Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Fjórar bílaleigur hér á landi hafa
ekki hlotið tilskilin starfsleyfi. Þetta
er niðurstaða úttektar Samtaka
ferðaþjónustunn-
ar á starfsleyfum
hjá aðilum innan
geirans.
Samtökin létu
framkvæma út-
tektina eftir að
niðurstaða könn-
unar á framboði
gistirýmis á höf-
uðborgarsvæðinu
og á Akureyri lá fyrir. Niðurstaðan
vakti athygli. 15,3% af heildargist-
irými á höfuðborgarsvæðinu og
29,8% á Akureyri voru án starfs-
leyfis. Því þótti ástæða til að ráðast í
allsherjarúttekt á starfsleyfum.
Könnun gerð vegna frumvarps
„Niðurstaðan var ekki gæfuleg.
Hér á höfuðborgarsvæðinu var
meira leyfislaust gistirými en á Hil-
ton og Grand til samans,“ segir
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hún segir að könnunin á gistirými
hafi bæði verið gerð vegna stöðugra
athugasemda um leyfislausa staði
en ekki síst vegna þess að það liggi
fyrir frumvarp á Alþingi um að
gististaðir muni brátt þurfa að
greiða gistináttagjald í umhverfis-
skyni.
„Þá vildum við benda á að op-
inberir aðilar þyrftu að gæta þess
að menn væru skráðir og það væri
ekki bara verið að rukka þá sem
væri þægilegt að rukka,“ segir
Erna.
Stærra verkefni en stóð til
Samtök ferðaþjónustunnar vinna
nú að því að kanna starfsleyfi hóp-
bifreiðafyrirtækja, ferðaskrifstofa
og ferðaskipuleggjenda. Erna segir
að upphaflega hafi ekki átt að ráð-
ast í svo mikla úttekt. „Við erum að
stækka þetta verkefni að miklum
mun í ljósi þess hvernig gistirýmin
komu út,“ segir Erna.
Erna segir að meirihluti leyfis-
lausu gistirýmanna sé íbúðir en
einnig gistiheimili. Samtök ferða-
þjónustunnar hafa tilkynnt leyfis-
veitendum þessi brot. Í tilviki gisti-
rýmanna er það lögreglan en
Vegagerðin veitir bílaleigum starfs-
leyfi. „Síðan hljóta leyfisveitendur
að sjá til þess að þessi fyrirtæki
sæki um leyfi eða loki þeim ella,“
segir Erna.
Fjöldi ferðafyrirtækja er án leyfis
Úttekt gerð á starfsleyfum innan ferðaþjónustunnar Unnið að könnun á hópbifreiðafyrirtækjum,
ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum Fjórar bílaleigur reyndust vera án tilskilinna leyfa
Rútur Nú er unnið að könnun á starfsleyfum meðal hópbifreiðafyrirtækja, ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda.
Erna Hauksdóttir
Fjórar
bílaleigur eru leyfislausar
8.066
er heildarfjöldi gistirýma
á höfuðborgarsvæðinu
1.238
gistirými eru án leyfis á
höfuðborgarsvæðinu
1.939
er heildarfjöldi gistirýma
á Akureyri
577
gistirými eru án leyfis á Akureyri
‹ LEYFISLEYSI ›
»