Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
✝ Sólveig Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 10.
september 1923.
Hún lést á Skjóli
10. mars 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ása Krist-
ín Jóhannesdóttir,
f. 18. júní 1895, d.
23. okt. 1942, og
Gunnar Ólafsson
skipstjóri, f. 24.
ág. 1890, d. 24. feb. 1980.
Systkini: Áslaug, f. 23. ág.
1916, d. 23. feb. 1917, Jóhann-
es, f. 25. ág. 1917, d. 25. júlí
1982, Ólafur, f. 19. júlí 1920,
d. 10. nóv. 1921, Guðrún, f. 20.
ág. 1921, d. 11. des. 1998, Ása,
f. 13. nóv. 1926, d. 31. maí
1990, Kristín, f. 15. júní 1932,
d. 9. des. 1932, Hrafnhildur, f.
17. nóv. 1935, Gunnar, f. 17.
feb. 1938, Ólafur, f. 4. feb.
1942.
Sólveig giftist 17. júní 1947
Jóhanni Jónssyni, hrl. og
skrifstofustjóra, f. 7. maí 1926,
d. 23. jan. 1991. Börn þeirra:
1) Ása Kristín, f. 7. sept. 1947.
Dóttir Áslaug Birna, f. 1980,
faðir hennar Björn Björnsson.
Gift Árna Frey Sigurðssyni.
Börn: Brynja Dögg, Embla Ýr
og Ísar Breki. 2) Jón, f. 15. ág.
30. október 1961, kvæntur
Bryndísi Halldórsdóttur, f.
1963. Börn: Helga Dóra Jó-
hannsdóttir, f. 1984, í sambúð
með Adolf Þór Lúðvíkssyni.
Börn: Aron Breki og Óliver
Atlas. Fanney, f. 1989, unnusti
Trausti Týr Guðmundsson. 7)
Sesselía Áslaug, f. 18. sept.
1963, gift Jakob Heimi Óðins-
syni, f. 1957. Börn: Gunnar
Ingi, f. 1982, Brynjar Þór, f.
1987, unnusta Margrét Helga
Gunnarsdóttir. Óðinn Björn, f.
1994.
Sólveig fæddist í Reykjavík
og ólst upp í Þingholtunum. Í
Reykjavík bjó hún nánast alla
sína tíð utan eins árs í Ytri-
Njarðvíkum. Lengst af bjuggu
Sólveig og Jóhann á Hverf-
isgötu 16 og síðan í Álftamýri
15. Framan af var Sólveig
heimavinnandi húsmóðir og
vann með heimili við að setja
upp klukkustrengi. Eftir að
börnin uxu úr grasi vann hún
fyrst á Saumastofu Bláfelds,
síðan hjá Póstgíró, hún byrj-
aði í eldhúsi og fór síðan í
bókhaldið. Eftir að Sólveig
varð ekkja bjó hún í Safamýri
56. Sólveig tók mikinn þátt í
félagslífi eldri borgara, hún
kynntist þar góðum manni,
Böðvari Árnasyni, sem varð
góður félagi hennar og vinur
síðustu árin. Undir það síðasta
bjó hún á Skjóli.
Sólveig Gunnarsdóttir verð-
ur jarðsungin frá Bústaða-
kirkju í dag, 17. mars 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.
1951, kvæntur
Ólafíu Sveins-
dóttur, f. 1950.
Börn: Sveinn, f.
1970, kvæntur
Helgu Þórdísi
Jónsdóttur, börn
Jón Þorsteinn,
Lárus Páll og
Bergdís Sóley.
Sólveig, f. 1974.
Börn: Jóhann
Helgi, Ólafía Dalla
og Karen Jóna. 3) Gunnar, f.
22. febrúar 1955, kvæntur
Auði Eggertsdóttur, f. 1958, d.
2008. Börn: Jóhann, f. 1981,
unnusta Helga M. Gísladóttir.
Guðrún Þóra, f. 1982, gift
Kára Gunnarssyni. Dóttir:
Auður Ösp. Oddur Ævar, f.
1993. 4) Laufey Jóhannsdóttir,
f. 15. feb. 1957, gift Valdimar
Inga Gunnarssyni. Börn: Nína
Katrín, f. 1985, sonur Þór Jök-
ull. Sigurbjörg Sólveig, f.
1989, í sambúð með Henrik Bi-
ering. Gunnhildur f. 1994. 5)
Kolbrún, f. 16. maí 1958, gift
Guðmundi Kolbeinssyni, f.
1956. Börn: Kolbeinn, f. 1978,
kvæntur Bryndísi Ástu Braga-
dóttur. Börn: Tinna Björk og
Rakel Júlía. Arna Kristín, f.
1985, unnusti Ómar Rafn Stef-
ánsson. 6) Jóhann Svavar, f.
Kæra mamma. Við þökkum
þér fyrir allt sem þú varst okk-
ur og kærleika þinn í okkar
garð. Við yljum okkur við minn-
ingarnar sem við munum
geyma um ókomna tíð.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum
heim
við skynjum fátt, en skilja viljum
þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hjartans þökk,
Ása, Laufey, Kolbrún,
Sesselía.
Mig langar að minnast elsku-
legrar móður minnar, Sólveigar
Gunnarsdóttur, sem lést hinn
10. mars 2011.
Þegar maður hugsar til baka
koma upp í hugann yndislegar
og góðar minningar um pabba
og mömmu. Þau spiluðu alltaf
brids á fimmtudögum við vina-
fólk. Þau fóru á hverjum degi í
laugarnar. Þau áttu sumarbú-
stað í Vatnsendalandi í Skorra-
dal alveg við vatnið, þangað
sem þau fóru um helgar og fjöl-
skyldan fékk að njóta með
þeim. Það var siglt út á vatn
með krakkana, veitt og farið í
göngutúra. Hreppslaugin var
heimsótt og spilað á kvöldin.
Barnabörnin voru ætíð í fyr-
irrúmi, við þau var dekrað á all-
an hátt og allt látið eftir þeim.
Þessar minningar hlýja manni
um hjartarætur.
Takk fyrir þetta og fyrir að
vera stoð okkar og stytta í
stórsjóum lífsins, elsku mamma
mín. Takk fyrir stuðninginn
sem þú ávallt sýndir mér og öll-
um í kringum þig þegar eitt-
hvað bjátaði á. Það var sama
hvað það var, alltaf varst þú
tilbúin til að hjálpa, hugga,
passa og styðja við bakið á
þeim sem á þurftu að halda, þú
máttir ekkert aumt sjá og við
systkinin og barnabörnin nut-
um þess að heimsækja ykkur
pabba í Álftamýrina, þar sem
okkur leið svo vel. Heimilið
ykkar var alltaf svo hlýtt, fal-
legt og yndislegt. Þið pabbi
höfðuð svo góða nærveru og all-
ir gátu slakað á frá amstri
hversdagsins og rætt um lífsins
gagn og nauðsynjar.
Takk fyrir góða skapið þitt
sem einkenndi þig alla tíð.
Takk fyrir að vera sá klettur
sem þú varst. Þú hélst heim-
ilinu okkar saman, fyrst á
Hverfisgötu 16, síðan í Álfta-
mýri 15. Þú hugsaðir um okkur,
börnin þín sjö, saumaðir á okk-
ur, stoppaðir í sokka, passaðir
okkur og sinntir okkur meðan
pabbi vann úti eins og venjan
var hér áður.
Þegar við stálpuðumst fórst
þú að vinna úti. Fyrst hjá Póst-
gíró, í eldhúsinu og síðan í bók-
haldinu og sinntir jafnframt
heimilinu eins og ekkert væri
og hélst öllu fínu og flottu.
Pabbi og við börnin þín vor-
um heppin að eiga konu og
móður eins og þig, elsku
mamma mín. Hafðu þökk fyrir
allt. Við munum alltaf minnast
hlýja faðmsins þíns, munum
bjarta fallega svipinn þinn og
brosið þitt, elsku mamma mín.
Ég veit, að pabbi og ættingj-
arnir allir sem farnir eru taka
vel á móti þér. Guð blessi þig.
Eftir að pabbi dó og aldurinn
færðist yfir fór mamma að
stunda félagsstarf með eldri
borgurum. Hún spilaði, málaði
myndir og dansaði. Í fé-
lagsstarfinu kynntist mamma
Böðvari Árnasyni sem varð
góður vinur hennar og félagi
síðustu árin. Þau áttu saman
góðar stundir og voru hvort
öðru góður félagsskapur í ell-
inni.
Við fjölskyldan viljum koma
á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem önnuðust mömmu
og hjúkruðu henni af einstakri
umhyggju og hugulsemi á
Skjóli, þar sem hún bjó síðustu
árin. Guð blessi ykkur öll.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú
munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Gunnar Jóhannsson.
Elsku amma mín, nú þegar
ég sest hérna niður til að skrifa
þessi lokaorð til þín þá finnst
mér þetta allt svo óraunveru-
legt. Ég á aldrei eftir að
gleyma þeim stundum sem ég,
mamma og Þór Jökull minn
komum að heimsækja þig á
Skjól. Þótt þú værir nánast al-
veg búin að tapa minninu undir
lokin veit ég hversu gaman þér
þótti að sjá fólkið þitt. Stundum
komum við mamma með ís fyrir
þig og sjaldan hef ég séð mann-
eskju eins þakkláta fyrir pínu-
lítinn barnaís. Þú varst alltaf
jafnhrifin af stráknum mínum
og baðst alltaf um að fá að
halda á honum en lést mig samt
fljótt taka hann aftur því þér
fannst hann vera alveg eins og
„klettur“. Mínar bestu minning-
ar um þig eru þó frá því ég var
lítil stelpa. Þá fékk ég stundum
að gista hjá þér og ég man að
þú áttir alltaf til vínber og Bug-
les í kassa. Svo bjóstu oftast til
uppáhaldsmatinn minn fyrir
mig sem var á þeim tíma blá-
berjasúpa með tvíbökum. Við
gerðum ýmislegt saman. Fórum
oft í sund saman og svo kennd-
irðu mér golf og að skrifa
skrautskrift. Ferðirnar í sum-
arbústaðinn í Skorradalnum
eru mér líka minnisstæðar. Mér
þótti alltaf svo vænt um sum-
arbústaðinn Þrastarhól og þyk-
ir enn þrátt fyrir að hann sé
ekki lengur okkar. Ein
skemmtilegasta minningin mín
er þó frá því við saumuðum
saman tvær dúkkur. Ég á þær
enn í dag og held mikið upp á
þær. Svo man ég að þú horfðir
alltaf á Leiðarljós sem þér
fannst svo skemmtilegt en dott-
aðir samt alltaf yfir þáttunum
og mér fannst alltaf jafnfyndið
að fylgjast með því. Ég man
svo vel eftir því elsku amma
mín að alltaf þegar ég gisti hjá
þér fórum við með faðirvorið
saman og svo tókstu í höndina á
mér og hélst í hana alla nóttina
svo mér fannst ég alltaf vera
örugg og elskuð í návist þinni.
Elsku amma mín, þú varst
svo falleg kona. Alltaf svo flott
og fín og vel tilhöfð og heimilið
þitt bar þess líka alltaf vitni
hvað þú varst snyrtileg fín frú.
Ég á eftir að sakna þín elsku
amma mín en ég veit að nú líð-
ur þér betur og ert búin að
hitta mömmu þína sem þú
saknaðir svo mikið, afa og alla
hina englana. Ég er svo ánægð
með að ég náði að kveðja þig al-
mennilega daginn sem þú
kvaddir þennan heim. Þótt þú
hafir verið sofandi veit ég að þú
heyrðir í mér elsku amma mín.
Guð geymi þig elsku amma
mín og elsku langamma. Við
munum alltaf elska þig.
Þín
Nína Katrín og Þór Jökull.
Engin orð geta lýst því
hversu vænt mér þykir um þig.
En svo vænt þykir mér um þig
að ég veit að ég verð að reyna
að setja þetta í orð. Ég sakna
sunnudagsboðanna, ísbíltúrsins
okkar og allra þeirra yndislegu
minninga sem ég á um þig. Þú
varst alltaf svo hlý, alltaf að
hrósa manni þegar þú ættir að
hrósa sjálfri þér fyrir að vera
engill í mannsmynd. Ég þakka
þér svo innilega fyrir að veifa
mér bæ með brúnu krullurnar
þínar, og láta mig vita að þú
færir á milli fólks til að kveðja
áður en þú færir í heiminn þar
sem tíminn er afstæður og allt
svo yndislegt að við megum
ekki einu sinni vita það.
Gunnhildur Ýr
Valdimarsdóttir.
Glæsileg móðursystir mín er
fallin frá. Ég á margar hlýjar
minningar um hana Lillu
frænku. Sólveig Gunnarsdóttir
hét hún fullu nafni en var oftast
kölluð Lilla. Hún hafði alltaf
einlægan áhuga á því sem ég
var að gera í lífi mínu, spurði
frétta og það myndaði vafalaust
þennan kærleiksþráð frá mér
til hennar. Samt hittumst við
ekki oft seinni árin en þegar við
hittumst var alltaf sama vin-
áttan og hlýjan á milli okkar.
Jafnvel hin síðustu ár, þegar
Alzheimer-sjúkdómurinn hafði
náð tökum á minni hennar,
mundi hún samt alltaf hver ég
var, mér þótti vænt um það.
Ég á margar skemmtilegar
minningar um Lillu frænku
heima hjá henni og fjölskyld-
unni í Álftamýri 15, þegar ég
var að koma þangað sem lítil
stelpa í pössun eða í helgar-
heimsókn. Það var mikið sport
að koma til borgarinnar og
gista. Lilla og Jóhann áttu sjö
börn en samt var alltaf pláss
fyrir fleiri börn á heimilinu.
Seinna, þegar ég varð fullorðin,
dáðist ég að glæsileik hennar
og dugnaði. Þá sá ég betur
hvað hún var góð fyrirmynd um
heilbrigða lífshætti. Hún stund-
aði sundlaugarnar og synti 500
metra á hverjum degi langt
fram eftir aldri. Ég man þegar
ég prófaði fyrst að synda jafn-
mikið og Lilla frænka og varð
alveg hissa á því hvað þetta tók
mikið á. Ég hugsaði þá til Lillu
frænku minnar og hvað hún
hlyti að vera í góðu líkamlegu
formi.
Í dag kveð ég hana með
þakklæti fyrir margar góðar
samverustundir og sé hana
frjálsa undan viðjum jarðlífsins.
Hún skilur eftir sig hér stóra
fjölskyldu, sem hún má vera
stolt af.
Farðu í Guðs friði inn í ljósið,
kæra Lilla frænka. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við sjáumst
seinna hinum megin, í paradís
englanna. Falleg minning um
þig lifir áfram í hjarta mínu.
Marta frænka.
Sólveig
Gunnarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, okkur þyk-
ir þú öllum falleg og góð.
Ég vona að sálin sé komin
upp til guðs og þér líði þér.
Kveðja,
Brynja Dögg.
Elsku amma mín.
Ég á svo margar góðar
og fallegar minningar um
þig. Þú gafst þér alltaf tíma
til að spjalla við okkur
krakkana þegar við komum
í heimsókn. Gestrisni þín
var einstök og manni leið
vel í návist þinni. Minning
um fallega og góða konu lif-
ir í hjörtum okkar. Takk
fyrir samfylgdina amma
mín.
Þín
Áslaug.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
INGVAR JÓNSSON
húsa- og skipasmíðameistari,
Grænlandsleið 44,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
föstudaginn 11. mars.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. mars
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Styrktarsjóð langveikra barna.
Kristín Magnúsdóttir,
Magnús Ingvarsson, Anna Dóra Steingrímsdóttir,
María Kristín Ingvarsdóttir,Páll Ragnar Sveinsson,
Bjarni Þór Ingvarsson, Ruth Irene Thorkildsen,
barnabörn, barnabarnabörn og systur.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÁRBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Húsagarði,
áður Suðurhólum 30,
lést á dvalarheimilinu Lundi laugardaginn
12. mars.
Útför fer fram frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn
19. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á minningarsjóð Ólafs Björnssonar.
Sigrún Ingólfsdóttir, Einar Brynjólfsson,
Jóna St. Sveinsdóttir,
Ólafur S. Sveinsson, Guðbjörg Anna Ellertsdóttir,
Ólafía Sveinsdóttir, Ólafur Andrésson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ EINARSÍNA HJARTARDÓTTIR,
Blálandi,
Skagaströnd,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
mánudaginn 14. mars.
Útför hennar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugar-
daginn 19. mars kl. 14.00.
Sigríður Ágústsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson,
Kristinn Þ. Ágústsson, Guðfinna Þorgeirsdóttir,
Hallbjörn Þ. Ágústsson, Elín Helga J. Sanko,
Guðrún Ágústsdóttir, Jóel Berg Friðriksson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR,
Sæbóli,
Blönduósi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk sunnu-
daginn 6. mars, verður jarðsungin frá
Blönduósskirkju föstudaginn 18. mars og hefst athöfnin
kl. 14.00.
Gísli Ófeigsson, Ester Garðarsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Ásgeir Axelsson,
Þórarinn Baldursson, Guðrún Kristinsdóttir,
Magnús E. Baldursson, Helga I. Sigurðardóttir,
Þrándur Ó. Baldursson, Emilía Stefánsdóttir,
Sigurbjörg H. Baldursdóttir, Hreiðar Margeirsson,
Steinvör M. Baldursdóttir, Friðrik Steingrímsson,
Sigurlaug B. Baldursdóttir, Eiríkur Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri
JÓNAS HÁLFDÁNARSON,
Melum,
Hofsósi,
sem lést fimmtudaginn 3. mars, verður
jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn
19. mars kl. 14.00.
Stefán Gunnarsson, Stefanía Th. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Jónas Stefánsson, Lilja Björk Heiðarsdóttir,
Jóna Rósa Stefánsdóttir, Kristinn Hjálmarsson,
Elín Greta Stefánsdóttir, Kristján Gíslason,
Gunnar Stefánsson, Dröfn Ragnarsdóttir
og langafabörn.