Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
„Maður hefði viljað sjá aðeins öðruvísi skipulag á
þessu, mér finnst svolítið eins og það sé verið að
reyna að spara tíma með því að hlaupa svona yfir
þetta,“ segir Ingólfur Már Ingólfsson, fulltrúi for-
eldra í skólaráði Grandaskóla í Vesturbæ.
Reykjavíkurborg hefur boðað foreldra í Granda-
skóla, Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla
auk foreldra barna í 9 grunnskólum í Miðborg og
Hlíðum, til sameiginlegs fundar vegna sameining-
artillagna í skólastarfi. Fundurinn verður haldinn í
Hlíðaskóla, í Austurbæ. Samtals eru um 2.100 börn
í þessum skólum.
Óánægju hefur gætt meðal foreldranna með að
smala eigi saman svo fjölmennum fundi til þess að
ræða jafnólík mál og málefni grunnskóla í Vest-
urbænum annars vegar og málefni leikskóla í Aust-
urbænum hins vegar. Eitt foreldri sem Morgun-
blaðið ræddi við sagði tilfinninguna þá að þetta væri
hálfgerður málamyndafundur enda væri erfitt að
ætla að eiga málefnalegar umræður með svo
stórum hópi um tvö aðskilin málefni. „Ég ætla
[borgarstjórn] það ekki að vera svo kvikindisleg að
reyna að draga úr aðsókn á fundinn, en ef þau vildu
draga úr aðsókn er þetta mjög góð aðferð.“
Það er þó að sjálfsögðu ekki fundarboðið eitt sem
veldur kurri meðal foreldra því líkt og í öðrum
hverfum hefur fólk áhyggjur af sameiningar-
áformum. Meðal tillagna í Vesturbæ er að Haga-
skóli verði safnskóli á unglingastigi og nemendur úr
hinum skólunum fari þangað strax eftir 6. bekk.
Ingólfur Már segir að foreldrar barna í Granda-
skóla hafi áhyggjur af því að með því sé verið að
„unglingavæða“ börnin of snemma. Einnig valdi
það áhyggjum að nemendum í skólanum hafi fækk-
að á undanförnum árum, og með því að taka heilan
árgang út þurfi að fækka í starfsliðinu og þá verði
jafnvel ekki grundvöllur lengur fyrir 100% stöðu-
gildum í verk- og listgreinum.
„Við erum hrædd um að þetta bitni á starfinu og
við megum ekki við því. Það liggja ekki fyrir neinar
tillögur um hvernig á að gera þetta, en manni virðist
sem verið sé að horfa fyrst og fremst á húsnæðismál
og þessi sparnaðarsjónarmið, en hvernig menn ætla
að leysa þetta þannig að það komi ekki niður á fag-
legu starfi er alveg óvíst.“ Ekki náðist í Oddnýju
Sturludóttur, formann menntaráðs.
Ekki efni í málefnalegan fund
Foreldrar 2.100 barna úr tveimur hverfum á einn fund „Ef þau vildu draga úr aðsókn er þetta mjög
góð aðferð“ Foreldrar í Grandaskóla ósáttir við tillögur Óttast að sameining bitni á faglegu starfi
Fundurinn
» Reykjavíkurborg hefur boð-
að til sameiginlegs fundar með
foreldrum grunnskólabarna í
Vesturbæ og leikskólabarna í
Austurbæ/Hlíðum á laugardag
» Í grunnskólum Vesturbæjar
eru um 1600 börn en í leik-
skólum Miðborgar/Hlíða eru
um 500 börn
» Ætla má að foreldrar þess-
ara barna séu eitthvað á þriðja
þúsund talsins.
Nemendur Börn í Grandaskóla bregða á leik.
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Hljómsveitin Sykur var meðal þeirra hljómsveita sem
komu fram á balli samtaka félagsmiðstöðva, eða Sam-
fésballinu svokallaða, um næstsíðustu helgi. Athygli vakti
að sveitin flutti nýjan texta við hið vinsæla lag sitt Viltu
dick? Gamli textinn, sem rapparinn Blaz Roca samdi, þótti
of klúr fyrir skemmtunina.
„Okkur langaði að taka þetta lag og við hefðum auð-
vitað ekki getað gert það í þeirri mynd sem það er á plöt-
unni okkar, þannig að við ákváðum að breyta textanum,“
segir Kristján Eldjárn, hljómsveitarmeðlimur Sykurs.
Hann segir að það hafi þó ekki skipt máli, því áhorfendur
hafi sungið upprunalega textann hástöfum.
Klæddust „samféstingum“
Nýjar reglur um klæðaburð ballgesta Samfésballsins
í ár komust í fréttir fyrir nokkru. Stúlkum var ekki heimilt
að vera í of stuttum pilsum eða of flegnum bolum eða kjól-
um. Drengir máttu sömuleiðis ekki vera í of flegnum bol-
um eða skyrtum eða berir að ofan. Hljómsveitin Sykur
þurfti líka að fylgja þessum reglum. Meðlimir hennar skif-
uðu undir samning við Samfés fyrir ballið sem bannaði
„ósiðlegt athæfi“ sveitarinnar á sviði, eins og það var orð-
að.
„Við máttum ekki blóta uppi á sviði, ekki fara úr föt-
unum og auðvitað ekki vera drukknir. En þetta er loðið
orðalag – þau tóku sér í rauninni úrskurðarvald um hvað
telst ósiðlegt,“ segir Kristján. „Við þurftum að fylgja
reglum ballsins um klæðaburð, máttum ekki fara úr að of-
an til dæmis.“ Þeir tóku því til bragðs að mæta í sérstökum
samfestingum og nefndu þá í gríni „samféstingana“.
Kristján segir að framkoma Sykurs hafi engu að síður
gengið afar vel. „Krakkarnir áttuðu sig á því að þetta var
út af þessum reglum og ég held að þeim hafi bara þótt
þetta fyndið.“
Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Samfés
hefur slíkt samkomulag verið gert við þá sem koma fram á
ballinu árum saman.
Móðgun við vitsmuni krakkanna
Kristján segir að hljómsveitin sé ekki ósátt við að
fara eftir slíkum reglum, en hann efast um þær aðferðir
sem hefur verið beitt til að sporna við meintri ósiðlegri
framkomu ballgesta Samfésballsins undanfarin ár.
„Þetta eru krakkar sem eru á mörkum þess að vera
börn og fullorðin, en það er verið að koma fram við þau
eins og þau séu rosalega mikil börn. Þetta er svolítil
móðgun við vitsmuni krakkana. Foreldrar eiga að geta al-
ið börnin sín upp þannig að þau séu ekki lauslát, drukkin
og dónaleg í málfari á svona skemmtunum. Mér finnst
eins og það sé alltaf verið að færa uppeldishlutverkið frá
heimilunum og meira yfir á ríkið og borgina og ætlast til
þess að börnum séu kenndir mannasiðir í skólum og á
þess konar stöðum,“ segir Kristján. „Ég veit ekki hvort
þetta er rétta aðferðin. Ég held að það þurfi frekar hugar-
farsbreytingu en reglur.“
„Slæda upp að frænku og
segja skyr punktur is“
Sykur breytti texta lags síns sérstaklega fyrir Samfésball
Fáir leiða hugann að frjókornum
nú þegar jörð er alhvít og kalt.
Hlýindi síðari hluta febrúar og í
byrjun mars dugðu hins vegar til
að rauðelrið fór af stað, opnaði og
teygði úr karlreklunum sem nú
hanga niður. Vindur hefur greiðan
aðgang að frjóhirslum og frjókorn-
in geta dreifst út í andrúmsloftið.
Frjókorn elris eru mjög stað-
bundin við næsta nágrenni vaxt-
arstaðar trjánna, segir á heimasíðu
Náttúrufræðistofnunar. Þar kemur
fram að 6. mars var rauðelri komið
með blóm í görðum í Reykjavík.
Elri, öðru nafni ölur, er af sömu
ætt og birki og frjókornin geta
valdið ofnæmi.
Elrið blómstrar
áður en tréð
laufgast. Fyrir
þá sem vilja forð-
ast elri þá er
auðveldast að
þekkja trén
svona snemma
árs á kúlulaga
kvenreklum frá
sl. hausti, sem
enn hanga á smástilkum og geta
minnt á köngla.
Frjómælingar hefjast hins vegar
ekki fyrr en um miðjan apríl, segir
á ni.is aij@mbl.is
Fyrstu frjókornin hafa
látið á sér kræla í ár
Frjókorn geta verið
af ýmsum toga.
Upprunalegur texti:
Ég vil ekki vinna
Ég vil bara drekka drykk
Og slæda upp að frænku
og segja „bitch viltu
dick?“
Samfés texti:
Ég vil engan móðga
Ég vil ekki fara á mis
Og slæda upp að
frænku
og segja skyr punktur is
Reður verður að skyri
BREYTTUR TEXTI
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Þetta er einfaldlega borgin að neyta
aflsmunar, þreyta okkur eins og laxa
og vona að við gefumst upp,“ segir
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar. Fyrirtækið hefur staðið í
málarekstri gagnvart Reykjavíkur-
borg í á þriðja ár vegna lóðaskila.
Brimborg hefur stefnt borginni og
verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í maíbyrjun.
Egill segist ekki hafa tölu á því
hvað málið hefur kostað fyrirtækið,
en það geti numið tugum milljóna.
Nefna má að á sínum tíma greiddi
Brimborg 113 milljónir króna í gatna-
gerðargjöld sem fyrirtækið telur sig
eiga rétt á að verði endurgreidd.
„Gabbleið“ hjá ráðuneytinu
Lóðin sem um ræðir stendur að
Lækjarmel 1 á Esjumelum á Kjalar-
nesi. Brimborg var úthlutað lóðinni
árið 2006 en sótti um að skila henni 9.
október 2008, daginn eftir bankahrun
með vísan í að forsendur fyrir upp-
byggingu á svæðinu væru brostnar.
Svo leið og beið, en 41 degi síðar
ákvað borgarráð að breyta afturvirkt
reglum um lóðaskil og neitaði þar
með að taka við lóðinni. Brimborg
leitaði þá til sveitarstjórnarráðuneyt-
is, sem úrskurðaði í febrúar 2010 að
borgin hefði brotið gegn jafnræðis-
reglu þegar lóðaskilunum var hafnað.
„Niðurstaðan var nokkuð skýr, að
borgin ætti að taka við lóðinni og
greiða okkur kostnaðinn til baka, en
borgin ákveður að svara ekki úr-
skurðinum heldur ákveður að hundsa
hann. Og þá virðist ráðuneytið ekki
hafa neitt tæki í höndunum til að láta
sveitarfélögin hlíta úrskurðum sem
kveðnir eru upp.“ Það voru mikil von-
brigði að sögn Eg-
ils. „Við ætluðum
að reyna að fara
mildu leiðina, í
gegnum ráðu-
neytið og umboðs-
mann Alþingis því
nógu mikið álag
var á dómstólun-
um. En niðurstað-
an er í raun og
veru sú að það er gabbleið. Því ef mót-
aðilinn getur bara hundsað niðurstöð-
una, þá er þetta tímasóun.“
Síðasta vor unnust svo þrjú lóða-
skilamál, sambærileg máli Brimborg-
ar, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
borgin var dæmd til að taka við at-
vinnulóðum þriggja annarra fyrir-
tækja. Við þetta gæti fallið allt að 5
milljarða króna kostnaður á borgina.
Borgin áfrýjaði þeim dómi til
Hæstaréttar og verður líklega kveðið
upp úr um það mál í apríl. Egill segir
að staðfesti Hæstiréttur þann dóm
verði óþarfi að halda málaferlum
Brimborgar gegn borginni til streitu,
og þeir muni láta málið niður falla.
Tapist hins vegar mál hinna fyrir-
tækjanna þriggja í Hæstarétti mun
Brimborg halda áfram og fara alla
leið með sitt mál.
Egill segir þó sök sér þótt fyrirtæki
standi í þessu stappi en óréttlætið sé
mest gagnvart einstaklingum og fjöl-
skyldum sem keyptu lóðir fyrir ein-
býlishús í Úlfarsárdal.
„Maður er vanur að lenda stundum
á veggjum bara af því að maður er í
bisness, en þú getur ímyndað þér
hvernig það er fyrir venjulegt fjöl-
skyldufólk að lenda í þessu. Það sem
bjargaði okkur, bæði einstaklingum
og fyrirtækjum, er að við erum svo
mörg með eins mál svo við höfum
hringt á milli og unnið saman.“
Borgin neytir
aflsmunar
Egill Jóhannsson
Morgunblaðið/Gísli Baldur