Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8,
112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18
einfaldlega betri kostur
Rjómabolla og kaffi eða djús.
195,-
BOLLA
BOLLA
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, hefur ásamt
fimm öðrum þingmönnum lagt fram
frumvarp á Alþingi um umhverfis-
væna og fjölbreyttari greftrun.
Í frumvarpinu er lagt til leyfð
verði umhverfisvæn greftrun sem
byggist á þurrfrystingu, að teknir
verði til hliðar sérstakir reitir í
kirkjugörðum fyrir tiltekin trúar-
brögð og óvígðir reitir, og að ein-
stökum trúfélögum verði veitt leyfi
til að búa lík til greftrunar innan
sinna vébanda samkvæmt eigin
hefðum.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir að lagt sé til að heimilt verði
hér á landi að viðhafa þurrfrystingu
við greftrun til að draga úr umhverf-
ismengun. Þekkt sé að umhverfis-
mengun af völdum greftrunar geti
fyrst og fremst stafað af því efni sem
kistur eru smíðaðar úr. Þrátt fyrir
breytingar sem gerðar hafa verið á
reglugerð um kistur, duftker,
greftrun og líkbrennslu geti niður-
brot líkama hins látna tekið langan
tíma, meðal annars vegna aðskota-
efna sem eru í líkamanum. Megi þar
nefna kvikasilfur í tönnum, járn-
pinna og mjaðmakúlur. Með um-
hverfisvænni greftrun sé dregið úr
mengun af greftrun og brennslu.
Þurrfrystingu er þannig lýst:
„Lík er fryst niður í -18°C. Kistunni
með líkinu er sökkt í fljótandi köfn-
unarefni og við það verður líkaminn
frauðkenndur. Eftir það er kistan
sett á bretti og hrist til en við hrist-
inginn verður líkið nánast að dufti.
Með því að setja duftið í segulsvið er
unnt að skilja kvikasilfur og aðra
málma frá. Eftir þann aðskilnað eru
eftir 5-30 kg af dufti sem loks er sett
í umhverfisvæna kistu sem búin er
til úr maíssterkju eða kartöflu-
sterkju og hún síðan grafin. Á 6-12
mánuðum aðlagast kistan jarðveg-
inum og með því að gróðursetja tré á
leiðið mun það soga í sig næringar-
efnin sem losna úr læðingi.“
Þurrfrysting við greftrun
á að draga úr mengun
Morgunblaðið/Sverrir
Frumvarp um
greftrun lagt fram
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ótíð einkennir loðnuveiðarnar, en
flest skipanna eru eigi að síður
langt komin með kvótann og vel
veiðist þegar gefur. Á fimmtudag
var hlutur íslenskra skipa aukinn
um tæp ellefu þúsund tonn, sem
upphaflega var úthlutað til Græn-
lendinga. Ljóst þótti að þeir myndu
ekki ná þessum afla á þessari ver-
tíð. Hlutur Íslendinga á næsta ári
minnkar um sama tonnafjölda.
Þrálátar suðvestanáttir
Allt kapp er lagt á frystingu
loðnuhrogna fyrir Japansmarkað
þessa síðustu daga vertíðar. Loðn-
an sem veiðist í Faxaflóa á eftir ein-
hverja daga í hrygningu, en gangan
sem gekk norður fyrir Snæfellsnes
er að líkindum byrjuð eða búin að
hrygna. Loðnan drepst í flestum
tilvikum að hrygningu lokinni.
Ebeneser Guðmundsson, stýri-
maður á Faxa, sagði í gær að stöð-
ugar brælur hefðu gert sjómönnum
erfitt fyrir á þessari vertíð og þrá-
látar suðvestanáttir væru sérstak-
lega leiðinlegar. Faxi var á leið á
miðin í gær eftir löndun á Akranesi
og sagði hann skipin bíða átekta á
norðanverðum Faxaflóa eftir að
veður gæfi til að kasta nótinni.
Loðna hefur verið unnin frá
Þórshöfn suður og vestur um til
Akraness síðustu vikur. Ebeneser
sagðist reikna með að margir klár-
uðu um helgina, en það færi þó eftir
aðstæðum.
Á bloggsíðum loðnuskipanna síð-
ustu daga er veðrið í aðalhlutverki.
Á einni síðunni mátti lesa eftirfar-
andi í vikunni: „Áfram er haldið til
að veiða meira af loðnu í keppni við
tímann og endalausar brælur. Já,
það er engin undantekning á þess-
ari miklu ef ekki mestu bræluvertíð
allra tíma.“
„Þreyttir á þessum
stanslausu brælum“
Og á öðrum stað segir: „Hér á
Faxaflóanum er þessi hefðbundna
bræla, sem stærstur hluti uppsjáv-
arflotans þreyir af óþreyju, en nú
hillir undir vertíðarlok og margir
hverjir í sínum síðasta túr.“
Þreytutónn er á þriðju bloggsíð-
unni: „Menn eru nú að verða
þreyttir á þessum stanslausu bræl-
um sem herja á okkur þessa dag-
ana en við vonumst eftir betri tíð og
að vindurinn fari að detta niður, þó
ekki væri nema niður fyrir 20/
m.sek …“
Ljósmynd/Viðar Garðarsson.
Bræla Vilhelm Þorsteinsson EA og Ásgrímur Halldórsson SF á loðnumiðunum fyrir nokkrum dögum og eins og sjá má eru aðstæður erfiðar.
Líður að lokum vertíðar
Aukaskammtur af hlut Grænlendinga Loðnan er komin að hrygningu
Vel veiðist þegar gefur Sjómenn í keppni við tímann og endalausar brælur
Guðmundur
Gunnarsson, for-
maður Rafiðn-
aðarsambands Ís-
lands, er þokka-
lega bjartsýnn á
að það náist að
ljúka kjara-
viðræðum við
Samtök atvinnu-
lífsins fyrir miðj-
an mánuðinn eins
og stefnt hefur verið að. Hins vegar
sé djúpt á viðbrögðum frá ríkis-
stjórninni.
„Eins og staðan er núna getur
maður verið þokkalega bjartsýnn á
að það klárist að semja við SA í
stórum dráttum en ríkisstjórnin hef-
ur sannarlega ekki verið að vinna
heimavinnuna sína,“ segir Guð-
mundur. Stór fundur hafi verið í gær
hjá miðstjórn RAFÍS með samn-
inganefndum þess. „Menn voru dá-
lítið svekktir að ríkisstjórnin skuli
ekki taka alvarlega það sem menn
eru þó að gera og leggi sitt af mörk-
um til að byggja upp atvinnulífið á
Íslandi.“
Hann segir reynsluna vera þá að
stjórnmálamenn geri helst ekki neitt
fyrr en á ögurstundu. „Nú er ríkis-
stjórnin búin að hafa okkar kröfu-
gerð frá því í byrjun janúar og hvaða
atriði við legðum áherslu á. Við ger-
um ekki þriggja ára samning út í
loftið. Við verðum að verðtryggja
hann með einhverjum hætti og það
gerum við ekki nema í samstarfi við
ríkisstjórnina. Það er sá partur sem
ég er hræddastur við eins og staðan
er núna.“ kjartan@mbl.is
Svekktir
yfir ríkis-
stjórninni
Bjartsýnn á að ljúka
viðræðum við SA
Guðmundur
Gunnarsson
Umferð um hringveginn minnkaði
um liðlega 5% í febrúar frá sama
mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn
nemur liðlega 6% fyrstu tvo mánuði
ársins. Er þetta mesti samdráttur
sem mælst hefur á því tímabili sem
upplýsingar eru til um.
Mest hefur dregið úr umferð á
hringveginum um Austurland, um
10%, og Suðurland, að því er fram
kemur á vef Vegagerðarinnar. Um-
ferðin á mælipunktum Vegagerðar-
innar á Norðurlandi er sú sama og í
fyrra. Umferðin minnkaði um tæp
5% á Vesturlandi.
Minna ekið
um hringveg
Búið er að
veiða hátt í
280 þúsund
tonn af loðnu.
Heildarkvótinn
var ákveðinn
390 þúsund
tonn og þar af áttu um 317
þúsund tonn að fara til ís-
lenskra fiskiskipa. Samkvæmt
gildandi aflareglu er gert ráð
fyrir að 400 þúsund tonn verði
skilin eftir til hrygningar.
400 þúsund
fá að hrygna
KVÓTI ALLS 390 ÞÚSUND T.