Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 22

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Gunnar Ágúst Gunnarsson ritar harðorða grein í Morgunblaðið 9. mars sl. þar sem hann vænir 37 vís- indamenn við helstu fræðastofnanir þjóðarinnar um að ganga erinda sér- hagsmuna. Það er þó erfitt að átta sig á því í hverju þessir sérhagsmunir eru fólgnir. Tilefnið er athugasemdir hópsins við þingsályktunartillögu um útiræktun á erfðabreyttum lífverum sem nú liggur fyrir Alþingi. Við vísum ásökunum Gunnars alfarið á bug. Þær eiga ekki við nein rök að styðjast og eru nánast ærumeiðandi. Við lítum á það sem mikilvægt hlutverk fræða- samfélagsins að halda á lofti vísinda- legum rökum í hverju máli svo að stjórnvöld og almenningur í þessu landi geti tekið upplýstar ákvarðanir. Því miður er greinargerðin með þingsályktunartillögunni að verulegu leyti byggð á misskilningi, vanþekk- ingu og fordómum og því teljum við það skyldu okkar að bregðast við. Er það bæði í anda þess sem hvatt er til í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem gef- in var út í kjölfar hrunsins, og laga um opinbera háskóla. Í 3. grein þeirra segir að háskólar skuli miðla fræðslu til almennings og veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Lög ætti aldrei að innleiða nema á grundvelli allrar þeirrar þekkingar sem til er á hverjum tíma. Grein- argerðin endurspeglar ekki slíka þekkingarþrá. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að sumir sem stunda lífræna ræktun sjái sér hag í að þingsályktunartillagan nái fram að ganga enda er notkun erfðabreyttra lífvera og efna sem eru leidd af erfða- breyttum lífverum bönnuð í lífrænni ræktun, skv. reglugerð nr. 74/2002 um lífræna framleiðslu landbúnaðar- afurða og merkingar. Gunnar Ágúst gleymir að geta þess að hann er framkvæmdastjóri Vott- unarstofunnar Túns. Hann er sér- legur talsmaður þess að auka líf- rænan búskap og hann hefur lífsviðurværi sitt af því að votta líf- ræna framleiðsluhætti. Erfðatækni gerir okkur kleift að flytja erfðaefni milli óskyldra lífvera en um hana hafa staðið miklar deilur. Því hefur verið haldið fram að slíkt gerist ekki í náttúrunni og beiting hennar sé því „andstæð ætlan guðs“, eins og Karl Bretaprins komst eitt sinn að orði. Erfðabreyttar lífverur af öllu tagi séu þess vegna hættulegar bæði umhverfinu og öðrum lífverum. Gunnar vísar til nokkurra vís- indagreina því til stuðnings að úti- ræktun erfðabreyttra lífvera sé hættuleg. Flestar þeirra hafa verið harðlega gagnrýndar (sjá t.d. http:// academicsreview.org/). Aftur á móti hundsar hann mikinn fjölda greina sem hafa ekki fundið nein neikvæð áhrif. Slík vinnubrögð eiga meira skylt við áróður en fræðimennsku. Það er samdóma álit þeirra vís- indamanna sem gerst þekkja að áhætta af ræktun og nýtingu erfða- breyttra lífvera sé hverfandi. Í þessu sambandi er rétt að benda á ályktanir í nýlegri skýrslu á vegum Evrópu- sambandsins þar sem sjónum var beint að niðurstöðum rannsókna á ör- yggi erfðabreyttra plantna fyrir um- hverfi, menn og skepnur (http:// ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/ a_decade_of_eu-funded_gmo_rese- arch.pdf). Frá árinu 1982 hefur sambandið lagt í þessar rannsóknir rúmar 300 milljónir evra, eða um 48 milljarða króna, og niðurstaðan er klár og kvitt: „Líftæknin sem slík, og þá einkum erfðabreyttar plöntur, hef- ur ekki meiri hættu í för með sér en t.d. hefðbundnar kynbótaaðferðir.“ Mestur styr á liðnum árum hefur staðið um beitingu líftækni í landbún- aði. Hefur henni verið stillt upp sem andstæðu búskaparhátta er byggjast á að draga úr öllum aðföngum eins og kostur er. Þessar tvær leiðir útiloka ekki hvor aðra – þvert á móti. Á næstu árum þarf að framleiða enn meiri mat án þess að ganga á gæði jarðarinnar frekar en orðið er. Til þess þarf að beita öllum tiltækum ráðum sem byggjast á vísindalegum grunni. Í stað þess að einblína á tæknina eða aðferðafræðina er langt- um mikilvægara að leggja mat á hvort úrræðin séu gagnreynd (e. evi- dence based) og leiði til þess árang- urs sem að er stefnt. Með sama hætti er nauðsynlegt að vega og meta hugs- anlega áhættu af nýrri tækni í sam- hengi við hugsanlegan kostnað sem hlytist af því að nýta hana ekki í stað þess að vísa sífellt í grunnfærnislegar útgáfur af varúðarreglunni marg- umtöluðu.Við gerum okkur engar vonir um að hinir eitilhörðu andstæð- ingar erfðatækninnar láti sannfærast af þessum skrifum okkar. Hins vegar treystum við því að þingmenn og al- mennir lesendur séu reiðubúnir að hlusta á rök frá hlutlausum sérfræð- ingum frá helstu fræðastofnunum þjóðarinnar á þessu sviði. Eftir Arnar Pálsson, Áslaugu Helgadóttur, Eirík Stein- grímsson, Guðmund Eggerts- son, Magnús Karl Magnússon, Má Másson, Ólaf S. Andrésson og Þórunni Rafnar » Við lítum á það sem mikilvægt hlutverk fræðasamfélagsins að halda á lofti vísinda- legum rökum í hverju máli svo taka megi upp- lýstar ákvarðanir. Arnar Pálsson dósent, Háskóla Ís- lands, Áslaug Helgadóttir prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson prófessor Háskóla Ís- lands, Guðmundur Eggertsson pró- fessor emerítus, Háskóla Íslands, Magnús Karl Magnússon prófessor, Háskóla Íslands, Már Másson pró- fessor, Háskóla Íslands, Ólafur S. Andrésson prófessor, Háskóla Ís- lands, Þórunn Rafnar fram- kvæmdastjóri krabbameinsrann- sókna, Íslenskri erfðagreiningu. Már Másson Arnar Pálsson Þórunn Rafnar Ólafur S. Andrésson Magnús Karl Magnússon Guðmundur Eggertsson Eiríkur Steingrímsson Áslaug Helgadóttir Erfðatæknin og vísindin Stofnfundur Versl- unarmannafélags Reykjavíkur (VR) var haldinn hinn 27. janúar 1891 á kaffihúsinu Hermes (s.b. Hermes stafurinn í gamla merkinu), Lækjargötu 4 sem var í eigu Þor- láks Ó. Johnson kaup- manns. Fyrstu stjórn VR skipuðu síðan Th. Thorsteinsson sem var kosinn formaður, Ólafur Rosenkranz skrifari, Matthías Jo- hannessen féhirðir og meðstjórn- endur þeir Ditlev Thomsen og Lud- vig Hansen. Í 100 ára afmælisriti VR eftir Lýð Björnsson segir: „Til- gangur félagsins skyldi vera að efla samheldni og nánari kynni versl- unarmanna með samkomuhaldi og útvega húsnæði í þeim tilgangi að gæta hagsmuna félagsmanna og þá einkum með því að útvega dugandi verslunarmönnum störf hjá góðum húsbændum.“ Magnús L. Sveinsson (form.VR 1980-2002) segir í sama riti: „Eitthundrað ár eru út af fyrir sig ekki langur tími í sögu þjóðar. Það er hins vegar langur tími í sögu félagasamtaka hér á landi, enda er VR með eldri félögum á Íslandi og hefur lifað miklar breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá stofnun félagsins. Íbúar Reykjavíkur voru þá tæplega fjögur þúsund og um 170 torfbæir voru enn í Reykjavík. Verslanir voru fáar, við aðeins þrjár götur. Nú er VR langstærsta stétt- arfélag landsins.“ Í dag er VR 120 ára, götum og íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað og enn er VR stærsta stéttarfélag landsins. Árið 2006 tóku síðan einhverjir snillingar, mörgum til undrunar, upp á því að skipta um nafn og merki á félaginu. Nú heitir félagið „Virðing og réttlæti“. Ég hef bent mönnum á hverslags orðskrípi nafnið „Virðing og réttlæti“ sé, en ábendingar mínar hafa ekki hlotið hljómgrunn. Virðing og réttlæti er ætíð áunnið en ekki fengið með nafn- breytingu. Ég tók því ráðin í mínar hendur og bjargaði nafninu „Versl- unarmannafélag Reykjavíkur“ frá því að lenda í klónum á misjöfnum mönnum (eins og Dagsbrún lenti í) og skráði nafnið. Ég ætla að gefa VR nafnið „Verslunarmannafélag Reykjavíkur“ í 120 ára afmælisgjöf og ætlast til þess að það sé notað. Þá sem á undan eru gengnir skal ávallt virða og finnst mér lágmarks kurt- eisi að breyta nafninu aftur til fyrra horfs. Annað mál sem undirrituðum finnst afleitt er að Gylfi Arnbjörns- son og ASÍ fari með frítt spil og véli um launakröfur félagsmanna og er það VR til háðungar að svo sé komið fyrir okkur. Erum við virkilega svo hjálparvana og ósjálfbjarga að geta ekki séð um okkar mál sjálf? Ég held ekki. Baráttan fyrir frjálsri verslun, lágum sköttum og sem minnstum ríkisafskiptum er enn í fullu gildi. Nú eru kosningar til formanns VR í gangi og er undirritaður í framboði. Ég er með sveinspróf í netagerð og hef unnið við verslunarstörf frá blautu barnsbeini. Afi minn Lúðvík Guðmundsson var kaupmaður og stofnandi „Ljóss og orku“ og faðir minn Lúðvík Lúðvíksson hefur stundað verslunarstörf allt sitt líf. Ég er íhaldssamur að eðlisfari og tel mig hafa það sem þarf til þess að veita stéttarfélaginu VR forystu. Eftirfarandi málefni sem ég ætla að berjast fyrir kalla ég „sjö leiðir“. Þetta eru sígild baráttumál sem verslunarmenn ættu að kannast við. Sjö leiðir til samstöðu innan VR. 1. 200.000 kr. lágmarkslaun 2. 250.000 kr. skattleysismörk 3. Stofnun „Verslunarbanka Ís- lands“ með fulltingi Lífeyrissjóðs verslunarmanna. 4. Afnán gjaldeyrishafta 5. Afnám verðtryggingar 6. Lækkun tryggingargjalds fyr- irtækja til að skapa fleiri störf 7. Bjóða upp á lággjalda- stéttarfélags valkost innan VR, þar sem félagsmenn geta valið um hvort þeir vilji borga í orlofs- og sjúkra- sjóði. Ég undirritaður, Lúðvík Lúðvíks- son, óska eftir stuðningi þínum, kæri félagsmaður, í baráttunni um for- mennskuna í VR og vil ég enda þennan pistil á síðustu ljóðlínunum úr kvæðinu „Undir stjörnum“ eftir Einar Benediktsson: Alls má freista. – Eitt ég vil. Upp með taflið. – Ég á leikinn. Eftir Lúðvík z Lúðvíksson » Verslanir voru fáar, við aðeins þrjár göt- ur. Nú er VR lang- stærsta stéttarfélag landsins.“ Lúðvík Lúðvíksson Höfundur er verslunarmaður. Verslunarmannafélag Reykjavíkur eða Virð- ing og réttlæti 120 ára? Í byrjun árs voru lög VR endurskoðuð og var ein tillagan á þá leið að félagsmenn sem hættu störfum á vinnumarkaði vegna örorku gætu verið áfram félagsmenn gegn greiðslu fé- lagsgjalds en þeir myndu ekki njóta kjörgengis til stjórnar í félaginu. Talsvert fjaðrafok var í fjölmiðlum þar sem miður falleg orð voru látin falla um stjórn VR en tillagan var dregin til baka án þess að nokkrar skýringar kæmu á hvers vegna og af hvaða rótum hún var runnin. Mánudaginn 7. mars sl. var þó enn á ný fjallað um þessa tillögu og það af einum frambjóð- anda til stjórnar VR. Hann lætur greinina heita „óvirðing og órétt- læti“ og afbakar þannig göfug ein- kunnarorð VR, félagsins sem hann er að bjóða sig fram til stjórnar í. VR eru launþegasamtök Frambjóðandinn kallar þetta einelti gagnvart öryrkjum sem er fjarri lagi og raunar alveg maka- laust að bera slíkt á borð um laun- þegafélag sem hefur breytt lögum sínum þannig að öryrkjar geti ver- ið í því þrátt fyrir að vera ekki á vinnumarkaðinum. Ég er þeirrar skoðunar að það sé sjálfsagt að ör- yrkjar, sem voru félagsmenn VR áður en þeir fóru á örorku, séu í félaginu til að geta nýtt sér fé- lagsleg réttindi, s.s. sumarbústaði, afslætti á ferðaþjónustu, varasjóð, fræðslustyrki, námskeið og fleira sem félagið býður upp á. Ég er einnig þeirrar skoðunar að ör- yrkjar eigi ekki að vera í fram- varðarsveit stéttarfélagsins VR enda er það fyrst og fremst félag fólks á vinnumarkaði. Um þá ætti að gilda sama ákvæði og um ein- yrkja, að þeir væru ekki kjörgengir en einyrki semur við sjálfan sig um laun og á því ekki erindi í for- ystu stéttarfélags. Ör- yrki er ekki á vinnu- markaði og á af þeirri ástæðu ekki að vera í forystu stéttarfélags. Annað gildir um at- vinnulausa og fólk með tímabundna ör- orku enda stefna þeir aftur á vinnumark- aðinn. VR er stéttarfélag verslunar-, þjónustu- og skrifstofufólks og er tilgangur þess að efla og styðja hag félagsmanna með því að vinna að auknum réttindum og bættum kjörum launafólks í landinu. Það segja lög félagsins en hvað þýðir þetta? Jú, að VR er félag vinnandi fólks og berst fyrir hagsmunum þess. Þegar VR félagi fer á eft- irlaun hættir hann að greiða fé- lagsgjöld en heldur þó réttindum sínum til leigu orlofshúsa. Það agnúast enginn yfir því enda er hann farinn af vinnumarkaðinum og þótt VR sé öflugur samherji aldraðra sem og öryrkja, ásamt verkalýðshreyfingunni allri, þá er það ekki skilgreint hlutverk félags- ins að berjast fyrir hagsmunum eftirlaunaþega. Ástæðan fyrir veru öryrkja í VR Það eru átta ár síðan VR var opnað fyrir þá félagsmenn sem misstu heilsuna og fóru á örorku. Fram að því hættu þeir félagsaðild og það þótti mörgum slæmt. Þeir vildu vera áfram félagsmenn til að geta nýtt sér ýmis hlunnindi sem fylgja aðild að VR og því var ákveðið að opna félagið gegn því að þeir greiddu félagsgjöld eins og aðrir. Það þýddi hins vegar ekki að VR breyttist í baráttufélag fyrir öryrkja. Því sinnir t.d. Ör- yrkjabandalag Íslands sem skil- greinir hlutverk sitt að gæta hags- muna öryrkja og vinna að réttlæti og bættum lífsgæðum fatlaðra. Stjórnarmenn í stéttarfélagi eru kjörnir til að gæta hagsmuna vinn- andi manna og semja um kjör þeirra. Öryrkjar eru ekki launþeg- ar og hagsmunir þeirra eru á borð- um annarra samtaka. Baráttumál VR snúa fyrst og fremst að launa- fólki og mig undrar að öryrki skuli sækjast eftir því að berjast fyrir þeirra hagsmunum frekar en að ljá öryrkjum lið. VR sýnir öryrkjum bæði virðingu og réttlæti með því að loka ekki dyrum þegar þeir verða fyrir þeirri ógæfu að detta út af vinnumarkaðinum. VR mun vonandi halda áfram að styðja við réttindabaráttu öryrkja ásamt verkalýðshreyfingunni, eins og það hefur gert hingað til. Um heiður félags VR hefur gengið í gegnum erfiða tíma sem von er að linni í yf- irstandandi stjórnarkosningum. Frambjóðandanum, sem sá ástæðu til að afbaka einkunnarorð VR, bendi ég á að í gildi eru siðareglur fyrir fulltrúa félagsins í stjórnum og nefndum og fyrsta grein fjallar um að standa vörð um heiður fé- lagsins. Það verður ekki gert með því að brigsla VR um einelti gagn- vart öryrkjum sem hafa þvert á móti notið velvilja öflugs stétt- arfélags – eins og frambjóðand- anum ætti að vera fullkunnugt um. Eftir Eyrúnu Ingadóttur » Frambjóðandinn kallar þetta einelti gagnvart öryrkjum sem er fjarri lagi og raunar alveg makalaust að bera slíkt á borð … Eyrún Ingadóttir Höfundur er sagnfræðingur og í framboði til stjórnar VR. Er VR baráttufélag öryrkja?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.