau hjónin til
Eskifjarðar, síðan 1979 til
Grindavíkur og loks til Reykja-
víkur 1989.
Útför Kristínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 17. mars
2011, kl. 15.
ágúst 1881, d. 9.
okt. 1958. Bárður
G. Tómasson og
Bárður Guðmunds-
son voru systrasyn-
ir. Systkini Krist-
ínar voru:
Guðmundur, vél-
stjóri á Ísafirði, f. 9.
febrúar 1918, d. 27.
júní 1977, og Guð-
rún, skrifstofustjóri
á Selfossi, f. 8. jan-
úar 1927, d. 27. febrúar 2010.
Uppeldisbróðir Kristínar var
Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri, fæddur á Ísafirði 8.
júní 1918, d. 7. apríl 2009.
Kristín giftist Hafsteini O.
Hannessyni bankastarfsmanni
25. ágúst 1944. Hafsteinn fædd-
ist á Ísafirði 31. október 1921, d.
16. maí 1992. Börn Kristínar og
Hafsteins: 1) Bárður f. 11. júlí
1945, skipaverkfræðingur í
Reykjavík, kvæntur Eddu Gunn-
arsdóttur aðstoðarleik-
skólastjóra, börn þeirra: a) Há-
kon Frank,
byggingaverkfræðingur í Mos-
fellsbæ, kvæntur Aðalheiði Ein-
arsdóttur líffræðingi og eiga þau
þrjú börn, en Hákon átti eina
dóttur fyrir hjónaband, b) Birgir
Valur, iðnnemi í Reykjavík, í
Elskuleg móðir okkar kvaddi
þennan heim laugardagskvöldið
5. mars eftir nokkurra ára glímu
við Alzheimer-sjúkdóminn.
Hún var fædd og uppalin á Ísa-
firði. Hún missti móður sína 11
ára gömul og ólst upp á heimili
frænda síns í Túngötu 1 og bjó
þar samfellt þar til hún flutti til
Eskifjarðar árið 1972. Hún
minntist oft frænda síns og fóstra
og lét þau orð falla, að hann hefði
verið besti maður sem hún þekkti.
Þessi uppeldisár höfðu mikil áhrif
á líf hennar.
Móðir okkar starfaði við af-
greiðslustörf þar til hún giftist, en
þá helgaði hún sig uppeldi okkar
systkinanna og húsmóðurstörf-
um. Hún tók virkan þátt í fé-
lagsstarfi á Ísafirði m.a. var hún í
skátafélaginu Valkyrjum og í
Kvenfélagi kirkjunnar. Mamma
fórnaði miklum tíma og kröftum í
umönnun eldri kynslóðarinnar.
Hún hjúkraði fóstra sínum, sem
flutti inn á heimili okkar, svo og
tengdamóður sinni síðustu æviár
þeirra. Umhyggja og ástúð var
henni í blóð borin. Það var alltaf
líf og fjör í kringum mömmu, þar
sem barnabörn og önnur börn
sóttu í félagsskap hennar og nutu
hlýju hennar og velvilja. Hún
lærði handvefnað af mágkonu
sinni, Margréti Bjarnadóttur
vefnaðarkennara, sem var með
vefstofu á heimili okkar. Þær voru
mikla vinkonur, en Margrét lést
langt um aldur fram árið 1963.
Mamma og vinkona hennar Lauf-
ey Maríasdóttir vöktu athygli
bæjarbúa og fengu viðurnefnið
„stormsveitin“, þar sem þær fóru
í göngutúra alla virka daga sama
hvernig viðraði. Hreyfing og úti-
vera var hluti af hennar lífsstíl að
ógleymdum öllum berjaferðun-
um.
Nýr kafli hófst í lífi móður okk-
ar þegar foreldrar okkar fluttu til
Eskifjarðar, þar sem faðir okkar
tók við starfi útibússtjóra hjá
Landsbanka Íslands. Auk þess að
vefa fann hún sér nýtt tómstunda-
gaman, en það var söfnun og slíp-
un á skrautsteinum. Á þessum
tíma opnaðist hringvegurinn og
mikið var um gestakomur. Þau
nutu þess að taka á móti vinum og
vandamönnum, sem leið áttu um.
Hæfileikar mömmu í matseld og
bakstri blómstruðu þegar hún
töfraði fram veislurétti á skömm-
um tíma. Til Grindavíkur fluttu
þau 1979 og bjuggu þar í 10 ár.
Þar starfaði hún sem sjálfboðaliði
í félagi eldri borgara og hafði
mikla ánægju af. Foreldrum okk-
ar þótti gaman að ferðast um
landið, skoða merka staði og
heimsækja ættingja og vini. Þær
voru ófáar sumarferðirnar á jepp-
unum í gamla daga, hvort sem
það voru ferðlög um landið eða á
skátamót. Seinni árin á meðan
heilsa beggja leyfði fóru þau all-
nokkrar ferðir til útlanda. Þegar
við systkinin bjuggum erlendis
komu þau reglulega í heimsókn.
Þau nutu sín vel í þessum ferðum
og höfðu mikinn áhuga á menn-
ingu annarra þjóða.
Við starfslok föður okkar fluttu
þau á Grandavegi 47 í Reykjavík
og bjó hún þar til 2004 er hún
flutti í Foldabæ, en þá hafði sjúk-
dómurinn sagt verulega til sín.
Síðustu árin bjó hún á Hjúkrun-
arheimilinu Eir.
Elsku mamma, að leiðarlokum
viljum við þakka þér fyrir allar
ánægjulegar stundir og erum
þess fullviss að pabbi og Hannes
bróðir hafa tekið vel á móti þér.
Megi góður Guð vernda þig og
varðveita.
Bárður Hafsteinsson,
Guðrún K. Hafsteinsdóttir.
Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt
um svartan skýjadag.
Ó, hvað það getur blíðkað, bætt
og betrað andans hag.
(Steingr. Thorst.)
Með þessum fáu orðum langar
mig til að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast syni hennar
Hannesi en hann lést árið 2007.
Ég veit að Hannes og tengdafaðir
minn hafa tekið vel á móti henni.
Hún var persóna sem hafði sér-
staka ró og mikla góðmennsku og
tók öllu með jákvæðu hugarfari
og gekk brosandi til lífsins og til
alls sem hún tók sér fyrir hendur.
Já hún Stína eins og hún var
alltaf kölluð var einstök og hlý á
allan hátt.
Á hverjum jólum bakaði hún og
færði mörgum eldri ættingjum.
Hjá mér voru ekki jól nema búið
væri að baka hennar yndislegu
engiferkökur.
Áður en ég kynntist Hannesi
syni hennar átti ég tvö börn, Nínu
og Magnús. Alltaf kom hún fram
við þau eins og þau væru hennar
eigin barnabörn, uppörvaði þau
og sýndi þeim jafnframt hlýju og
kærleika.
Árið 1980 fluttum við Hannes
utan og komu Stína og Hafsteinn
maður hennar þrisvar til okkar í
heimsókn og voru það yndislegar
stundir sem fjölskyldan átti sam-
an.
Hún Stína var ekki að eyða
tíma í búðaráp, heldur vildi og
naut sín best með Hannesi að tína
bláber á meðan við tengdafaðir
minn vorum heima að passa
hundinn sem honum þótti ein-
staklega vænt um.
Bláberin enduðu svo í góðri
sultu, og svo bakaði hún pönnu-
kökur í 30 stiga hita og var þetta
alltaf jafngaman. Húsið fylltist
svo af börnum sem vildu ólm
smakka þetta íslenska góðgæti.
Þessum kveðjuorðum mínum
vil ég ljúka með kvæðinu Traust
eftir Erlu:
Engan þarf ég að óttast voða,
eigi hin dekkstu þrumuský.
Gegnum lífsins brim og boða
ber mig drottinn faðmi í.
Þegar hinsta brotnar bára,
brýt ég skip við feigðarströnd,
Framhaldslíf í fegra heimi
fel ég guð! í þína hönd.
(Úr Hélublómi)
Blessuð sé minningin um ynd-
islega tengdamóður og góða konu
sem sýndi mér og fjölskyldunni
allan þann kærleika sem hún gat
gefið.
Hvíl í friði.
Ólafía Soffía Jóhannsdóttir.
Elsku Stína. Ég samgleðst þér
að vera laus úr viðjum þess sjúk-
dóms sem hefur heltekið þig hin
síðustu ár.
Ég trúi því að þú hafir aftur
fengið sjálfsvirðingu, reisn og list-
ræna hæfileika og sért komin
þangað sem öllum líður vel og eru
jafnmikils metnir, eins og þú vild-
ir að líf okkar væri.
Ég veit að þar er vel tekið á
móti þér af þeim ástvinum sem
þar eru.
Ég læt hér með fylgja það vers,
sem þú raulaðir í veikindum þín-
um allt til lokadags.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég þakka þér fyrir allan þann
stuðning og hlýhug, sem þú hefur
veitt mér á þeim langa tíma sem
leið okkar hefur legið saman.
Þín tengdadóttir,
Edda Gunnarsdóttir.
Elsku amma. Takk fyrir allar
stundirnar í gegnum árin. Það var
alltaf gaman að koma til ykkar afa
í Grindavík og fá að vera yfir
helgi. Það var nú þannig að það
var ekki óalgengt að krakkar úr
nágrenninu væru í heimsókn þó
að engin barnabarnanna væru hjá
þér. Þú varst alltaf til í að bjóða
upp á dýrindis gómsæti í kaffitím-
anum. Þegar ég fékk að koma og
búa hjá ykkur afa og vinna í
frystihúsinu eitt sumarið var allt-
af gott að koma heim í hádeginu
og fá góða matinn hjá þér. Loft-
kökurnar og súkkulaðikakan voru
í uppáhaldi hjá mér og þú sást til
þess að kakan væri til þegar ég
kom í heimsókn og loftkökurnar
fékk ég um hver jól.
Þegar við Heiða komum heim
frá Bandaríkjunum tókum við
upp á því að spila brids með þér
og ömmu Doris og gerðum við það
þar til þú veiktist, þessar stundir
nutum við að eiga með þér. Von-
andi ert þú nú komin til afa og þið
njótið þess að fylgjast með okkur
þaðan sem þið eruð.
Hákon Frank Bárðarson.
Okkar sterkasta minning um
ömmu er hversu hjartahlý og
skapgóð hún var. Hún tók vel á
móti öllum og vildi öllum gott
gera. Sérstaklega var gaman að
heimsækja hana á jólunum, en þá
fylltist íbúðin af bökunarilmi og
amma setti upp lítið jólaland fyrir
okkur barnabörnin, þar sem hún
skreytti borð með fullt af litlum
jólasveinum, grýlum og leppalúð-
um. Amma var hörkudugleg og
kenndi okkur þrautseigju, þolin-
mæði og að sýna dugnað í því sem
maður tekur að sér. Við vorum
ungir þegar amma kenndi okkur
„Fagur fiskur í sjó“. Þessi leikur
gladdi okkur og á yngri árum báð-
um við ömmu alltaf að leika hann,
þegar við komum í heimsókn.
Amma var léttlynd og ávallt var
stutt í grín, hún kenndi manni að
þegar erfiðleikar berðu að dyrum
væri oft betra að horfa spaugilega
á hlutina og slá upp í grín til að
létta undir. Þessi persónuein-
kenni hennar urðu meira áber-
andi í veikindum hennar, í stað
þess að þrjóskast við gleymsku og
reiðast lét hún tilfinningarnar
ekki ná tökum á sér og hló og
gerði grín. Hún var alltaf svo
brosmild og kát, skaplyndi henn-
ar er nokkuð sem allir ættu að
reyna að temja sér. Það er margt
sem við getum minnst, en helst
viljum við geta brosað til hennar
og fengið bros hennar til baka.
Elsku amma, að leiðarlokum
viljum við þakka þér fyrir allt sem
þú varst okkur bræðrunum.
Hafsteinn, Guðmundur,
Thomas og Pétur.
Þegar við minnumst föðursyst-
ur okkar, Kristínar Bárðardóttur,
eða Stínu frænku eins og við köll-
uðum hana alltaf, hvarflar hugur-
inn heim til Ísafjarðar, í Túngötu
1, heimili Stínu og Hafsteins eig-
inmanns hennar. Heimili þeirra
hjóna bar vott um smekkvísi hús-
móðurinnar og einstaka vand-
virkni við allt sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Stína tók á móti
gestum og gangandi með glað-
værð og hlýju og lagaði afar gott
kaffi eins og amma hennar, Björg
í Bæ í Trékyllisvík, var fræg fyrir.
Móðir okkar, Margrét Bjarna-
dóttir, rak vefstofu um tíma og
leigði herbergi fyrir þá starfsemi í
kjallaranum á Túngötu 1. Hún
kenndi Stínu að vefa og vann
Stína hjá henni þar til móðir okk-
ar lést langt um aldur fram. Stína
hélt áfram að sitja við vefstólinn
og óf marga fallega og vel gerða
muni á meðan heilsa hennar
leyfði. Stína var glaðlynd og góð
kona með ríka þjónustulund, afar
samviskusöm, traust og trygg-
lynd, vinur vina sinna og velviljuð
öllum sem á vegi hennar urðu.
Á áttugasta og níunda aldurs-
ári fékk hún frænka okkar kær-
komna hvíld eftir langvinn veik-
indi sem hún bar með æðruleysi
eins og hennar var von og vísa.
Við systkinin erum þakklát fyr-
ir að hafa átt Stínu fyrir frænku,
þekkt hana og notið athvarfs,
væntumþykju og velgjörða henn-
ar, sérstaklega eftir fráfall móður
okkar, en þá vorum við systur
unglingar og Bárður enn á barns-
aldri.
Blessuð sé minning okkar góðu
frænku.
Hólmfríður, Snjólaug og
Bárður Guðmundarbörn.
Kveðja frá gömlum
skátafélögum
Kristín Bárðardóttir er fallin
frá. Upp í hugann koma gamlar
minningar henni tengdar. Stína
Bárðar var skáti í Kvenskáta-
félaginu Valkyrjunni á Ísafirði.
Ung giftist hún Hafsteini O.
Hannessyni bankamanni, en hann
endurreisti Skátafélagið Einherja
á Ísafirði árið 1942. Lagði hann
þar fram mikið starf og árangurs-
ríkt, ekki síst fyrir það að Stína
Bárðar studdi sinn mann á allan
máta í því starfi. Hún dró úr starfi
sínu fyrir Valkyrjuna, en þar var
hún í forystusveit, og var sátt við
að mikið af frítíma þeirra fór í
starf hans fyrir Einherja; fjöl-
marga fundi og útilegur og ferða-
lög á skátamót bæði utanlands og
innan. Börnin þeirra þrjú störf-
uðu líka mikið í skátafélögunum.
Það var margoft eftir skátafundi
að Hafsteinn hringdi heim og til-
kynnti: „Ég er alveg að koma og
hef með mér nokkra svanga
stráka.“
Aldrei brást að vel og hlýlega
væri tekið á móti okkur af hús-
freyju og nóg af kökum og öðru
góðgæti. Má segja að hús þeirra
væri oftar en ekki sem okkar ann-
að heimili. Seinna fluttu þau hjón
svo til Eskifjarðar og síðar til
Grindavíkur, en Hafsteinn gegndi
starfi útibússtjóra Landsbankans
á þessum stöðum. Allir heimsótt-
um við þau þangað og nutum sem
fyrr gestrisni þeirra, vinskapar
og fróðleiks um hin nýju heim-
kynni. Þegar Stína Bárðar var 80
ára gömul kom hún ásamt börn-
um sínum og tengdabörnum til
Ísafjarðar til að halda upp á af-
mælið. Hún sýndi okkur þann vin-
skap að bjóða okkur ásamt eig-
inkonum til veglegs
afmælisfagnaðar en sjálf átti hún
ekki lengur nána ættingja hér
vestra. Var það okkur öllum mjög
ánægjulegur og ógleymanlegur
samfundur, enda sá síðasti sem
við áttum með henni til að sam-
gleðjast og rifja upp liðna tíma.
Við gömlu skátarnir fjórir, sem
svo lengi störfuðum með Haf-
steini og Stínu, og konur okkar
sendum börnum þeirra og fjöl-
skyldum þeirra allra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Kristínar
Bárðardóttur.
Gunnar H. Jónsson,
Gunnlaugur Jónasson,
Jón Páll Halldórsson,
Konráð G. Jakobsson.
Kristín
Bárðardóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VIGDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 6. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Theodór Skúli Þórðarson, Svanlaug Elín Harðardóttir,
Eydís Anna Theodórsdóttir,
Vala Kristín Theodórsdóttir,
Egill Teitur Eysteinsson,
Ingibjörg Vigdísardóttir, Emil Kári Ólafsson,
Andrés Gísli Vigdísarson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS FJELDSTED,
Ferjukoti,
Borgarhreppi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
14. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Fjeldsted, Thom Lomaín,
Þorkell Fjeldsted, Heba Magnúsdóttir,
Guðrún Fjeldsted,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæri
HÖRÐUR G. ALBERTSSON
forstjóri
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
þriðjudaginn 15. mars.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þórdís Ásgeirsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Þorláksgeisla 1,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
15. mars.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. mars
kl. 13.00.
Þorsteinn Sigurðsson,
Kristján Helgason,
Sigurður Þórir Þorsteinsson, Hildur Hrönn Oddsdóttir,
Halldór Örn Þorsteinsson, Lilja Björg Sigurjónsdóttir
og barnabörn.