Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 11
Morgunblaðið/Eyþór
Vífilsfell klifið „Margir sem eru að byrja í útivist fara á Esjuna. Svo er líka gaman að ganga á Grímarsfell, Vífils-
fellið, Helgafell við Kaldársel eða Úlfarsfell svo og á fjöll í nágrenni Þingvalla, á Hengilssvæðinu og víðar.“
„Bómullin sýgur allan raka í
sig og magnar upp kuldann. Þá eru
gallabuxur afar afleitur útivist-
arfatnaður; blautar verða þær
stamar og nuddast við húðina eins
og sandpappír,“ segir Ásgerður
sem mun einnig kenna fólki hvern-
ig best er að nota göngustafi. Þeg-
ar best takist til létti þeir mikið á
neðri hluta líkamans – og geri
göngu auðveldari.
„Margir segja að í raun sé það
að nota göngustafi líkast því að
hafa fjóra fætur, slíkur er mun-
urinn,“ segir Ásgerður sem mun
einnig tæpa á ýmsu fleiru í fyrir-
lestri sínum í dag og gefa ráð um
hvar hagkvæmt er að kaupa fatnað
og annan búnað fyrir útivistina.
Fá dægradvöl er betri
Á sama tíma að viku liðinni,
fimmtudaginn 24. mars, mun Ás-
gerður svo fjalla um aðgengilegar
og skemmtilegar gönguleiðir í ná-
grenni höfuðborgarinnar. „Margir
sem eru að byrja í útivist fara á
Esjuna, fjall sem er á færi lang-
flestra. Svo er líka gaman að ganga
á Grímarsfell, Vífilsfellið, Helgafell
við Kaldársel eða Úlfarsfell svo og
á fjöll í nágrenni Þingvalla, á
Hengilssvæðinu og víðar – eða þá
margar þær skemmtilegu göngu-
leiðir sem hafa verið markaðar hér
innan borgar. Fáa dægradvöl veit
ég betri en fara út að ganga – og
svo þarf þetta ekki að vera mjög
dýrt eða flókið. Ég mæli með
þessu,“ segir Ásgerður Ein-
arsdóttir að síðustu.
sbs@mbl.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Uppskrift dagsins kemur frá veit-
ingastaðnum HaPP en hugmynda-
fræðin á bak við staðinn er sú að
bæta heilsu og efla lífsgæði við-
skiptavinanna. Lögð er áhersla á að
elda mat úr grænmeti og ávöxtum
og gjarnan notuð fræ og spírur. Hjá
HaPP er hægt að panta sér matar-
pakka af ýmsu tagi svo og að
kaupa stakan hádegis- og kvöld-
verð.
½ bolli brasilíuhnetur
1 msk tamarisósa
¼ bolli hlynsíróp
½ bolli sítrónusafi
2 msk engifer, smátt saxað
1 msk rautt chillí, smátt saxað
1-2 msk tamarisósa
1 bolli möndlusmjör
½-1 poki spínat
1-2 stk stórar gulrætur
1 stk kúrbítur
1 stk mangó
1 stk lárpera
1 pk baunaspírur
handfylli fersk kóríanderlauf
handfylli fersk basillauf
handfylli fersk myntulauf
2 kjúklingabringur
2 msk hunang
1 msk ólífuolía
1 tsk paprikukrydd
½ tsk chillíflögur
½ tsk sjávarsalt
hrísgrjónablöð
Aðferð
1. Veltið kjúklingabringunum upp
úr kryddleginum og steikið í gegn á
pönnu eða í ofni. Skerið í strimla.
2. Maukið saman brasilíuhnetur
og tamarisósu í skál.
3. Blandið saman hlynsírópi, sítr-
ónusafa, engifer, chillí, tamarisósu
og möndlusmjöri í blandara.
4. Skerið gulrót, kúrbít, mangó
og lárperu í lengjur.
5. Leggið hrísgrjónablöð í bleyti í
ylvolgu vatni. Takið hvert hrís-
grjónablað og raðið á það spínati,
kjúklingi, brasilíuhnetublöndu, gul-
rót, kúrbít, lárperu, mangó, bauna-
spírum og smá af hverri af fersku
kryddjurtunum. Rúllið hrísgrjóna-
blaðinu utan um.
Uppskrift
Girnilegar Kjúklingavefjur með grænmeti, hnetum og sósu.
Grænmetisvefjur að hætti HaPP
M
bl
12
63
83
4
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 - www.selena.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Full búð af nýjum vörum
NÝTT
Gelfylltur
BH
Stækkar um 2
skálastærðir
Kvenfatnaður vor 2011