Morgunblaðið - 17.03.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Páll Vilhjálmsson skrifar: „Jap-anskeisari flutti í morgun
ávarp til þjóðar sinnar og talaði í
hana kjarkinn eftir náttúruhamfar-
irnar. Í síðustu viku hvatti forsætis-
ráðherra Grikkja til þjóðarsam-
stöðu vegna
efnahagskrepp-
unnar. Obama
Bandaríkjaforseti
notaði tækifærið
þegar þingmanni
var sýnt banatilræði
til að undirstrika
mikilvægi samstöðu
og samhygðar í samfélaginu.
Í útlöndum tala stjórnmálamenn
til þjóða sinna, brýna þær og hvetja
til dáða andspænis erfiðleikum.
Forystufólk í ríkisstjórn Íslandstalar niður þjóðarhagsmuni og
kveikir ófriðarbál þegar færi gefst.
Viðskiptaráðherra úthúðar gjald-
miðli landsins við hvert tækifæri.
Forsætisráðherra grefur undan
stjórnskipun landsins með því að
sniðganga Hæstarétt og búa til
stjórnlagaráð úr ógiltu stjórnlaga-
þingi. Forsætisráðherra leggur
ítrekað til atlögu við grunn-
atvinnuveg landsins og hefur í
frammi hótanir gegn landsbyggð-
inni. Neikvæðni og niðurrif eru ær
og kýr stjórnarinnar.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stundargetum-ekki-stjórnmál.
Við getum ekki staðið uppi íhárinu á Bretum og Hollend-
ingum og þess vegna eigum við að
borga Icesave-reikninginn.
Við getum ekki rekið hér full-valda lýðveldi á eigin for-
sendum heldur sækjum við um að-
ild að Evrópusambandinu á
hnjánum.
Engin endurreisn verður meðanað völdum situr getum-ekki-
stjórnin.“
Páll Vilhjálmsson
Ólíkt hafast þau að
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 16.3., kl. 18.00
Reykjavík -3 skýjað
Bolungarvík -9 snjóél
Akureyri -3 snjókoma
Egilsstaðir 0 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 alskýjað
Nuuk -11 skýjað
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 1 heiðskírt
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 11 þoka
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 6 heiðskírt
London 8 þoka
París 17 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 3 alskýjað
Berlín 6 þoka
Vín 11 alskýjað
Moskva -1 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 10 léttskýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 12 skýjað
Róm 12 skúrir
Aþena 16 skýjað
Winnipeg 1 alskýjað
Montreal 2 skúrir
New York 5 alskýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:40 19:33
ÍSAFJÖRÐUR 7:45 19:38
SIGLUFJÖRÐUR 7:28 19:21
DJÚPIVOGUR 7:10 19:03
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Viðurkenna þarf móðurmálskennslu
sem hluta af námi barna af erlend-
um uppruna, tryggja þarf betra að-
gengi að upplýsingum á sem flest-
um tungumálum og koma þarf á fót
miðstöð þar sem tekið er á móti
innflytjendum. Þessar tillögur og
margar fleiri má finna í nið-
urstöðum fjölmenningarþings sem
haldið var 6. nóvember síðastliðinn
á vegum mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar.
Þingið bar yfirskriftina Hvað
segja innflytjendur í Reykjavík? og
lágu fyrir spurningalistar um ýmsa
þjónustu borgarinnar sem ræddir
voru við hringborð en um 200
manns sóttu þingið sem fór fram á
9 tungumálum. Niðurstöðurnar
voru kynntar á opnum fundi í Iðnó í
gær og þar kynntu einnig fulltrúar
Fjölmenningarráðs, sem kosið var á
þinginu, starf sitt.
Betri aðgang að upplýsingum
Aðgengi að upplýsingum var
margrætt á þinginu. Hvort sem um
var að ræða upplýsingagjöf leik- og
grunnskóla til foreldra, upplýsingar
um starfsemi ÍTR, starfsemi þjón-
ustumiðstöðvanna eða almennar
upplýsingar um ýmsa grunnþjón-
ustu, s.s. bankaþjónustu, virtust
fundarmenn sammála um að þær
mættu vera meiri, aðgengilegri og á
fleiri tungumálum. Var talað um
nauðsyn þess að koma á laggirnar
svokallaðri „one stop shop“, miðstöð
upplýsinga fyrir innflytjendur.
Einnig kom fram að auka þyrfti
meðvitund um ólíka menningar-
heima, t.d. þyrfti að bjóða upp á
lokaða búnings- og sturtuklefa í
sundlaugum borgarinnar og jafnvel
bjóða upp á karla- og kvennasund
sitt í hvoru lagi, þar sem fólk sé
misvant því að vera klæðalítið fyrir
framan hitt kynið. Útskýra þyrfti
ýmislegt fyrirkomulag og þjónustu
betur, t.d. það að taka ætti börnin
með í foreldraviðtöl í skólunum og
kynna þyrfti starfsemi félags-
miðstöðvanna betur, en foreldrar
vissu oft ekki hvaða hlutverki þær
sinna.
Skólamál voru meðal þess sem
var hvað mest rætt og kom m.a.
fram að það ylli streitu hjá for-
eldrum að þau gætu ekki fylgst al-
mennilega með námi barnanna.
Lögð var áhersla á persónuleg sam-
skipti og gagnkvæman skilning.
Koma þarf á miðstöð upp-
lýsinga fyrir innflytjendur
Niðurstöður fjölmenningarþings kynntar Leggja fram tillögur að úrbótum
Fundað Um 200 manns sóttu þingið sem fór fram á 9 tungumálum en í Reykjavík búa 11.792 innflytjendur.
» Um skólana:
„Barnið á ekki að vera sá sem
upplýsir hvað er að gerast.“
„Hvernig gengur barninu mínu í
skólanum? – Mikilvægt að miðla
upplýsingum um það.“
„Móðurmálið þarf að vera kennt
opinberlega innan menntunarkerf-
isins.“
„Það er menningarsjokk fyrir
börnin að þurfa að fara út í öllum
veðrum – við komum úr heitu
loftslagi.“
» Um frístundakortið:
„Misskilningur, fólk óttast að
leyfi þess verði ekki framlengt ef
það fær hjálp frá félagsþjónust-
unni fyrir börn sín.“
» Annað (frjálsar umræður):
„Allir innflytjendur óttast Út-
lendingastofnun. Hún ætti að vera
vinalegri og aðgengilegri.“
„Áróður í fjölmiðlum fyrir já-
kvæðri afstöðu til hinna ýmsu
menningarheima.“
Nokkur svör þátttakenda
TILLÖGUR UM ÚRBÆTUR
Skannaðu kóðann
til að lesa skýrsluna
„Hvað segja inn-
flytjendur í Reykja-
vík?“