Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
✝ ValgerðurHafstað list-
málari fæddist í
Vík í Skagafirði 1.
júní 1930. Hún
andaðist á Borg-
arspítalanum 9.
mars 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Sigurðardóttir frá
Geirmundarstöðum
í Skagafirði, f. 16.
júlí 1893, d. 4. nóv. 1932, og
Árni Hafstað frá Hafsteins-
stöðum í Skagafirði, f. 23. maí
1883, d. 22. júní 1969. Ingi-
björg og Árni bjuggu í Vík í
Skagafriði. Valgerður var
yngst tíu systkina sem upp
komust. Ein systir, Margrét
Sigríður, dó tveggja ára gömul.
Hin systkinin eru: Árni, f. 2.
feb. 1915, d. 20. nóv. 1994.
Maki Arngunnur Ársælsdóttir.
Sigurður, f. 27. júlí 1916, d. 21.
höfn, Handíða- og myndlist-
arskóla Íslands og Academi de
la Grande Chaumiere í París.
Hún lærði m.a. mósaíkvinnslu í
Ecole des Arts Italiennes. Af
verkum Valgerðar á Íslandi má
nefna steinda glugga í Tjarn-
arkirkju í Svarfaðardal og
veggskreytingu í Varmahlíð-
arskóla í Skagafirði.
Árið 1958 giftist hún franska
listmálaranum André Énard, f.
15. okt. 1926. Þau bjuggu fyrst
í Frakklandi og eignuðust þrjá
syni: 1) Árni Olivier, f. 16. jan.
1960. 2) Grímur André, f. 11.
maí 1962. Kona hans er Cora
Énard. Þau eiga tvö börn, Te-
rence Christophe og Solange
Lorna. Þau búa í París. 3) Hall-
dór Yves, f. 21. des. 1964. Hans
kona er O-lan Énard. Þau búa í
Los Angeles. Árið 1974 fluttust
Valgerður og Andri ásamt son-
um til New York þar sem þau
kenndu og unnu við list sína.
André lést í New York 28. júlí
sl.
Valgerður var jarðsungin frá
Fossvogskirkju 15. mars 2011.
feb. 2003. Maki
Ragnheiður Kvar-
an. Páll, f. 8. des.
1917. d. 5. sept.
1987. Maki Ragn-
heiður Bald-
ursdóttir. Stein-
unn, f. 19. jan.
1919, d. 8 des
2005. Maki Jón
Guðmundsson.
Haukur, f. 23. des.
1920, d. 29. jan.
2008. Maki Áslaug Sigurð-
ardóttir. Erla, f. 6. des. 1921, d.
28. sept. 2000. Maki Indriði
Sigurðsson. Halldór, f. 21. maí
1924. Maki Solveig Arnórs-
dóttir. Sigríður, f. 19. jan.
1927. Maki Hjörtur Eldjárn
Þórarinsson. Guðbjörg, f. 25.
júní 1928, d. 2. júlí 1966. Maki
Sigurþjór Hjörleifsson.
Valgerður stundaði myndlist-
arnám við Akademi for fri og
merkantil kunst í Kaupmanna-
Að heilsast og kveðjast, það
er lífsins saga. Fyrsta sögusvið í
sameiginlegri sögu okkar Val-
gerðar Hafstað mágkonu minn-
ar, eða Völu eins og hún var oft-
ast nefnd, var Tjörn í
Svarfaðardal. Þar var brúð-
kaupsdagur, systkinabrúðkaup
12. ágúst 1958. Séra Stefán
Snævarr, prófastur á Völlum,
gaf þar saman Valgerði og
André Énard og einnig okkur
Halldór, bróður Völu, í litlu fal-
legu kirkjunni. Þetta var
þungbúinn rigningardagur, en
bjart í huga fólksins. Þarna voru
samankomnir nánustu ættingjar
brúðhjónanna og kirkjukór
Svarfaðardals auk Halldóru og
Kristjáns Eldjárns og vinafólks
Völu og André frá París.
Hjónin á Tjörn, Hjörtur og
Sigríður Hafstað, héldu þessa
glæsilegu veislu ásamt systrum
Sigríðar. Nokkrum dögum
seinna héldu Vala og André aft-
ur til Frakklands, en þangað
hafði Vala ung farið til fram-
haldsnáms í málaralist og sest
að í París, en André var einnig
listmálari. Þau hjón festu síðan
kaup á smábýli í þorpi stutt frá
París og áttu þar heima í mörg
ár. Húsið, sem var stórt en gam-
alt, gerðu þau smám saman upp
á listrænan hátt. Þarna lifðu þau
af list sinni og þarna eignuðust
þau drengina sína þrjá, Árna
Olivier, Grím André og Halldór
Yves. Þaðan eiga margir ætt-
ingjar og vinir Völu góðar minn-
ingar því þau hjón voru afar góð
heim að sækja.
Vala gekk franskri menningu
á hönd og naut hennar í því um-
hverfi sem hún lifði. Það var æv-
intýri að fá að staldra við hjá
henni og fá að njóta ósvikinna
franskra máltíða sem tók langan
tíma að undirbúa og óratíma að
borða. Hún var dugleg að sýna
okkur umhverfi sitt, litla kyrr-
láta þorpið sem hún bjó í og ið-
andi mannlífið í París. Þó var
hún rammíslensk inn við beinið
og aldrei heyrðist erlendur
hreimur í íslenskunni hennar né
skorti hana íslenskan orðaforða.
Af og til kom hún til Íslands til
að heimsækja föður sinn, fjöl-
skyldu og vini, en hún átti
marga vini frá æskuárunum.
Einnig hélt hún nokkrar sýn-
ingar í Reykjavík og tók þátt í
samsýningum. Það varð alltaf
uppi „fótur og fit“ þegar Vala
var væntanleg til landsins. Til-
hlökkun og svolítill órói lá í loft-
inu. Það var alltaf líflegt og
aldrei nein lognmolla, þar sem
hún var.
Árið 1974 bauðst André starf
við listaskóla í New York. Þang-
að flutti fjölskyldan og André
kenndi þar í mörg ár, en þau
héldu þó áfram að mála sínar
myndir, auk þess sem Vala hélt
námskeið á heimili þeirra á
Manhattan. Á sumrin dvöldu þó
hjónin oftast í húsi sínu í Frakk-
landi. André lést í ágúst síðast-
liðnum.
Í tilefni af því að Vala varð 80
ára á síðasta ári var yfirlitssýn-
ing opnuð á verkum hennar í
Stúdíó Stafni við Ingólfsstræti
26. febrúar sl. undir nafninu
„Frjálslegt skipulag 1952-2002“.
Þetta var falleg sýning. Valgerð-
ur kom alkomin til landsins 24.
febrúar ásamt Grími syni sínum.
Hún lést á Landspítalanum 9.
mars en náði því að hitta Árna
son sinn, sem hún hafði ekki séð
lengi, og hitta marga nána ætt-
ingja og kæra vini áður en hún
kvaddi þennan heim.
Við Halldór kveðjum Völu
með þökk og sendum þeim
Árna, Grími og Halldóri sam-
úðarkveðjur okkar.
Solveig Arnórsdóttir.
Tvö föðursystkina minna
bjuggu erlendis, Sigurður Haf-
stað sendiherra og Valgerður
listmálari sem nú hefur kvatt.
Þau voru gluggi okkar yngra
ættfólksins að heimsmenning-
unni og höfðu að ég held mikil
áhrif á okkur öll, a.m.k. var það
þannig um mig. Við heimsóttum
þau meðan við vorum enn á ung-
lingsárum og þá lukust upp fyrir
okkur nýir heimar því að þau
lögðu sig bæði fram um að gera
okkur þessar heimsóknir eftir-
minnilegar. Þannig kviknaði
löngun til að fara aftur, sjá
fleira og læra meira.
Vala var yngst Víkursystkin-
anna tíu sem upp komust. Og nú
eru aðeins tvö þeirra eftir á lífi.
Þetta var glæsilegur hópur og
samhentur; mig grunar t.d. að
eldri systkini Völu hafi stutt vel
við bakið á henni þegar hún
steig sín fystu skref í myndlist-
arnámi erlendis.
Og svo kynntist hún Andra
Énard, frábærum listamanni;
heimilið var fyrst í nágrenni
Parísar og síðan í New York.
Mér eru minnisstæðar heim-
sóknirnar á báða staðina til
þeirra hjóna og sona þeirra.
Kannski er meiri ævintýrablær
yfir Frakklandsheimsóknunum;
þá var maður yngri og óreynd-
ari, og gleypti í sig alla töfra
umhverfisins, bæði þorpsstemn-
inguna í litla bænum þeirra og
svo sjálft Parísarlífið. Aldrei
gleymi ég skoðunarferðum um
stórborgina með frænku minni
fyrir meira en 40 árum: betri
einkaleiðsögumann var ekki
hægt að hugsa sér.
Eitt sinn var ég hjá Völu í
Frakklandi um jól, kom þá frá
München. Þá kynntist ég því vel
hvað hún var elskuð í þorpinu
sínu. Auðvitað kom það mér
ekki á óvart, því að ég held að
öllum hafi líkað vel við þessa
konu. Ég minnist þess t.d. hvað
Maren amma mín var hrifin af
henni. Þær sátu stundum saman
í stofunni heima og rauluðu fal-
legt lag, og Vala lék undir á gít-
ar. „Hún tekur svo vel í streng-
ina,“ sagði amma.
Systir mín ber nafn Völu.
Þær nöfnur urðu órjúfanlegar
vinkonur þar sem þær bjuggu
báðar í Bandaríkjunum þótt
mörg hundruð mílur skildu þær
að. En ég held þær hafi talast
við í hverri einustu viku og þær
áttu einnig saman margar
ánægjustundir hvor hjá annarri.
Í útlöndum geta frænda- og
vinaböndin orðið svo sterk.
En aldrei varð ég var við
neitt í líkingu við heimþrá hjá
frænku minni. Hún var bara þar
sem hún var og lifði sig inn í
þær aðstæður sem hún mætti
þótt þær væru reyndar ekki
alltaf hagstæðar. Fjárhagurinn
var löngum knappur, en alltaf
var hún gefandinn og alltaf kom
maður ríkur af fundi hennar.
Hún var fáguð í allri fram-
komu og tranaði sér aldrei fram.
Mér fannst hún jafnvel stundum
fórna sér um of fyrir aðra.
Kannski varð það til þess að hún
sinnti ekki alltaf list sinni af
nógu miklum krafti. En mynd-
irnar hennar lýsa vel konunni á
bak við listaverkin: látlausar,
fíngerðar og mildar; þær hafa
verið ómissandi hluti af lífi mínu
öll þessi ár.
Og nú hefur hún kvatt, hálfu
ári á eftir bónda sínum, þeim
öðlingsmanni. Hún kom heim til
Íslands til að deyja, þessi orð-
fagra og hlédræga listakona
sem ég mun alltaf minnast með
miklu þakklæti.
Baldur Hafstað.
Fyrsta skýra minningin um
Völu móðursystur og Andra var
þegar þau giftu sig í Tjarnar-
kirkju einn rigningardag í ágúst
1958. Við krakkarnir vorum
send í berjamó til þess að vera
ekki að þvælast fyrir í öllu ha-
varíinu í kringum brúðkaupið.
Þegar athöfnin í kirkjunni var
yfirstaðin og veislan stóð sem
hæst máttum við koma heim.
Þar var glatt á hjalla, skálað í
rauðvíni og koníaki og franski
tóbaksreykurinn liðaðist um
stofurnar. Það var sungið á
frönsku: Au clair de la lune. Það
var líka sungið á íslensku: Nú er
úti veður vott … ekki fær hann
Grímur gott að gifta sig í þessu.
Síðar þegar miðsonur þeirra
hjóna fékk nafnið Grímur álitum
við að það hlyti að vera í höfuðið
á Grími þessum í vísunni. En
minnisstæðast úr þessu brúð-
kaupi var að við krakkarnir
máttum drekka eins mikið af
gosi og við gátum í okkur látið.
Óli, sumarstrákur, drakk ellefu
flöskur af vallasi og gubbaði
þeim skömmu seinna.
Andri og Vala voru listmál-
arar. Höfðu kynnst í París og
báru með sem andblæ framandi
heims. Hann franskur með svart
hár, yfirvaraskegg og kringlótt
gleraugu. Hún skagfirsk með sí-
gaunaarmbönd og marga hringi
á fingrum, klæddist einhvers
konar listamannasloppi. Þau
máluðu skrítnar myndir sem
hétu abstraktmálverk.
Seinna áttum við eftir að
kynnast þeim vel. Sautján ára
vorum við sendar til þeirra sem
aupairstelpur til að passa strák-
ana þeirra þrjá í litla þorpinu
rétt utan við París. Þetta var
góður tími sem við höfum búið
að allar götur síðan. Í lífi Völu
og Andra var þetta tímabil
barneigna og uppeldis friðsamur
tími í sveitinni. En þá var líka
krepputími hjá frönsku listafólki
með reglubundnu atvinnuleysi
og tilheyrandi blankheitum.
Þeim var boðin vinna sem
myndlistarkennarar í New
York. Þangað fluttu þau 1974
með synina og undu sér vel í
lista- og fjölmenningarumhverf-
inu á Manhattan. Við heimsótt-
um þau nokkrum sinnum þang-
að. Tvisvar sinnum sl. sumar og
þá ásamt mömmu. Í fyrra skipt-
ið í júní, þegar Vala varð áttræð,
og í seinna skiptið í september,
til að vera við útför Andra. Vala
átti við mikil veikindi að stríða
síðustu tvö til þrjú árin. Á milli
þess sem hún var á spítala var
hún heima hjá Andra sem
hjúkraði henni dag og nótt. Fáa
grunaði að hann færi á undan.
Þegar hann dó þyngdist róð-
urinn stöðugt hjá Völu uns hún
gat ekki lengur haldið sjó, og
var sú ákvörðun tekin að hún
færi heim til Íslands. Hún hafði
fengið inni á Dalbæ, heimili
aldraðra á Dalvík. Þótt hún
næði ekki á leiðarenda náði hún
til Íslands. Eins og Halldór son-
ur hennar skrifaði daginn sem
hún dó, þegar hann lét boð út
ganga til vina og vandamanna
um andlátið: Vala náði áfanga-
stað í morgun.
Til Árna, Gríms og Halldórs
og allra hinna sem syrgja og
sakna Völu og Andra sendum
við vísuna sem Vala kenndi okk-
ur og sagði okkur að hafa yfir
þegar þannig lægi á okkur:
Þegar lundin þín er hrelld
þessum hlýddu orðum:
Gakktu með sjó eða sittu við eld
svo kvað völvan (Valan) forðum.
Ingibjörg og Sigrún
Hjartardætur.
Sýning í Stúdíó Stafni við
Ingólfsstræti er vitnisburður um
fjölbreyttan listamannsferil Val-
gerðar Hafstað. Vala frænka
fæddist í Vík í Skagafirði, og
ólst þar upp. Hún var yngst í tíu
systkina hópi. Vala var glaðlynd,
hlý og traust. Hún lærði mynd-
list í Myndlista- og handíðaskól-
anum í Reykjavík, og í listaskól-
um í Kaupmannahöfn og París.
Minningar mínar um Völu frá
barnæsku eru allar sveipaðar
einhverjum ævintýraljóma,
kannski vegna þess að hún bjó í
útlöndum, var listmálari og gift
frönskum manni, eða vegna
þess, að þegar Vala kom í heim-
sóknir til Íslands færði hún okk-
ur systrunum ætíð eitthvað
spennandi og öðruvísi; klúta,
skartgripi eða veski sem gjarn-
an var keypt á mörkuðum í Par-
ís. Ég man ekki mikið eftir
fyrstu utanlandsferð minni en
það var með foreldrum mínum
og systur til Frakklands að
heimsækja Völu og André. Við
dvöldum í þrjá mánuði hjá þeim
og pabbi lagði miðstöð í húsið
þeirra og gamla hlöðu sem þau
voru að breyta í vinnustofu.
Vala hefur búið erlendis í um
sextíu ár, fyrst í Frakklandi og
síðan í New York. Hún starfaði
við list sína og hefur haldið
fjölda sýninga bæði hérlendis og
erlendis. Við Siggi heimsóttum
Völu til New York 1987, það var
mikil upplifun að skoða borgina,
en það var líka upplifun að búa
hjá Völu og André á miðri Man-
hattan, borða með þeim skrítnar
máltíðir samsettar á annan hátt
en við erum vön, það var einnig
lærdómsríkt að fara með Völu á
helstu listasöfnin í New York.
Undanfarin ár hefur Vala
strítt við heilsuleysi og eftir að
André lést síðastliðið sumar
hugðist hún eyða ævikveldinu á
Íslandi og flutti hingað í lok
febrúar, en nú er hún öll. Þótt
Vala sé horfin af sjónarsviðinu
eru verkin hennar ekki horfin,
eftir standa verk sem eru vitn-
isburður um frábæra listakonu
og við eigum minningar um ynd-
islega manneskju. Ég kveð Völu
frænku með virðingu og söknuði
og sendi innilegar samúðar-
kveðjur til Árna, Gríms og Hall-
dórs.
Steinunn Sigurþórsdóttir.
Þegar æskuvinkona mín Vala
Hafstað er kvödd eftir ævilanga
vináttu er margs að minnast.
Vináttan varð til á bernskuárum
okkar í Skagafirði og þráðurinn
var svo sterkur að aldrei hefur
slitnað þrátt fyrir meira en
hálfrar aldar búsetu Völu er-
lendis. Við slitum barnsskónum
fyrir norðan, hún í Vík og ég á
Ögmundarstöðum, þar sem fjar-
lægðin á milli er ekki meiri en
svo að við gátum kallað hvor í
aðra þegar við vildum hittast og
leika okkur. Við áttum saman bú
eins og barna var siður í sveit
og þar þurfti mörgu að sinna
eins og gerist á góðum búum.
Við áttum samleið öll barna-
skólaárin, en á þeim tíma var
farskóli á ýmsum bæjum í sveit-
inni og þangað fórum við fót-
gangandi í næstum hvaða veðri
sem var og studdum hvor aðra á
þessari fyrstu lífs- og skóla-
göngu okkar. Listrænir hæfi-
leikar Völu komu fram strax í
bernsku. Hún teiknaði og málaði
myndir betur en nokkurt okkar
hinna í skólanum. Ég minnist
þess að ef við Vala gerðum
heimaverkefnin saman, þá teikn-
aði hún myndir í stíla fyrir mig
og ég reiknaði heimadæmin fyr-
ir hana í staðinn. Á unglings-
árum skildi leiðir um tíma þegar
hún hélt til Reykjavíkur í fram-
haldsskóla en ég til Akureyrar.
Síðar fór Vala í Handíða- og
myndlistaskólann og lauk þaðan
burtfararprófi. Það lá beint við
að Vala héldi út á listabrautina
með sína miklu hæfileika. Hún
hélt til Parísar og stundaði þar
listnám í nokkur ár af miklum
áhuga og dugnaði. Ég heimsótti
hana til Parísar í árslok 1952 og
þar áttum við saman skemmti-
legan tíma í þessari miklu lista-
og menningarborg. Vala ílentist
í Frakklandi því hún kynntist
listamanninum André Énard.
Þau gengu í hjónaband og stofn-
uðu heimili skammt frá París og
bjuggu þar um margra ára
skeið. Þaðan fluttu þau til New
York og áttu heimili sitt þar
vestra eftir það. Ég heimsótti
hana eitt sinn þar sem þau
bjuggu á Manhattan. Við Vala
skemmtum okkur við gamlar
minningar úr fortíðinni, fórum á
tónleika og í kvikmyndahús,
gönguferð í Central Park og
fleira. Vala stundaði list sína alla
tíð og hélt sýningar bæði hér
heima og erlendis. Vala kom á
hverju sumri til Íslands eftir að
Árni sonur hennar varð búsett-
ur hér. Hún gaf sér ávallt tíma
til að heimsækja okkur Sigur-
jón. Vala var einstaklega hlý í
viðmóti og trygglynd í eðli sínu.
Hún fagnaði mér með brosi þeg-
ar ég heimsótti hana á Borg-
arspítalann tveimur dögum fyrir
andlátið. Og sem ég sit hér og
set þessi kveðjuorð á blað verð-
ur mér litið á málverk eftir Völu
sem hún gaf mér eitt sinn. Það
heitir Eldur, málað í rauðum og
gulum litum og býr yfir eins-
konar dulúð. Þannig var lista-
konan Vala; hún átti sér ríkan
innri heim og bjó yfir krafti sem
birtist í fallegum verkum henn-
ar. Ég kveð Völu með miklu
þakklæti fyrir ævilanga vináttu
sem aldrei bar skugga á. Við
Sigurjón vottum sonum hennar
og fjölskyldum þeirra innilega
samúð.
Margrét Margeirsdóttir.
Valgerður Hafstað
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
sunnudaginn 13. mars.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 18. mars kl. 13.00.
Erlingur Magnússon,
Guðrún Tryggvadóttir, Gunnar Guðnason,
Jóhanna Tryggvadóttir, Ferdinand Hansen,
Ingveldur Tryggvadóttir,
Guðmundur Tryggvason, Ragnhildur Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLVEIG GUNNARSDÓTTIR,
áður til heimilis í Álftamýri 15,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu-
daginn 10. mars.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn
17. mars, kl. 13.00.
Ása Kristín Jóhannsdóttir,
Jón Jóhannsson, Ólafía Sveinsdóttir,
Gunnar Jóhannsson,
Laufey Jóhannsdóttir, Valdimar Ingi Gunnarsson,
Kolbrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Kolbeinsson,
Jóhann Svavar Jóhannsson, Bryndís Halldórsdóttir,
Sesselía Áslaug Jóhannsdóttir, Jakob Heimir Óðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar og frændi,
PÁLL ÞORBERG ÓLAFSSON,
Túngötu 5,
Eskifirði,
verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju
föstudaginn 18. mars kl. 14.00.
Jón Ólafsson,
Sigrún Ólafsdóttir
og fjölskyldur.