Morgunblaðið - 17.03.2011, Síða 32
32 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011
Meira um einelti
Einelti er það versta
sem til er. Af hverju
er ekki tekið á einelt-
ismálum hér á landi?
Því á það að líðast
t.d. á vinnustöðum, á
almennum vinnu-
markaði, í skólum?
Það á að taka hart á
því, því einstakling-
urinn getur brotnað
saman. Þetta þjóð-
félag er til skammar.
Ingi Hrafn.
Góð þjónusta
Ég lenti í vandræðum sl. þriðjudag
vegna þess að geymirinn í bílnum
mínum gaf sig. Ég þurfti mjög á
bílnum að halda vegna aðgerðar
sem ég var að fara í eldsnemma
morguninn eftir.
Klukkan var að verða
sex og allir farnir af
verkstæðinu. Ungur
maður, sem vinnur
þarna í afgreiðslu,
bauðst til að hjálpa
mér að skipta um
geymi svo ég kæmist
á réttum tíma morg-
uninn eftir. Það gekk
eftir og ég get ekki
orða bundist vegna
þess hversu hjálp-
samur þessi ungi
maður var. Toyota
getur verið stolt af að
hafa slíka starfsmenn
í vinnu. Með kæru
þakklæti og kveðju.
Guðný Þórunn Magnúsdóttir.
Ást er…
… að skilja egóið eftir.
Velvakandi
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu-
hópur kl. 10.30. Vatnsleikfimi kl. 10.45,
myndlist og prjónakaffi kl. 13, bók-
menntaklúbbur kl. 13.15, jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi-
stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband
og handavinna.
Dalbraut 18-20 | Stóladans með Sig-
urrós kl. 10.30, bókabíll kl. 11.15.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. Hug-
leiðsla kl. 13.30 hinn 10. mars, síðan ann-
an hvern fimmtudag, handavinna kl. 13.
Vorfagnaður kl. 14. Kór Garðabæjar
skemmtir. Kaffihlaðborð.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bók-
band kl. 13 og Einmánaðarfagnaður kl.
14, á dagskrá: söngur leikskólabarna á
Urðarhóli, Sveinn Kristjánsson spjallar
um einmánuð og góu og Snorri Wium
syngur nokkur lög, kaffihlaðborð kr.
1.000.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10. Brids og handa-
vinna kl. 13. Jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Qi Gong, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 11.15,
karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing
kl. 16. Lokað í Jónshúsi vegna vinnu við
gólf.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl.
10.30, umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Frá hád. eru vinnust. opnar, mynd-
list, búta/perlusaumur. Jóga kl. 15.30 í
samstarfi v/Hugarafl. Föstud. 1. apríl
heimsókn að Nesvöllum í Reykjanesbæ.
Fimmtud. 7. apríl leikhúsferð í Borgarleik-
húsið, Nei ráðherra, skráning á staðnum
og s. 5757720.
Furugerði 1, félagsstarf | Útskurður kl.
9. Handavinna kl. 9.30. Messa föstudag-
inn 18. mars kl. 14. Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson og Furugerðiskórinn leiðir,
söngkaffi kl. 15.
Hraunbær 105 | Leikfimi kl. 9.30.
Handavinna kl. 9. Félagsvist kl. 13.30.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong kl.
10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13,
félagsvist og pílukast kl. 13.30, sæludag-
ar á Hótel Örk eru 27. mars til 1. apríl.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann-
yrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Kaffisala.
Hæðargarður 31 | Sönghópur Hjördísar
Geirs kl. 13.30. Línudans kl. 15. Skraut-
skriftarnámskeið kl. 16 þriðjud. 22. mars.
Kennari: Þorvaldur Jónasson. Trausti
Ólafsson flytur fyrirlestur um Fjalla-
Eyvind 22. mars kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.:
Ganga kl. 16.30. Hringdansar í Kópavogs-
skóla kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi kl.
9.30, listasmiðjan kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand-
verks- og bókastofa kl. 13, botsía kl.
13.30, Á léttum nótum – þjóðlagastund
kl. 15.
Laugarneskirkja | Farið í rútu frá Laug-
arneskirkju kl. 14 í heimsókn í Rík-
isútvarpið – sjónvarp í Efstaleiti. Bogi
Ágústsson fréttastjóri tekur á móti hópn-
um, segir frá og sýnir. Fararstjóri Sig-
urbjörn Þorkelsson. Fargjald kr. 1.000.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handavinna
kl. 9/13. Leirlistarnámskeið kl. 9/13. Út-
skurður kl. 9.
Safnaðarheimili Dómkirkjunnar | Opið
hús alla fimmtudaga kl. 13.30-16.
Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður
(Tiffany’s), ganga kl. 9.15, kertaskreyt-
ingar/kóræfing, leikfimi kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulínsmálun kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, fram-
h.saga kl. 12.30, handavinnustofa kl. 13,
spil, stóladans kl. 13.
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MÖRÐUR!
LÁTUM HÁTÍÐAR-
HÖLDIN HEFJAST!
EINN FYRIR MIG...
EINN FYRIR HANN...
EINN FYRIR MIG...
EINN FYRIR HANN...
EINN FYRIR MIG...
EINN FYRIR
HANN...
HVER ER ÞETTA SEM
ER AÐ TELJA ALLA
ÞESSA PENINGA?
HANN VERÐUR
EKKI ÞARNA MIKIÐ
LENGUR...
HANN ER EINN
AF TOLLHEIMTU-
MÖNNUM
KONUNGSINS
HVAÐ ER AÐ
ÞESSUM
KLÓSETTPAPPÍR
MÉR ÞYKIR ÞAÐ LEITT EN
SÖKUM NIÐURSKURÐAR
ÞÁ ÞURFA VIÐSKIPTA-
VINIR AÐ BORGA FYRIR
HVERT EINASTA
KLÓSETTPAPPÍRSBLAÐ
„OG ÞAÐ ER MEÐ ÖLLU
ÓHEIMILT AÐ SKEINA SÉR Á
GÓLFINU”
VELKOMIN
AFTUR TIL
STARFA
HÖFÐU
SKJÓLSTÆÐINGAR
OKKAR SAMBAND VIÐ
ÞIG Á MEÐAN VIÐ
VORUM Í BURTU?
JÁ,
ÉG HITTI
NOKKRA
ÞEIRRA
GEKK
ÞAÐ EKKI
VEL?
JÚ, EN ÞEIR BÁÐU UM
AÐ FÁ AÐ VERA Í
TÍMUM HJÁ MÉR
FRAMVEGIS
HVER EINN OG
EINASTI?!
NEI,
BARA ÞEIR SEM
KOMU TIL
MÍN
LÖGREGLAN
ER Á LEIÐINNI AÐ
SÆKJA HANN!
HEYRÐU, HVERT
ERTU AÐ FARA?
FYRIRGEFÐU,
ÉG ÞURFTI BARA AÐ
KOMA DÖMUNNI Á
ÖRUGGAN STAÐ
FÁEINUM SEKÚNDUM SÍÐAR...
AND-
VARP!
LITLA GREYIÐ KEMUR
FRÁ ERFIÐU HEIMILI
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Margrét Eggertsdóttir, fræði-maður á Stofnun Árna Magn-
ússonar, hefur skrifað Barokk-
meistarann, gagnmerka bók og
skemmtilega, sem fjallar um list og
lærdóm í verkum Hallgríms Péturs-
sonar. Ég gríp niður í 9. kafla. Þar
segir að í vísu einni hafi Hallgrímur
„dregið upp mynd af sjálfum sér
sem næstum því mætti kalla
„portrait of the artist as a young
man“ því að rímurnar sem hann
kennir sig þar við hefur hann trú-
lega ort ungur að árum, sennilega
þegar hann var á þrítugsaldri. Í vís-
unni lýsir hann bæði útliti sínu og
skapgerð,“ segir Margrét:
Sá sem orti rímur af Ref
reiknast ætíð glaður,
með svartar brýr og sívalt nef,
svo er hann uppmálaður.
Margrét víkur að því, að í man-
söngvum rímna sé margt klisju-
kennt og greinileg uppgerðar-
hógværð, svo sem þegar kvartað er
yfir hæfileikaleysi, litlu gengi hjá
kvenfólkinu eða þekkingarleysi í
eddufræðum. En þar glittir stund-
um í persónulegar athugasemdir
segir hún og á það við um mansöng
að sjöundu rímu af Lykla-Pétri og
Magellónu þegar Hallgrímur kveð-
ur:
Má vera dæmi svo með sér
seggja dróttin fríða,
héðan af sæmi miður mér
mansöngs kvæði að smíða.
Margréti virðist hann nokkuð
greinilega vísa til eigin yfirsjóna í
ástamálum, sem líklegt sé að flest-
um hafi verið kunnugt um. Af orð-
um hans að dæma hefur hann ekki
látið niðurlæginguna sem því máli
fylgdi buga sig og segir allt að því
kokhraustur:
Svara eg glaður so með frí
sviptum málmsins brennda:
Eg er maður, mig kann því
mannlegt dæmi að henda.
Neðanmáls gefur Margrét þessa
skýringu: sviptir málmsins brennda
= sviptir gullsins (sá sem sveiflar
gulli) = maður).
Halldór Blöndal
halldorblondal@mbl.is
Vísnahorn
Svo er hann uppmálaður