Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2011, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Snemma í marsmán- uði birtir Ragnar Árna- son grein í Morg- unblaðinu sem hefst á því að margri firrunni er haldið fram í um- ræðu um aflamarks- kerfi í sjávarútvegi. Grein hans er því aug- ljóslega skrifuð til að losa fólk úr fjötrum firrukenndrar um- ræðu. Röksemdir og hálfsannleikur Hann vill því væntanlega ekki kalla það firru í umræðu að sleppa úr eigin röksemdafærslu mikilvægum staðreyndum sem ekki eru til þess fallnar að styðja hans eigin málflutn- ing. Um íbúaþróunina á Íslandi þarf ekkert að deila. Hún er staðreynd eins og það að tækniþróun hefur fækkað störfum í grunnatvinnuveg- um. Hvað er þá athugavert við þá staðhæfingu að á hundrað ára tíma- tímabil hafi ekkert kvótakerfi verið til staðar til að hafa áhrif á íbúaþró- un? Til dæmis það, sem greinarhöf- undur getur ekki um, að nokkur hundruð erlendir togarar stunduðu veiðar á Íslandsmiðum meginhlutann af þessu tímabili. Þess vegna var þess ekki kostur að fiskveiðar gætu nært íslenskar sjávarbyggðir á sama hátt og hægt er í dag. Um miðja síð- ustu öld settist hér að erlendur her sem hafði gífurleg áhrif á byggðaþró- un en skildi eftir sig mesta staðbund- ið atvinnuleysi landsins á því svæði sem hann dvaldi í hálfa öld. Full yfirráð yfir þess- ari mikilvægustu nátt- úruauðlind okkar náðist árið 1976, mest fyrir harðfylgi skipverja ís- lensku landhelgisgæsl- unnar sem lögðu líf sitt í hættu til að framfylgja markmiðum okkar. Í kjölfar þessa fóru Ís- lendingar fram úr sjálf- um sér, eins og oft áður, og fluttu inn og byggðu innanlands upp undir hundrað nýja og afkastamikla togara, marga hverja með litlu sem engu eigin fé. Þau mistök leiddu af sér ofveiði og niðurstaðan varð það sem við nú þekkjum sem kvótakerfi. Samanburður Ragnars við sam- drátt sjávarbyggða í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi er heldur hæpinn þegar því er sleppt að allar þessar þjóðir byggðu sinn sjávar- útveg að meginhluta á sókn á erlend mið við Ísland, Kanada, Noreg og Rússland sem nú eru þeim lokuð. Er þetta samanburðarhæft við Ísland sem býr eitt að einum gjöfulustu fiskimiðum heims – þrjú hundruð þúsund manna þjóð? Götótt framsetning um Vestfirði Ragnar víkur sérstaklega að vanda Vestfjarða undir lokin og kemst þar að þeirri niðurstöðu að þar sé ekki kvótakerfið að verki heldur minni leyfilegur heildarafli, einkum á þorski. Ekki vefengi ég áhrif mikils niðurskurðar á þorskveiðum en hér, eins og áður, er sleppt að minnast á það sem ekki hentar röksemdafærsl- unni. Það er ekki haft fyrir að upp- lýsa lesendur um hvað hefur gerst á síðustu tveimur áratugum eða síðan lögin um framsal aflaheimilda voru sett árið 1990. Frá Vestfjörðum hef- ur horfið á tímabilinu 1991-2010 sam- tals 33% hlutdeild í heildarþorskí- gildum. Það segir þó ekki alla söguna því innan um eru mun hrikalegri dæmi eins og Bíldudalur sem hefur séð á bak 90% sinna heimilda, Flat- eyri 85,7%, Súðavík 81,6% og Hólma- vík 80%. (Heimild: Fiskistofa.) Ætlar Ragnar að halda því fram að brotthvarf þessara heimilda, sem var í raun grunnur að tilveru þessara staða, hafi haft einhver önnur áhrif en minni leyfilegur heildarafli? Þróunarkenningar Það er oft gripið til þess að kenna lítt þokkaða og vanhugsaða löggjöf, eins og lögin um fiskveiðistjórnun frá 1990, við óhjákvæmilega þróun og þá gjarnan borið saman við eitthvað sem gerst hefur erlendis. Þannig tala menn sem ekki hafa reynt á eigin skinni hvað það er að missa atvinn- una vegna slíkra lagasetninga. Þeir hafa ekki horft á drjúgan hluta ævi- starfsins, sem liggur í íbúðarhúsi, hríðfalla í verði, neyðst til að hefja búsetu tómhentir á nýjum stað. Þess- ir menn finna þó hjá sér hvöt til að breiða yfir óþægilegar staðreyndir, taka þátt í fundaherferðum í þágu ríkjandi kerfis þar sem tilheyrendum er bannað að bera fram fyrirspurnir. Ragnar Árnason ætti að kannast við slíkar fundaherferðir. Honum er frjálst að setja fram sín sjónarmið en þegar ruglað er saman áróðri og fræðum færi betur á að sleppa því að hengja nafn stærstu og merkustu menntastofnunar þjóðarinnar við nafn sitt. Leið til sátta Það er ekki mögulegt að koma á fullkominni sátt um kerfi sem snýst um skömmtun á takmarkaðri en verðmætri auðlind. Fyrirkomulag sem 70-80% þjóðarinnar eru ósátt við gerir það augljóslega ekki og því er brýnt að breyta kerfinu í þá veru að aukin sátt náist um það. Ég tel að mikilvægur þáttur í slíkri sátt sé að byggja inn hvata í kerfið sem stuðlar að aukinni löndun og vinnslu afla sem næst auðlindinni þ.e. að byggðir njóti sinna aðlægu fiskimiða og þannig myndist einnig hvati til aukinnar landvinnslu og vinnslu á verðmæta ferskfiskmarkaði. Allt þetta stuðlar að aukinni verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun. Hvert landsvæði fái hlutdeild í gjaldi sem tekið verður af aðgangi auðlindarinnar. Mörg mark- mið nást með slíkri breytingu, ekki síst þau að gefa byggðum víðs vegar um landið þann nauðsynlega þrótt sem er undanfari þess að á Íslandi myndist búsetuskilyrði sem nýta landkostina. Með því er komið í veg fyrir þá óheillaþróun að gera landið að algjöru borgríki. Um firrur, kvótakerfi og byggðaþróun Eftir Ólaf Bjarna Halldórsson » Frá Vestfjörðum hefur horfið á tímabilinu 1991-2010 samtals 33% hlutdeild í heildarþorskígildum. Það segir þó ekki alla söguna. Ólafur Bjarni Halldórsson Höfundur er verslunarmaður. Það er vissulega nauðsynlegt að tryggja góða þjónustu Reykjavík- urborgar við íbúa sína. Til þess eru ýmsar leiðir og meðal annars að skattleggja ferðalag ruslaíláta frá þeim stað sem þau eru geymd að þeim stað sem sorphirðubílar kom- ast að þeim. Að mörgu leyti snjöll hugsun enda álag á sorphirðumenn, sem vinna störf sín af stakri sam- viskusemi, mismikið. Magnús Sædal fjallar ítarlega um málið í Morgunblaðinu 11. mars sl. Við hans umfjöllun má bæta einu sjónarhorni hið minnsta. Það er skipulag gatna. Hyggjum að Melunum, milli Hringbrautar, Hofsvallagötu, Nes- haga og Furumels (Birkimels). Svo háttar til að göturnar eru skipulagð- ar þannig að húsin sem eru odda- tölumerkt (sunnan/vestan götu) standa nær götu og milli garðs og götu. Húsin sem eru með jafnri tölu (norðan/austan götu) eru þannig á lóð sett að garður er milli húss og götu. Þannig var hverfið skipulagt líklega á fimmta áratug síðustu ald- ar. Af þessu leiðir að skrefagjald leggst á þá sem búa jöfnutölumegin en ekki á oddatöluhús. Spyrja má um jafnræði í þessu samhengi ekki síst þar sem þessi staða kemur upp vegna ráðstafana skipulagsaðila og borgaryfirvalda sem úthlutuðu lóðum. Hvernig vilja Magnús Sædal og Jón Gnarr leysa þessa stöðu eða skal ekki gæta jafn- ræðis í borgarmálum? ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Melhaga 8, 107 Reykjavík. Skipulagið og jafnræðið Frá Ástu Kristjánsdóttur n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy ri rv ar a um pr en tv ill u og /e ð a m yn da br en gl GOTT MEÐ MEÐ HOLLT KAFFINU ALDINKJÖT I OG GOTT 2 PIZZUR Í PAKKA TRÓPÍ 330 ML 138 KR./STK. KUCHEN MEISTER KÖKUR, 3 TEG. 247 KR./STK. Við gerum meira fyrir þig 30% afsláttur CHICAGO TOWN PIZZUR, 2 TEG. KR./PK. GRÍSASNITSEL KR./KG 1189 1698 499 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 2 1FYRIR MYLLU SPELTBRAUÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.