Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.03.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 „Ég tel að ferðaþjónustan eigi fram- tíð fyrir sér en þó ekkert í líkingu við það sem látið er með hana nú,“ segir Þráinn Lárusson sem rekur Hótel Hallormsstað með eiginkonu sinni, Þurý Báru Birgisdóttur. Hann hefur sérstaklega áhyggjur af því að færri Íslendingar verði á ferðinni vegna hækkunar á eldsneytisverði. Unnið er að stækkun Hótel Hall- ormsstaðar. Búið er að steypa upp viðbyggingu við gistiálmuna og í gær var fáni dreginn að húni í tilefni þess að sperrur hússins eru komnar á sinn stað. 28 herbergi bætast við Þráinn og Þurý Bára hafa unnið að uppbyggingu frá því að þau eign- uðust hótelið að öllu leyti vorið 2009. Hótelið var aðeins gistihús þegar þau komu inn í reksturinn tveimur árum fyrr og aðstaða nýtt í grunn- skólanum. Haustið 2009 var tekin í notkun viðbygging fyrir afgreiðslu, eldhús og veitingasali. Síðastliðið haust hófst bygging nýju gistiálmunnar. Þráinn segir að hún verði tekin í notkun 1. júní nk. Í nýju álmunni verða 28 herbergi og ein íbúð að auki. Þá mun hótelið ráða yfir 59 herbergjum, auk her- bergja í grunnskólanum yfir vetr- artímann, samtals 83 herbergjum á sumrin. Samhliða uppbyggingunni er verið að hanna skemmtigarð í ná- grenni hótelsins, í samvinnu við Skógrækt ríkisins og Fljótsdals- hérað. Þar verða leiktæki og ýmis afþreying. Viðbyggingin er töluverð fram- kvæmd og skapar atvinnu hjá iðn- aðarmönnum. Þráinn segir raunar að ekki hafi fengist nógu margir iðn- aðarmenn á Austurlandi og hann hafi sótt nokkra til höfuðborg- arsvæðisins. Eldsneytisverð hefur áhrif Framkvæmdin sýnir að Þráinn hefur trú á framtíð ferðaþjónust- unnar. Hann hefur hins vegar áhyggjur af sumrinu, sérstaklega hjá fyrirtækjum á landsbyggðinni sem byggja á viðskiptum við inn- lenda ferðamenn. Hann telur nauð- synlegt að grípa til ráðstafana vegna hækkunar á eldsneyti. Ann- ars muni stórlega draga úr akstri Íslendinga í sumar. Þá hefur Þráinn upplýsingar um að minna sé bókað í hópferðir Þjóðverja um Ísland en var á sama tíma í fyrra. „Ég held að það gæti í besta lagi orðið svipað ferðamannasumar og í fyrra,“ segir hann. helgi@mbl.is Áfangi Ný gistiálma við Hótel Hallormsstað verður opnuð í vor. Framkvæmdin skapar umsvif í héraðinu. Óttast að Íslendingar ferðist minna í sumar Hallormsstaður » Ferðafólk hefur lengi sótt í Hallormsstaðarskóg, eða í um það bil hundrað ár. Skógurinn hefur aðdráttarafl. » Rekstur sumarhótels hófst 1930, eftir byggingu hús- mæðraskólans, og sömuleiðis í grunnskólanum frá 1968. » Fyrir þrettán árum var heimavist grunnskólans end- urnýjuð og jafnframt stofnað eignarhaldsfélag Fosshótela, sveitarfélaga og fleiri um bygg- ingu 21 herbergis hótelálmu við skólann.  Hótel Hallormsstaður bætir við 28 herbergjum Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Íslenskur karlmaður um þrítugt er meðal þeirra sem handteknir hafa verið tengslum við umfangsmikla rannsókn Europol á barnaklámshring á netinu. Um er að ræða alþjóðlega lögregluaðgerð sem nær til nokkurra landa en rúmlega 60.000 manns eru taldir tengjast barnaklámshringnum víða um heiminn. Alls hafa 184 verið handteknir í þessum lögreglu- aðgerðum, meðal annars í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Brasilíu og teygði málið anga sína einnig til Ís- lands. Að sögn Björgvins Björgvins- sonar, yfirmanns kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar, eru allar líkur á að fleiri verði handteknir enda málið mjög viðamikið. Ræddi barnaníð á netinu Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust gögn um málið í júlí í fyrra en í þeim var íslensk IP-tala (einkennistala tölvu) rakin til manns á höfuðborgarsvæðinu. Íslend- ingurinn var handtekinn í byrjun ágúst og gerð hjá honum húsleit. Hald var lagt á tölvur og tölvubúnað á heimili hans. Þar fundust gögn um þátttöku mannsins í spjalli á netinu þar sem umræðuefnið var barnaníð. Íslendingurinn, sem notaðist ávallt við sama gælunafn þegar hann tók þátt í spjalli af þessu tagi, við- urkenndi þátttöku í netspjallinu en neitaði staðfastlega að hafa undir höndum efni sem sýndi kynferðislegt ofbeldi á börnum. Engu að síður fundust í tölvugögnum hans fimm hreyfimyndir sem allar sýndu kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Áður hlotið dóm Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin hérlendis vegna kynferðisof- beldis gegn börnum en hann fékk átta mánaða fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, árið 2006 fyrir vörslu á myndefni sem sýndi börn beitt kynferðislegu ofbeldi. Björgvin segir lögreglu ekki hafa neinar heimildir til að fylgjast með meintum brotamönnum eftir yf- irheyrslur og þar til dómur fellur í málum þeirra og því sé maðurinn bú- inn að ganga laus án eftirlits frá því honum var sleppt síðasta sumar. Ákæra á hendur honum var lögð fram 8. mars síðastliðinn. Íslendingur í barna- klámshring á netinu  Europol hefur látið handtaka 184 Opinn fræðslufundur um kjarnorku- ver verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík á morgun, föstudaginn 18. mars, frá kl. 12-13. Á fundinum verð- ur fjallað um grunnatriði kjarnorku- vera, hættu sem stafar af ofhitnun ofnkjarna og um áhrif og útbreiðslu geislunar. Efnistök verða almenns eðlis og miðuð að því að fólk geti bet- ur áttað sig á þeim fréttum sem ber- ast frá Japan. Flutt verða þrjú stutt erindi: Kjarnorka til raforkufram- leiðslu – eðli og útbreiðsla, Bráðnun ofnkjarna – mögulegar atburðarásir og Tölulegt mat áhættu vegna kjarn- orkuslysa. Auk fyrirlesaranna munu Ágúst Sveinsson Valfells, kjarnorkuverk- fræðingur og fyrrum forstöðumaður Almannavarna, og Sigurður Björns- son læknir sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn í fyrir- lestrasalnum Bellatrix í aðalbygg- ingu HR. Fundarstjóri verður Gunn- ar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR. Ræða kjarnorkuver og áhrif geislunar Nýjar vörur frá www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Nýtt kortatímabil Str. 38-56 Malou Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum Ný sending frá Nýtt kortatímabil Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af buxum, klútum og sjölum Skoðið sýnishorn á www.laxdal.is (la DolceVita) NÝ SENDING GLÆSILEG SPARILÍNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.