Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 36
AF ILLMENNSKU Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lífseigustu illmenni leik-bókmenntanna eiga það flestsameiginlegt að vera heillandi og fráhrindandi í senn. Einmitt þess vegna rata þau aftur og aftur á fjalirnar, við elskum að hata þau og hötum að elska þau. Þau spila nefnilega á ólíkar kenndir, ganga gjörsamlega fram af okkur eina mínútuna en vekja ósvikna sam- úð þá næstu. Í því liggur snilldin frá höfundarins hendi. Eitt af þessum illmennum er Hedda Gabler, afkvæmi Henriks Ib- sens, en samnefnt verk var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu fyrir réttri viku. Það er Ilmur Kristjáns- dóttir sem fer með titilhlutverkið og gerir það ljómandi vel – eins langt og það nær. Ilmi er nefnilega sniðinn undarlega þröngur stakkur í sýning- unni. Heddan hennar er ísköld og úrill verkið út í gegn sem rímar illa við skilgreininguna hér í upphafi. Hedda er eitursvöl á sviðinu, rétt- nefndur töffari, en manni er eig- inlega slétt sama um hana og örlög hennar. Fyrir vikið fuðrar flétta verksins svolítið upp. Jón Viðar Jónsson átti kollgátuna í leikdómi í DV: „Af hverju skýtur hún sig?“ Í tilfelli Ilmar er þetta svolítið öfugsnúið en þessari frábæru leik- konu er einmitt í lófa lagið að vekja samúð hjá fólki. Hún hefur af- skaplega sympatískt útlit og oftar en ekki hefur mann langað að stökkva upp á svið eða inn í skjáinn til að passa upp á hana í umkomuleysi sínu. Ætli þessi túlkun verði ekki að skrifast á reikning leikstjórans, Kristínar Eysteinsdóttur. Útkoman er hálfgerð synd enda fær Ilmur ef- laust ekki annað tækifæri til að leika Heddu Gabler.    Borgarleikhúsið féll í sömugryfju fyrir nokkrum árum í uppfærslu á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Þar var annað annálað illmenni, Stanley Ko- walski, dregið afskaplega einföldum dráttum. Var eingöngu fráhrindandi hrotti, aldrei berskjaldaður og brjóstumkennanlegur, eins og í með- förum Marlons Brandos í frægri kvikmynd Elia Kazans. Sú túlkun tók mið af frumupp- færslunni á Broadway en Brando var sem kunnugt er fyrstur manna til að túlka Kowalski á sviði. Raunar breytti Williams hlutverkinu í veiga- miklum þáttum eftir að hann kynnt- ist Brando. Stanley Kowalski átti upprunalega að vera ískalt illmenni, alveg eins og á sviði Borgarleikhúss- ins, en varð margslungnari eftir að höfundurinn kveikti á dýrslegum sjarma hins unga leikara. Ætli það sé ekki einmitt þess vegna sem Sporvagninn Girnd lifir jafngóðu lífi og raun ber vitni? Sam- bandið við Kowalski reynir verulega á áhorfandann. Það er óþolandi að standa sig á köflum að því að finna til með öðrum eins durgi og frum- menni!    Talandi um illmenni má ég tilmeð að draga Joð gamla Err inn í þennan pistil. Larry Hagman skaut nefnilega óvænt upp kollinum í Aðþrengdum eiginkonum á dög- unum. Nú móðgast ugglaust margir og hætta að lesa, þegar þeir sjá sápu- óperuna Dallas nefnda í sömu andrá og Heddu Gabler og Sporvagninn Girnd. Það verður bara að hafa það. Í minningunni býr Joð Err nefnilega yfir öllum helstu einkenn- um hins klassíska illmennis. Hann var vissulega ósvikinn drullusokkur en inn á milli varð hann eitthvað svo einstæðingslegur, einkum þegar höggi var komið á hann. Þá engdist maður í sófanum og dauðskamm- aðist sín fyrir að finna til með manni sem ítrekað hafði verið staðinn að níðingsverkum. Og jafnan þegar maður hélt að Joð Err hafði snúið frá villu síns vegar fór allt í saman farið aftur! Nákvæmlega sama máli gegnir um Stanley Kowalski og Heddu Gabler. Hvar er hluttekningin, Hedda? » Í tilfelli Ilmar erþetta svolítið öfug- snúið en þessari frá- bæru leikkonu er ein- mitt í lófa lagið að vekja samúð hjá fólki. Illmenni Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverki Heddu Gabler í Þjóðleikhúsinu. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011  Plata þungarokkssveitarinnar Sólstafa, Köld, er nýkomin út á vínyl og hafa þeir sem séð hafa tekið andköf yfir útgáfunni. Um er að ræða tvöfalda plötu í þartilgerðu umslagi („gatefold“), pappírinn afar þykkur og plöt- urnar tvær 180 gramma gæðavínill. Þyngd plötunnar slagar upp í kíló, er 960 grömm svo við séum nú nákvæm. Það er finnska vínil- fyrirtækið Svartrecords sem gefur út. Síð- ustu ár hafa verið einkar farsæl hjá sveitinni, hún hefur vaxið að vinsældum hérlendis sem erlendis og því gleðilegt frá því að segja að meðlimir eru á leið í hljóðver að taka upp nýtt efni og eru með átta lög í farteskinu. Er Köld „þyngsta“ plata íslenskrar rokksögu?  Nú er ljóst að tvær íslenskar sveitir munu leika á Wackenhátíðinni í Þýskalandi, stærstu þungarokkshátíð heims. Um er að ræða Skálmöld og Atrum. Nú er búið að opna á möguleika fyrir þriðja bandið en sveitum gefst kostur á að senda myndbönd á vefsíð- una wackentube.com. Flösufeykjar nær og fjær gefa myndböndunum einkunn og sú sveit sem fær hæstu einkunn fer á Wacken. Hin íslenska Darknote er nú í fimmta sæti þar með lagið „Bring Down the Skies“ af plötu sinni Walk Into Your Nightmare. Þriðja íslenska hljómsveitin mögulega á Wacken! Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Spennuþáttaröðin Pressa var sýnd á Stöð 2 árið 2008. Í henni sagði af Láru Karlsdóttur, einstæðri móður sem er ráðin til starfa hjá æsifréttablaðinu Póstinum. Þar er henni falið að grennslast fyrir um mannshvarf sem reyn- ist krassandi morðmál. Sigurjón Kjartansson fór með yfirumsjón handritsins að þeim þátt- um en söguna samdi hann með leikstjóra þáttanna, Óskari Jónassyni. Sigurjón og Ósk- ar stilla nú strengi sína saman á ný, Óskar leikstýrir en Sigurjón skrifaði handritið með Jóhanni Ævari Grímssyni. Sagafilm sá um framleiðslu á báðum þáttaröðunum. Líkt og í Pressu fer leikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir með hlutverk Láru í Pressu 2 en hagir Láru hafa breyst þónokkuð enda nokkur ár liðin frá því hún lenti í kröppum dansi í rannsóknarblaðamennsku. Lára gegn- ir nú starfi upplýsingafulltrúa olíufélags en forstjóri þess er grunaður um aðild að morði á ungri konu. Ekki líður á löngu þar til Lára er komin í málið og farin að stunda rann- sóknarblaðamennsku fyrir Póstinn á ný. Dönsk glæpasamtök koma við sögu og ætla að hasla sér völl í undirheimum Íslands. Danski leikarinn Bjarne Henriksen fer með hlutverk heldur ógeðfellds náunga í þátt- unum en hann kannast Íslendingar við úr þáttunum Forbrydelsen, eða Glæpnum. Í öðr- um helstu hlutverkum eru leikararnir Gísli Örn Garðarsson, Kjartan Guðjónsson og Þor- steinn Bachmann. Hafði áhuga á blaðamennsku „Lára er náttúrlega búin að eignast annað barn og er að klára fæðingarorlofið þegar serían byrjar,“ segir aðalleikkona þáttanna, Sara Dögg. „Þannig að togstreitan sem var fyrir, milli einkalífs og vinnu, er ekki minni. Svo gerast alls konar hlutir sem hún dregst inn í. Hún er náttúrlega þessi hvatvísa týpa, vægast sagt, hún Lára mín.“ Pressu-þættirnir hafa ekki síður fjallað um blaðamennsku en sakamál og segir Sara Dögg að hún hafi eitt sinn ætlað í blaða- mennsku og þótt rannsóknarblaðamennska sérstaklega spennandi, að kryfja mál til mergjar og varpa ljósi á áður óþekktar hliðar mála. Fyrir Pressu 2 hafi hún setið ritstjórn- arfund á DV og það hafi verið býsna fróðlegt, gaman að vera fluga á vegg. „Það veitti manni smáinnsýn inn í heim blaðamennsk- unnar,“ segir Sara Dögg. Pressa 2 sé drama- tískari en fyrsta þáttaröðin og jafnvel enn meira spennandi. Auk þess sé kafað enn dýpra í einkamál Láru og hún sé í enn meiri hættu stödd en í Pressu hinni fyrri. Ljósmynd/Sagafilm Spenna Blaðakonan Lára, leikin af Söru Dögg Ásgeirsdóttur, hefur eignast annað barn í Pressu 2. Stilla úr einum þáttanna. Aukin togstreita  Önnur þáttaröð Pressu hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn  Forstjóri olíufélags grunaður um aðild að morði og Lára kafar í málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.