Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
„Fjármálakrepp-
an steypti Íslandi
í glötun. Bók-
menntafjársjóð-
irnir eru hins
vegar allt annað
en þurrausnir.“
Þannig hefst um-
fjöllun Wiebke
Porombka í
blaðinu Frank-
furter Allge-
meine Zeitung á þriðjudag um nýjar
þýskar þýðingar á íslenskum bók-
um, sem gefnar eru út í tilefni af því
að á bókamessunni í Frankfurt í
haust verður Ísland í öndvegi.
Wiebke fjallar í greininni um þýð-
ingar á bókunum Ofsa eftir Einar
Kárason, Gangandi íkorna og
Nokkrum almennum orðum um
kólnun sólar eftir Gyrði Elíasson,
Góðum Íslendingum eftir Huldar
Breiðfjörð, 79 af stöðinni eftir Ind-
riða G. Þorsteinsson og Rökkur-
býsnum eftir Sjón. Höfundur gefur
bókunum öllum lofsamlega umsögn.
Hún segir þó að það kunni að pirra
þýska lesendur „hvað allar þessar
bækur tengjast náið uppruna höf-
undanna. Huldar lætur sögumann
frásagnar sinnar setja tilefni ferð-
arinnar berum orðum: að verða al-
vöru Íslendingur. Það kemur hins
vegar þjóðernishyggju ekkert við,
heldur ber mun frekar vitni hvað
saga Íslands er laus við byrðar“.
Wiebke segir að Ísland hafi fram
að hruni verið „lítill, áhyggjulaus
kapítalískur undraheimur“. Það falli
að forlagatrú Íslendinga að hrun
hans sé nú talin forsenda þess að
þjóðin komist til meðvitundar á ný:
„Íslensk bókaútgáfa hagnast nú á
því og það ekki bara – eins og hinir
kaldhæðnu halda fram – vegna þess
að nú er ekki iPad heldur bækur í
jólapakkanum.“
Þýskar
þýðingar
lofaðar
Fjársjóðir bókmennt-
anna ekki þurrausnir
Gangandi íkorni
Lokaviðburður Marglaga
skynjunarskólans verður í
Kling & Bang, Hverfisötu 42, í
kvöld, fimmtudagskvöld, og
hefst dagskráin klukkan 20.
Í skólanum í galleríinu verð-
ur skynjunarleikhús í myrkri
þar sem gestum er boðið upp á
allsherjar skynjunarveislu.
Byrjað er á fordrykk með
hljómi og ilmi og viðstaddir
síðan leiddir í algleymið.
Merkt tónlistar- og myndlistarfólk stendur að
þessu skynverki, sem aðstandendur lýsa sem kon-
fekti fyrir öll skynfæri. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður og þurfa áhugasamir að skrá sig á
Facebook eða senda póst á kob@this.is.
Myndlist
Lokaviðburður
Marglaga í kvöld
Skynjunarleikhús í
skynjunarskóla
Þjóðleikhúsið og norska sendi-
ráðið standa fyrir málþingi um
leikritið Heddu Gabler eftir
Henrik Ibsen í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn
kl. 15. Málþingið er haldið í
tengslum við sýningu leikhúss-
ins á verkinu.
Á málþinginu mun Ba Cle-
metsen, stjórnandi Ibsenhátíð-
arinnar í Noregi, fjalla um leik-
ritið í erindi sínu Hedda Gabler
World wide – sett med norske øyne. Að því loknu
verða pallborðsumræður um sýninguna og verkið.
Þátttakendur eru Kristín Eysteinsdóttir leik-
stjóri, Bjarni Jónsson þýðandi og dramatúrg sýn-
ingarinnar og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona.
Leiklist
Þing um Heddu í
Þjóðleikhúsinu
Ilmur Kristjáns-
dóttir sem Hedda
Tónlistarmennirnir Ólöf Arn-
alds og Skúli Sverrisson koma
fram á samiginlegum tón-
leikum í Hörpu á Listahátíð í
vor. Verða tónleikarnir 20. maí
og er miðasala hafin.
Í síðustu viku fékk Ólöf Ís-
lensku tónlistarverðlaunin sem
Tónhöfundur ársins, fyrir
plötu sína Innundir skinni.
Hún hefur verið á tónleikaferð
síðustu mánuði, meðal annars
um Bandaríkin og Ástralíu. Þau Skúli, sem starf-
ar í Bandaríkjunum, unnu fyrst saman við plötu
hans, Seríu I. Hann var í vikunni tilnefndur til
Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir nýj-
ustu plötu sína, Seríu II.
Tónlist
Ólöf og Skúli leika á
Listahátíð í vor
Ólöf
Arnalds
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nótan er heiti uppskeruhátíðar tón-
listarskóla sem hrundið var fyrst af
stokkunum fyrir ári. Um þessar
mundir er hún haldin í annað sinn;
um síðustu helgi voru tvennir svæð-
isbundnir tónleikar með þátttöku
margra skóla, í Reykjavík og í
Stykkishólmi, þar sem valin voru at-
riði sem verða flutt á lokatónleik-
unum í Langholtskirkju 26. mars.
Þriðju og síðustu svæðisbundnu tón-
leikar Nótunnar verða á Eskifirði á
laugardaginn kemur og verða þar
einnig valin atriði fyrir tónleikana í
Langholtskirkju.
Á þrískiptum tónleikum í Reykja-
vík um liðna helgi komu fram 285
nemendur úr 28 tónlistarskólum á
höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og
Suðurnesjum, og í Stykkishólmi
komu fram yfir 60 nemendur af
Vesturlandi, Vestfjörðum og úr
Vestur-Húnavatnssýslu. Á tónleik-
unum á Eskifirði um næstu helgi
koma fram nemendur tónlistarskóla
á Norður- og Austurlandi. Samtök
tónlistarskóla, Félag tónlistarskóla-
kennara og Félag íslenskra hljóm-
listarmanna standa að Nótunni.
„Tónlistarskólarnir standa að
þessari uppskeruhátíð,“ segir Össur
Geirsson, stjórnandi Skóla-
hljómsveitar Kópavogs, sem er í
framkvæmdastjórn Nótunnar.
„Tilgangurinn með Nótunni er
margþættur. Við höfum ekki áður
haft vettvang til að hittast og sjá
hvað er verið að gera í hinum tónlist-
arskólunum. Allir eru með sína tón-
leika en nú getum við séð hjá öðrum
og sýnt okkur. Þetta er uppskeruhá-
tíð þar sem allir tónlistarskólar geta
sent inn eitt atriði.“
Tónlistaskólarnir eru það margir
að sú leið er farin að halda fyrst
svæðisbundna tónleika og enda með
lokatónleikum.
„Á hverjum fortónleikanna er val-
nefnd, skipuð valinkunnum tónlist-
armönnum, og velur hún atriði og
flytjendur sem koma fram í Lang-
holtskirkju – þau atriði sem þykja
skara fram úr.
Fyrir vikið verður svolítil keppni í
þessu í leiðinni, þótt það sé ekki
grunnhugmyndin,“ segir Össur.
„Það er samt metnaður hjá skól-
unum og flytjendum að senda góð
atriði og reyna að komast á loka-
tónleikana.“
Yngstu nemendurnir á tónleik-
unum hafa verið um níu ára gamlir
en þeir elstu um þrítugt.
„Þetta eru tónlistarnemendur á
öllum stigum,“ segir hann. Flokkað
er á tónleikunum eftir hinum þrem-
ur stigum tónlistarnámsins, grunn-
námi, miðstigi og framhaldsnámi.
„Það var mjög gaman hjá okkur á
lokahátíðinni í fyrra og okkur finnst
þetta stuðla að aukinni samvinnu
milli tónlistarskólanna.
Við erum líka að reyna að sýna
breiddina í tónlistarskólunum, enda
eru atriði skólanna mismunandi rétt
eins og skólarnir leggja áherslu á
mismunandi hluti,“ segir Össur.
Níu atriði sem skara fram úr á
lokatónleikunum hljóta sérhannaðan
verðlaunagrip fyrir hátíðina, „Nót-
una“, í verðlaun.
Hátíð tónlistarskólanna
Fjölmargir nemendur tónlistarskóla koma fram á uppskeruhátíðinni Nótunni
Þrennir svæðistónleikar Úrval nemenda kemur fram á lokatónleikum
Á tónleikunum Ýmiss konar tónlistarhópar og nemendur á ólíkum aldri
komu fram og kepptu um að leika á lokatónleikum Nótunnar.
Full ástæða til að
halda þýskum kvik-
myndum að áhorfendum 35
»
Mikið rosalega var gaman íSalnum á sunnudaginnþegar Bjössi Thor. ogStórsveitin fluttu verk
gítaristans undir stjórn Vestur-
Íslendingsins Richards Gillis. Mörg
þessara verka voru á efnisskrá
Bjössa, Gillis og Stórsveitarinnar í
Ráðhúsi Reykjavíkur 2009 og þau má
flest finna á nýjum diski teknum upp í
fyrra og útgefnum í Kanada, „Rhy-
mes“. Spilamennskan var bara enn
betri nú og maður var stoltur af Stór-
sveitinni og Bjössa, sem spilaði stutt
en hnitmiðuð sóló í flestum verkanna.
Richard Gillis er orðinn hirðútsetjari
Bjössa Thor. eins og Daniel Nolgård
hjá Sigga Flosa. Báðir hafa þeir vald
á stórsveitardjassinum frá Basie til
Gils Evans, en sá síðarnefndi skein
skært í útsetningu Gillis á „Sofðu
unga ástin mín“. Aftur á móti var út-
setning Gillis á rímnastefinu, „Vísum
(Rhymes)“, fönkaðri og býr yfir ein-
hverjum töfrum sem ég held að fest-
ist í minni fólks. Haukur Gröndal blés
þar flott sópransaxófónsóló og ekki
var hann síðri á klarinettið sitt í
„Enguerna“ sem hét „Kvöldljóð“
þegar Guitar Islancio lék þetta bóleró
Bjössa sem Gillis hafði skrifað balk-
an-millikafla við og Haukur lék af
innlifun og þekkingu. Toppflutn-
ingur.
Það voru mörg fín sóló blásin í
Salnum þennan sunnudag en kannski
var toppurinn er Jóel Pálsson tryllti í
„Kir“ Bjössa Thor. og takturinn
sveiflaðist frá rokki til svings. Þótt
Bjössi væri hæverskur í sólóum sín-
um þennan dag lét hann gamminn
geisa í „Gítarormi“ sínum – það væri
líka annað hvort!
Það voru ekki öll lögin jafnvel
heppnuð á tónleikunum, mér hefði
verið sama þótt Luther hefði setið
heima í þetta skipti og kannski á Gil-
lie eftir að bæta hann Gillis, „Blue
Lagoon“, sem verður sífellt betra.
Egill Ólafsson steig á svið undir lok
tónleikanna og söng klassík, „Sum-
mertime“ eftir Gershwin, og „Cor-
dova“ eftir Jobim. Honum brást ekki
bogalistin frekar en venjulega og út-
setning Gillis á „Summertime“ var
hressandi. Egill er stórkrúner og eins
og margir slíkir syngur hann oft eins
og djasssöngvari án þess að vera það;
fraseringar og tæming flott. Haukur
og Raggi Bjarna höfðu þetta líka, en
ekta djasskarlsöngvara höfum við
sjaldan átt í Evrópu.
Ekki má ljúka þessari umfjöllun án
þess að nefna hryndúettinn, Gunnar
Hrafnsson og Jóhann Hjörleifsson.
Fönkuð sveifla eða hrein – allt höfðu
þeir á valdi sínu. Gaman var líka að
heyra gamla stórsveitarjaxlinn, sax-
istann og tónskáldið Stefán S. Stef-
ánsson í hópnum og Óli Jóns er alltaf
traustur sólisti.
Glansandi flottur
Thoroddsen
Stórsveit Reykjavíkur „Það voru mörg fín sóló blásin í Salnum þennan sunnudag en kannski var toppurinn er Jóel
Pálsson tryllti í „Kir“ Bjössa Thor. og takturinn sveiflaðist frá rokki til svings.“
Salurinn
Björn Thoroddsen og Stórsveit
Reykjavíkurbbbbm
Einar St. Jónsson, Birkir Freyr Matthías-
son, Kjartan Hákonarson, Snorri Sig-
urðarson og Ívar Guðmundsson á
trompet; Einar Jónsson, Samúel Jón
Samúelsson og Stefán Ómar Jakobsson
á básúnu; David Bobroff á bassabás-
únu; Stefán S. Stefánsson, Haukur
Gröndal, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson
og Steinar Sigurðarson á saxófón, klar-
inett og flautu, Vignir Stefánsson á pí-
anó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Jó-
hann Hjörleifsson á trommur. Söngvari:
Egill Ólafsson. Höfundur tónlistar og
gítareinleikari: Björn Thoroddsen.
Stjórnandi, útsetjari og trompeteinleik-
ari: Richard Gillis. Sunnudaginn 13.
mars 2011.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST