Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 4

Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Úthlutunardagur Mæðrastyrks- nefndar og Fjölskylduhjálpar Ís- lands var í gær og þáði töluverður fjöldi matargjöf hjá samtökunum. Nokkur hundruð leituðu til Mæðra- styrksnefndar og yfir sex hundruð til Fjölskylduhjálpar Íslands. Ásgerður Jóna Flosadóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Ís- lands, segir samtökin hafa keyrt með matarpakka til tveggja einstaklinga í dag sem ekki sáu sér fært að koma á staðinn. Aðspurð segir hún fimm hundruð einstaklinga og fjölskyldur þurfa á slíkri aðstoð að halda í Reykjavík, en erfitt sé að anna þeirri eftirspurn. Erfitt er að fá sjálf- boðaliða sem eru viljugir til þess að leggja út fyrir bensínkostnaðinum. Fyrir sex vikum tók Fjölskyldu- hjálpin upp miðakerfi sem hefur reynst vel. Biðröðum hefur nánast verið útrýmt og afgreiða samtökin nú um tvö hundruð og þrjátíu fjöl- skyldur á klukkutíma. Þeir sem sækja um mataraðstoð verða að framvísa pappírum á úthlutunar- deginum sjálfum. „Fólk þarf að sýna hvaða innkomu það hefur frá Trygg- ingastofnun eða Félagsþjónustunni. Ef það á maka,sem er úti á vinnu- markaði þarf að koma með launa- seðil viðkomandi,“ segir Ásgerður Jóna. Þeir sem sækja um aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd þurfa að hafa skilríki meðferðis á úthlutunardeg- inum. Þá þurfa þeir sem þiggja at- vinnuleysisbætur að koma með þar til gerða pappíra. Mörg hundruð manns þáðu matargjafir í gær  Biðröðum nánast útrýmt hjá Fjölskylduhjálp með nýju miðakerfi Morgunblaðið/Ernir Mæðrastyrksnefnd Nokkur hundr- uð leituðu þangað í gær eftir aðstoð. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Samskipti bæjarstjórnar Seltjarnarness og Ólafs Melsted, sem sakað hefur bæjarstjórann Ásgerði Halldórsdóttur um einelti, eru í lás og bíða báðir aðilar þess að hinn aðhafist eitthvað. Bæjarstjórnin sendi í fyrrakvöld frá sér til- kynningu þar sem frá því var greint að hún tæki ekki afstöðu til matsgerðar sem unnin var að frumkvæði Ólafs, um samskipti hans við Ás- gerði. Jóhann H. Hafstein, lögmaður Ólafs, sendi bæjarfulltrúum bréf þann 8. mars síðast- liðinn þar sem greint var frá niðurstöðum matsgerðarinnar. Í áður- nefndri tilkynningu bæjar- stjórnar segir að farið hafi verið fram á það að hún fengist afhent, en við því hafi ekki verið orðið. Því sé bæjarfulltrúum ófært að taka afstöðu til forsendna þeirra niðurstaðna sem þar koma fram. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jóhann að enginn bæjarfulltrúi hefði haft sam- band við sig vegna matsgerðarinnar. „Þeim er frjálst að koma hingað [á lögfræðistofuna] og skoða hana, eða þá að fá hana gegn greiðslu,“ segir Jóhann, en sú greiðsla næmi 1,6 millj- ónum króna. Stefnir í dómsmál Ásgerður Halldórsdóttir vildi ekki tjá sig um málið við blaðið þegar leitað var eftir því, en vísaði á lögfræðing Seltjarnarness, Anton Björn Markússon. „Í samræmi við meginregl- ur réttarfars er aðili skyldugur til að afhenda gagnaðila svona skjal,“ segir Anton. „Það er ótækt að ætlast til þess að bæjarfulltrúar fari á lögmannsstofu og rýni í svona skjal,“ bætir hann við, og segir það ekki munu gerast. „Hann er að þverbrjóta þær reglur sem gilda um hvernig skuli fara með svona skjöl. Það blasir við að við getum ekki tekið afstöðu til þess hvort við viljum beiðast yfirmats eður ei. Þá er ekkert hægt að gera það fyrr en hann er búinn að ákveða að höfða dómsmál.“ Jóhann gaf bæjarstjórn Seltjarnarness 20 daga frest til þess að taka afstöðu til málsins, og bæta Ólafi það tjón sem hann hefði orðið fyrir vegna þess, ellegar höfði hann mál. Allt bendir til þess að það verði niðurstaðan, en Jó- hann segir bæjarfulltrúa ekki virðast spennta fyrir að skoða matsgerðina. Anton segir bolt- ann hins vegar hjá Ólafi og lögmanni hans. Pattstaða komin upp á Seltjarnarnesi  Lögmaður sveitarfélagsins segir lögmann Ólafs Melsted brjóta reglur með því að neita bæjarfulltrú- um um matsgerð  Lögmaður Ólafs segir bæjarfulltrúum velkomið að skoða matsgerðina á stofu sinni Jóhann H. Hafstein Kristján Jónsson kjon@mbl.is Forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittust síðdegis í gær til að fjalla um árang- ur fundar sem þeir áttu fyrr um dag- inn með ráðherrum um atvinnumálin og aðkomu stjórnvalda að kjara- samningum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að farið hefði verið yfir mörg mál en ljóst væri að ekki væri hægt að landa samningi meðan útspil ríkis- stjórnarinnar lægju ekki fyrir. Hann nefndi sem dæmi að ekki væri komin niðurstaða varðandi kröfu SA um að atvinnutrygginga- gjald yrði lækkað. Í fyrra hefðu fjár- festingar aðeins verið um tæpir 200 milljarðar. „Þessi tala þarf á næsta ári að verða á fjórða hundrað millj- arðar og helst þyrftu þær að aukast í 300 milljarða á þessu ári til að tryggja að það verði hagvöxt- ur,“ sagði Vilhjálmur. Almenn skilyrði af hálfu ríkisvaldsins þurfi að vera í lagi til að tryggja vöxt og atvinnu, þ. á m. að gjald- eyrishöft verði afnumin og fjármagnsmarkaði opnist leiðir til útlanda. Einnig þurfi að taka á skattamálum fyrirtækja og sjávarútvegsmálunum, fá festu í starfsskilyrði greinar- innar til langs tíma til þess að hún geti farið að fjárfesta. Loks verði að koma í gang stórframkvæmdum á sviði orkuvinnslu, einnig vegafram- kvæmdum og nýja Landspítalanum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði m.a. í samtali við mbl.is að tæk- ist ekki að auka umsvifin í atvinnulíf- inu yrði erfitt að koma saman kjara- samningum. Rætt væri m.a. um möguleika stjórnvalda á að koma með innspýtingu í atvinnulífið, t.d. í vegamálum. Ljóst væri að mikil and- staða væri víða við veggjöld á vegum út frá höfuðborginni til að fjármagna breikkun Suðurlands- og Vestur- landsvegar. „Við höfum bent á að hægt væri að fara í Sundabraut, en það þýðir að fólk getur valið um að fara hana eða fara um Mosfellsbæ,“ sagði Gylfi. Hann sagðist hafa lagt áherslu á að þau verkefni sem forsætisráð- herra nefndi í ræðu á Alþingi í fyrra- dag og önnur verkefni yrðu metin með tilliti til hagvaxtar. Alls væri um að ræða verkefni upp á 200 milljarða á næstu þrem árum. „Það þarf því að bæta ansi miklu við ef menn ætla ekki að fara í Helguvík,“ sagði Gylfi. Útspil stjórnvalda liggja ekki fyrir  Fulltrúar ASÍ og SA ræddu atvinnumálin við ráðherra Fjallað var um atvinnumál og kjarasamninga á Alþingi í gær og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að nú kölluðu aðilar vinnumarkaðarins eftir aðgerðum stjórnvalda í atvinnu- málum og aukinni fjárfestingu. Þetta hefðu þeir líka gert 2009 en stjórnvöld hefðu ekkert gert. Það vantaði um 150 milljarða fjárfestingu inn í atvinnulífið sem menn hefðu reiknað með að færi í gang 2009. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skatta- nefndar Alþingis, sagði að ekkert verkefni væri brýnna í stjórn- málum á Íslandi en að auka fjárfestingu í atvinnulífinu. Skapa yrði almenn skilyrði fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu frekar en að einblína á einstök verkefni. Hann sagði að það þyrfti að eyða óvissu um skuldamál fyrirtækja, um afnám gjaldeyrishafta og um framtíð Icesave-málsins. Ekkert verkefni brýnna ÞINGMENN HVÖTTU TIL FJÁRFESTINGA Morgunblaðið/Árni Sæberg Kuldalegt Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, varaformaðurinn Grímur Sæmundsen og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, við Stjórnarráðið í gær eftir fund með ráðherrum. Á annað hundrað manns kusu í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice- save-samninginn í gær, á fyrsta degi utankjörfundaratkvæða- greiðslu. „Það er búið að vera stöð- ugur straumur í allan dag,“ sagði Bryndís Bachmann hjá sýslumann- inum í Reykjavík þegar skrifstof- unni var lokað en þá höfðu 73 greitt atkvæði í Reykjavík. Í atkvæða- greiðslunni er kosið um hvort lögin sem Alþingi samþykkti haldi gildi sínu eða hvort þau eigi að falla úr gildi. Alls greiddu 142 á landinu öllu í gær en utankjörfundar- atkvæðagreiðsla fer fram á skrif- stofutíma hjá sýslumönnum til 25. mars nk. Hjá sýslumanninum í Reykjavík verður einnig opið laug- ardaginn 19. mars frá kl. 12 til 14 sem og laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars. Frá og með mánudeginum 28. mars fer at- kvæðagreiðslan fram í Laugardals- höll og þá verður opið alla daga frá kl. 10 til 22. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um Icesave Þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram 9. apríl. Atkvæða- greiðslan hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.