Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 20

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræður áAlþingi ífyrradag um atvinnumál vörpuðu ljósi á þann vanda sem við er að etja í þeim málaflokki. Vandinn sást gleggst þegar Jó- hanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra steig í ræðustól og fór enn eina ferðina með þá rullu að ríkisstjórnin hefði uppi áform um að skapa þúsundir starfa. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala iðulega eins og hún hafi tekið við í gær, en staðreyndin er sú að hún hefur haft rúm tvö ár til að taka á málum en setið verklaus á milli þess sem hún hefur þvælst fyrir og hindrað uppbyggingu. Og nú hefur forsætisráð- herra sem sagt enn boðað að þau verkefni sem séu í pípunum muni skila þúsundum starfa. Nú eiga störfin að verða rúm- lega tvö þúsund, en í mars 2009 boðaði ríkisstjórnin að búin yrðu til sex þúsund störf og var álver í Helguvík þá ekki talið með. Síðan hafa ýmis átaks- verkefni verið boðuð og kynnt, jafnt á landsvísu sem í ein- stökum kjördæmum. Atvinnu- leysið ætti að vera horfið mörg- um sinnum ef loforðin hefðu gengið eftir, en raunveruleik- inn er sá að þúsundir starfa hafa tapast, þúsundir lands- manna mæla göturnar og þús- undir hafa flúið land. Jóhanna kvartaði undan því í fyrrnefndum umræðum að stjórnarandstaðan væri ekki nægilega bjartsýn. Þeir eru þó fleiri sem eiga erfitt með að líta björtum augum á verk rík- isstjórnarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 sama kvöld og nýj- asta atvinnusköpunarloforðið var gefið var rætt við Þráin Gunnarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Norðurþingi, og óhætt er að segja að hann hafi ekki lýst mikilli ánægju með störf rík- isstjórnarinnar eða þingflokks Samfylkingarinnar. Taldi hann stuðning þingflokksins við framkvæmdir hafa verið allan í orði en engan á borði og taldi ráðamenn ekki hafa þann drif- kraft sem þyrfti til að stækka köku þjóðarbúsins. Jón Helgi Björnsson, for- maður bæjarráðs Norðurþings, hafði uppi svipuð sjónarmið um atvinnustefnu ríkisstjórn- arinnar í viðtali við Sunnudags- moggann um liðna helgi: „Vita- skuld er runnið upp fyrir okkur að samið hafi verið um það að álver á Bakka yrði ekki byggt þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Það er hundfúlt að hlaupa alltaf á vegg þegar þetta verkefni kemur upp. Heið- arlegra hefði verið að segja okkur það í upphafi. Flest ger- um við ráð fyrir að þurfa að sitja af okkur núverandi rík- isstjórn áður en nokkuð gerist í framkvæmdum í Þingeyjar- sýslum.“ Ríkisstjórnin hefur talað eins og hún vilji atvinnuuppbygg- ingu í Norðurþingi, en eins og bæjarstjórnarmenn þar hafa rekið sig illilega á hafa engin áform verið uppi um að standa við þau orð. Framkvæmdastopp hefur verið hin raunverulega stefna. Hið sama á við um at- vinnustefnuna á landsvísu. Ráðherrarnir eru duglegir við að lofa þúsundum starfa og telja upp fjöldann allan af verk- efnum sem séu að verða að veruleika. Það væri vissulega heiðarlegra að láta fylgja sög- unni að ákveðið hefði verið að standa ekki við þessi orð. Atvinnustefnu ríkis- stjórnarinnar má lýsa með einu orði } Framkvæmdastopp Már Guð-mundsson hefur enn ekki beðið þjóðina af- sökunar á að hafa látið misnota Seðlabankann fyr- ir Jóhönnu og Steingrím við síð- ustu atkvæðagreiðslu um Ice- save. Spár sem bankinn lét hafa sig í að birta um þann hrylling sem þjóðarinnar biði ef hún segði nei reyndust hel- ber ósannindi og þvæla. Trú- verðugleiki bankans fór niður fyrir frostmark við þessa mis- notkun. Þar er hann enn. Það bætti ekki úr að ekki stóð steinn yfir steini í heimsenda- spám bankans. Steingrímur lét bíða með fagnaðarhátíð vegna kísilverk- smiðjuáforma á Suðurnesjum í fjórar vikur til að láta líta út fyrir að Icesavelög hefðu eitthvað með málið að gera. Nú er lát- ið eins með grein- argerð um stöðu gjaldeyr- ishafta. Már segir að tafirnar séu vegna þess að „svo margir kokkar séu í eldhúsinu“. Og hann bætir við nýrri kenningu um að matartilbúningur sé bestur ef margir kokkar séu í eldhúsi. Hæpið er að nýja kenningin standist og síst ef það eru streptókokkar sem tekið hafa yfir eldhúsin, eins og virðist hafa hent í þessu tilviki. Þjóðin hefur ekki gleymt dæmalausri framgöngu Seðla- banka í Icesave. En bankinn hefur ekk- ert lært } Már mallar Þ egar menn sömu skoðunar koma saman og hafa engan með í hóp sem er á öðru máli en þeir, þá myndast sannkölluð sigurstemn- ing í hópnum. Hópurinn efast ekki um að sannleikurinn sé sín megin og ein- staklingar innan hans eru því ansi vígreifir og góðir með sig. Reyndar veit hópurinn að aðrar skoðanir eru uppi úti í bæ hjá einhverjum villiráfandi sauðum sem skynja ekki sannleika málsins. Hópurinn telur að við svoleiðis fólk sé bara eitt að gera; semsagt að rífa nógu mik- inn kjaft við það, til dæmis á síðum dagblaða, aðallega í Morgunblaðinu, og á netinu og hamra svo nógu oft á slagorðinu: Við borgum ekki, við borgum ekki! Þetta er nefnilega fyrirferðarmikill hópur sem kann að breiða úr sér og láta eins og hann sé að lýsa meirihlutaskoðun. Svo er alls ekki samkvæmt skoðanakönnunum sem sýna að meirihluti þjóðarinnar vill greiða Icesave-skuldina og ljúka málinu með sátt. En hávaðamennirnir láta eins og þeir viti ekki af því. Þeir halda bara áfram að skrifa sínar greinar og fylla Morg- unblaðið. Mikið óskaplega eru þeir nú ötulir við það! Mennirnir sem í fjölmiðlum æpa í kór á hverjum degi: Við borgum ekki! eru engir kjánar. Sumir þeirra eru reyndar ansi snjallir og það er sjálfsagt að bera virðingu fyrir því að þeir standa staðfastlega við eigin sannfær- ingu. Þeir mættu hins vegar gjarnan hlusta á rök ein- hverra annarra en þeirra sem eru á sama máli og þeir. En það gera þeir ekki, þeir eru ekki þeirrar gerðar. Þessi mjög svo samstillti hópur nei-manna kann líka að skipta liði á klókindalegan hátt. Hann hefur lagt undir sig umræðusíður Morgunblaðsins og sér að meir verður ekki gert á þeim bæ. Þá snýr hann sér að næsta fjölmiðli. Nú hafa sjö hæstaréttarlögmenn – vafalaust snjallir, allavega er einn þeirra af- burðasnjall – tekið að sér að skrifa lítinn og nær daglegan dálk í Fréttablaðið þar sem þeir endurtaka stöðugt: Við borgum ekki! Þeir vita að lítill dálkur sem birtist reglulega með sama stefi getur svínvirkað. Ef þú segir fólkinu eitthvað nógu oft fer það að trúa því. Þessi einbeitti nei-hópur kann alls konar áróðurstækni og þreytist ekki á að segja að þeir sem vilji ganga til samninga í Icesave- málinu og segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi látið undan hræðsluáróðri sem hafi dunið á landsmönnum. Þessi meinti hræðsluáróður er reyndar ekkert annað en upplýsingar um það hvað gæti hugsanlega gerst ef samningurinn yrði felldur. Þeir sem segja nei við samn- ingnum eru að taka ákveðna áhættu og það er alveg sjálfsagt að upplýsa þjóðina um það í hverju sú áhætta felst. Það hefur verið gert á nokkuð sómasamlegan hátt. Þjóðin á ekki að láta málflutning fyrirferðarmikilla nei-manna skelfa sig. Henni stendur til boða að sam- þykkja samning sem er skásti kosturinn í slæmri stöðu. Hún á að segja já. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Við borgum ekki! – eða hvað? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna sameiningar nefnda Alþingis munu flestir þingmenn aðeins eiga sæti í einni fastanefnd. Þá munu stjórnarandstæðingar fá for- mennsku í hluta nefndanna. Forseti Alþingis og formenn þingflokka hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um þingsköp Alþingis. Lagt er til að skipan nefnda verði breytt og sett skýrari ákvæði um eftirlitshlutverk Alþingis og meðferð trúnaðar- upplýsinga í nefndum. Frumvarpið er að hluta til við- brögð við tillögum nefndar sem gerði tillögur um eftirlitshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmda- valdinu, niðurstöðum Rannsókn- arnefndar Alþingis vegna banka- hrunsins og þingmannanefndar sem fjallaði um skýrsluna. Ekki eining um verkefni Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, segir að breyting á nefndaskipan Alþings sé eitt af mikilvægustu ákvæðum frum- varpsins. Það muni bæta vinnubrögð í nefndastarfinu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fastanefndir þingsins verði sjö í staðinn fyrir tólf og að verkefni þeirra skiptist ekki eftir mál- efnasviðum ráðuneyta eins og verið hefur að stórum hluta. Ekki er full sátt innan þing- flokkanna með verkaskiptingu. Þannig telja sjálfstæðismenn að skattamálin muni ekki fá næga at- hygli í fjárlaganefnd, nema að vinnu- brögðum í fjármálaráðuneyti verði breytt. Þá telja þeir að auðlindamál eigi frekar heima í atvinnuvega- nefnd en umhverfisnefnd. Ragnheið- ur Elín Árnadóttir, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, segir að hefð sé fyrir því að gera breytingar á þingsköpum í sem mestri sátt. „Okk- ur þótti ekki rétt að standa í vegi fyrir því að málið yrði lagt fram en vonumst til að það verði unnið áfram í nefnd,“ segir hún. Níu þingmenn verða í hverri fastanefnd þannig að nefndasæti verða 63 eða nákvæmlega fjöldi þingmanna. Er þetta nokkur fækk- un nefndasæta því þau eru nú 110. Ekki þýðir þetta þó að enginn þing- maður verði í fleiri en einni nefnd því fylla þarf í skörð þeirra þingmanna sem ekki taka sæti í nefndum, að- allega ráðherra. Tryggður er réttur þingflokka, sem ekki eiga víst sæti í öllum nefndum, að velja sér nefnd. Meira að segja er tryggt að þingmaður ut- an flokka komist í nefnd. Formenn verða verkstjórar Eins og í frumvarpi um þing- sköp sem forseti Alþingis lagði fram til kynningar á síðasta þingi er gert ráð fyrir að formennska í nefndum þingsins skiptist á milli þingflokka í samræmi við þingstyrk. Það þýðir að hluti nefndanna verður undir for- ystu þingmanna úr stjórnarandstöð- unni. Hefðir eiga eftir að myndast en í greinargerð er stungið upp á því að stjórnarflokkar hafi formennsku í fjárlaganefnd en stjórnarandstaða stýri stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd. Rétt er þó að vekja athygli á því um leið að dregið verður úr pólitísku hlutverki nefndafor- manna með því að einum nefnd- armanni verður falið að vera framsögumaður hvers máls sem kemur til nefndar. Það þýðir væntanlega að mik- ilvæg stjórnarfrumvörp verði fremur unnin undir forystu þingmanna frá stjórnarflokkum en and- stöðu. Flestir munu sitja í einni fastanefnd Morgunblaðið/Kristinn Sérstakar umræður Umræður sem verið hafa utan dagskrár Alþingis fá nú rúm í dagskrá þingsins og verða eftir það nefndar sérstakar umræður. Breytingum á þingsköpum er ætlað að auka sjálfstæði þings- ins gagnvart framkvæmdavald- inu og auka möguleika þess til eftirlits. Það kemur meðal annars fram í breytingum á nefnda- skipum. Sérstök nefnd, stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd sem væntanlega mun starfa undir forystu þingmanns stjórnarand- stöðunnar, mun fara með eft- irlitshlutverkið. Settar verða skýrari reglur um rétt Alþingis til upplýsinga frá stjórnsýslunni og ráðherr- um gert skylt að tryggja að þingið hafi þær upplýsingar sem verulegu máli skipta fyr- ir mál sem eru til með- ferðar. Þá má nefna að rík- isstjórninni er gert að leggja árlega fram skýrslu um fram- kvæmd þingsályktun- artillagna. Sérstök eftir- litsnefnd SJÁLFSTÆÐARA ALÞINGI Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.