Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Íslendingar virðast
vera heilaþvegnir
skipulega af fjöl-
miðlum. Liður í því er
að brengla minni
þeirra þannig að þeir
geti ekki sett hlutina
í eðlilegt samhengi –
þeir eru furðulega
fljótir að gleyma. Öll
skráningarkerfi hér-
lendis virðast vera
gagnslaus til að rekja feril land-
hlaupara, ástríðubraskara og ann-
arra goskarla í viðskiptum. Ný
vísindi innan viðskiptafræðinnar
hafa þróast. Mælistikan á færni í
þeirri grein er flækjustig; að geta
gengið þannig frá eftir „rassíur“
stórsnillinga (sem áður fetuðu
framabrautina frá smákrimmum
upp í stórglæpamenn) að enginn
hafi minnstu hugmynd um hver
hafi stolið hverju né hvernig. Síð-
asta atriði leikritsins er ávallt
sviðin jörð.
Nú hafa spunameistarar, sem er
nýtt starfsheiti á faglegum bæti-
flákalygurum, þannig um vélað að
enginn man lengur eftir því þegar
þekktustu landhlauparar nútímans
voru að byrja að þreifa fyrir sér
um „nýja viðskiptahætti“ sem
nefndust samráð á neytendamark-
aði og hafa að markmiði að hafa fé
af almenningi með því að fara í
kringum samkeppnislög.
Fyrir um 16 árum voru þekktir
„sómadrengir“ að rotta sig saman
um að hafa stórfé af neytendum
með ólöglegu samráði um verð-
lagningu grænmetis og ávaxta.
Þessi fyrirtæki nefndust Fengur,
Bananar, Sölufélag garðyrkju-
manna, Ágæti og Mata.
Fundarstaðurinn lýsir eðli „við-
skiptanna“ því hann var í rjóðri
uppi í Öskjuhlíð, undir beru lofti –
jafnvel í slagveðri –
þar húktu þessi stór-
menni hríðskjálfandi
og gegnblaut eins og
hákarlabeitur við að
skipuleggja glæpinn.
Þýfið hlýtur að hafa
verið umtalsvert úr
því þessir „skóg-
gangsmenn“ vildu
ekki láta sjá sig sam-
an á almannafæri.
En þeir reyndust
hvorki nógu lærðir né
klókir fyrir pukrið því
hin „hin tæra snilld“ komst upp og
varð að sakamáli. Þessi áð-
urnefndu fyrirtæki voru dæmd í
Hæstarétti árið 2001 til að greiða
47 milljónir í sekt til ríkissjóðs
fyrir brot á samkeppnislögum!
Og hver skyldi nú hafa verið
forsprakki skóggangsmanna í
Öskjuhlíðinni á árunum upp úr
1990? Sá heitir Pálmi Haraldsson
(jú einmitt sá sami og oft er
kenndur við Fons). Hann hafði
ekki unnið nema tæp 4 ár sem
framkvæmdastjóri Sölufélags
garðyrkjumanna, sem hann átti að
bjarga frá gjaldþroti, þegar hon-
um hugkvæmdist þetta snjallræði
að krækja fyrir viðskiptahindranir
á borð við samkeppnislög á bak
við tjöldin, við vosbúð í skóg-
arkjarri í Öskjuhlíð en þangað
streymdu ýmsir afreksmenn, sem
stjórnuðu þessum fyrirtækjum
sem þá kepptu við SF/Pálma (að
þarflausu) og sem síðar áttu eftir
að gera garðinn frægan með alls
konar sjónhverfingum á fjár-
málasviði sem settu þjóðina á
hausinn í bókstaflegum skilningi.
Þeir höfðu, þegar hér var komið á
þroskaferlinum, hvorki sýnt fram-
sýni né kjark til að hafa frum-
kvæðið þótt tækifærið blasti við –
því íslenskir neytendur eru jafn
hlífðarlausir og kornabarn sem
hefur fallið út úr bíl á víðavangi.
Þótt Pálmi hefði stúderað æðri
viðskipti við háskóla í Gautaborg
og skorti hvorki hugmyndir, frum-
kvæði né áræði virtist hann hafa
vera klaufskur að bera sig eftir
björginni í Öskjuhlíðarsamsærinu.
En það átti nú heldur betur eftir
að rjátlast af honum seinna og svo
um munaði. Eitthvað lak út af
Öskjuhlíðarplottinu og 2001
sprakk blaðran og hver, sem betur
gat, reyndi að flýja frá málinu
eins og „bossar“ La cosa nostra
þegar þeir voru gripnir á frægum
samráðsfundi á sveitasetri í New
York hér fyrrum. Öskjuhlíð-
armálið reyndist einstaklega neyð-
arleg uppákoma og lauk með því
að „hinir óheppnu“ voru dæmdir
af Hæstarétti í 47 milljóna króna
sekt til ríkissjóðs fyrir brot á
samkeppnislögum. Hefur líklega
þótt vel sloppið peningalega þótt
Pálmi léti hafa það eftir sér að hið
opinbera hefði níðst á sér.
Síðan þá hefur Pálmi lært ýmis-
legt og safnað í dótakassann, jafn-
vel svo að honum er líkt við helstu
stórmenni veraldarsögunnar –
sem ekki teljast sömu megin við
lög og rétt og við sauðsvartur al-
múginn. En skyldi fólk vera búið
að gleyma hverjir þeir voru hinir,
sem allir hafa komið frekar við
sögu, og sem húktu með speg-
ilgleraugu flóttalegir ásamt
Pálma, á skrafi í misjöfnu veðri í
Öskjuhlíðinni forðum við að
brugga neytendum launráð …?
Gleymska og önnur
slys auka hagvöxt
Eftir Leó M.
Jónsson »Nú hafa allir gleymt
hverjir það voru sem
voru að læðupokast í
Öskjuhlíðinni um árið
Leó M. Jónsson
Höfundur er iðnaðar- og vélatækni-
fræðingur.
Árið 1899 var land-
helgin aðeins ein sjó-
míla og flatarmál
hennar 25.000 ferkíló-
metrar, samt mikið
flæmi sem skilaði
hinni fámennu þjóð
verðmætum og lífs-
björg. Meðfram
ströndinni byggðust
upp samfélög sem
lifðu á staðbundinni
þekkingu og nálægðinni við fiski-
miðin. Októberdag einn 1899 ger-
ist það að Hannes Hafstein, sýslu-
maður á Ísafirði, fréttir af
breskum togara að veiðum inni á
Dýrafirði. Hann bregst þegar við
og fer að togaranum ásamt fimm
manna áhöfn árabáts. Þeim við-
skiptum lauk þannig að þrír Ís-
lendinganna lágu í valnum.
1952 var landhelgin stækkuð í
fjórar sjómílur og svo í 12 mílur
árið 1958 og stækkaði hún þá í
70.000 ferkílómetra. Árið 1972
ákvað svo þáverandi vinstristjórn
með Lúðvík Jósefsson í broddi
fylkingar að stækka landhelgina í
50 sjómílur sem eru 216.000 fer-
kílómetrar eða tvöfalt flatarmál Ís-
lands sem er 103.000 ferkílómetr-
ar.
Þar með var meginhluti land-
grunnsins og sú auðlegðarmaskína,
sem á hverjum sólarhring fram-
leiðir í þúsunda tonna tali eitt
besta og dýrasta hágæðaprótein
heims, í eigu Íslendinga. Glæsilegt
afrek fámennrar þjóðar. Strand-
lengjan, 5000 km löng, óteljandi
vogar, víkur, tangar og firðir þar
sem áhrif og orka sólarinnar skap-
ar endalaust líf og viðkomu teg-
unda. Skyldi nokkur á þeim glöðu
tímum 1958 hafa rennt grun í að
síðar kæmi fram lortur nokkur úr
Framsóknarflokki sem með einu
pennastriki færði vinum sínum og
fjölskyldu þessi gríðarlegu auðæfi
að gjöf?
1975 er síðasti áfanginn og land-
helgin færð í 200 sjómílur og er
þar með orðin 758.000 ferkílómetr-
ar sem jafngildir 9.625 ferkíló-
metrum á hverja fjölskyldu. Og
hvers virði er þá svona auðlind?
Því er fljótsvarað: hún er ómet-
anleg. Bara tilfinningin að búa í
landi sem er svona ríkt og hefur
þessa möguleika fyrir börnin sín
er ómetanleg. Á sama hátt veldur
tilfinningin fyrir óréttlæti því sem
nú viðgengst þjóðinni ómældum
skaða á hverjum einasta degi og
verður svo þar til við hristum af
okkur fjötrana og afnemum þenn-
an ófögnuð sem gjafakvótinn er.
Útfærslurnar kostuðu mikil átök
og þjóðin stóð sameiginlega að
þeim og tók óheyrilega áhættu.
Hins vegar mætti ætla af hroka
LIÚ, að útgerðarmenn hefðu einir
unnið þessi afrek. Þá er kannski
rétt að skora á viðkomandi að
stíga nú fram og gefa þjóðinni sem
þeir gáfu svona mikið færi á að
kynnast sér.
1861-1865 háðu Bandaríkjamenn
borgarastríð sem lauk með afnámi
þrælahalds. En hver voru rökin
með þrælahaldi? Jú að frátöldu
kynþáttabulli voru rökin fyrst og
fremst hagræn, um kostnaðinn og
tapið af afnámi þrælahalds, um
eyðileggingu atvinnugreina, um
ónýta markaði og gjaldþrot bænda
sem höfðu ráðist í skuldsett þræla-
kaup o.s.frv. Nú veit ég vel að
ranglæti þrælahaldsins er ekki
sambærilegt við ranglæti kvóta-
kerfis og mikill munur
þar á. Þó þekkjum við
Íslendingar nú söng-
inn. Sömu rökin og
LÍÚ og þingmenn
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar halda sí-
fellt að þjóðinni. Raun-
veruleg hagræn rök
eru hins vegar öll fyrir
afnámi gjafakvótans.
Og einnig það að á
sama hátt og rökin
fyrir afnámi þræla-
halds voru réttlæti og
mannvirðing eru rökin fyrir af-
námi kvótakerfisins það einnig. Að
afnema kvótakerfið er fyrst og síð-
ast réttlætismál og einnig spurn-
ing um sjálfsvirðingu þjóðarinnar.
Er ekki undarlegt að útgerð-
armenn í Vestmannaeyjum skuli
skipa mönnum á fund til að hylla
kvótakerfið? Og að eyjaskeggjar
skuli mæta á slíkan fund? Þeir
fara á fund og hylla það kerfi sem
rænir börn þeirra og barnabörn
rétti sínum. Er forsenda byggðar í
Eyjum skyndilega orðin sægreif-
inn og kvótinn hans? Ekki upp-
söfnuð reynsla og þekking kyn-
slóða eyjaskeggja sem mann fram
af manni hafa att kappi við nátt-
úruöflin með þekkingu á nátt-
úrunni, eigin kunnáttu og getu að
vopni? Ekki stoðir samfélagsins
eins og höfn og mannvirki byggt
upp á löngum tíma? Nei, það er
kvótakall sem gildir.
Og nú berast fréttir að norðan:
Kvótakóngur Norðurlands að etja
mönnum á fund að hylla Sam-
herjakvótann. Og einnig að LÍÚ
vann í hæstarétti 1-0 og kom
þannig breytingum á stjórn-
arskránni í uppnám. Er þá ekki
sjálfsagt að kjósa í leiðinni um af-
nám gjafakvótans?
Svo má að lokum spyrja: Hverjir
voru það sem gáfu þjóðinni líf sitt
í Dýrafirði 1899? Voru þetta sér-
stakir fulltrúar LÍÚ, kollegar
þeirra Halldórs, Davíðs og
Agnesar Braga? Sátu kannski
Bjarni Ben. og Ingvi Hrafn undir
árum þennan örlagaríka haustdag?
Nei, þarna voru reyndar á ferð
venjulegir íslenskir almúgamenn
af sama sauðahúsi og sá almenn-
ingur sem með stuðningi sínum
gerði það kleift að færa út fisk-
veiðilögsöguna þrátt fyrir gíf-
urlega mótspyrnu öflugasta her-
veldis heims, Stóra-Bretlands. Slík
afrek verða seint endurtekin, og
ekki af þeim sem hér réðu málum
og beittu sér í því að hafa auðlind-
ir þjóðarinnar af henni og selja
eigur hennar til innmúraðra og
munu senn fara á alhæstu eft-
irlaun á kostnað sömu þjóðar.
Sameinumst nú um að gera 2011
að ári þeirra breytinga þegar al-
mannahagsmunir verða í öndvegi
og sérhagsmunir á hliðarlínu og
endurheimtum eign okkar með
þeim samtakamætti sem hafði sig-
ur í þorskastríðum.
Um LÍÚ og
styrjaldir í BNA
Eftir Kristjón
Másson
Kristjón Másson
»Er ekki undarlegt að
útgerðarmenn í
Vestmannaeyjum skuli
skipa mönnum á fund til
að hylla kvótakerfið? Og
að eyjaskeggjar skuli
mæta á slíkan fund?
Höfundur starfar sem ráðgjafi hjá
Reykjavíkurborg og er áhugamaður
um sjávarútveg.
Þúfuvað finnst á
Laxá í Þingeyjarsýslu
suður. Nokkuð er það
breitt og getur verið
varasamt. Eitt sinn var
ég þar á ferð og var
mikið í ánni. Var ég
einn míns liðs tvífæt-
linga en hafði þrjú
hross og hund. Reið ég
þjálum hesti, þýðum
og þolgóðum en afar
smávöxnum. Það var Korgur. Hann
hafði vit mikið. Eftir að hafa ráðfært
mig við „sérfræðinga“ þá ákvað ég að
fara að ráðum þeirra og leggja á Golí-
at, stóran mikinn hest. Rétt þokka-
legur var hann til vitsins. Hinn stóri
sterki hnaut illilega í miðri ánni. Ég
missti jafnvægið og féll út í ána. Golí-
at ólmaðist og lét öllum illum látum.
Ístöðin slógust um allt og ég hékk á
faxinu, sem var nú frekar lufsulegt.
Þegar ég var við það að missa takið
fann ég að Korgur hinn smávaxni vin-
ur, sem ég hafði ekki treyst, kom ró-
lega upp að mér og lét mig ná góðu
taki á prúðu faxi sínu, áður en hann
hélt áfram hægum öruggum skrefum
með mig hangandi við hlið sér. Er á
bakkann var komið var þar skömm-
ustulegur Golíat með hnakkinn á hlið,
slitið beisli. Korgur litli fékk hafra um
kvöldið, en Golíat minna.
Skuldir og sjálfsvirðing
Eitt er að skulda og annað er að
hafa nennu og getu til að greiða
skuldir sínar. Almenn-
ingur á Íslandi hefur
hafnað því að bera
ábyrgð á skuldum vegna
bankareikninga erlend-
is. Þeir sem báru ábyrgð
á innistæðum þessum
reyndust alþjóðlegir
glæpamenn með íslenskt
ríkisfang. Þeir sem
lögðu aura inn á reikn-
inga þessa voru í leit að
gróða, sem enginn fótur
var fyrir. Nú koma
stjórnmálamenn íslensk-
ir og segja mér að greiða þessar inni-
stæður því annars fari allt á versta
veg. Ég trúi þeim ekki, tel eins og áð-
ur, rangt að ég eigi að greiða þessar
innistæðuskuldir. Kæri mig ekki um
að verða sakamaður þar sem ég á
enga sök. Nóg er nú að greiða þrátt
fyrir það.
Um hvað sömdu
stjórnmálamennirnir?
Golíat stjórnmálanna, Sjálfstæðis-
flokkurinn, flokkurinn minn, hefur nú
lýst yfir stuðningi við einhvern
heimskulegan „Icesave-samning“.
Samning sem er nú að birtast í fjórða
sinn. Þrjár útgáfur reyndust rugl, sú
fjórða er blekking. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur nú samið um það að
kvótamálin verði látin í friði gegn því
að nægilega margir þingmenn flokks-
ins styðji samningsbull ráðstjórn-
arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
þannig hnotið í miðri á, á varasömu
vaði. Við erum að detta af baki. Ekk-
ert er á Golíat að treysta en vonandi
kemur Korgur litli okkur til hjálpar.
Lítil verða launin fyrir þessi svik
Sjálfstæðisflokksins. Hafrar verða
vart á boðstólum. Forysta flokksins
hefur í pólitísku makki við eyðing-
aröflin samið frá okkur sjálfsvirð-
inguna. Tekið frá okkur gleðina að
standa í skilum. Og fyrir hvað? Fyrir
alls óskylt mál. Kvótamálið? Mál sem
krefst sérstakrar umræðu, en ekki
hrossaprangs.
Fellum þennan „samning“!
Við hinir smáu eigum þann kost
einan að fella afurð makksins í at-
kvæðagreiðslu. Eignarhaldi eða nýt-
ingarrétti fiskimiða okkar má ekki
blanda inn í óráðsíu og glæpa-
mennsku í fjármálageiranum. Í kjöl-
farið koma eðlilega kosningar til al-
þingis þar sem sukk, ergelsi og firra
taka aftur völdin. Það er víst lýðræð-
ið. En það er einnig lýðræði að fella
þennan Icesave-samning. Því þennan
þrælasamning stjórnmálamannanna
látum við ekki yfir okkur ganga.
Fellum Icesave-samninginn.
Eftir Sigurjón
Benediktsson
» Flokkurinn hefur nú
samið um það að
kvótamálin verði látin í
friði gegn því að nægi-
lega margir þingmenn
flokksins styðji samn-
ingsbull ráðstjórn-
arinnar
Höfundur er tannlæknir.
Sigurjón Benediktsson
Icesave og kvótinn -
Hverju er verið að fórna?
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is