Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Nú stendur yfir í Sjómannasafni Reykjavíkur, Víkinni, sýning á út- skurði Ásmundar Guðmundssonar, fyrrverandi skipstjóra og lista- manns. Verkin gefa góða innsýn í atvinnu og starfshætti landsmanna á árum áður. Sýningin stendur yfir til 15. maí nk. Safnið er opið virka daga frá kl. 11-17, um helgar frá kl. 13-17. Lok- að er á mánudögum. Sýning á útskurði Sæluvikan, árleg lista- og menning- arhátíð í Skagafirði, fer fram dag- ana 1.-17. maí nk. Meðal stærstu viðburðanna verður dægurlaga- keppni Sæluviku sem fram fer á Sauðárkróki hinn 6. maí. Keppnin er öllum opin og eru allir lagahöf- undar landsins hvattir til að senda lög. Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa á úrslitakvöldinu um tit- ilinn Sæluvikulagið 2011. Skilafrestur fyrir keppnina er til 1. apríl. Skila þarf inn „demói“ af lagi og texta merkt Dægurlaga- keppni á Sauðárkróki, Pósthólf 1, 550 Sauðárkrókur. Lag og texti skal merkt með dulnefni. Nánari upplýsingar eru veittar á netfang- inu videosport@simnet.is, eða í síma 895-2515. Dægurlagakeppni í Skagafirði Á morgun, föstu- dag, stendur Al- þjóðamálastofn- un Háskóla Íslands fyrir fundi undir yfir- skriftinni „Evr- ópusamruninn á Íslandi og Möltu: Efnahagshvatar og pólitískar hindranir“. Fundurinn fer fram í Lögbergi 101 og stendur frá kl. 12.00-13.00. Allir eru velkomnir. Á fundinum mun Magnús Árni Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst og doktorsnemi við HÍ, bera saman vegferð Möltu og Íslands til Evrópusamruna með tilliti til efna- hagslegra hvata og pólitískra hindrana. Evrópusamruninn á Möltu og Íslandi Magnús Árni Magnússon STUTT Á mánudag nk. stendur Odda- félagið í samvinnu við Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir samkomu við styttu Ásmundar Sveinssonar af Sæmundi á selnum á flötinni fyrir framan aðalbygginguna. Háskólakórinn syngur á Há- skólatorgi kl. 12 og verður svo gengið fylktu liði að styttunni en dagskráin sjálf hefst kl. 12.10. Börn á leikskólanum Mánaborg munu syngja og Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu, flytja stutt ávarp. Þá mun Þór Jak- obsson, formaður Oddafélagsins, segja frá lærdómsmanninum og þjóðsagnapersónunni Sæmundi og Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður stúdentaráðs, flytur ávarp. Dag- skránni lýkur svo um kl. 12.40. Samkoma við stytt- una af Sæmundi BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Icelandair Group og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa undanfarin sex ár kannað möguleika á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis að danskri fyrirmynd til styrktar íslensku atvinnulífi. Þeir segja að löglegt casino skapi ný störf, efli ferðaþjónustuna og búi til nýjan skattstofn, en þeir áætla að árlegar tekjur ríkisins yrðu um 450 til 750 milljónir króna. Ábyrg spilamennska ehf., félag sem bræð- urnir hafa stofnað með Icelandair Hotels, dóttur- félagi Icelandair Group, hefur safnað saman upp- lýsingum um rekstur casinos og sett saman í kynningarbók, sem byrjað er að kynna þeim sem málið varðar. Ósk félagsins er að Alþingi skipi nefnd allra sem hlut eiga að máli til að fara ræki- lega ofan í málið með það að markmiði að leggja spilin á borðið og fræða almenning um hvað sé hér á ferðinni frekar en að líta framhjá ólöglegri starf- semi. Ólögleg starfsemi og spilafíkn Bræðurnir benda á að nú séu starfræktir ólöglegir spilaklúbbar í Reykjavík, tvö casino og á annan tug pókerklúbba auk fjárhættuspila á net- inu. Spilamennska sé stunduð í sjoppum, verslunarmiðstöðvum, á veitingastöðum, börum og víðar. Fjármunir séu auk þess lagðir undir í Lottói, á Lengjunni og í hvers konar happ- drættum. Það eina sem vanti sé löglegt casino, sem ríkið hafi tekjur af í formi skatta. Arnar segir að verði casino bannað áfram sé augljóst að mikil fjárhættustarfsemi færist enn frekar neðanjarðar. Reynsla erlendis sýni að betra sé að svona rekstur sé allur á yfirborðinu til að hægt sé að hafa eftirlit með starfseminni og hafa opinberar tekjur af henni. Lögleg starfsemi hafi líka sýnt að rekstur ólöglegra klúbba hafi snar- minnkað í kjölfarið. Góð reynsla í Danmörku Dr. Daníel Þór Ólason, lektor við sál- fræðideild Háskóla Íslands, vann skýrslu fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið um spilahegðun og algengi spilavanda Íslendinga 2007. Þar kemur meðal annars fram að algengi spilafíknar á Íslandi er 0,3% í einni rannsókn og 0,5% í annarri, 0,3% í Noregi, 0,5% í Bretlandi og Kanada og 0,1% í Dan- mörku. Bræðurnir benda á að Norðmenn leyfi casino aðeins um borð í skemmtiferðaskipum en ann- ars sé fjárhættuspil aðeins bannað á Íslandi í hinum vest- ræna heimi. Með öðrum orðum hafi ráðamenn ákveðið að betra væri að lögleiða casino en banna starfsemina. Reynslan í Danmörku sé góð og Ísland eigi að vera í fararbroddi þegar komi að ábyrgri spilamennsku. Nú- verandi ástand sé engum til góðs nema eigendum ólög- legra klúbba. Bjarki segir að tvöfeldni ríki í þess- um málum hérlendis. Ýtt sé undir spilafíkn hjá börnum og unglingum með spilakössum í söluturn- um og víðar, en aldurstakmark sé inn í casino og strangt eftirlit með gestum. Slíkt eftirlit geti beint spilafíkli á rétta braut. Þeir vilji vinna náið með Samtökum áhugafólks um spilafíkn og SÁÁ í þessu sambandi og færa megi fyrir því rök að spilafíkn minnki með löglegri starfsemi. Tíðni spilafíknar sé t.d. hlutfallslega minnst í Danmörku þar sem mikið og strangt eftirlit sé. Bræðurnir minna á að um 1990 hafi Danir ákveðið að auka hlut ferðaþjónustunnar og hafi lögleitt casino. Síðan hafi leyfin verið endurnýjuð í þrígang og fyrirhugað sé að opna nýtt casino í Tí- volí í ár. Hér þurfi að fjölga ferðamönnum á vet- urna og Harpan skapi ný tækifæri fyrir fjölmenn- ar ráðstefnur. Mikil samkeppni ríki á þessu sviði og casino geri Reykjavík samkeppnisfærari. Hugmyndin er að opnað verði casino á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Bræðurnir hafa kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingis- mönnum og segjast hafa opnað augu margra fyrir nýjum tekjustofni. Þeir benda á að eyrnamerkja mætti hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki eins og til dæmis kynningu á vetrarferðum til Íslands. Aðalatriðið sé að eyða fordómum og auka fræðslu um kosti og galla löglegs casinos. Í því sambandi leggja þeir áherslu á að Alþingi kynni sér málið og komi á laggirnar nefnd sem kafi ofan í málið, en í nefndinni yrðu fulltrúar stjórnvalda, lögreglu, ferðaþjónustu, spilafíkla og SÁÁ. „Hvorki við né fyrirtæki á borð við Icelandair með mjög virta stjórnendur myndum nokkurn tímann mæla með casino nema hafa trú á að lögleiðingin væri í sátt og samlyndi við samfélagið,“ segir Arn- ar. „Mikilvægt er að umræðan sé fagleg og ef betri hugmyndir kvikna í kjölfarið er það af hinu góða.“ Leggja spilin á borðið með áherslu á fræðslu  Vilja að Alþingi skipi casino-nefnd fulltrúa allra sem hlut eiga að máli Morgunblaðið/Kristinn Sóknarmenn Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa náð góðum árangri í viðskiptalífinu. Í október 2009 var iðnaðarráðherra sent bréf þar sem farið var fram á að hafinn yrði undirbúningur frumvarps til laga sem heim- ili rekstur á casino hérlendis undir ströngu eftirliti stjórnvalda. Ráðuneytið svaraði í apríl í fyrra og sagði að með hliðsjón af af- stöðu heilbrigðisyfirvalda myndi ráðuneytið ekki, að svo stöddu, beita sér fyrir slíkum undirbúningi. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir segja að umræðan sé villandi og byggist á hræðslu- áróðri. Þeir leggja áherslu á að fjárhættuspil hafi ekkert að gera með fíkniefni og vændi heldur sé þetta afþreying, sem skili viðkom- andi ríkjum háum skatttekjum. Þeir hafi enda feng- ið góð við- brögð, þeg- ar þeim hafi gef- ist tæki- færi til að útskýra málið. Tekjur og fleiri ferðamenn ÁBYRG SPILAMENNSKA Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Bónus var oftast með lægsta verðið þegar ASÍ gerði könnun á verði sam- tímis í 4 lágvöruverðverslunum og 4 stórmörkuðum á höfuðborgarsvæð- inu síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Samkaup- um-Úrvali eða í 38 tilvikum af þeim 78 vörutegundum sem skoðaðar voru. Þá var Nóatún með hæsta verð í 26 tilvikum og Hagkaup í 18 til- vikum. Hjá Bónus var verðið hins vegar lægst á 31 vörutegund af þeim 78 sem kannaðar voru, en Kostur var með lægsta verðið í 20 tilvikum. Mestur verðmunur í allri könnuninni var á ódýrustu tegund af töflum fyrir uppþvottavélar sem voru dýrastar á 31 kr. stykkið í Kosti og ódýrastar á 3 kr. stykkið í Krónunni. Verðmun- urinn reyndist vera 28 krónur eða 933%. Um 100% verðmunur á brauði Ferskar kjúklingabringur voru dýrastar á 2.798 kr. í Hagkaupi og ódýrastar á 1.379 kr. í Kosti sem er 103% verðmunur. Ódýrasta heil- hveitibrauðið var dýrast á 400 kr/kg í Hagkaupi og ódýrast á 198 kr/kg í Bónus, sem er 102% verðmunur. Mesti verðmunur milli verslana á frosinni ýsu annars vegar og frosnu lambalæri hins vegar reyndist 33,4% í báðum tilvikum. Var það Bónus sem bauð lægsta verðið en Nóatún og Samkaup-Úrval hæsta verðið. Í könnuninni var skráð hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn fær upplýsingar um inni í búðinni. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Verðmunur mest 933% Morgunblaðið/Árni Torfason Dagvara Verð á 78 vörutegundum var kannað í átta verslunum. Foreldrafélag Hólabrekkuskóla í Breiðholti efndi nýverið til opins umræðufundar. Í ályktun fundarins er fyrirhugaðri sameiningu Fella- og Hólabrekkuskóla hafnað og áform um sameiningu og aldurs- skiptingu sögð illa kynnt. „Við sjáum ekki fagleg rök fyrir þeim miðað við það rask sem breyting- unum fylgir,“ segir í ályktuninni. Bent er á að við sameiningu skap- ist aukin umferð sem nú þegar sé yfir þolmörkum þar sem nemendur þriggja fjölmennra skóla eigi leið um nærliggjandi götur. Þá lengist gönguleiðin í skólann til muna. „Þetta eru róttækar breytingar sem skapa óróa og óstöðugleika í viðkvæmu samfélagi okkar. Hóla- brekkuskóli hefur skapað sér sér- stöðu. Saga og hefð skólans er sterk og skipar stóran sess í lífi okkar, þar sem fleiri kynslóðir hafa sótt skólann,“ segir í ályktuninni. Mótmæla harðlega skólasameiningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.