Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 35
erum að reyna að höfða til ungs fólks
með þessum myndum“ segir Ás-
grímur. Aðrar myndir eftir Chris
Kraus, sem verða sýndar, eru Scher-
bentanz frá 2002 og Vier Minuten
frá 2006 en sú mynd vann til verð-
launa á RIFF-hátíðinni árið 2007.
tug síðustu aldar, eða ungt fólk á
krossgötum. Leikstjórar nýbylgj-
unnar voru að reyna að gera upp við
Þýskaland nasismans í gegnum upp-
gjör ungs fólks við fjölskylduna og
fortíðina. Enn er þetta þýskum kvik-
myndaskáldum hugleikið efni. „Við
leikstjóranum Chris Kraus, en nýj-
asta mynd hans, Poll, er opn-
unarmyndin. Poll gerist árið 1914 á
sveitasetri þýskrar aðalsfjölskyldu
þar sem hin 13 ára gamla Oda þarf
að horfast í augu við dauða móður
sinnar og þráhyggju föður síns, sem
er vísindamaður með vafasama sið-
ferðiskennd.
Kraus, sem hóf feril sinn sem ráð-
gjafi og handritshöfundur fyrir leik-
stjóra á borð við Volker Schlöndorff,
þykir einn athyglisverðasti leikstjóri
Þjóðverja í dag, en margir telja að
þýsk kvikmyndagerð hafi átt erfitt
uppdráttar, einmitt síðan á tímum
Schlöndorff og félaga, manna eins og
Wim Wenders og Fassbinder, sem
kenndir voru við þýsku nýbylgjuna.
Kallast á við nýbylgjuna
Það er athyglisvert, að viðfangs-
efni þýskrar kvikmyndagerðar í dag,
er það sama og við upphaf þýsku ný-
bylgjunnar, sem hófst á sjöunda ára-
Sigurður S. Jónsson
ssj7@hi.is
Ungt fólk á
krossgötum er
gegnumgangandi
stef í þeim kvik-
myndum, sem
verða sýndar á
Þýskum kvik-
myndadögum í
Bíó Paradís.
„Okkur langar að
gera þetta að ár-
vissum viðburði,“
segir Ásgrímur Sverrisson, dag-
skrárstjóri Bíó Paradísar. „Það er
full ástæða til að halda þýskum kvik-
myndum að áhorfendum og þetta er
liður í þeirri stefnu okkar að breikka
úrvalið.“ Alls verða sýndar 10 nýjar
eða nýlegar myndir á kvikmynda-
dögunum, sem hefjast í dag og
standa til 27. mars.
Sérstök dagskrá verður tileinkuð
Myndirnar eru sýndar með ensk-
um texta. Miðaverð er 1.000 krónur
en hægt er að kaupa afsláttarkort.
Þýsk kvikmyndaveisla í Bíó Paradís
Opnunarmyndin Paula Beer tekst á við móðurmissi og þráhyggju föður í hlutverki sínu sem Oda í kvikmyndinni Poll.
Tíu myndir um ungt fólk á kross-
götum Chris Kraus í brennidepli
Ásgrímur
Sverrisson
Nánari upplýsingar um sýningar-
tíma má finna á www.bioparadis.is
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Poll/Dagbækurnar frá Poll
Oda snýr aftur til ættaróðals fjöl-
skyldu sinnar við Eystrasaltið eftir
andlát móður sinnar þegar fyrri
heimsstyrjöldin er skammt undan.
Hún rekst á særðan eistneskan
stjórnleysingja og hjúkrar honum á
laun. Leikstjóri: Chris Kraus. Aðal-
hlutverk: Paula Beer, Edgar Selge,
Tambet Tuisk og Richy Müller.
Kvikmynd frá þessu ári.
Scherbentanz/Glerbrot
Jesko er með krabbamein og aðeins
beinmergur móður hans getur
bjargað honum. Vandinn er sá að
hún hefur yfirgefið Jesko og er orð-
in eiturlyfjafíkill. Leikstjóri: Chris
Kraus. Aðalhlutverk: Jürgen Vog-
el, Peter Davor og Margit Car-
stensen. 2002.
Drei/Þríhyrningur
Gamandrama um par á fimmtugs-
aldri sem verður ástfangið hvort í
sínu lagi af sama manninum. Upp-
hefst þá mikið leynimakk og málin
flækjast enn frekar þegar konan
verður ólétt. Leikstjóri Tom Tyk-
wer. Aðalhlutverk: Sophie Rois,
Sebastian Schipper og Devid Strie-
sow. 2010.
Lila, Lila
Þjónn finnur óútgefið handrit í
kommóðuskúffu. Til að ganga í
augun á stúlku heldur hann því
fram að hann sé höfundur handrits-
ins. Þegar það verður að met-
sölubók birtist höfundur þess. Leik-
stjóri: Alain Gsponer. Aðahlutverk:
Daniel Brühl, Hannah Herzprung
og Henry Hübchen. 2009.
Goethe!
Mótunarár skáldsins Johanns Wolf-
gangs Goethe. Myndin segir af
eldskírn sem hann hlaut áður en
hann skrifaði Raunir Werthers
unga. Goethe verður ástfanginn af
hinni lofuðu Lotte. Leikstjóri: Phil-
ipp Stölzl. Aðalhlutverk: Alexander
Fehling, Miriam Stein og Moritz
Bleibtreu. 2010.
Renn, wenn Du kannst/
Hlauptu ef þú getur)
Ben er fatlaður og telur engar líkur
á því að hann fái að kynnast ástinni.
Christian, sjálfboðaliði sem að-
stoðar hann, kynnist Anniku og
verður ástfanginn af henni. Vand-
irnn er sá að Christian verður það
líka. Leikstjóri: Dietrich Brügge-
hafa mótað þær og fjötrað. Leik-
stjóri: Chris Kraus. Aðalhlutverk:
Hannah Herzsprung, Monica
Bleibtreu, Yasmin Tabatabei og
Richy Müller. 2005.
Sascha
Sascha er miður sín yfir því að pí-
anókennarinn hans ætli að flytja úr
bænum. Sascha er samkynhneigður
en faðir hans heldur að vinkona
Sascha, Jiao, sé kærastan hans.
Málin flækjast þegar yngri bróðir
Sasha byrjar með Jiao. Leikstjóri:
Dennis Todorovic. Aðalhlutverk:
Sascha Kekez, Predrag Bjelac og
Ljubisa Gruicic. 2010.
Der Mann der über Autos
sprang/ Maðurinn sem stökk yf-
ir bíla
Ungur maður trúir því að með því
að labba frá Berlín til Stuttgart geti
hann læknað föður vinar síns sem
þjáist af hjartasjúkdómi. Leikstjóri:
Nick Baker-Monteys. Aðalhlutverk:
Robert Stadlober, Jessica Schwarz
og Peter Becker. 2010.
Gaman, drama og
ólík umfjöllunarefni
Ást Óvenjulegur ástarþríhyrningur í Renn, wenn du kannst.
Kvikmyndirnar á hátíðinni
mann. Aðalhlutverk: Robert Gwis-
dek, Jacob Matschenz og Anna
Brüggemann. 2010.
Die Fremde/Hinir ókunnugu
Ung kona af tyrkneskum uppruna
berst fyrir því að fá að lifa sjálf-
stæðu lífi í Þýskalandi gegn vilja
fjölskyldu sinnar. Það leiðir til mik-
illa átaka innan fjölskyldunnar.
Leikstjóri: Feo Aladag. Aðal-
hlutverk: Sibel Kekilli, Nizam
Schiller og Derya Alabora. 2010.
Vier Minuten/Fjórar mínútur
Hér segir af tveimur konum en for-
tíð beggja geymir leyndarmál sem
Skannaðu kóðann
ef þú vilt horfa á
stiklu úr opn-
unarmynd hátíð-
arinnar, Poll.
BATTLE: LOS ANGELES Sýnd kl. 8 og 10:20 (POWERSÝNING)
RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50
OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
- H.S. - MBL
HHHH
- Þ.Þ. - FT
EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG
FYRIR ÞAÐ SEM GERIST NÆST
MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR
VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU
HHHH
Rango er afbragðs skemmtun
og veisla fyrir þá sem kunna
að meta metnaðarfullar
teiknimyndir
- H.S. - MBL
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:20
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
-H.S., MBL -Þ.Þ., FT
BATTLE: LOS ANGELES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
BATTLE: LOS ANGELES LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
THE ROOMMATE KL. 8 - 10.10 14
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L
RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 3.30 L
THE MECHANIC KL. 10.30 16
JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 L
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
BATTLE: LOS ANGELES KL. 8 - 10.15 12
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L
RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 10 L
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 6 - 8 L
THE ROMANTICS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L
HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.30 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 10.30 L
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 16
MEÐ ÍSL. OG ENSKU TALI
MÖGNUÐ STÓRMYND SEM BEÐIÐ HEFUR
VERIÐ EFTIR MEÐ EFTIRVÆNTINGU.
-A.E.T., MBL
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI