Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 21

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Kappklæddur Framkvæmdir fara nú fram á neðsta hluta Laugavegar. Við þær þarf að vinna sama hvernig viðrar svo menn hafa búið sig einstaklega vel í kuldakasti síðustu daga. Ómar Fyrir því liggja mjög einföld og ljós rök. 1. Nýjasti Icesave- samningurinn er órétt- látur og vondur. Það er hrópandi óréttlæti að ætla ís- lenskum almenningi að borga eitthvað sem rík- isstjórnir Breta og Hol- lendinga greiddu sínum eigin þegnum til þess að bjarga eigin fjármálafyrirtækjum frá áföllum. Fyrir slíkum kröfum eru hvorki lagaleg né siðleg rök. 2. Það er ósvífni að krefja þjóðina um vaxtagreiðslur af fé sem hún hefur aldrei tekið að láni. Það er einfaldlega heigulsháttur íslenskra stjórnvalda og samninganefnda að ljá máls á slíku. 3. Það er viðurkennt af samninga- nefndinni að í þessum samningi felist stórkostleg áhætta fyrir þjóðina. Á meðan samninganefndin stóð ögn í lappirnar kom hún inn ákvæði um að Íslendingar mættu dreifa greiðslum, ef allt færi á verri veg, á allt að 35 ár. Þetta ákvæði samningsins sýnir og sannar að öllum samningsaðilum var ljós sú mikla áhætta sem í þessum samningi felst fyrir þjóð okkar. 4. Hin svokallaða kynning á samn- ingnum, sem samninganefndin við- hefur er henni lítt til sóma og í raun leiðindaáróður og oftar en ekki algert bull. Líkt og vaxtareikningurinn sem nefndin lét reikna og endaði í 7 til 8% vöxtum sem eru okurvextirnir sem ESB kúgar Portúgali til að greiða af því sú þjóð er fátæk. Við hyggjum að enginn viti betur en Lárus Blöndal að þetta er hræðsluáróður og þvættingur sem hann ætti ekki að láta snerta nafn sitt. Lárus Blöndal og Stefán Már hafa manna best sýnt fram á það að okkur ber ekki að greiða einn einasta eyri, því að við höfum öll rök í málinu, jafnt lagaleg sem siðleg. Talið var skylt að boða til blaðamannafundar til þess að „upplýsa“ þjóðina um 23 milljarða hækkun þrotabúsins á síðasta árs- fjórðungi. Hinsvegar var ekki verið að útskýra að öll sú hækkun og meira til kom úr íslenskum vösum. Skuldabréfið sem fjármálaráðherra lét á sínum tíma Landsbankann leggja inn í þrotabúið hafði hækkað úr 282 milljörðum í 312 miljarða eða um 30 milljarða. Á þetta hefði átt að benda ef menn vildu raun- verulega upplýsa málið. 5. Bretar og Hollendingar væru löngu búnir að höfða mál á hendur okkur ef þeir ættu til þess lögvarinn rétt. Þeir vita vel að sá réttur er eng- inn. 6. Íslensk stjórnvöld hafa alla tíð legið á hnjánum fyrir yfirgangi þess- ara gömlu nýlenduvelda og reynt að semja á okkur greiðsluskyldu upp á hundruð milljarða. Sjötta mars í fyrra rak þjóðin þessi áform stjórnvalda af höndum sér með eftirminnilegum hætti. Í kosningunum 9. apríl verður þjóðin að standa á rétti sínum og kol- fella frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er nánast skylda allra atkvæðisbærra manna að taka þátt í kosningunum og sýna vesælum stjórnvöldum og yf- irgangsþjóðum að Íslendingar standa á rétti sínum og láta ekki kúga sig. Þess vegna erum við ennþá sjálfstæð þjóð. Eftir Gunnar Odds- son og Sigtrygg Jón Björnsson » Það er nánast skylda allra atkvæð- isbærra manna að taka þátt í kosningunum og sýna vesælum stjórn- völdum og yfirgangs- þjóðum að Íslendingar standa á rétti sínum og láta ekki kúga sig. Gunnar Oddsson Gunnar er fyrrverandi bóndi og Sigtryggur Jón fyrrverandi kennari. Þjóðinni ber að fella Icesave III Sigtryggur Jón Björnsson Nýverið leyfði talsmaður yfirmanna minna sér að gera lítið úr þeirri vinnu sem ég og sam- starfsmenn mínir inna af hendi fyrir umbjóðendur okkar og stjórnendur. Ég er fagkennari í ung- lingadeild í einum af stærstu skólum lands- ins. Formaður sveit- arfélaganna skellir því hér blá- kalt fram í fjölmiðlum að ég kenni ekki nema 37% af vinnu- tíma mínum, án þess að útskýra nánar hvað felst í minni vinnu. Ég veit ekki alveg hvernig hann fær þetta út, því ég kenni 28 tíma á viku. Kannski sér hann ofsjónum yfir því að okkur kenn- urum þykir óhæft að mæta í kennslustund óundirbúin og vilj- um fá smátíma til að undirbúa kennslustundina og fara yfir efni. Hann nefnir líka að kennsluskylda okkar sé minni en nágrannaþjóða okkar. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá íslenskum kollegum sem nú starfa t.d. í Noregi er það alrangt. Þeir vinna þar ekk- ert meira en við gerum. Þetta er bara leikur að tölum. Þessi ummæli formannsins dæma sig sjálf og lýsa honum meira en starfsumhverfi okkar. Þegar kennslu lýkur á daginn bíður okkar svo margt sem menntakerfið hefur bætt á kenn- ara á undanförnum árum þannig að vinnutími okkar er mun lengri en við fáum borgað fyrir. Skólar á Íslandi eru án aðgreiningar, sem þýðir að inni í bekk hjá okk- ur eru börn sem þurfa mikla að- stoð og oft fleiri en eitt eða tvö og þeim fylgja engir aukastarfs- menn. Skólar bjóða líka upp á einstaklingsmiðað nám, sem þýð- ir að inni í hverjum bekk þarf að mæta krökkum þar sem þau standa. Þetta þýðir mikla und- irbúningsvinnu af hendi kenn- arans. Sem umsjónarkennarar þurfum við að vera í miklum og oft erfiðum samskiptum við heimili barnanna og förum á fundi hjá þjónustumiðstöðvum og jafnvel á BUGL fyrir utan vinnutíma okk- ar. Umsjónarkennari sér líka um lífsleikni- kennslu bekkjarins sem þarfnast auðvit- að undirbúnings eins og önnur kennsla. Innan skólanna eru símenntunartímar, starfsmanna-, teym- is-, kennara- og ár- gangafundir viku- lega, auk þess sem við vinnum skv. uppeldisstefnum eins og PBS eða Uppeldi til ábyrgðar. Svo eigum við líka að taka á öllum eineltismálum skv. stefnu Olweusar og sjá til þess að börn sem fylgja ekki eðlileg- um námshraða fái viðeigandi greiningu eða hjálp. Auk alls þessa eigum við að hanna kennsluefni sem nær til drengja sérstaklega og við eigum að fylgjast vel með í öllu sem viðkemur tækniþróun og nýj- ungum sem nýtist í kennslu. Það er margt annað sem við kenn- arar gerum og við uppfyllum þær kröfur sem til okkar eru gerðar eftir bestu getu. Ég kenni 150 börnum og það getur hver maður séð að það tekur mikinn tíma að sinna öllum þessum börnum sem eru stödd á mis- munandi þroskastigum, hafa mis- munandi getu og þurfa mismikla hjálp. Væru skólarnir þannig að eingöngu foreldrar bæru ábyrgð á hegðun, námi og vellíðan barnanna væri lítið mál að leggja meiri kennsluskyldu á kennara. Ég væri sko meira en til í að kenna meira, kenna eingöngu börnum sem væru góðir náms- menn og sleppa öllu öðru sem vinnutími minn fer í. Það er þó ekki í boði og örugglega ekki það sem samfélagið vill bjóða börn- unum okkar. Við verðum að vinna saman að því að ala upp börnin og gefa þeim vængi til að geta flogið síðar meir. Skólakerfið gerir miklar kröf- ur til barna, foreldra og kennara. Þessum kröfum fylgja oft mikil vandamál og það er auðsjáanlegt fyrir hvern sem það vill sjá að skóli án aðgreiningar er dýrt uppeldistæki. Það krefst þess að bekkirnir séu frekar litlir, sem þeir eru ekki í dag, það krefst þess að kennarar fái hjálp inn í tímana, en það fá þeir ekki, og það krefst mun meiri undirbún- ings af hendi kennarans. Þetta virðist vera lausn sem ríkið setti á til að þurfa ekki að bera ábyrgð á þessum hópi barna sem þurfa sértækar lausnir. Nú eru málefni fatlaðra komin til sveit- arfélaganna, reyndar án nægi- legs fjárframlags ríkisins, en það er þó tækifæri til að sinna þess- um börnum betur en hægt er í stórum bekkjardeildum. Til þess þarf að setja fjármagn í mála- flokkinn, en alls ekki spara meira í skólakerfinu. Ég vinn hjá Menntasviði Rvk. Ég sótti ekki um vinnu þar, heldur fór á milli skóla og valdi þann skóla sem ég taldi henta mér best. Ég er ósátt við þennan vinnuveitanda minn, þar sem fulltrúar hans hlusta ekki á mig þegar ég (og allir aðrir) lýsi áhyggjum af sameiningarmálum, þeir gera lítið úr mikilvægi vinnu minnar og vinnuframlagi og telja eðlilegt að ég og mínir kollegar taki meiri vinnu á okkur vegna allt of kostnaðarsamrar skóla- stefnu og skólabygginga. Ég vil að lokum minna á að við vinnum mikla og góða vinnu þrátt fyrir niðurlægingarherferð yfirmanna okkar og ein lægstu laun kennarastéttarinnar í OECD-löndunum. Ég vona bara að fólkið í landinu láti ekki þetta fólk villa sér sýn, því að við erum ekki eingöngu að hugsa um okk- ar eigin rass, við erum að reyna að gera okkar besta við mjög erfiðar aðstæður. Eftir Önnu Maríu Þorkelsdóttur » Þegar kennslu lýk- ur á daginn bíður okkar svo margt sem menntakerfið hefur bætt á kennara á und- anförnum árum þannig að vinnutími okkar er mun lengri en við fáum borgað fyrir. Anna María Þorkelsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. Starf kennarans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.