Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 12
Loftkastali Lofthæðin átti að vera allt að fimm metrar í stúdíóíbúðunum. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tilboð frá sex fyrirtækjum bárust í þróun og uppbyggingu verkefnisins á Mýrargötu 26 í Reykjavík. Mats- nefnd Regins ehf., sértæks dóttur- fyrirtækis Landsbankans, hefur ákveðið að gefa þremur bjóðendum kost á að taka þátt í síðara þrepi út- boðsins en einn þessara bjóðanda gerði auk þess kauptilboð í eignina og verður ákveðið í dag hvort því verður tekið. Loftkastali Hraðfrystistöðin var lengi á Mýr- argötu 26 en eftir að fiskvinnsla hætti í húsinu eignaðist Fasteigna- félagið Nýja Jórvík ehf. það og ætl- aði sér síðan stóra hluti á lóðinni. Fyrirhugað var að reisa átta hæða 9.400 fermetra byggingu með kjall- ara og nýta þak byggingarinnar sem útivistarsvæði fyrir íbúana. Gert var ráð fyrir 91 stæði í bílageymslu á tveimur hæðum. Í byggingunni átti að vera 61 íbúð, allt frá 77 fermetra einstaklingsíbúðum upp í 250 fer- metra þakíbúðir. Til stóð að útbúa 42 íbúðir af loftíbúðagerð með allt að fimm metra lofthæð, vinnustofuíbúð- ir sem algengar eru í gömlu iðnaðar- húsnæði í erlendum stórborgum. Verkefnið gekk undir nafninu Hafn- arLoft með vísan í staðsetningu og gerð íbúðanna. Gláma-Kím sá um teikningu og gengið var frá samn- ingum við Atafl hf. um uppsteypu á húsinu en Landsbankinn ætlaði að fjármagna verkefnið. Verkefnið dróst og kvörtuðu eig- endur Jórvíkur yfir seinagangi við skipulagsvinnu á Slippsvæðinu við Mýrargötu. Fram kom í mars 2007 að það tæki 14 til 16 mánuði að ljúka framkvæmdum en þær gætu ekki hafist þar sem ekki væri búið að ganga frá skipulagi svæðisins. Framkvæmdastjóri Nýju Jórvíkur sagði af þessu tilefni að hornsteinn uppbyggingar á svæðinu fælist í því að setja umferðina á Mýrargötu í stokk, eins og hugmyndir hefðu ver- ið um, til að geta tengt Vesturbæinn við nýju byggðina. Enginn kom stokkurinn og ekkert varð úr frekari framkvæmdum á lóð- inni. Nýja Jórvík var tekið til gjald- þrotaskipta og Landsbankinn leysti eignina til sín. Lágmarksboð 560 milljónir Reginn, sem fer með eignarhald Landsbankans á fasteignum, keypti eignina og með auglýsingu í febrúar var ætlunin að hámarka verðmæti eignarinnar og ráðstafa henni sem fyrst, helst í beinni sölu. Fengist ekki viðunandi tilboð að lágmarki 560 milljónir króna var félagið tilbú- ið að fara í frekari þróun á verkefn- inu í samstarfi við traust fyrirtæki með það að leiðarljósi að ljúka við uppbygginguna og selja síðan. Raunhæfar hugmyndir Atafl ehf. gerði kauptilboð í eign- ina en lagði auk þess fram viðskipta- hugmynd rétt eins og HBH Byggir ehf., Þróun og ráðgjöf, Klasi ehf., Kaflar og KS-Verktakar. Ákveðið var að bjóða Atafli, Köflum og Klasa að taka þátt í síðara þrepi útboðsins. Helgi S. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Regins, segir að fyrsta val sé að selja strax og því hafi verið rætt við Atafl um kaup, en það skýrist í dag hvort salan gangi upp eða haldið verði áfram að ræða við talsmenn fyrrnefndra þriggja fyrir- tækja. Allar hugmyndirnar ganga út frá því að byggja íbúðarhús. Helgi segir að þær séu allar mjög raunhæfar. Allir vilji endurskoða verkefnið, minnka íbúðirnar og minnka allt um- fang verkefnisins. Hanna íbúðirnar fyrir þær markaðsaðstæður sem nú ríki. Hann segir að enginn markaður sé fyrir 150 fermetra stúdíóíbúðir eins og menn hafi lagt upp með. Helgi segir mikilvægt að koma þessu verkefni og öðrum ámóta í gang til þess að halda áfram upp- byggingu í landinu. Margir fjárfest- ar séu á höttunum eftir þróunar- verkefnum með það að markmiði að byggja upp og selja. Loftkastali gíraður niður  Sex fyrirtæki vilja taka þátt í að þróa og byggja upp fasteign á Mýrargötu 26  Draumar um stórar stúdíóíbúðir með allt að fimm metra lofthæð lagðir til hliðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Mýrargata 26 Búið er að steypa upp kjallara, 1. og 2. hæð. auk hluta 3. hæðar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2010 var Fasteigna- félagið Nýja Jórvík ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptum í búinu var lokið 1. mars sl. og fannst fasteignin Mýrargata 26 í Reykjavík í búinu. Eignin var að fullu veðsett Landsbankanum, nú NBI, sem leysti eignina til sín upp í veðkröfur. Engar aðrar eignir fundust í búinu og ekkert greiddist upp í aðrar kröfur. Veðkröfur námu tæplega 1,8 milljörðum króna. Kröfur upp á 1,8 milljarða FASTEIGNAFÉLAGIÐ NÝJA JÓRVÍK EHF. Átta umsóknir bárust um þrjú emb- ætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum. Umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn. Umsækjendur eru í stafrófsröð: Benedikt Bogason, héraðsdómari og dómstjóri Héraðsdóms Vestur- lands, Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Greta Baldursdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Helgi I. Jónsson, héraðsdómari og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, Jónas Jó- hannsson, héraðsdómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, Sigríður Ingv- arsdóttir, héraðsdómari við Héraðs- dóm Reykjavíkur, Sigrún Guð- mundsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dóm- stólinn. Sérstök hæfisnefnd mun fara yfir umsóknirnar. Átta um- sóknir um Hæstarétt Fyrirtækið Kortaþjónustan sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna full- yrðinga Ragnars Önundarsonar í fjölmiðlum um að gögnum úr korta- samráðsmálinu hefði verið lekið úr Samkeppniseftirlitinu. Segist fyrir- tækið hafa fengið umrædd gögn í hendur á grundvelli upplýsingalaga „eftir mikla baráttu við Valitor, Borgun og Greiðsluveituna, sem unnu hart gegn því að gögnin yrðu afhent“. Segist fyrirtækið nú undirbúa málsókn á hendur umræddum þrem fyrirtækjum til að fá bættan þann skaða sem langvarandi, ólöglegt samráð hafi valdið Kortaþjónust- unni. „Um leið teljum við að almenning- ur í landinu eigi rétt á að vita sann- leikann í þessu máli og sjá með eigin augum hvernig þessi félög, stjórn- endur þeirra og eigendur, höguðu sér þegar nýr keppinautur sem rask- aði einokunarstöðu þeirra kom á markaðinn,“ segir í yfirlýsingunni. „Þess vegna birtum við hjá Korta- þjónustunni málsgögnin á vef sem sérstaklega hefur verið opnaður í þeim tilgangi, www.kortasamráð.is. Hluti gagnanna er þegar kominn í birtingu og á næstu vikum verða öll gögn málsins þar sýnileg. Ásakanir Ragnars um að gögnum sé lekið til fjölmiðla frá Samkeppniseftirlitinu eiga því ekki við nein rök að styðj- ast.“ kjon@mbl.is Birta gögn um ólöglegt samráð Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kosningar 2011 Allsherjaratkvæðagreiðsla VR til formanns og stjórnar er hafin og stendur til hádegis 30. mars nk. Nýttu atkvæðisrétt þinn og hafðu áhrif. Öll atkvæði hafa sama vægi. Þú finnur allar nánari upplýsingar á www.vr.is Nú göngum við til kosninga. Láttu þig málið varða, VR er félag okkar allra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.