Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 29

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 ✝ BrynjólfurJónsson fædd- ist á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum 18. maí 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sel- fossi 27. febrúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jón Einarsson, bóndi á Kálfs- stöðum, f. 11. mars 1900 á Eystri-Hóli, Landeyjum, d. 21. maí 1964, og Gróa Brynj- ólfsdóttir, húsfreyja á Kálfs- stöðum, f. á Kálfsstöðum 25. nóvember 1904, d. 27. júlí 1966. Systkini hans: Guðrún Helga, f. 1929, Lilja, f. 1930, d. 2003, Hanna, f. 1934, Einar, f. 1937, og Guðmundur, f. 1944, d. 1992. Brynjólfur vann við bú for- eldra sinna fram undir tvítugt en fór þá að vinna með frænda sín- um, Helga Bjarna- syni, við smíðar. Brynjólfur lauk sveinsprófi í húsa- smíðum frá Iðn- skólanum á Sel- fossi árið 1960 og var meistari hans Kjartan Ein- arsson, húsasmiður á Hvols- velli. Lengstan part starfs- ævinnar vann Brynjólfur á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga og seinni hluta þess tíma sem forstöðumaður þess. Brynjólfur var ógiftur og barn- laus. Jarðarför Brynjólfs hefur farið fram í kyrrþey. Okkur systkinin langar í örfá- um orðum að minnast Billa frænda. Við höfum þekkt Billa frænda alla okkar ævi, oftar en ekki hittum við hann þegar hann kom við í kaffi hjá afa og ömmu, þá oft í göngutúr eða ný- kominn úr einum slíkum. Það má með sanni segja að Billi frændi hafi verið duglegur að hreyfa sig, ósjaldan rákumst við á hann á förnum vegi í göngutúr um þorpið, ef til vill nýbúinn að ganga „Sólheimahringinn“ eða einhverja álíka vegalengd. Það var nánast sama hvernig veðrið var, alltaf fór Billi í sinn göngu- túr. Í þau örfáu skipti sem hann treysti sér ekki út vegna veðurs tók hann fram líkamsræktar- hjólið og hjólaði yfir golfinu í sjónvarpinu. Fyrir ekki svo löngu fjárfesti hann svo í hlaupabretti sem hann var afar stoltur af. Þegar Helga kom eitt sinn til hans að skoða gripinn geislaði hann eins og sól í heiði á meðan hann lýsti helstu kost- um tækisins. En það sem við systkinin eigum sennilega alltaf eftir að muna helst eftir við Billa frænda var hans mikla gjafmildi. Sem dæmi um það, þá höfðum við systkinin miklar áhyggjur af því eina páskana að við fengjum nú ekki nægilega mörg páskaegg. Það tók okkur ekki langan tíma að sannfæra Billa um mikilvægi þess að gefa okkur aukaegg, mömmu til mik- illar ánægju. Einnig þegar við hugsum til Billa þá förum við ósjálfrátt að hugsa um hann uppi á þaki. Af einhverri ástæðu hafði Billi frændi alltaf eitthvað að gera uppi á þaki hjá sér og ósjaldan heyrðum við ömmu stynja: „Haldið þið ekki að Billi hafi verið uppi á þaki í morgun.“ Sjaldnast fengum við skýringu á þessum ferðum hans enda þurfti þess ekki, þetta var bara Billi. Við systkinin eigum Billa svo ótalmargt að þakka og munum minnast hans um ókomna tíð fyrir mikla gæsku og gjafmildi. Elsku Billi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og vonandi verður tekið vel á móti þér þarna uppi á hinu háa þaki. Að lokum, með þessum orðum, kveðjum við Billa frænda: Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Kær kveðja, Helga Guðrún og Hermann Sveinn. Það var alltaf ákveðinn æv- intýrabjarmi yfir Billa frænda þegar við vorum krakkar. Hann kom oftast í heimsókn upp að Kotvelli einu sinni í viku á flotta Plimmanum sínum. Þegar við sáum bílinn hans koma yfir hæðina og læðast upp Vallarveg birti yfir okkur því hann hafði alltaf með sér glaðning fyrir okkur börnin, stóra kók eða rauðan ópal. Ekki minnkaði spennan þeg- ar hann keypti sjónvarp rétt eftir að Ríkissjónvarpið hóf út- sendingar. Þá var nú ekki leið- inlegt að fá að fara í heimsókn til Billa í Gömlu búðina, þar sem hann leigði herbergi, og horfa á Dýrlinginn eða Harðjaxlinn. Þegar árin liðu breyttist Plimminn í Cortínu og Cortínan í Ford og Fordinn í Peugeot og Billi þurfti ekki lengur að bera í okkur gjafir til að gleðja. Hann tengdist okkur á svo margan hátt, hvort sem var í gegnum sameiginleg áhugamál, veiði, golf eða bridge, eða bara líf okk- ar sem fjölskyldu, gleði og sorg- ir. Þegar við horfum til baka þá birtast ótal myndir af Billa í huganum: Billi í vinnusloppnum við stóru sögina á verkstæðinu, sögina sem reyndist honum í nokkur skipti harðskeyttur and- stæðingur og nartaði í hendur hans. Billi að hjálpa til við hey- skapinn; þar var nú ekki slegið slöku við og við krakkarnir átt- um erfitt með að fylgja honum eftir. Billi við spilaborðið; virk- aði ekki hættulegur andstæðing- ur en hafði allt á hreinu og verðlaunapeningarnir og bikar- arnir vitna um raunverulega getu hans. Billi í golfi með Hauki heitnum eða Sigursteini; sveiflan ekki fullkomin en skil- aði því sem þurfti, boltanum beint á braut. Billi í garðinum; grasflötin hans var örugglega ein mest slegna grasflöt á Ís- landi, hann naut þess að slá grasið og leit á það sem heil- brigða líkamsrækt í leiðinni; stundum höfðum við hann grun- aðan um að læða örlítið meira en ráðlögðum skammti af áburði í svörðinn, eingöngu til að geta slegið oftar. Billi í kraftgöngu; hann reyndi eftir fremsta megni að ganga af sér sjúkdómana sem herjuðu á hann seinni hluta ævinnar; langa hríð hafði hann forskot en þegar hann hafði ekki lengur orku til að ganga síðustu mánuðina þá sáum við að baráttan varð erfiðari og erf- iðari með hverjum deginum og hann vissi það sjálfur, þegar hann gat ekki lengur gengið þá læstust klærnar. Billi frændi hefur ávallt og mun um alla framtíð vera stór hluti af okkur. Þótt minning hans lifi ekki í afkomendum þá mun minningin um Billa, dugn- að hans, hjartahlýju, hjálpsemi, umhyggju fyrir fjölskyldunni og ótrúlega seiglu og þrjósku gagn- vart óyfirstíganlegum erfiðleik- um lifa áfram með okkur og móta okkur. Takk fyrir allt kæri Billi frændi. F.h. systkinanna frá Kotvelli, Helgi Hermannsson. Nú er hann Billi, eins og hann var ætíð kallaður, fallinn frá eftir langvarandi veikindi. Billi var mikill öðlingsmaður og langar mig til að minnast hans í nokkrum orðum. Billa kynntist ég fyrst þegar ég fór að vinna í Húsgagnaiðju Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli en hann vann á trésmíðaverkstæði Kaupfélagsins í sama húsi. Fljótlega flutti ég af Húsgagna- iðjunni yfir á trésmíðaverkstæð- ið þar sem ég lærði húsasmíði og þá gerðist Billi minn meist- ari, alla tíð fór vel á með okkur þrátt fyrir mörg strákapörin. Kláraði ég smíðina hjá Billa en hélt svo á önnur mið að námi loknu. Seinna á lífsleiðinni lágu leið- ir okkar saman þegar endur- reistur var Golfklúbbur Hellu árið 1977. Þá átti sér stað mikil uppbygging bæði á vellinum sjálfum og golfskála og kom Billi þar mikið við sögu. Hann ásamt mörgum öðrum meðlim- um klúbbsins vann óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins. Þegar gamli skólinn á Strönd var svo keyptur árið 2000 fyrir nýjan golfskála var fyrstur mættur á staðinn Billi, til að bjóða fram krafta sína. Þar urðu ekki ófá handtökin enda ósérhlífinn, út- sjónarsamur og handlaginn. Klúbburinn fékk að njóta krafta hans á fleiri sviðum, alltaf var hann klár í að hjálpa til við mót hvort sem þau voru stór eða smá og þá aðallega í að ræsa út. Það var nú ekki svo að hann væri eingöngu að vinna fyrir klúbbinn, hann spilaði líka golf og nánast fram á síðasta dag fór hann með „atvinnumönnunum“ eins og við köllum þá kl. 13.10 alla virka daga ársins, nánast í hvaða veðri sem var. Þar sem Billi gat aldrei setið auðum höndum var ég svo lán- samur árið 2001 að fá hann í vinnu til mín, þar sem ég rek byggingafyrirtæki, og var hann hjá mér í tvö ár, þetta voru góð ár og viskubrunnur hans og kraftar komu að góðum notum. Eftir það urðu margar heim- sóknir hans til mín á verkstæðið þar sem hann fylgdist með hvað verið væri að gera og hvernig gengi, þetta þótti mér afar vænt um. Eftir að Billi veiktist var hann mjög duglegur að fara í göngutúra og var ósjaldan að maður færi út úr húsi að ekki rækist maður á Billa í göngutúr með göngustafina, þá var ekki spurningin um veður heldur klæðnað. Um miðjan febrúar fór ég af landi brott og kom við hjá Billa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í smáspjall áður en ég fór, hann varð mjög undrandi þegar ég sagði honum að ekkert golf yrði í ferðinni en var mjög áhuga- samur um ferðina sjálfa, ég kvaddi hann með þeim orðum að koma til hans þegar heim kæmi og segja honum ferðasöguna, en það verður að bíða um sinn. Við Kata vottum systkinum hans og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Við kveðjum ein- stakan mann og þökkum fyrir alla aðstoðina og góðu stund- irnar. Hvíl í friði. Óskar Pálsson. Fyrrverandi samstarfsmaður minn og góður félagi, Brynjólfur Jónsson byggingameistari, er látinn eftir erfið veikindi. Brynj- ólfi, eða Billa eins og hann var ávallt kallaður, kynntist ég fyrst á unglingsárum mínum á Hvols- velli þegar hann var við nám í húsasmíði hjá föður mínum, Kjartani, sem þá stjórnaði tré- smiðju Kaupfélags Rangæinga. Fyrst sem sumarvinnuunglingur var ég oft sendur í ýmis verk- efni með Billa og tókst með okk- ur ágætur kunningsskapur sem átti eftir að eflast með árunum og enn frekar eftir að ég hóf sjálfur nám í húsasmíði. Á fyrstu árum reksturs tré- smiðju kaupfélagsins frá sjötta áratugnum og fram til byrjunar þess áttunda rak trésmiðjan steypuhrærivél. Á þessum árum var að komast svolítill skriður á byggingaframkvæmdir bæði á Hvolsvelli og nærsveitum. Um langt árabil sá Billi um þennan verkþátt og varð vel þekktur sem slíkur og vinsæll mjög, enda áhugasamur um að allt gengi bæði fljótt og vel fyrir sig. Billi á því mikinn þátt í upp- byggingu íbúðar- og útihúsa í sýslunni á þessum árum. Billi var einstaklega greiðvikinn maður, duglegur og ósérhlífinn, sem margir nutu góðs af, og ekki mátti hann vamm sitt vita. Hann var mjög fróðleiksfús og setti sig inn í mörg mál eins og íþróttir, skák o.fl. þótt hann tæki ekki þátt í því sjálfur, sem átti þó eftir að breytast. Á miðjum sjöunda áratugnum datt okkur vinnufélögunum í hug að fara að læra brids og fengum við til þess góðan kunningja. Upp frá því héldu okkur engin bönd og þá sérstaklega Billa. Við spiluðum saman í sveit í á annan áratug og eftir að því lauk spilaði Billi brids nánast allt til æviloka, bæði í keppnum og í heimahúsum, sem veitti honum ómælda ánægju. Var hann mjög glúrinn spilamaður sem gaman var að spila við. Það sem þó mesta furðu okkar félag- anna vakti var þegar Billi fór að stunda golf. Þótti sumum okkar það ekki vera hans „stíll“, þá kominn vel á fimmtugsaldur og aldrei stundað íþróttir. En það ástfóstur sem Billi tók við golfið var bæði óvænt og ánægjulegt. Golfið stundaði hann nánast all- ar sínar frístundir þegar færi gafst og allt fram til síðasta sumars er heilsan fór að gefa sig. Algengt var að þeir fé- lagarnir tækju golfhring og svo eina „bertu“ í golfskálanum á eftir. Billi hafði áhuga á veiði og var félagi í Stangaveiðifélagi Rangæinga og veiddi þá aðal- lega í Rangánum. Um nokkurra ára skeið tók hann þátt í sam- skiptum við þýska veiðifélaga okkar í Bæjaralandi og fór í tvær heimsóknir þangað ásamt að taka á móti þeim hér á landi. Hann var einn af fimm félögum sem ruddu þá braut árið 1980. Þegar starfsemi trésmiðju kaupfélagsins lauk fór Billi að vinna hjá byggingafélaginu Krappa ehf. og þar á bæ var sagt að betri, duglegri og sam- viskusamari mann hefði vart verið hægt að hugsa sér. Nú er þessi öðlingur genginn á vit feðra sinna eftir gifturík ár í starfi og leik og er hans sárt saknað. Við Dúna þökkum Billa fyrir afar góð kynni og vottum fjöl- skyldu hans hina dýpstu samúð. Blessuð sé minning Brynjólfs Jónssonar. Aðalbjörn Þór Kjartansson. Meira: mbl.is/minningar Brynjólfur Jónsson ✝ Ragnhild Is-aksen Kinos- hita fæddist í Reykjavík 17. mars 1948. Hún lést á heimili sínu í Den- ver, Colorado 25. september 2010. Foreldrar henn- ar voru Fanney Sigurðardóttir, f. 19.1. 1928, og Jos- venn Isaksen, f. 11.7. 1926, en þau eru bæði lát- in. Bræður Ragnhildar sam- mæðra eru Friðmar, f. 7.11. 1953, og Tryggvi, f. 2.12. 1956. Börn Ragnhildar með fyrri eig- inmanni sínum eru Beth og Ju- lie, þær búa báðar í Kaliforníu. Börn Ragnhildar og seinni eig- inmanns hennar, Raymonds Kinoshita, eru Ragnhild, Akiko, Rayna Fanney, f. 19. des. 1988, d. 27. des. 1991, og Leah Joy, f. 26. apríl 1992, d. 27. apríl 1992. Ragnhild ólst upp á heimili móð- ur sinnar ásamt bræðrum sínum og stjúpföður sem reyndist henni ætíð mjög vel. Ragnhild gekk í Laugarnesskóla og Austurbæjarskóla en fluttist ung til Bandaríkjanna, einungis 17 ára gömul. Ragnhild lærði hárskurð og starfaði við það lengst af en síðustu árin starf- aði hún sem öryggisvörður á hóteli. Útför Ragnhild fór fram í Denver 2. október 2010. Það er sárt að kveðja þig, Ragnhild mín, en um leið streyma góðu minningarnar um hug minn. Í dag hefðir þú orðið 63 ára en kallið kom langt fyrir aldur fram. Mikið verður skrýt- ið að heyra ekki frá þér eða vera ekki að skipuleggja Denverferð til þín. Ég er einstaklega þakk- lát fyrir þær stundir sem við áttum og þann góða tíma sem við gátum eytt saman síðustu árin. Þú varst mér ætíð eins og systir. Þú varst alltaf svo nægjusöm og þakklát fyrir allt sem gert var fyrir þig, það var alveg sama hvaða lítilræði það var, alltaf þakkaðir þú vel fyrir. Utanlandsferðirnar mínar til þín síðustu árin eru ógleyman- legar. Við gerðum ýmislegt en besti tíminn var þegar við sát- um saman langt fram á nótt og spjölluðum og hlógum um gömlu dagana. Síðasta ferðin mín til þín var einstök þar sem við upplifðum gamlan tíma sam- an með því að sofa í sama rúmi eins og við gerðum sem krakkar fyrir 58 árum. Hafðu þökk fyrir allt gamalt og gott elsku vin- kona. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning um ein- stakan vin. Þín vinkona, Guðbjörg. Ragnhild Isaksen Kinoshita HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín vinkona Sigurbjörg (Sirrý). ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA LOUISE EÐVARÐSDÓTTIR frá Hrísdal, Borgarbraut 65, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Úrsúla M. Kristjánsdóttir, Þórður Sigurðsson, Unnur G. Kristjánsdóttir, Sturla Þórðarson, Matthildur Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Hjördís Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Bjarni Kr. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU ÓSKARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Guðmundur Óskar Ívarsson, Magnús Guðmundsson, Hulda Halldórsdóttir, Margeir Óskar Guðmundsson, Marisa S. Sicat, María Guðmundsdóttir, Unnar Ragnarsson, Guðný Guðmundsdóttir, Hersir Sigurgeirsson, Bragi Guðmundsson, Valgerður Þorvaldsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.