Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is „Landeyjahöfn er hluti af framtíðarsamgöng- um Vestmannaeyinga, það hefur ekkert breyst,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að loknum fjölmennum borgarafundi um samgöngumál sem þar var haldinn í gærkvöldi. Björt framtíð Landeyjahafnar „Krafa Vestmannaeyinga er auðvitað ekki sú að hægt verði að stjórna náttúrunni en það er ófrávíkjanleg krafa að við fáum á öllum tímum upplýsingar um gang mála. Það hefur skort verulega á þær hingað til en þeir sem hér töluðu í kvöld lofuðu að gera bót þar á. Við viljum helst fá góðar fréttir en við þolum al- veg að heyra slæmar fréttir og viljum heyra þær frekar en ekki neinar fréttir.“ Rekstraraðilar í samgöngumálum milli lands og Eyja telja ástæðu til bjartsýni en er- indi héldu Sigurður Áss Grétarsson og Gísli Viggósson frá Siglingastofnun, Guðmundur Nikulásson frá Eimskip, Óskar Stefánsson frá fólksflutningafyrirtækinu Sterna og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis. Hátt á fjórða hundrað manns mættu á fundinn en vaxandi óánægja hefur verið með þjónustu Herjólfs á meðan brösuglega hefur gengið að halda Landeyja- höfn opinni. Fram kom í máli fulltrúa Sigl- ingamálastofnunar að framburður sands hefði minnkað til mikilla muna og væri nú ein- ungis 1% af því sem hann var í haust. Eld- gosið hefði verið ófyrirsjáanlegur áhrifavald- ur og einstaklega slæm veðurskilyrði hefðu valdið enn meiri vandkvæðum við að halda höfninni opinni. Að auki hefðu komið upp bil- anir í sanddæluskipinu en þegar þessir þættir komist í lag muni einungis taka 4-5 daga að opna Landeyjahöfn. Þá benti Guðmundur Nikulásson á að þjónustustig Herjólfs miði við að siglt sé milli Vestmannaeyja og Land- eyjahafnar og hann viðurkenndi að þörf væri á að endurskoða vinnuferla og bæta þjónustu- stig sem miðaðist að siglingum til Þorláks- hafnar líka. Lofa betra upplýsingaflæði til íbúa  Ástæða til bjartsýni varðandi Landeyjahöfn  Framburður sands hefur stórlega minnkað  Rekstraraðilar í samgöngumálum munu endurskoða verkferla og upplýsingagjöf Ljósmynd/Eyjafréttir Vilja svör Vestmannaeyingar kröfðust meiri upplýsinga um gang samgöngumála. Reykjavíkurskákmótinu lauk með verðlaunaafhendingu og lokahófi í Ráðhúsinu í gærkvöldi en á mótinu tefldu 166 skákmenn frá 30 löndum. Sex skákmenn urðu efstir með 7 vinninga, Úkraínumennirnir þrír Yuriy Kuzubov, Vladmir Baklan og Ilya Nyzhnik, sem er yngsti stór- meistari heims, Pólverjinn Kamil Miton, Bosníu- maðurinn Ivan Sokolov og Norðmaðurinn Jan Ludvig Hammer sem varð því jafnframt Norðurlandameistari karla í skák. Hin sænska Christin Anderson varð Norð- urlandameistari kvenna en efstur Íslendinga varð Hann- es Hlífar Stefánsson, í 7.-17. sæti. Þá náði Guðmundur Gíslason áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Morgunblaðið/Golli Sex sigurvegarar í skák Skákmeistarar Sigurvegararnir sex sýna verðlaunagripina stoltir við verðlaunaafhendinguna. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Um 52% landsmanna ætla að sam- þykkja lögin um Icesave ef þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram í dag. Um 48% aðspurðra segjast ætla að hafna lögunum. Þetta er niðurstaða könn- unar MMR sem unnin var fyrir Við- skiptablaðið. Vikmörkin eru 3,8% þannig að mjótt er á mununum. Könnunin var unnin fyrir Viðskipta- blaðið dagana 8. til 11. mars sl. Um 900 manns svöruðu. Verulegur mun- ur er á afstöðu eftir búsetu, þannig segjast tæp 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætla að sam- þykkja lögin en aðeins 43% þeirra sem búa á landsbyggðinni. Ekki sérstaklega áhyggjufullur Árni Þór Sigurðsson, varaformað- ur þingflokks Vinstri grænna, segir það ekki áhyggjuefni að ekki mælist meiri stuðningur við samninginn svo stuttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Úrtakið í þessari könnun er nú minna en í síðustu stóru könnun, þar sem fylgið mældist minna, svo ég veit ekki hversu mikið mark á að taka á henni. Að sjálfsögðu hefði ég viljað sjá meira afgerandi stuðning við samninginn en ég hef engar sér- stakar áhyggjur, það verður bara að tryggja að það verði góð og málefna- leg kynning á efni samningsins og þeim kostum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þeir eru annars vegar þessi samningur og hins vegar dóm- stólaleiðin en áhættan í því máli er að mínu mati svo mikil og getur kostað samfélagið svo margfalt miklu meira að það væri í raun ábyrgðarleysi að ganga ekki frá þessu máli meðan kostur er á því.“ Mjótt á munun- um um Icesave  Helmingur þjóðarinnar segir „já“ Könnun Afstaðan til Icesave- laganna er nánast hnífjöfn. Morgunblaðið/Ómar Fimm þingmenn lögðu fram þings- ályktunartillögu í gær um að fela inn- anríkisráðherra að láta Lagastofnun Háskóla Íslands gera hlutlaust og að- gengilegt kynningarefni um Icesave- samningana fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna 9. apríl og senda það öllum heimilum í landinu samhliða sér- prentun laganna. Flutningsmenn tillögunnar eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ragn- heiður E. Árnadóttir, Árni Þór Sig- urðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Margrét Tryggvadóttir. Í tillögunni kemur fram að ráðu- neytinu beri samkvæmt lögum að senda sérprentun laganna inn á hvert heimili í landinu eigi síðar en viku fyr- ir atkvæðagreiðsluna. „Alþingi ber jafnframt að hafa aðgengileg á vef- síðu sinni öll skjöl varðandi meðferð málsins á þinginu. Það hefur þegar verið gert.“ Lagastofnun Háskóla Íslands var falið að taka saman hlutlaust kynn- ingarefni um Icesave-samningana sem voru bornir undir atkvæði lands- manna þann 6. mars í fyrra. Flutn- ingsmönnum þykir rétt að sami hátt- ur verði hafður á að þessu sinni. Ákvörðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Icesave verður 9. apríl. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 23 ára gamlan karlmann, Óðin Frey Valgeirsson, í þriggja ára fang- elsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal í Reykjavík. Hann var einnig dæmdur til að greiða stúlk- unni 1 milljón kr. í bætur. Óðinn Freyr var fundinn sekur um að hafa ráðist með ofbeldi á stúlkuna þar sem hún var á gangi á göngustíg í október sl. Hann sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð og tók hana hálstaki og þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Hann var hand- tekinn mánuði síðar og játaði fyrst árásina en dró játninguna síðan til baka. Meirihluti dómsins taldi ekki vefengt að maðurinn væri sekur. Einn dómari skilaði séráliti og vildi sýkna þar sem verulegur vafi léki á að játning hans í lögregluyfirheyrslu hefði verið rétt. Fangelsi í 3 ár fyrir árás Lagastofnun HÍ sjái um Icesave-kynningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.