Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Samkvæmt frétt á ruv.is telur Friðrik Már að mikið sé gert úr gengisáhættu vegna Icesave III sam- komulagsins. Hann tel- ur réttilega að eignir Landsbankans séu í er- lendri mynt og skuldir Tryggingasjóðs inni- stæðueigenda séu jafn- framt í erlendri mynt. En það sem Friðrik nefnir ekki og er algjört lykilatriði í gengisáhættu vegna samningsins er að krafa Tryggingasjóðsins á Landsbankann er í íslenskum krónum, 673 millj- arðar af krónum nánar til tekið. 20% veiking = 300% aukning Ef við tökum raunhæft dæmi og gefum okkur að krónan veikist um 20% og evran kosti þá 190 krónur þá mun krafa Tryggingasjóðsins á Landsbankann lækka í evrum talið um 700 milljónir evra eða vel rúm- lega 130 milljarða. Þetta er áhætta. Gengi krónunnar hefur styrkst um tæplega 20% síðustu mánuði og al- veg eins líklegt að hún veikist aftur. 20% veik- ing mun auka kostnað ríkisins úr 50 millj- örðum í hátt í 200 millj- arða. Já = herða þarf á gjaldeyrishöftum Ef þjóðin samþykkir Icesave III sam- komulagið er ekki ein- göngu verið að fram- lengja gjaldeyrishöft í landinu heldur neyðist Seðlabankinn jafnframt til að styrkja þau enn frekar þannig að krónan veikist alls ekki neitt. Það er hins vegar hagsmunamál fyrir þá er- lendu aðila sem eiga skuldabréf Landsbankans að krónan veikist, því það myndi auka endurheimtur þeirra. Í raun þarf Seðlabankinn að negla niður gengi krónunnar. Friðrik Már telur veikingu ólíklega Friðrik segir: „Raungengi krón- unnar er mjög lágt, langt undir lang- tímameðaltali núna. Það er erfitt að sjá fyrir sér að það veikist mikið til langframa að minnsta kosti“. Hins vegar gefur gengi krónunnar fyrir hrun enga vísbendingu um styrk krónunnar í framtíðinni. Á fyrri ár- um var viðskiptajöfnuður við útlönd einstaklega neikvæður, í dag er hann jákvæður en rétt slefar í það að geta greitt vexti og afborganir af lánum. Að ganga að því vísu að krón- an styrkist er vafasamt. Fyrri ummæli Friðriks Í nóvember 2007 gaf Friðrik ásamt Richard Portes út heilbrigð- isvottorð fyrir íslenska bankakerfið. Fyrir ári barðist Friðrik Már fyrir samþykki Icesave II og mat þá ranglega kostnaðinn. Nú fer Friðrik Már með alvarlegar rangfærslur varðandi Icesave III. Ummæli Frið- riks Más, sem er forseti við- skiptadeildar Háskólans í Reykja- víkur, eru þess vegna að mínu mati álitshnekkir fyrir skólann. Eftir Örvar Guðna Arnarson » 20% veiking mun auka kostnað ríkis- ins úr 50 milljörðum í hátt í 200 milljarða. Örvar Guðni Arnarson Höfundur er viðskiptafræðingur. Rangfærslur Friðriks Más Vinstri grænir höfðu uppi stór orð um breytingar og endurskoðun á fisk- veiðistjórnunar- kerfinu í aðdraganda síðustu alþingiskosn- inga. Þegar sjáv- arútvegsráðherra var í stjórnarandstöðu flutti hann þingmál ásamt núverandi mannréttindaráðherra, Ögmundi Jónassyni, núverandi formanni sjávarútvegsnefndar, Atla Gísla- syni, auk þingmanna Frjálslynda flokksins, sem fól það í sér að breyta stjórn fiskveiða í samræmi við álit Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna. Framangreindir þingmenn VG sem nú eru valda- mestu menn Íslands sögðu afstöðu sína þá að álit Mannréttinda- nefndarinnar væri skuldbindandi og að ríkinu bæri að bæta þeim sjómönnum sem sóttu mál sitt og ættu rétt á bótum. Ekki ber á öðru en að þremenn- ingarnir hafi skipt um skoðun við það að setjast í mjúka valdastóla og telji við sætaskipti sín réttlæt- anlegt að virða fyrrgreint álit að vettugi og að ríkið haldi áfram að brjóta mannréttindi og níðast á þeim sjómönnum sem þeir áður vörðu. Eng- inn af framangreind- um ráðamönnum VG hefur heldur haft manndóm í sér til þess að ræða við sjómenn- ina sem þeir þóttust berjast fyrir. Í raun hafa sáralitlar breyt- ingar orðið á stjórn fiskveiða frá því að VG fékk lyklavöldin í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Loforð rík- isstjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar breyttist þegar til átti að taka í ófrjálsar hand- færaveiðar og nýbúinn á fiski- miðum, makríllinn, var að mestu settur inn í kerfið og landsmenn standa ekki jafnfætis við nýtingu hans. Nákvæmlega engin meining virðist hafa verið á bak við þá ætl- an Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra að endurskoða fisk- veiðiráðgjöfina þegar á hólminn var komið. Nýlega stóð sjávarútvegsráðu- neytið fyrir „ráðstefnu“ um svo- kallaða aflareglu sem tekin var í notkun snemma á tíunda áratugn- um og átti að leiða til aukins afla þegar fram liðu stundir. Aflareglan snerist sem vonlegt var upp í and- hverfu sína enda gengur hún þvert á viðtekna vistfræði. Þorskaflinn nú er einungis helmingurinn af því sem hann var áður en reglan var tekin í notkun. Aflareglan og beit- ing hennar þolir ekki neina mál- efnalega gagnrýni og var það tryggt við val á fyrirlesurum á fyrrgreindri ráðstefnu að engum gagnrýnisröddum væri hleypt að. Vísindin ganga út á gagnrýna hugsun og að spurt sé gagnrýn- inna spurninga og segir það í raun allt sem segja þarf um viðkomandi ráðstefnu að gagnrýnisröddum var ekki hleypt að. Ekki ætla ég sjávarútvegsráðherra að vilja vís- vitandi svíkja öll loforð um úrbæt- ur en greinilegt er að stefna VG í verki er allt önnur en sú sem boð- uð var. Forysta VG hefur greini- lega guggnað og hlýtur hún að þurfa að gefa kjósendum ein- hverjar skýringar á kjarkleysinu. Vinstri grænir guggnuðu Eftir Sigurjón Þórðarson » Vísindi ganga út á að spurt sé gagnrýn- inna spurninga og segir það allt sem segja þarf um ráðstefnuna að gagnrýnisröddum var ekki hleypt að. Sigurjón Þórðarson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Það er ekki til- viljun að sumir ná meiri árangri en aðr- ir. Þeir sem ná ár- angri hafa markmið og ástríðu fyrir við- fangsefninu sem knýr þá áfram. Til að geta nýtt þann kraft sem í okkur býr verðum við að einbeita okkur að því hvert við erum að stefna. Því ef við vit- um ekki hvert við erum að fara þá er líklegt að við endum þar sem okkur langar alls ekki til að vera. Maður sem nær árangri er með markmið í huga og hugmynd um hvernig á að ná því. Þeir sem eiga sér metnaðarfulla drauma ganga lengra en þeir sem eiga sér metnaðarlausa drauma. Mikilvægt er að skuldbinda sig til að ná markmiðinu. Skuldbind- ing gefur markmiðinu þýðingu, til- gang og hvatningu sem gerir okk- ur kleift að ná og viðhalda góðu gengi. Mikilvægt er að brjóta mark- miðið niður í smærri einingar og áþreifanleg skref í verkefnum okk- ar. Þannig eru bækur skrifaðar orð fyrir orð, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, kafla fyrir kafla uns bókin er klár. Við þurfum líka að geta brugðist við vonbrigðum á réttan hátt, því í lífinu þurfum við að takast á við bæði árangur og mótlæti. Við þurfum að sýna sjálfsaga og þrautseigju og gefast ekki upp, sama hvað gengur á, því þegar komið er á leiðarenda sér maður ekki eftir erfiði ferðarinnar. Gott er að treysta öðrum líka fyrir mark- miðinu en aðeins þeim sem geta hjálpað okk- ur að ná því með því að veita okkur aðstoð, hvatningu og upp- örvun. Gott er að sjá fyrir sér mynd í huganum af því sem við viljum vera, gera eða eiga og sjá útkomuna fyrir okkur. Það sem við hugsum mest um er líklegast að muni gerast. Ef við horfum á lífið jákvæðum augum gerast jákvæðir hlutir. Sjón- arhornið er það eina sem skilur á milli svartsýnna og bjartsýnna. Allir geta náð árangri ef aðeins vilji, agi og skýrt markmið er fyrir hendi. Sá getur allt sem trúir! Þeir sem ná árangri eru með áætlun Eftir Gísla Hvann- dal Jakobsson Gísli Hvanndal Jakobsson » Það er ekki tilviljun að sumir ná meiri árangri en aðrir. Þeir sem ná árangri hafa markmið og ástríðu fyr- ir viðfangsefninu sem knýr þá áfram. Höfundur er nemi og blaðamaður. Er með til sölu 127,6 fm, 4ra-5 herbergja hæð við Hagamel í Reykjavík. Vel umgengin eign með sérinngang og vel viðhaldið. Húseignin öll lítur afar vel út. Áhugaverð eign fyrir vandláta kaupendur. Getur verið laus með litlum fyrirvara. Verð 36 milljónir. Nánari upplýsingar veita Magnús 892 6000 og Hinrik 893 4191 Hagamelur – Vesturbær VESTURHÚS 4 EINBÝLISHÚS Á ÚTSÝNISSTAÐ OPIÐ HÚS Á MORGUN, SUNNUDAG Eignin verður til sýnis, sunnudag, frá kl. 14-16 Afar vandað um 265,0 fm einbýlishús á frábær- um útsýnisstað í Grafarvoginum. Á efri hæð eru m.a. glæsilegar stofur með arni og útgangi á vestursvalir, eldhús með innréttingum úr hlyni og 4 herbergi auk fataherbergis. Á neðri hæð er séríbúð auk rýmis er fylgir efri hæð. Ræktuð lóð með viðarverönd til suðurs og hellulögðu bílaplani og stéttum. Verð tilboð. Húsið stendur á einstökum útsýnisstað við opið óbyggt svæði. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni eða í bréfum til blaðs- ins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.