Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.2011, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðvarandi geislunarhætta var við kjarnorkuverið í Fukushima í Japan í gærkvöldi að íslenskum tíma en illa hefur gengið að kæla niður kjarna- kljúfa versins eftir röð óhappa í verinu í kjölfar risaskjálftans sem reið yfir Japan síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir að staðan sé erfið eru hverfandi líkur á að mikið magn geislavirkra efna berist til annarra landa, að sögn Sigurðar Emils Páls- sonar, viðbúnaðarstjóra hjá Geisla- vörnum ríkisins. Kælibúnaður í ólagi Grynnkað hefur í vatnslaug við kjarnakljúf 4 og segir Sigurður Emil það auka líkur á geislamengun frá stöngum notaðs kjarnorkuelds- neytis, sem kunni að ofhitna vegna bilunar í kælibúnaði. Sigurður Emil bætir þó við að hald sérfræðinga sé að ekki séu líkur á keðjuverkun sem kunni að leiða til sprengingar í kjarnakljúfum eða þar sem kjarnorkueldsneyti er geymt og að heilsufarslegra áhrifa hugsanlegr- ar geislamengunar muni þá aðeins gæta á takmörkuðu svæði. Á morgun verður vika liðin frá því að skjálftinn reið yfir og gætir vaxandi óánægju með frammistöðu stjórnvalda við að koma íbúum í ná- grenni Fukushima til aðstoðar. Ber stjórnina þungum sökum Borgin Minamasoma er innan svæðisins sem hefur verið girt af vegna hugsanlegrar geislamengunar frá verinu og sakaði borgarstjórinn, Katsunobu Sakurai, japönsk stjórn- völd um að skilja íbúana eftir til að deyja í samtali við breska útvarpið, BBC. Blaðamenn BBC ræddu einnig við lækninn Yukio Kanazawa en hann er einn starfsmanna spítala í bænum sem ákváðu að verða um kyrrt og hlúa að sjúklingum fremur en að flýja. Sagði hann það vera skyldu sína að hugsa um sjúklingana. Fólkið á svæðinu á erfitt með að komast burt og segir björgunarlið treg til að hætta sér þangað. Er ástandið sagt nálgast suðumark en eldsneyti, mat og aðrar nauðsynjar skortir á svæðinu. Þá virðist sem Naoto Kan forsætisráðherra sé að ganga það tækifæri úr greipum að endurheimta traust með markvissum viðbrögðum við hamförunum. Áskorunin sem björgunarlið stendur frammi fyrir er hins vegar gríðarleg og hefur skortur á sérfræð- ingum valdið því að hægt gengur að bera kennsl á lík á rústasvæðinu, að því er fréttavefurinn Kyodo News greindi frá í gærkvöldi. Var þar haft eftir japönsku lög- reglunni að undir miðnætti að stað- artíma í gær hefði staðfest tala lát- inna verið komin í 4.314 og að enn hefði ekki tekist að hafa uppi á 8.606 manns á skjálftasvæðinu. Var tekið fram að dánartalan gæti hækkað. Enn geislahætta frá Fukushima  Borgarstjóri Minamasoma segir fólk skilið eftir til að deyja Reuters Ofankoma Björgunarlið gengur fylktu liði um iðnaðarsvæði í borginni Sendai í Miyagi-héraði. Indland Björgunar- og leitarlið Herskip- Indónesía Björgunar- og leitarlið Fyrsta hjálp15 Litháen Björgunar- og leitarlið -32 3 Malasía Björgunar- og leitarlið -50 5 Slóvakía Björgunarlið Reiddu fram 349.150 dali25 Srí Lanka Leitarlið og læknar Leggja fram milljón dala- BJÖRGUNARSVEITIR STREYMA TIL JAPANS Heimild: Reuters *CRSC - Kínverska Rauðakrossfélagið Lönd sem líklegt er að sendi lið til aðstoðar Hlutverk fulltrúa Fjöldi björgunar- manna/hunda LAND AÐSTOÐ FRAMLÖG/ANNAÐ Ástralía Leitarlið 72 Leggur til herflutningavélar, sérhæft lið til að bera kennsl á lík og færanleg sjúkrahús Bretland Leitarlið Lagði til þungavinnuvélar64 2 Kína Leitarlið Lagði fram 4,56 milljónir bandaríkjadala í formi vista CRSC* gaf 913.000 dali 15 Frakkland Björgunar- og leitarlið -134 Þýskaland Björgunar- og leitarlið -41 3 Ungverjaland Læknar og sérfræð- ingar í geislamengun -16 Mongólía Hermenn Lét milljón dala af hendi rakna og gaf 2.500 ullarteppi 300 Nýja-Sjáland Björgunar- og leitarlið -65 Rússland Leitarlið Bauð sérfræðiráðgjöf í kjarnorku75 Singapúr Leitarlið -- Suður-Kórea Leitarlið 100 manna lið í biðstöðu102 Sviss Leitarlið -29 9 Taívan Björgunarlið Neyðarvistir28 - Sérhæft viðbragðslið og sérfræðingur í umhverfismálum -Bandaríkin Bandaríkin Sérfræðingar í kjarn- orku og björgunar- og leitarlið Gaf 100.000 dali, setti 35 milljón dali til hliðar og lagði til skip sjóhersins 144 12 Í gær höfðu 102 þjóðir boðið fram aðstoð Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn í gær frá því að hann tók við krúnunni árið 1989. „Ég vona frá hjartarótum að landsmenn muni, hönd í hönd, auð- sýna hver öðrum samúð og yfir- stíga þessa erfiðu tíma.“ Eins og blaðamaðurinn Praveen Swami bendir á í grein á vef Daily Telegraph fetaði Akihito þar með í fótspor föður síns, Hirohito keisara, sem flutti sitt fyrsta ávarp er hann lýsti yfir skilyrðislausri uppgjöf í síðari heimsstyrjöldinni, nánar til- tekið 15. ágúst 1945. Var það fyrsta ávarpið í sögu keisaraættarinnar. Erlendir dálkahöfundar hafa vak- ið máls á því að ekki hafi borið á gripdeildum í Japan, líkt og raunin varð í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu og jarðskjálftana í Haítí og Síle á síðustu árum. Fylgdu með vangaveltur um að þjóðareinkennin agi og virðing kynnu að vera meginskýringin. Lesandi tímaritsins Atlantic sagði japanska eiginkonu sína hafa hringt í föður sinn og systur í Tókýó og hvatt þau til að hamstra mat og aðrar nauðsynjar. Voru viðbrögðin þau að slíkt væri sjálfselska, enda gæti hamstrið leitt til þess að aðrir fengju ekkert. Borið hefur á vöruskorti í ná- grenni kjarnorkuversins í Fuku- shima og í borginni Iwaki, að því er fram kom á vef Wall Street Journal. Þá hafa birst fregnir af tómum hill- um í matvöruverslunum í Tókýó. Þjóðin haldi í vonina JAPANSKEISARI STAPPAR STÁLINU Í ÞJÓÐ SÍNA Örlagatímar Keisarinn flytur ávarpið. Til er alþjóðlegur mælikvarði á hættuna vegna kjarnorkuslysa. Kvarðinn er skammstafaður INES á ensku og stendur fyrir Inter- national Nuclear Event Scale en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hann enn ekki verið þýddur formlega yfir á íslensku. Tildrög INES-kvarðans eru Tsjernobyl-slysið árið 1986 en það er eina slysið til þessa dags sem mælst hefur í efsta þrepi kvarðans, eins og sýnt er á kortinu til hliðar. Unninn í alþjóðlegu samstarfi Fram kemur á vefsíðu Alþjóða- kjarnorkustofnunarinnar (IAEA) að Kjarnorkustofnunin og Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hafi unnið með sérfræð- ingum IAEA að gerð kvarðans. Stigin í INES-kvarðanum eru sjö og svipar til stiga í jarðskjálftamæl- ingum í því að mikill munur eru á hverju stigi, eða tífaldur í þessu til- viki. Þýðir það að stig sjö hefur hundraðfalt vægi fimmta stigs. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar- innar og þróunar kjarnorku- sprengjanna sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki lagði Bandaríkjastjórn áherslu á þróun kjarnorku til borgaralegra nota. Það var svo 20. desember 1951 sem kjarnorka var nýtt til að lýsa upp fjórar ljósaperur í Idaho en það munu hafa verið fyrstu friðsamlegu notin fyrir kjarnorku, að því er fram kemur í sögulegu yfirliti bandaríska orkumálaráðuneytisins. Árið 1954 dró aftur til tíðinda er Sovétmenn opnuðu kjarnorkuver í Obninsk, það fyrsta sem dreifði raf- magni til almennings í heiminum. Kjarnorkukvarða svipar til skjálftastiga KJARNORKUSLYS Í HEIMINUM SÍÐAN 1956 Heimild: Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) ARGENTÍNA 2005 Atucha - 2 BRASILÍA 2005 Goiania - 5 PERÚ 1999 Yanangio - 3 Chalk River - 5 Three Mile Island - 5 1958 BANDARÍKIN KANADA 1979 BRETLAND 2005 Sellafield - 3 1957 Windscale Pile - 5 SVÍÞJÓÐ 2006 Forsmark - 2 FRAKKLAND 1980 Saint Laurent des Eaux - 4 1993 Cadarache - 2 SPÁNN 1989 Vandellos - 3 BELGÍA 2006 Fleurus - 4 RÚSSLAND 1957 Kyshtym - 6 1993 Tomsk - 4 ÚKRAÍNA 1986 Tsjernobyl- 7 TYRKLAND 1999 Ikitelli - 3 SLÓVAKÍA 1977 Jaslovske Bohunice - 4 UNGVERJALAND 2003 Paks - 3 JAPAN 2011 Fukushima - 4 2011 Onagawa 1999 Tokaimura - 4 1981 Tsuraga - 2 1999 Ishikawa - 2 LAND Ár - staðsetning - flokkun INES-kvarðinn* 7 Stórslys 6 Alvarlegt slys 5 Slys sem hefur afleiðingar utan nærliggjandi svæðis 4 Slys sem hefur staðbundnar afleiðingar 3 Alvarlegt tilvik 2 Síður alvarlegt tilvik 1 Afbrigðilegt tilvik Nær ekki kvarðanum enda kallar stig 0 ekki á öryggisviðbúnað * Alþjóðlegur kvarði til að meta áhrif kjarnorkuslysa (INES) Skannaðu kóðann til þess að sjá nýj- ustu erlendu frétta- myndskeiðin á mbl.is í símanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.