Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 40
FIMMTUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Lán geta lækkað um allt að 63%
2. „Ég er búinn að vera hér …“
3. Farþegar í annarlegu ástandi
4. Nate Dogg látinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í kvöld kl. 20 mun Deborah Saunt
arkitekt fjalla um nýtt samfélagslegt
rými í fyrirlestraröð Listasafns
Reykjavíkur, Hönnunarmiðstöðvar Ís-
lands og Listaháskóla Íslands í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Fjallað um nýtt
samfélagslegt rými
Forsala á tón-
leika hljómsveit-
arinnar Eagles
hófst í gærmorg-
un og ruku mið-
arnir út, að því er
fram kemur í til-
kynningu. Fimm
þúsund miðar
voru í boði á
tveimur svæðum, A og B, 2.500 fyrir
hvort, og seldust allir miðar A-svæðis
á tíu mínútum og uppselt var eftir
hálftímasölu á svæði B.
Uppselt í forsölu að
hálftíma liðnum
Söngvaskáldið Svavar Knútur flyt-
ur í kvöld blandaða dagskrá á tón-
leikastaðnum Rósenberg á Klapp-
arstíg 25-27. Dagskráin
hefst kl. 21 og stendur í
tvær klukkustundir.
Daníel Jón mun sjá um
upphitun og „almenn-
an ungæðis-
hátt“, eins og
segir um við-
burðinn á sam-
skiptavefnum Face-
book.
Svavar heldur tón-
leika á Rósenberg
Á föstudag V 5-13 m/s. Víða él, einkum um landið vestanvert. Frost 2 til 10 stig.
Á laugardag SV 5-10 m/s og slydda eða rigning sunnan- og austanlands og hiti 0 til 5
stig. Fremur hæg norðaustanátt norðan- og vestanlands, dálítil snjókoma og vægt frost.
Á sunnudag SA- og A-átt með snjókomu eða slyddu. Rigning sunnantil. Hiti breytist lítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 m/s og él en þurrt austanlands. Frost yfirleitt 0 til
7 stig, en frostlaust við suðausturströndina fram á nótt.
VEÐUR
Skautafélag Akureyrar varð
í gær Íslandsmeistari
kvenna í íshokkíi þegar liðið
vann Björninn 4:1 í Skauta-
höllinni á Akureyri. Þær
vörðu þar með titilinn frá
því í fyrra. SA hafði mikla
yfirburði í einvíginu og vann
alla þrjá leikina örugglega
ef undan er skilinn annar
leikurinn. Guðrún Blöndal,
fyrirliði SA, tók við bik-
arnum í leikslok við mikinn
fögnuð áhorfenda. »1
SA Íslandsmeist-
ari í íshokkíi
Úrslitakeppnin í Iceland Express-
deild karla í körfuknattleik hefst í
kvöld með tveimur leikjum. Morg-
unblaðið fékk Ágúst Björgvinsson,
þjálfara Hamars, til að spá í spilin
en fram undan er spenn-
andi úrslitakeppni. »3
Spáir Keflavík Íslands-
meistaratitlinum
Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í
spjótkasti, heldur í dag utan til Búlg-
aríu en hún verður á meðal keppenda
á Vetrarkastmóti Frjálsíþrótta-
sambands Evrópu sem fram fer í
Búlgaríu. Ásdís keppir á morgun og
þá hefst keppnistímabilið hjá henni
með formlegum hætti en hún segist
vera mjög spennt fyrir mótinu og í
góðu formi. »2
Tímabilið hjá Ásdísi
hefst í Búlgaríu
ÍÞRÓTTIR
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Mike Hammer tók á dögunum við
starfi talsmanns bandaríska utanrík-
isráðuneytisins og er sem slíkur einn
nánasti samstarfsmaður Hillary
Clinton, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Sjaldan hefur verið í fleiri
horn að líta í heimsmálunum en akk-
úrat nú, en Hammer hefur fulla
ástæðu til þess að hafa annað augað
á litlu eyjunni í norðri.
Hann er giftur íslenskri konu,
Margréti Björgúlfsdóttur, og á með
henni þrjú börn, þau Móniku, Mikael
Þór og Brynju Björt. Hammer starf-
aði í sendiráði Bandaríkjanna við
Laufásveg á árunum 1995-1999, en
þá flutti hann vestur um haf og tók
við stöðu í Hvíta húsinu sem þá var
undir stjórn Bills Clintons. „Það
verður sífellt erfiðara að taka frí en
ég elska Ísland og fólkið þar. Enda
get ég ekki annað – konan mín er ís-
lensk og eitt barnanna okkar fæddist
þar,“ segir Hammer léttur í bragði
þegar hann er spurður hvort hann sé
á leið hingað til lands á næstunni.
„Þegar ég var síðast á Íslandi stóð
eldgosið í Eyjafjallajökli yfir. Við
fórum til Stokkseyrar og þaðan eins
nálægt gosinu og við gátum farið. Ég
hef ekki komið síðan en vonast til
þess að eiga aftur kost á að heim-
sækja fjölskyldu og vini,“ segir hann.
Starfað fyrir þrjá forseta
Sem opinber starfsmaður hefur
Hammer starfað fyrir þrjá síðustu
forseta Bandaríkjanna, meðal ann-
ars sem talsmaður Þjóðarörygg-
isráðsins (National Security Coun-
cil). Hann segir það bæði heiður og
forréttindi að fá að starfa fyrir for-
seta Bandaríkjanna. „Ég hefði aldrei
trúað því, í upphafi starfsferils míns,
að ég ætti eftir að hitta eða vinna fyr-
ir þrjá forseta,“ segir Hammer.
Í forsetatíð Bills Clintons kom
Hammer hingað til lands með þáver-
andi forsetafrúnni, Hillary Clinton, í
þeim tilgangi að taka þátt í ráðstefn-
unni Konur og lýðræði. „Þá gafst
mér tækifæri til að ferðast með
henni sem mér þótti mjög skemmti-
legt og í raun ótrúleg upplifun. Nú er
hún utanríkisráðherra og ég fæ að
vinna fyrir hana á ný,“ segir Ham-
mer.
Hefur sterk tengsl við Ísland
Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins starfaði hér á landi og er giftur
íslenskri konu Hefur starfað fyrir síðustu þrjá forseta Bandaríkjanna
Tengsl Hammer fellur undir skil-
greininguna „tengdasonur Íslands“.
Þótt hinir fullorðnu eigi það til að bölsótast út í
veðurguðina þegar hitastig er við frostmark og
jörðin hvít svo langt sem augað eygir taka flest
börn veðrinu fagnandi og nýta hverja stund til
að leika sér í mjöllinni. Það er nefnilega aldrei
að vita nema snjórinn verði horfinn daginn eftir.
Morgunblaðið/hag
Vinir gleðjast saman í fannferginu