Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
✝ Hildur Metú-salemsdóttir
fæddist 2. janúar
1946. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi þriðjudaginn
22. febrúar 2011.
Foreldrar hennar
voru Metúsalem
Kerúlf Sigmarsson,
f. 1917, d. 1998, og
Ásta Arnbjörg
Jónsdóttir, f. 1923, d. 1987.
Systkini Hildar eru: Ásgeir
Metúsalemsson, f. 1941, Lára
Ragnheiður Metúsalemsdóttir,
f. 1950, Guðlaug Björg Metúsal-
emsdóttir, f. 1961, og Sigmar
Metúsalmesson, f. 1964.
Eftirlifandi eiginmaður Hild-
ar er Svavar Kristinsson, f.
1944. Móðir hans er Ingibjörg
Kristjánsdóttir, f. 1922, og faðir
Kristinn Rögnvaldsson, f. 1917,
d. 1982. Hildur og Svavar gengu
í hjónaband 25. desember 1965.
Börn þeirra eru: 1) Ásta Stef-
anía, f. 1964, gift Sigurjóni Val-
mundssyni, f. 1966. Börn þeirra
eru: Hildur Kolfinna, f. 1997, og
Matthías f. 2007. Sigurjón á
einnig Sól, f. 1990. 2) Kristján, f.
1965, sambýliskona hans er Ey-
dís Ásbjörnsdóttir, f. 1973, sam-
an eiga þau Pálma, f. 2007.
Kristján á einnig Þórhildi, f.
1988, og Svavar Kristján, f.
1995. Eydís á einn-
ig Ásbjörn, f. 1994,
Andrés, f. 1995, og
dreng, f. andvana
1995. 3) Sindri
Svavarsson, f. 1975,
eiginkona hans er
Magorzata Beata
Libera, f. 1975, og
eiga þau Damian
Kristin, f. 2003.
Svavar á einnig
Hörpu, f. 1963, gift
Finni Loftssyni, f. 1963. Börn
þeirra eru: Helga, f. 1985 og
Brynja, f. 1989.
Hildur lauk gagnfræðaprófi
frá Skógarskóla 1961. Hún vann
á símanum á Reyðarfirði og svo
síðar á Eskifirði þegar hún var
flutt þangað með eiginmanni
sínum. Hún vann nokkur ár í
apótekinu á Eskifirði og var svo
til margra ára umboðsmaður
happdrættanna. Fyrst SÍBS, síð-
ar DAS og Happdrætti Háskól-
ans. Hún var atkvæðamikil í
pólitík á yngri árum og sat í
hreppsnefnd og bæjarstjórn
Eskifjarðar fyrir Alþýðu-
bandalagið á árunum 1971-1978.
Hún var listunnandi mikill og
fannst gaman að mála, föndra
og sauma og liggja margir fal-
legir munir eftir hana.
Útför Hildar verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju í dag, 5. mars
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Ein af mínum fyrstu minn-
ingum er þegar Hildur og Svav-
ar bróðir minn giftu sig í Eski-
fjarðarkirkju fyrir 45 árum.
Þarna var ung og fíngerð kona
sem hafði rólega og örugga
framkomu.
Hildur hefur verið hluti af lífi
mínu frá því ég man eftir mér.
Þegar maður á bara eitt systk-
ini er mágkona sem maður lítur
upp til og þykir vænt um, mik-
ils virði. Ég er því þakklát fyrir
hvað hún var góð við mig, bæði
sem litla telpu og svo vináttu
hennar eftir að ég fullorðnaðist.
Orðin: „Hanna mín“ sem hún
sagði oft voru þannig sögð að á
bak við bjó hlýja og meining
sem skipti mig miklu máli.
Svavar og Hildur byggðu sér
hús við Bleiksárhlíð á lóð afa
okkar Svavars, Kristjáns í
Skuld. Þau bjuggu hjá okkur,
mömmu okkar Svavars, Ingi-
björgu og Kristjáni afa í Skuld
þangað til húsið þeirra var
íbúðarhæft. Okkur þótti strax
öllum vænt um Hildi og sér-
staklega er mér minnistætt
hvernig samskipti þeirra Krist-
jáns afa míns og Hildar voru,
alltaf gagnkvæm virðing og
væntumþykja. Í Bleiksárhlíðina
fluttu þau með börnin sín, Ástu
og Stjána eins og tveggja ára
gömul, mjög svo samrýnd
systkin. Níu árum seinna fædd-
ist Sindri sem var öllum í fjöl-
skyldunni mikill gleðiatburður.
Svavar átti fyrir dóttur, Hörpu,
sem var alin upp hjá móður
sinni og stjúpa á Hornafirði.
Harpa hafði alltaf gott sam-
band við fjölskylduna.
Í Bleiksárhlíð bjuggu þau
hjónin allan sinn búskap og
áttu fallegt heimili enda Hildur
einstaklega laghent og mynd-
arleg til munns og handa.
Henni fór allt vel úr hendi,
hannyrðir, matargerð, postu-
línsmálning, glerlist eru dæmi
um það sem hún fékkst við.
Listafallegir munir sem Hildur
bjó til eru okkur verðmæt
minning. Hildur átti ekki langt
að sækja myndarskapinn,
mamma hennar Ásta Jónsdóttir
var mikil matmóðir og var
framúrskarandi snjöll að útbúa
veislur svo eitthvað sé nefnt.
Hildur var mörgum kostum
búin. Hún var greind, músík-
ölsk, vel máli farin og hrein-
skilin. Jafnaðarhugsun var
henni í blóð borin, hún var
sannfærður sósíalisti og beitti
sér oft á þeim vettvangi. Eitt
sinn sat hún í bæjarstjórn
Eskifjarðar, einnig vann hún
fyrir Rauða krossinn og víðar á
sviði góðra mála sem hún lét
sig varða. Hildur hafði mikinn
áhuga á atvinnumálum fyrir
austan og lét í sér heyra þegar
tækifæri gafst. Hildur var ekki
heilsuhraust, bakveiki og fleira
hrjáði hana frá unga aldri og
stóð oft í vegi fyrir því að hún
gæti beitt sér og notið lífsins
sem skyldi. Hildur kom frá
stórri fjölskyldu, frá Garði á
Reyðarfirði. Stórfjölskyldan
var henni kær og er á engan
hallað þótt ég minnist hér á
Lillu móðursystur Hildar, en
þær voru hvor annarri miklar
uppáhaldsfrænkur.
Síðustu árin barðist Hildur
hetjulega við erfiðan sjúkdóm,
oft með óskiljanlegri þraut-
seigju. Hún var trúuð og sótti
þangað styrk. Við hlið hennar
var eiginmaðurinn, traustur
hlýr og duglegur. Hún var
heimakær og henni mikils virði
að geta verið heima sem lengst.
Hildi mágkonu mína kveð ég
með þökk í huga fyrir svo
margt sem ég lærði af henni.
Ég og fjölskylda mín sendum
Svavari og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jóhanna Eiríksdóttir.
Sæmdarkonan Hildur Metú-
salemsdóttir er fallin frá.
Hildi tengdumst við fjöl-
skylduböndum en hún var
tengdamóðir sonar okkar Sig-
urjóns. Það var góður dagur
þegar Sigurjón kynnti okkur
fyrir Ástu sinni, bjarteygðri og
bjarthærðri stúlku, glaðværri
og kraftmikilli með einstaklega
góða nærveru. Fljótlega kynnt-
umst við foreldrum hennar
þeim Hildi og Svavari og sáum
að Ásta á ekki langt að sækja
sínar góðu lyndiseinkunnir.
Við minnumst þess þegar
dóttir Ástu og Sigurjóns, Hild-
ur, nafna beggja ammanna, þá
á öðru ári kom úr ferð frá
ömmu sinni og afa á Eskifirði
og sagði okkur á barnamáli
með handahreyfingum og lát-
bragði ferðasöguna. Hápunkt-
arnir voru amman og afinn,
„bátur afa“ og „Kalli kisa“.
Ferðasögurnar urðu ítarlegri
eftir því sem hún varð eldri og
báru með sér að ljúft, gott og
oft á tíðum ævintýri líkast var
að dvelja hjá ömmu og afa á
Eskifirði.
Hildur Metúsalemsdóttir var
fróð og vel lesin kona, listræn
og smekkvís, völundur til
handa. Listfengi hennar naut
sín í margs konar handavinnu,
saumaskap, postulínsmálun og
glerskurði svo eitthvað sé
nefnt. Við höldum mikið upp á
þá handavinnu sem hún gaf
okkur, m.a. jólaskraut, jólin
koma ekki fyrr en því hefur
verið komið fyrir á sínum stað.
Við minnumst Hildar með
hlýhug og þökkum ánægjulegar
samverustundir í heimsóknum
hennar til höfuðborgarinnar,
oft ásamt Svavari. Síðari árin
fjölgaði ferðum hennar vegna
læknisheimsókna og dvaldi hún
þá öllu jöfnu hjá Ástu og Sig-
urjóni. Kjarkur hennar og
styrkur í langvinnum og afar
erfiðum veikindum er aðdáun-
arverður.
Við vottum Svavari og fjöl-
skyldu hans okkar dýpstu sam-
úð.
Blessuð sé minning Hildar
Metúsalemsdóttur.
Hildur og Valmundur.
Fáein kveðju- og þakkarorð
skulu færð góðri vinkonu og
mætum samherja um árafjöld.
Þar gekk um lífsins veg afar vel
gjörð kona, en alltof lengi mátti
hún glíma við heilsutap og varð
svo eftir einstaklega hetjulega
baráttu að lúta í lægra haldi
fyrir vágestinum mikla sem svo
alltof fáu eirir. Hildur var nem-
andi minn í skólanum heima,
bráðskörp til náms, kurteis og
dagfarsprúð í allri framgöngu,
brosleit og elskuleg stúlka sem
átti glaðan hlátur og næmt
skopskyn. Hildur átti farsæla
ævigöngu og hafði sannarlega
hæfileika til að ná langt á
námsbrautinni hefði hún lagt
það fyrir sig. Hildur var sönn í
hverju einu á lífsins leið, hún
eignaðist trausta og góða fjöl-
skyldu og átti fallegt heimili
sem hún lagði ríka rækt við.
Hún átti ákveðnar skoðanir og
var ófeimin að fylgja þeim eftir,
róttæk félagshyggja átti þar
ötulan talsmann. Hildur var
samherji minn í þjóðmálunum
um árafjöld og þakklæti fyrir
samfylgdina þar sem alltaf ann-
ars er mér ofarlega í sinni. Hún
hafði afar ríka réttlætiskennd,
flutti mál sitt af einurð og sann-
girni og svo fór að samherjar
hennar á Eskifirði völdu hana
til trúnaðarstarfa og hún sat í
bæjarstjórn Eskifjarðar um
skeið. Þar átti hún góðan og
farsælan hlut að málum eins og
alls staðar þar sem hún veitti
atfylgi sitt. Hún var vinur vina
sinna, heilsteypt og hugulsöm
svo sem allt hennar ættfólk,
kom sér hvarvetna vel, bauð af
sér hinn bezta þokka, björt er
hennar saga öll. Nú er aðeins
eftir að kveðja og þakka sam-
fylgdina allt frá skólanum okk-
ar heima sem og öll hin kæru
kynni af þessari bjartleitu og
brosljúfu konu. Við Hanna
sendum Svavari, börnum þeirra
og öðru hennar fólki einlægar
samúðarkveðjur. Það er ljómi
yfir lýsandi minningu Hildar
Metúsalemsdóttur. Blessuð sé
minning hennar.
Helgi Seljan.
Hildur
Metúsalemsdóttir
Þegar ég var lítið barn sat ég
oft í fanginu á afa og fannst það
æðislegt, að finna ástina og um-
hyggjuna frá honum. Hann var
mjög oft að leika sér að taka út úr
sér gervitennurnar og var það
hin besta skemmtun þegar ég var
lítil stelpa. Í eitt skiptið þegar
hann var að skjóta efri gómnum
út úr sér, missti hann góminn út
úr sér og beint í fangið á mér. Þá
kom undrunarsvipur á litlu stelp-
una, að fá allt í einu tennurnar úr
afa sínum upp í hendurnar á sér.
En þetta breytti þó ekki miklu,
afi hélt þessu bara áfram eins og
ekkert væri og áfram hélt litla
stelpan að hlæja að þessu.
Afi sýndi manni alltaf rosalega
væntumþykju, hvort sem það var
í orðum eða gjörðum. Til dæmis
kallaði hann mig mjög oft „elsk-
an“ eða „vinan mín“ og var mikið
að faðma mig og sýndi umhyggj-
una á þannig hátt. Ég hef alltaf
verið mikil afastelpa og mér þyk-
ir óendanlega vænt um afa minn.
Ég trúi því að afi og amma hafi
sýnt mér og kennt mikið um ást-
ina, án þess kannski að gera það
meðvitað. Þegar ég sá þau saman
þá sá ég hreina ást á milli þeirra.
Afi og amma eru, voru og munu
alltaf vera sálufélagar. Afi minn,
ég geri allt sem ég get til að passa
upp á ömmu og halda áfram að
veita henni umhyggju. Ég veit að
þú heldur því áfram.
Ég vil kveðja þig, afi minn,
með þessum fallega texta eftir
Bubba Morthens, sem minnir
mig á þig. Ég elska þig, afi, og
kveð þig að sinni, þangað til við
hittumst aftur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu
sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól
að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður
mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól
að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sædís Ólöf Pálsdóttir.
Elsku besti afi. Í dag munum
við ástvinir þínir fylgja þér síð-
asta spölinn, ástvinir sem voru
þér allt. Þú varst alvöruafi, ást-
ríkur og umhyggjusamur. Þegar
ég kom í heimsókn tókstu okkur í
fang þér, knúsaðir og kysstir á
kinn. Annað tókstu ekki í mál.
Barngóður varstu og við börnin
Jóhannes Ingólfur
Hjálmarsson
✝ Jóhannes Ing-ólfur Hjálm-
arsson fæddist 28.
júlí 1930 á Þórs-
höfn. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
sunnudaginn 20.
febrúar 2011.
Útför Jóhann-
esar var gerð frá
Glerárkirkju 3.
mars 2011.
flykktumst að þér
eins og segli.
Þú varst ekki að-
eins afi minn, heldur
varstu líka vinur
minn. Þegar eitt-
hvað bjátaði á var
alltaf hægt að leita
til þín. Þegar mér
þótti eitthvað
ósanngjarnt var
gott að leita til þín
og alltaf áttir þú góð
ráð. Þú hlustaðir alltaf af athygli.
Oft var ég spurð: „Ertu nokkuð
skyld honum gamla fýragott?“ þá
svaraði ég stolt og upp með mér:
„Já, hann er afi minn.“ Það sást
langar leiðir og var ég mjög stolt
af því að hafa átt þig sem afa.
Þú kenndir mér ungri að aldri
að óttast ekki dauðann. Í þínum
augum var dauðinn fallegt fyrir-
bæri sem enginn ætti að óttast.
Sem barn drukknaðir þú og varst
lífgaður við, og þú talaðir oft um
að þegar þú varst þá að skilja við
hafi þér aldrei liðið eins vel. Það
var mér huggun að þú óttaðist
ekki dauðann, ég vissi að þegar
þetta væri yfirstaðið liði þér vel,
engin veikindi að hrjá þig lengur.
Þú hefðir aldrei getað verið upp á
aðra kominn, þú varst svo sjálf-
stæður og sterkur, ekki bara lík-
amlega heldur andlega líka.
Hvernig þú náðir að rífa þig upp
eftir hver veikindin á fætur öðr-
um. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa þig svona
lengi hjá mér. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið ykkur ömmu í
mat heim til mín hinn 29. janúar
síðastliðinn, þá áttum við góða
kvöldstund. Minnist ég þess eftir
á hversu þétt þú faðmaðir mig
þegar ég skutlaði ykkur í Mosó
eins og þú hefðir vitað að við vær-
um að kveðjast í síðasta sinn. Ég
hlakkaði svo til að hitta ykkur
ömmu í skírninni, og ekki óraði
mig fyrir því að svona færi, en
svona er lífið, það fer ekki alltaf
eins og maður vill. En þú varst
með okkur í skírninni hjá lang-
afabarninu þínu, sem var skírt
nokkrum tímum eftir andlát þitt.
Við fundum öll fyrir návist þinni.
Passaðu vel upp á ömmu, hennar
missir er mikill, hún er ekki að-
eins að missa lífsförunaut sinn
heldur sinn besta vin, hún er búin
að standa sig eins og hetja.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
þig ekki sitjandi í tölvunni í auka-
herbergi að leggja kapal þegar
ég legg bílnum í bílastæðið og
vinka til þín í gegnum gluggann á
leið minni inn í hús. Einnig verð-
ur skrítið að koma heim til Ak-
ureyrar í heimsókn og enginn afi
til að vafra um eldhúsið í leit að
einhverju ætilegu handa mér.
Takk fyrir að taka mig með
þér á Þórsleiki, takk fyrir að
kenna mér að borða epli með
vasahníf, takk fyrir að kenna mér
að óttast ekki dauðann, takk fyrir
að hlusta alltaf á mig hversu leiði-
gjarnt sem það var, takk fyrir að
vera mér besti afi sem hægt var
að eiga. Minning þín lifir áfram,
þú áttir alltaf stóran sess í mínu
lífi. Ég sakna þín meira en orð fá
lýst. Sjáumst seinna.
Þín afastelpa,
Ólöf Kristín.
Elsku afi minn. Núna þegar þú
hefur kvatt þennan heim rifjast
upp allar þær góðu minningar
sem ég á um okkar kynni. Hvað
þú varst handlaginn við báta-
smíði og hvað þú varst góður afi.
Ég vissi að sú stund kæmi að þú
myndi kveðja þennan heim eins
og við gerum öll fyrr eða síðar.
Mér datt ekki í hug að þú færir
svona fljótt, þú verður mér alltaf
efst í huga. Ég mun ávallt minn-
ast þín. Hvíl í friði, elsku afi minn.
Kveðja,
Ragnar Þór Ragnarsson.
Það er með söknuði sem ég
kveð frábæran mann, afa minn,
Jóhannes Hjálmarsson.
Afi var einstakur maður, hlýr
og góður og alltaf til í að sinna
okkur barnabörnunum. Þegar ég
hugsa um allar góðu minningarn-
ar frá Þverholtinu á Akureyri þá
get ég ekki annað en brosað og
verið þakklát fyrir allar þær frá-
bæru stundir. Ég dvaldi mikið á
heimili afa og ömmu þegar ég var
lítil og þar var ég prinsessa.
Hugsuðu afi og amma svo vel um
mig að ég neitaði oft að fara heim
með foreldrum mínum þegar þau
komu að sækja mig.
Ég var mikil afastelpa enda
var afi alltaf tilbúinn að leika við
mig. Mér fannst afi líka svo
myndarlegur, alveg eins og Kirk
Douglas, hann var líka sterkasti
maður heims í flokki öldunga, og
það fannst lítilli stúlku afar flott.
Ekki leiddist mér heldur að fá að
fara í vinnuna með afa og ömmu
sem unnu í bíó á Akureyri.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar og þann hlýhug sem
þú hefur alltaf sýnt mér.
Megi guð vaka yfir þér.
Mér tregt er um orð til að þakka
þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og
blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla
tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún.)
Telma.
Elsku vinur, nú er þrautum
þínum lokið. Þú varst sterkur
fram á síðustu stund, hönd þín var
sterk eins og alltaf í okkar sam-
búð. Ég kveð
þig með þessu ljóði sem lýsir
þér best.
Enginn skuggi, ekkert ský
máir burtu minning þína,
hún mun í vina hjörtum skína
allar stundir, ung og hlý.
Stefán Jónsson
✝ Stefán Jónssonfæddist á Ystu-
Grund í Blönduhlíð
12. mars 1932.
Hann lést á krabba-
meinsdeild 11-E á
Landspítalanum
við Hringbraut 13.
febrúar 2011.
Útför Stefáns fór
fram í Miklabæj-
arkirkju 26. febr-
úar 2011.
Eftirfarandi grein er birt aft-
ur vegna mistaka við vinnslu.
Brosið þitt var bjart
og hreint.
Það var ljósblik þinn-
ar sálar,
það dró aldrei neinn
á tálar,
vermdi og græddi
ljóst og leynt.
Skapgerð þín var
hrein og heið.
Örlát mundin vinum
veitti,
viðmótshlýju ekkert breytti
alla þína ævileið.
Þú varst hetja að hinstu stund,
hugrakkur og hress í anda,
horfðir beint mót hverjum vanda,
djarfur í fasi, léttur í lund.
(Gunnar Einarsson.)
Ég þakka börnum okkar og
barnabörnum sem léttu okkur síð-
ustu daga og nætur í þinni bar-
áttu. Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín eiginkona,
Soffía Jakobsdóttir.
Undirskrift | Minningar-
greinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar