Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011
✝ Halldór ÓskarPétursson
fæddist á Dísa-
staðaseli í Breiðdal
23. október 1930 og
átti þar heima til
ársins 1935 er hann
fluttist með for-
eldrum sínum í Tó-
arsel í sömu sveit.
Halldór lést á heim-
ili sínu 25. febrúar
2011.
Foreldrar hans voru hjónin
Pétur A. Guðmundsson og Borg-
hildur Guðjónsdóttir.
Halldór kvæntist 10.6. 1962
Guðlaugu Gunnlaugsdóttur frá
Berufirði, f. 15.7. 1943. Hún er
dóttir Gunnlaugs
Guðmundssonar og
Helgu Einarsdóttur.
Systkini Halldórs
eru Sigurjón Geir
Pétursson, sam-
býliskona Elín Tóm-
asdóttir. Þórunn
Björg Pétursdóttir
gift Sveini Jónssyni.
Halldór og Guðlaug
stofnuðu nýbýlið
Engihlíð út úr Tóar-
selslandi og hafa búið þar frá
árinu 1967 og fram á þennan
dag.
Útför Halldórs fer fram frá
Heydalakirkju í dag, laugardag-
inn 5. mars 2011, kl. 14.
Elsku Dóri
Það er margs að minnast og
að þakka fyrir þegar ég hugsa
um sveitina mína. Þið Lauga
voruð mér svo óendanlega góð.
Ég var alltaf mikil Laugustelpa
og þú unnir mér þess. Þú skild-
ir það manna best og vissir
hvaða góðu kostum kona þín
var búin.
Ég elskaði fjósaferðirnar og
að hjálpa til við umhirðu kúnna.
Ég var nú orðin ágæt í að
mjólka eða ég taldi svo vera.
Var farin að kreista spenann
fast og fá stóra bunu. Það
heyrðist heilmikið hviss og
hvass þegar bunan kom í föt-
una.
Seint gleymi ég því þegar
Lauga brá sér af bæ og Linda
kom og var hjá okkur um
helgina. Við áttum að sjá um að
mjólka og elda fyrir þig. Við
vildum standa okkur vel og
drifum okkur galvaskar í fjósið.
Þetta var ekki mikið mál, ég
var vön. Ég setti haftið á kusu,
fötuna undir og settist á skem-
ilinn. En hún var ekki ánægð og
byrjaði að slá mig með halanum
svo ég bað Lindu að halda í
hann svo hún mundi hætta að
slá mig. Ekki var kusa glöð með
þetta og brást verri við og lagð-
ist svo þétt að mér að ég gat
engan veginn mjólkað og var
komin í sjálfheldu. Það var al-
veg sama hve fast Linda togaði
í halann eða ýtti á stóran belju-
búkinn hún stimpaðist bara á
móti okkur. Ég reyndi að vera
samtaka Lindu við að ýta kusu
af mér þar sem ég sat á mjólk-
urskemlinum með hana þétt-
ingsfast að mér. Dóri kom í
gættina og þegar hann sá aðfar-
ir okkar grét hann úr hlátri og
spurði: „Hvað eruð þið að gera
stelpur mínar?“ Við eldrauðar í
framan við að reyna að ýta belj-
unni af mér svöruðum: „Við, við
erum að mjólka.“ „Ég hef nú
engan sé gera þetta“ svona
svaraðir þú og hlóst og hlóst.
Svo gekkst þú að kusu og
klappaðir henni og hún færði
sig eins og ekkert hefði komið
upp á. Óskaplega vorum við
fegnar þegar þú bjargaðir okk-
ur. Okkur fannst þú alger snill-
ingur í samskiptum við kusur.
En svona voru viðbrögð þín
við öllum mistökunum sem ég
gerði. Þú sást broslegu hliðina
og svo leiðbeindir þú mér róleg-
ur og yfirvegaður eins og þú
varst alltaf.
Dóri og pípan hans fylgdust
alltaf að, hann var natinn við
hana og gaf sér góðan tíma í að
undirbúa hana fyrir smókinn
sinn. Hann tók vel eftir öllu í
umhverfi sínu og var næmur á
það. Hann hafði svo gaman að
að hlusta á það sem við krakk-
arnir höfðum að segja og var
virkur í umræðunni. Á sinn
hógværa hátt skaut hann alltaf
inn orðum eða spurningum á
réttum tíma. Það var svo ein-
kennandi fyrir hann hvað hann
hafði gaman af okkur sem vor-
um í sveit hjá þeim.
Þegar ég sit hér og hugsa um
sveitina mína streyma fram
minningar um tímann sem ég
var á ykkar heimili. Það var
ekki skrýtið að ég vildi vera
áfram um veturinn og njóta ást-
ríkis ykkar. Þið gáfuð mér tíma
og það var eins og þið hefðuð
allan heimsins tíma til að hlusta
á mig.
Sveitalífið hjá ykkur var æv-
intýri líkast, við skemmtum
okkur oft vel. Þið voru hlý,
skilningsrík og umvöfðuð mig
elsku ykkar.
Elsku Dóri, ég þakka þér
kærlega fyrir mig og það góða
sem þú lagðir inn í líf mitt.
Elsku Lauga, missir þinn er
mikill. En Guð er hjá þér, hann
mun aldrei yfirgefa þig.
Þórdís Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við kæran vin,
Halldór Péturson eða Dóra í
Engihlíð eins og hann oftast var
kallaður. Það koma upp í hug-
ann svo margar góðar minn-
ingar um þennan góða, hægláta
og kærleiksríka mann. Mað-
urinn minn var svo lánsamur að
fá að vera mörg sumur í sveit
hjá Laugu og Dóra. Þau urðu
hans aðrir foreldrar og aldrei
hefur fallið skuggi á þá kæru
vináttu.
Þegar ég kynntist Dóra og
Laugu var mér tekið opnum
örmum eins og dóttur. Að koma
í Engihlíð hefur alltaf verið eins
og að koma heim, þar mætir
okkur alltaf opinn faðmur kær-
leiksríkra vina.
Síðasta sumar lá leið okkar
austur í Engihlíð. Á leiðinni
þangað var hringt í okkur. Við
vorum þá stödd á Akureyri,
Lauga var í símanum og sagði
okkur að Dóri væri kominn á
sjúkrahús á Akureyri.
Merkilegt að við vorum ein-
mitt stödd á réttum stað í
ferðalaginu (höfðum seinkað því
um einn dag). Við vitum að Guð
sér um sína og við gátum heim-
sótt Dóra á sjúkrahúsið og tek-
ið hann svo með okkur austur
daginn eftir. Það gerði ferða-
lagið miklum mun ánægjulegra
því Dóri var hafsjór af fróðleik
og sagði okkur margar
skemmtilegar sögur af fjöllum
og fólki. Hann var sannkallað
náttúrubarn og þekkti landið
okkar vel.
Elsku Lauga okkar, við biðj-
um góðan Guð að umvefja þig
kærleika sínum og veita þér
styrk í sorginni.
Við kveðjum með söknuði
ástkæran vin okkar en huggun
okkar er að við vitum að Dóri
er kominn heim til Drottins.
Ég á mér bústað á himnanna
hæðum
hrörnun ei þekkist við Guðs
dýrðar stól
allir þar mettast af hans eilífu
gæðum
aldrei til viðar þar hnígur sól.
(Úr Hörpustrengjum.)
Með þakklæti fyrir allt og
allt,
Geirdís, Ómar og börn.
Halldór Óskar
Pétursson
✝ Halldór Þor-steinsson,
flugvirki og
tæknistjóri, fædd-
ist á Höfðabrekku
í Mýrdal 26. ágúst
1926. Hann lést á
Landspítala,
Landakoti, 20.
febrúar 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Einar
Þorsteinsson, f.
12.11. 1890, d. 17.12 1965, og
Elín Helgadóttir, f. 22.7. 1893,
d. 4.2. 1968. Systkini Halldórs
eru Helgi, f. 8.7. 1918, d. 28.7.
1918, Haukur, f. 23.9. 1923, d.
6.11.
1997, Halla, f. 3.5. 1928, d.
18.1.
1998, Einar, f. 3.5. 1928, og
Helgi, f. 23.1. 1932, d. 10.11.
2005, auk Unnar K. Eiríks-
dóttur, f. 7.7. 1921, d. 7.1.
1976, uppeldissystur þeirra.
New York í Bandaríkjunum
og vann mörg ár á John F.
Kennedy-flugvelli fyrir Loft-
leiðir og Flugleiðir. Eftir að
börnin voru farin að heiman
fluttu hjónin aftur heim í
nokkur ár og bjuggu á Kleif-
arvegi í Reykjavík. Dvölin
varð þó heldur stutt og 1989
fluttu þau aftur út og nú til
Baltimore þar sem Halldór sá
um vélar Icelandair. Á Cather-
ine Ave. í Linthicum áttu þau
heima þangað til Rósa and-
aðist árið 2006 og Halldór var
hættur að vinna.
Halldór vann í flugbrans-
anum samanlagt meira en 56
ár og 50 með Icelandair-
samsteypum. Hann hætti
störfum 2003 og flutti aftur
heim til Íslands 2007. Þar átti
hann fjölskyldurík og þægileg
ár þar sem hann ferðaðist um
landið auk þess að eiga marg-
ar góðar stundir með gömlum
félögum á ný.
Útför hans verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju sunnu-
daginn 6. mars kl. 14. Jarðsett
verður á Höfðabrekku fyrir
ofan Vík í Mýrdal mánudaginn
7. mars kl. 15.
Halldór var
giftur Rósu Ingi-
mundardóttur, f.
28.5. 1932, d. 25.3.
2006 og áttu þau 3
börn auk sonar
sem Halldór átti í
fyrra sambandi.
Halldór Axel, f.
6.6. 1954, d. 2.3.
1999, Guðmundur
Ingi, f. 18.6. 1956,
Þorsteinn Elí, f.
3.10. 1961, og Elsa Eyrós, f.
12.5. 1964.
Halldór flutti ungur til
Reykjavíkur með fjölskyldunni
og fljótlega kom upp áhugi á
flugvélum og fór hann síðar
með nokkrum félögum í flug-
virkjanám hjá Cal-Aero í Kali-
forníu til 1950.
Hann var flugvirki hjá
Flugfélagi Íslands og Loftleið-
um frá 1950 til 1968 og flutti
svo með sína fjölskyldu út til
Eitt sinn verða allir menn að
deyja, segir í fallegu dægurlagi,
það er hlutur sem við öll verð-
um að lifa við. Síðastliðinn
sunnudag, 20. febr., hringdi í
mig bróðir minn og lét mig vita
að elskulegur faðir okkar og afi
Halldór Thorsteinsson hefði
látist þann morgun.
Við pabbi fylgdumst alla tíð
þar sem ég hafði fengið flug-
véladelluna frá honum og fylgt
honum í flugvirkjun, við rædd-
um oft um flugvélar þegar við
hittumst eða töluðum saman í
síma og á ég mikið eftir að
sakna þessara umræðna. Pabbi
helgaði sig því að búa vel að
öllum eins og hægt var, að gefa
börnum sínum gott líf og fylgdi
okkur fast á eftir út í lífið.
Hann var yndislegur faðir og
afi, hjartahlýr og traustur, allt-
af tilbúinn að gera allt sem
hann gat til að aðstoða ef hann
mögulega gat. Fyrir hönd
barna og barnabarna Halldórs;
við munum sakna þín sárt og
þökkum fyrir allan veittan
stuðning og hlýhug.
Guðmundur Thorsteinsson.
Hann Halldór frændi okkar
er farinn. Hver af öðrum fara
þeir, frændur okkar og vinir,
oftast eftir langt og gott líf, oft-
ast en ekki alltaf. Halldór var
sonur Þorsteins föðurbróður
okkar systranna í Réttarholti.
Feður okkar Halldórs kölluðu
hvor annan bróður, nöfnin voru
óþörf, þeir voru bræður. Feður
okkar voru úr Mýrdalnum og
þeir töluðu skaftfellsku, sögðu
aldrei „já“ og aldrei „nei“, í
besta falli: „Ég má ekki með
það fara.“ Við fengum skaft-
fellskt uppeldi börnin á Brekku
og systurnar í Réttarholti. Við
fengum skaftfellskt tungutak,
það var varfærnislegt og vand-
að. Þannig var Halldór frændi,
varkár og vandaður, hlýr og
ljúfur eins og Þorsteinn föð-
urbróðir. Ævistarf sitt innti
Halldór af hendi í annarri
heimsálfu. Að starfi loknu hlaut
hann æðstu viðurkenningu og
heiður sem Bandaríkin geta
veitt frá FAA. Við systurnar
frá Réttarholti kveðjum Hall-
dór frænda af hlýju og kær-
leika og vottum afkomendum
einlæga samúð. Fyrir hönd
okkar allra,
Rannveig Ingveldur.
Halldór, skólabróðir okkar,
er fallinn frá. Halldór var ein-
staklega góður drengur og
hvers manns hugljúfi. Það var
árið 1949 að sex vaskir ungir
piltar fóru með m/s Tröllafossi
vestur til Bandaríkjanna í flug-
virkjanám. Þegar við vorum
komnir til New York vorum við
svo heppnir að taka Route 66
og komum við til Los Angeles
eftir ógleymanlega sex sólar-
hringa ferð. Flugvirkjanámið
tók eitt ár í virtum flugvirkja-
skóla Cal-Aero í Glendale, Ca-
liforniu. Við vinirnir vorum nú
orðnir sjö sem leigðum ein-
býlishús og gerðum lítið annað
en að læra og hugsa um elda-
mennskuna sem var heilmikið
mál í þá daga. En við tengd-
umst órjúfanlegum vinabönd-
um sem hafa haldist í öll þessi
ár.
Halldór var góður og vand-
aður samstarfsmaður. Halldór
hóf störf fyrir Loftleiðir og síð-
ar Flugleiðir. Var hann um-
sjónarmaður bæði flugvirkja
og stöðva félagsins og starfaði
hann lengst af í New York og
síðar í Baltimore. Halldór fékk
viðurkenningu frá bandaríska
loftferðaeftirlitinu fyrir 50 ára
störf við umsjón með öryggi
flugvéla og farþega.
Við skólafélagarnir frá Glen-
dale munum sakna þín því þú
varst góður félagi og vinur.
Við sendum börnum Hall-
dórs og öðrum aðstandendum,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Skólabræður og eiginkonur,
Ármann, Búi og Haraldur.
Halldór
Þorsteinsson
✝ GunnsteinnBragi Björns-
son fæddist á Surts-
stöðum, Jökuls-
árhlíð, 28.
nóvember 1929.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 25.
febrúar sl.
Foreldrar hans
voru Björn Sig-
björnsson frá
Surtsstöðum og Þorbjörg Sig-
rún Jóhannesdóttir frá Syðri-
Vík í Vopnafirði. Systkini hans
eru Jóhanna f. 1912, látin, bjó
lengst af í Reykjavík, Sig-
urbjörg, f. 1914, látin, bjó á
Breiðumörk í Jökulsárhlíð, Sig-
björn, f. 1919, látinn, bjó á
Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, Jó-
hann Eiríkur, f. 1921, látinn, bjó
á Eiríksstöðum á Jökuldal og
Guðrún Ragnheiður, f. 1925,
bjó í Klúku í Hjaltastaðaþinghá,
dvelst nú á sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum.
Eiginkona Braga er Steinunn
Guðlaug Snædal frá Eiríks-
stöðum á Jökuldal, f. 4. nóv-
ember 1921. Börn þeirra eru 1)
Stefán Snædal, f.
1953, maki Anna
Björk Guðjóns-
dóttir, börn þeirra
a) Guðjón Bragi,
maki Harpa Hrönn
Stefánsdóttir, barn
Úlfur Stefán, b)
Steinrún Ótta,
maki Óðinn Gunnar
Óðinsson börn Dög-
un og Sól. börn Óð-
ins frá fyrra hjóna-
bandi Dagur Skírnir og Dagrún
Sóla. c) Stefán Númi 2) Birna
Snærún f. 1961 maki Sigurður
Þór Harðarson barn Anna Guð-
laug.
Bragi var bóndi á Surts-
stöðum frá 1950 til 1981. Þá
fluttu þau Steinunn í Fellabæ og
vann hann þá nokkur ár hjá
Trésmiðju Fljótsdalshéraðs þar
til hann hætti vegna veikinda.
Bragi var mikill áhugamaður
um vísna- og ljóðagerð og hafa
komið út tvær ljóðabækur eftir
hann, „Agnir“ og „Laðar nótt til
ljóða“.
Útför Braga verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag, 5. mars
2011, og hefst athöfnin kl. 11.
Elsku afi.
Það var svo gott að vera hjá
ykkur ömmu á Lagarfellinu og
svo Mánatröðinni. Stundum vor-
um við að spila eða púsla saman
og svo lastu fyrir mig skemmti-
legar sögur eða spjallaðir bara
við mig. Þú fylgdist með því sem
ég var að gera og fannst sérstak-
lega gaman að spyrja mig um
hestana sem ég var með í reið-
skólanum mínum í Hafnarfirði,
en þú hafðir sjálfur svo gaman af
hestum.
Ég sakna þín mikið og vona að
þér líði sem best þar sem þú ert
núna.
Þín
Anna Guðlaug.
Þá hefur hann kvatt vinur
minn og fóstri, Bragi Björnsson,
kenndur við Surtsstaði í Jökuls-
árhlíð. Vorið 1971, þegar ég var
sjö ára gutti í Hafnarfirði, þurfti
móðir mín að leggjast á spítala.
Þá kom sér vel að eiga góða að,
ættingja á Héraði þar sem rætur
og meginstofn móðurættarinnar
liggja. Á Eiríksstöðum á Jökul-
dal bjó Kæja, elsta systir
mömmu, og út í Hlíð á Surts-
stöðum bjó Unna frænka, eldri
systir hennar, ásamt eiginmanni
sínum Braga Björnssyni. Veik-
indi mömmu reyndust lán í óláni.
Við bræður, ég og Jakob Bjarn-
ar, vorum sem sagt sendir austur
á land sjö og átta gamlir.
Ég, yngri bróðirinn, fór á
Surtsstaði og fæ seint fullþakkað
þá gæfu mína. Þar sem ég labb-
aði út úr flugvélinni á Egilsstöð-
um og vissi ekki á hverju var von
tók á móti mér góðlátlegt andlit
sem með glettni bauð nýja vinnu-
manninn velkominn á Austur-
land. Svo fórum við saman með
mjólkurbílnum út í Hlíð. Þetta
var Bragi Björnsson. Allt óör-
yggi æskumannsins hvarf því um
leið og ég hitti Braga var ég
kominn heim. Næstu átta sumur
sótti ég fast að komast austur á
Surtsstaði, helst áður en voraði
og vildi vera þar eins lengi
hausts og hægt var. Bragi og
Unna frænka, ásamt Sigbirni
bróður Braga, bjuggu mynd-
arbúi á Surtsstöðum, kannski
ekki í þeirri merkingu að þar
væri lagt upp úr nýjustu tækni
og búskaparvísindum heldur var
áherslan frekar á manngildi og
vinnusemi – menningu í sinni víð-
ustu merkingu. Gæsku. Þar var
Bragi minn maður. Endalaust
gantaðist hann og spilaði með
unga vinnumanninn hvort sem
var við störfin eða í matartímum;
pólitík, bókmenntir, tónlist,
heimasætur á nálægum bæjum,
íþróttir, vegalagning eða veður,
allt var sett í spaugilegt sam-
hengi. Hvort um var að ræða
brotinn tind í hrífu eða gang him-
intunglanna, alltaf gat Bragi
matreitt það á þann hátt að mér,
drengnum af sunnan, þótti þetta
spennandi og skemmtilegt við-
fangsefni. Fyrir utan sjálf skáld-
skaparfræðin þar sem Bragi var
á heimavelli.
Aldrei sá Bragi ástæðu til að
taka bílpróf til að geta flækst
milli bæja enda ástæðulaust.
Gestagangur var mikill á Surts-
stöðum og allir alltaf velkomnir
þangað til lengri eða skemmri
dvalar og var þá setið í eldhúsinu
og spjallað. Ýmsum nútíma-
manninum myndi þykja aðstæð-
ur fornar; ekkert sjónvarp, hvað
þá tölva, dagblöðin komu í
slumpum vikulega en upplýstara
og skemmtilegra hringborð en í
eldhúsinu á Surtsstöðum held ég
sé vandfundið; ungir sem aldnir,
háir sem lágir, hvaðan sem menn
komu voru allir jafnir og gátu
lagt til umræðunnar.
Bragi hafði djúp áhrif á mig,
sem fóstri minn, kennari og vin-
ur. Hin síðustu ár hefur heilsa
Braga ekki verið upp á það besta
og þau brugðu búi af þeim sökum
fyrr en kannski stóð til. Og
bjuggu eftir það í Fellabæ. Hefur
Unna, uppáhaldsfrænka mín og
fóstra, staðið með bónda sínum
og annast hann af ástúð og þol-
gæði.
Unna, Stefán, Snærún og fjöl-
skyldur: Samúðarkveðjur til
ykkar. Ég og bræður mín báðir
hugsum með hlýhug til ykkar á
erfiðri skilnaðarstundu.
Atli Geir Grétarsson.
Gunnsteinn Bragi
Björnsson
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is • grand.is
Grand
erfidrykkjur
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott
aðgengi.